Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 27                                        !"" #  "  ÖKUTÆKI OG TJÓNBÆTUR Fjallað er um íslenskar réttar- reglur um bótaúrræði vegna tjóns, sem hlýst af bifreiðum og öðrum skráningarskyldum vélknúnum ökutækjum. Lengsti þáttur bókarinnar er um skaðabótaskyldu, en aðrir þættir varða vátryggingar, aðallega ábyrgðartryggingu, slysatryggingu og húftryggingu (kaskótryggingu). Mikilvæg handbók tjónþola. Síðumúla 21 • Sími 588 9060 • Fax 588 9095 Heimasíða: www.hib.is H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / H ÍB / O kt ób er 2 00 3 „MÉR verður sjaldan orða vant, en það hefur svei mér gerst núna. Mig langar þó til að nota tækifærið og þakka þennan mikla heiður sem mér er hér sýndur,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður og tón- skáld, eftir að hafa tekið við Íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, við athöfn í Hafn- arborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar í gær. Verðlaunin hlaut Hilmar Örn fyr- ir tónsmíðar og metnaðarfullt starf í þágu tónlistar, en Hilmar Örn hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir tónlist sína á undanförnum ár- um. Hann var frumkvöðull í notkun tölva við tónlistarsköpun og ruddi brautina fyrir nýjar hugmyndir í upptökustjórn og útsetningum. Frá árinu 1997 hefur Hilmar Örn samið tónlist fyrir hátt í þrjátíu kvikmynd- ir, bæði íslenskar og erlendar, auk þess að vinna með ýmsum tónlist- armönnum að metnaðarfullum og frumlegum verkefnum. Íslensku bjartsýnisverðlaunin, áð- ur Bjartsýnisverðlaun Brøstes, eru menningarverðlaun sem eiga sér meir en tuttugu ára sögu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa hlotið þessi verðlaun á upphafs- árum ferils síns, frá því að til þeirra var stofnað. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1981, að tilstuðlan danska athafnamannsins Peters Brøstes, sem heillaðist af bjartsýni Íslend- inga eftir að hafa fylgst með op- inberri heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur forseta til Margrétar Þórhildar Danadrottningar árið áð- ur. Alcan á Íslandi, ÍSAL, hefur ver- ið bakhjarl verðlaunanna síðan 2000 og er forseti Íslands verndari þeirra auk þess að afhenda þau. Listamenn tjá okkur sífellt hver við erum Hilmar sagði í samtali við Morg- unblaðið að afhendingu lokinni að sér hefði alltaf fundist Bjartsýnis- verðlaunin mjög mikilvæg og tilefni þess að þau voru upphaflega veitt vel til fundið. „Ég hef átt samleið með listafólki sem hefur fengið þessi verðlaun og veit að þau hafa oft ver- ið mjög góð uppörvun og hvatning fyrir viðkomandi listamenn. Mér finnst þessi verðlaun afar merkilegt fyrirbæri, þ.e. að það sé verið að verðlauna bjartsýni og stórhug. Auk þess finnst mér mjög vel hafa tekist til með valið hjá Gunnari Friðriks- syni, Gylfa Þ. Gíslasyni og Árna Kristjánssyni, sem upphaflega voru í nefndinni. Þeir hafa verið ótrúlega lúmskir og fljótir að taka eftir ungu fólki sem hefur verið að gera ein- hverja nýja og djarfa hluti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi vernd- ari verðlaunanna, sem tók við af Árna í dómnefndinni, hefur líka þann góða eiginleika að geta séð það sem er að gerast hjá yngra fólki. Og þótt kannski megi segja að ég sé mitt á milli þess að vera ungur og gamall, þá þykir mér vænt um að eftir mér hafi verið tekið.“ Dómnefnd Bjartsýnisverð- launanna var skipuð Vigdísi Finn- bogadóttur, Gylfa Þ. Gíslasyni og Gunnari Friðrikssyni, sem hefur verið formaður dómnefndar frá upphafi. Vigdís Finnbogadóttir gerði grein fyrir vali dómnefndar við afhendinguna og sagði þar m.a.: „Þjóð sem ræktar listamenn sína og veitir verkum þeirra óskipta athygli er allar stundir að styrkja sjálfa sig, því listamenn eru sífellt að tjá okkur hver við erum. Þeir eiga þá guðsgjöf að vera spegillinn, bergmálið og hljómurinn – árvegurinn sjálfur þar sem tilfinningar og hugur þjóð- arinnar streyma fram í lygnu sem í boðaföllum.“ Við afhendinguna tilkynnti Gunn- ar að þeir Gylfi, sem setið hafa í dómnefndinni frá upphafi, hefðu ákveðið að tími væri fyrir þá að draga sig í hlé og leyfa yngra fólki að taka við. Forseti Íslands þakkaði þeim langa setu og hrósaði einstakri framsýni þeirra í vali á listamönnum í gegnum tíðina. Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður fær Íslensku bjartsýnisverðlaunin „Góð hvatning fyrir listamenn“ Morgunblaðið/Þorkell Hilmar Örn Hilmarsson tekur við Íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Hafnarborg í gær. Fréttir á SMS Listasafn Íslands kl. 12.10– 12.40 Dagný Heiðdal listfræð- ingur verður með leiðsögn um sýninguna Vefur lands og lita – Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Norræna húsið kl. 12.05 Sverrir Jakobsson sagn- fræðingur held- ur erindi í fyr- irlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands, „Hvað er (um) heimur?“ Erind- ið nefnist „Svo vítt sem kristni er. Íslendingar og hinn kaþólski heimur, 1100–1400.“ Fjallað verð- ur um heimsmynd Íslendinga 1100–1400 og færð rök fyrir því að hana megi skilgreini sem „kaþ- ólska“. Einnig verður fjallað um möguleika sem stóðu Íslendingum til boða á þessum tíma. Að lokum verður litið á „hina félagslegu ger- endur“, nokkra einstaklinga sem tóku þátt í að smíða heimsmynd Íslendinga, eins og við þekkjum hana á grundvelli miðaldatexta. Listasafn Íslands, Skipholti, kl. 12.30 Þrír fulltrúar Taking Place, Brigid Mcleer, myndlistarkona, Helen Stratford, arkitekt og Katie Lloyd Thomas, verða með innlegg um atburðarými. Taking Place er þverfaglegur samvinnuhópur, myndlistarmanna, arkitekta, fræðimanna og rithöfunda, sem vinna á femíniskum nótum og fjalla um kyngervi og kynferði í arkitektúr og rými. Bókasafn Kópavogs, Hamra- borg 6a kl. 19 Elsa E. Guð- jónsson flytur erindi með lit- skyggnum um íslenskan útsaum. Einnig kennir hún gamla íslenska krosssauminn. Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20 Dagskrá tileinkuð göldrum: Sig- urður Atlason og Magnús Rafns- son kynna ýmsar hliðar galdra- mála á Íslandi en þeir eru tveir forsvarsmanna Strandagaldurs og Galdrasýningar á Ströndum. Bók- in Angurgapi, sem Magnús hefur ritað, verður kynnt, farin verður stutt margmiðlunar-yfirferð yfir galdrasafnið á ströndum, ást- argaldrar verða í hávegum hafðir og að lokum verður brugðið á leik. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sverrir Jakobsson TÍU tónleikar að minnsta kosti voru haldnir á höfuðborgarsvæðinu laug- ardag og sunnudag; fimm hvorn dag. Þar af voru átta opinberir tónleikar þar sem atvinnufólk í tónlist kom fram, einir nemendatónleikar og einir óopinberir afmælistónleikar. Þótt mikil gróska sé í tónleikahaldi er sjaldgæft að svo margir tónleikar séu haldnir á einni helgi. Það var því úr vöndu að ráða fyrir tónleikagesti; úrvalið var einstaklega fjölbreytt og flytjendur úr röðum okkar bestu og ný verk frumflutt á að minnsta kosti tvennum tónleikum. Þá var ein alþjóðleg stjarna með tónleika hér, finnski barítonsöngvarinn Jorma Hynninen. Upplýsingar um aðsókn á opinbera tónleika atvinnufólks um helgina liggja fyrir, en einhver frávik geta verið, einkum vegna þess að í einhverjum tilfellum er ekki talið ná- kvæmlega hve margir boðsgestir skila sér. Á tónleikum Tilraunaeldhússins í 15:15-tónleikaröðinni í Borgarleik- húsi voru tæplega 30 manns; 21 seld- ur miði, og nokkrir gestir að auki. Kórar Langholtskirkju fengu um 350 manns í kirkjuna kl. 16 á laug- ardag, en flytjendur á tónleikunum voru um 300. Klukkustund síðar hófust Tónlist- ardagar Dómkirkjunnar og sóttu rúmlega hundrað manns setningar- tónleika, sem er að sögn aðstandenda nokkru minna en undanfarin ár. Minningartónleikar um Victor Urbancic í Íslensku óperunni löðuðu til sín 225 manns, sem er minna en vonir aðstandenda stóðu til. Á sunnudag komu tæplega 50 manns að hlýða á Gerrit Schuil leika í tónlistarhúsinu Ými og ræða um líf sitt í tónlistinni. Hynninen fyllti ekki Salinn Mikið var um að vera í Hallgríms- kirkju á sunnudag, á Hallgrímsdegi, og um 750 manns komu í kirkjuna á ýmsa viðburði þar. Tónleika Schola cantorum kl. 17 sóttu um 180 manns. Tónleika Kammersveitar Reykja- víkur í Listasafni Íslands á sunnu- dagskvöld sóttu 70 manns. Á sama tíma tókst jafnvel stórstjörnunni Jorma Hynninen ekki að fylla Salinn í Kópavogi, en þó voru það tæplega 200 manns sem ekki vildu missa af þeim stórviðburði, sem markaði jafnframt lok einnar mestu tónleikahelgi sem sögur fara af á landinu. Alls voru það því um 1.200 manns sem sóttu þá átta opinberu tónleika sem að ofan eru nefndir. Auk þessa sóttu um 150–180 manns tónleika Hljómsveitar Tónlistarskól- ans í Reykjavík á laugardag; – frítt var inn, og því ekki talið nákvæmlega. Um 450 manns sóttu svo afmælistón- leika til heiðurs Jóni Hjörleifi Jóns- syni í Langholtskirkju á sunnudag. Tíu tónleikar á tveimur dögum Morgunblaðið/Jim Smart Tónlistarmenn Þorbjargar Pálsdóttur í Öskjuhlíð spiluðu linnulaust alla helgina, eins og alla aðra daga. Engum sögum fer þó af fjölda áheyrenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.