Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. D AVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Ósló í gær formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2004. Ís- lendingar taka við formennskunni um áramótin af Svíum. „Undir kjörorðinu „Auðlindir Norðurlanda“ ætlum við Ís- lendingar að leiða norrænt samstarf á næsta ári,“ sagði Davíð. „Sá auður sem býr í náttúru, fólki og opnu lýðræðislegu samfélagi er grund- völlur norrænnar hagsældar. Þar liggja og forsendur framfara heima fyrir og áhrifa á alþjóðavettvangi. Markmið for- mennskuáætlunar Íslands er að nýta í ríkara mæli en gert er þann styrk sem Norðurlöndin búa yfir.“ Í máli Davíðs kom fram að Íslend- ingar myndu, í formennskutíð sinni, leggja áherslu á öflugra samstarf við grannsvæðin við Norður-Atlantshaf. „Nauðsynlegt er að vaka yfir vistkerfi hafsins og það verður eingöngu gert í nánu samstarfi þjóða. Við leggjum því ríka áherslu á að efla norrænt samstarf við grannsvæðin við Norður-Atlantshaf um verndun hafsins, sjálfbæra nýtingu og auðlindastjórnun.“ Síðan sagði hann: „Við Íslendingar munum beita okkur fyrir því að tillögum um aukin tengsl við grannsvæðin við Norður-Atlantshaf og eflingu vestnorræns svæðasamstarfs sem verða til umræðu hér á þinginu verði fylgt eftir. Auk tillagna um vernd- un hafsins fela þær í sér vegvísi að sam- starfi um rannsóknir og vísindi, sam- göngur, ferðamál og heilbrigðismál. Það er ekki bara í þágu Vestur-norðurlanda heldur allra norrænu ríkjanna.“ Auk þess sagði Davíð mikilvægt að efla starfsemi ráðherranefndarinnar um málefni norðurskautssvæðisins og styrkja samstarfið við Norðurskauts- ráðið sem og önnur ríkjasamtök á norð- lægu svæðunum. Heilladrjúgt samstarf við Eystrasaltsríkin Davíð fór inn á stækkun Evrópusam- bandsins (ESB) og sagði að með stækk- un þess og Evrópska efnahagssvæðisins opnuðust ný tækifæri fyrir Norðurlönd- in til að efla samskipti og viðskipti við önnur svæði í álfunni, þar má meðal við Eystrasaltsríkin. „Norrænt samstarf við Eystrasalts- ríkin og Norðvestur-Rússland hefur verið heilladrjúgt og mikilvægt er að rækta það áfram. Þar sem Eystrasalts- ríkin eru á leið inn í Evrópusambandið er hafin heildarúttekt á samskiptunum við þau til að þau verði virk í breyttu pólitísku umhverfi. Það er ánægjulegt að nú hefur verið ákveðið að Eystra- saltsríkin verði aðilar að Norræna fjár- festingarbankanum. Á næsta ári verður gengið formlega frá málinu. Þetta sýnir hve sveigjanlegt norrænt samstarf er, en styrkur þess hefur jafnan verið að geta lagað sig að breytingum þannig að allar þjóðirnar hafi hag af.“ Davíð fór einnig inn á orkumál í ræðu sinni og sagði að stefnt væri að sjálf- bærri, öruggri og samkeppnishæfri orkunotkun á Norðurlöndunum og grannsvæðunum. „Samvinna Norður- landa um opnun raforkumarkaðarins hefur verið einstök. yfir meiri orkuauðl lönd og þau eru í fa að nýta endurnýja Rannsóknir á vetni aukist gífurlega á un til þremur árum og þeim um allan heim. Íslendinga að Nor muna rannsóknasam sviði.“ Norrænn margm Davíð sagði einn vildu í formennsku Davíð Oddsson kynnti formennskuáætlun á þin Aukin tengsl vi við Norður-Atl SIV Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra kynnti formennsku- áætlun Íslands í Norrænu ráð- herranefndinni 2004 á blaðamannafundi í Ósló, Noregi, síðdegis í gær, en áður hafði Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnt áætlunina á þingi Norðurlanda- ráðs. Siv mun í formennskutíð Ís- lendinga verða formaður sam- starfsráðherranna, en samstarfsráðherrarnir bera ábyrgð á samræmingu norræna samstarfsins. Í samtali við Morgunblaðið leggur Siv m.a. áherslu á að Íslendingar vilji í formennskutíð sinni efla sam- starf Norðurlandanna „til vesturs“ eins og hún orðar það. „Íslendingar leggja mikla áherslu á að vestnor- ræna samstarfið fái meira vægi í norrænu samstarfi,“ segir hún, „einkum vegna þess að hagsmunir Norður- Atlantshafsins afmarkast ekki við Vestur-Norðurlönd heldur fara þeir saman við heildarhagsmuni Norð- urlanda.