Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 25
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 25
LISTAKONAN og hönnuðurinn Hulda Björg
Ágústsdóttir er eini Íslendingurinn sem valin var
til að taka þátt í samnorrænu listasýningunni
Kunsthandverk 2003, sem nú stendur yfir í lista-
miðstöðinni Rauðasteini í Gautaborg. Auk hennar
eru þrjátíu listamenn frá hinum Norðurlönd-
unum með verk á sýningunni, sem formlega
var opnuð hinn 18. október síðastliðinn og
stendur til loka nóvembermánaðar. Í
tengslum við sýninguna fer fram ráðstefna
dagana 6.–8. nóvember þar sem fjallað verður
um nytjalist á Norðurlöndunum og þann sess
sem hún skipar í alþjóðlegu samhengi.
Hulda hefur alfarið unnið að hönnun skart-
gripa síðastliðinn átta ár og er með fimm hluti á
sýningunni sem allir eru unnir úr plexígleri.
Dómnefndin sem valdi inn á sýninguna setti það
sem skilyrði að verkin væru óhefðbundin, kröftug
og endurspegluðu nútímann. „Ég hef mest unnið úr
plexígleri síðustu árin. Það er því ekki alveg nýtt af
nálinni hjá mér, en er örugglega það efni, sem ég hef mest-
an áhuga á akkúrat núna,“ segir Hulda, sem er ein tíu lista-
kvenna sem rekur verslunina Kirsuberjatréð við Vest-
urgötu 4 í Reykjavík.
„Ég hef unnið mjög mikið úr plasti og gúmmíi auk þess
sem ég hef gert tilraunir með efni eins og þang og pappa-
massa. Ég gerði reyndar skartgripi úr Mogganum. Setti
blaðið í „mixer“ og bjó til pappamassa. Ég hef engan áhuga
á eðalsteinum, en er heilluð af plastefnum. Ég hef verið að
gera tilraunir bæði með form og áferð, nú síðast hef ég not-
að blaðsilfur á plexíglerið, sem mér finnst skapa spennandi
andstæður.“
Þegar listakonan er spurð hvort hún telji að nútímakonan
sé ginkeypt fyrir plastskartgripum, svarar hún því til að
fólk sé opið fyrir nýjungum og finnist þessi hönnun
skemmtileg.
Hulda hefur tekið þátt í alls konar samsýningum, bæði
hér heima og erlendis, m.a. í Japan, Bandaríkjunum og í
Þýskalandi.
Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér sýninguna í Rauða-
steini og listamennina sem þar sýna, er bent á vefslóðina
www.craft-sweden.com
Morgunblaðið/Sverrir
Skartgripahönnuðurinn: Hulda
Björg Ágústsdóttir hefur engan
áhuga á eðalsteinum, en er heilluð
af plastefnum í skartgripagerð.
HÖNNUN
join@mbl.is
Ísmolakubbafesti: Glært plastið minnir óneitanlega á klaka. Til vinstri er armband þar
sem blaðsilfur hefur verið unnið í plastið og skapar það spennandi andstæður.
Þegar þú ferðast
ferðastu þá með AVIS
Verð pr. dag kr. 2.900
M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur
Við gerum betur
AVIS Sími 591 4000
www.avis.is
Ítalía
Skart úr
plexígleri
Kunsthandverk 2003: Þrír af fimm skartgripum Huldu Bjargar, sem valdir
voru á samnorrænu listasýninguna í Gautaborg.