“ Í því sambandi segir hún að Íslendingar leggi jafn- framt áherslu á að Norræna ráðherranefndin leiti einnig eftir samstarfi við grannsvæði Vestur- Norðurlanda s.s. Atlantshafshéruð Kanada, skosk eyjarnar og Írland. Minnir hún á að allar þjóðir vi Norður-Atlantshaf beri sameiginlega ábyrgð á sjá arauðlindum svæðisins og nýtingu þeirra. Þær ver því að vinna saman að því að vernda vistkerfi hafs Siv nefnir einnig að Íslendingar vilji í formenns tíð sinni leggja áherslu á að samræma upplýsinga sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda, efnainnihald í s arfangi og merkingu og rekjanleika sjávarafurða. Hugmyndir eru uppi um að þær upplýsingar meg varðveita í samræmdum gagnabanka, þar sem leit megi gagna um sérstöðu ólíkra hafsvæða og tegun Ný leið í málefnum fatlaðra Að sögn Sivjar er einnig mikill vilji til að fylgja e niðurstöðum svokallaðrar hvítbókar um Norðurlö sem framúrskarandi svæði fyrir rannsóknir og ný sköpun. Hvítbókin verður nánar kynnt á þingi No urlandaráðs, en að sögn Sivjar eru þar m.a. tillögu sem ganga út á að efla enn frekar samstarfið milli indasamfélagsins og nýsköpunar. Siv nefnir fleiri mál sem Íslendingar vilja í for- mennskutíð sinni leggja áherslu á. Þar má nefna v Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hélt blað Vestnorræna samstarfi meira vægi í Norðurlan Siv Friðleifsdóttir DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vék að því í ræðu sinni á þ urlandaráðs í gær, er hann kynnti formennskuáætlun Íslend 2004, að Íslendingar fögnuðu aldarafmæli heimastjórnar á Í ári. Sagði hann að Íslendingar legðu því til að ríkisstjórnir N skipuðu nefnd til að skoða framtíð lýðræðisins m.a. í ljósi au ingar. „Heimastjórnin 1904 var ekki einungis undanfari sjálfstæ hún líka á okkur þær skyldur að tryggja lýðræðislega stjórn hann því við að stöðugt þyrfti að vaka yfir lýðræðinu og hafa þáttum þess. „Því ætlum við að taka áskorun Norðurlandaráðs sem hva umræðu um lýðræðið. Við leggjum til að ríkisstjórnirnar ski skoða framtíð þess í ljósi aukinnar hnattvæðingar og þeirra ast í upplýsingatækni. Sú nefnd á einnig að skoða hvernig bæ almennings að upplýsingum um störf löggjafar- og framkvæ Þá sagði Davíð að Íslendingar stefndu jafnframt að því að á formennskuárinu um lýðræðisþróun í upplýsingasamfélag Skipuð verði nefnd sem skoði framtíð lýðræðisin Forsætisráðherrar Norðurlandanna: Matti Vanhanen, Finnla Fogh Rasmussen, Danmörku, og Göran Persson, Svíþjóð. SKÓLAGJÖLD VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís-lands, ræddi á háskólahátíð álaugardag hugmyndir um að taka upp skólagjöld við HÍ. Eins og Páll bendir á í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag eru þessar hugmyndir ekki nýjar af nálinni og hafa komið upp af og til á undanförnum árum. Tvennt hefur hins vegar orðið til þess að hleypa krafti í þessar umræður. Annars vegar er það nýtt samkeppnisumhverfi Há- skóla Íslands. Komnir eru til sögu nokkrir einkareknir háskólar, sem annars vegar fá fjárframlög með hverj- um nemanda frá ríkisvaldinu, eins og HÍ, en geta jafnframt innheimt skóla- gjöld og þannig staðið undir betri þjón- ustu eða aðstöðu fyrir nemendur. Hins vegar hefur nemendum við Háskóla Ís- lands sjálfan fjölgað gífurlega með til- heyrandi kostnaði fyrir skattgreiðend- ur. Margir telja að þau framlög, sem ríkið skammtar skólanum, dugi ekki til að þjónusta allan þennan fjölda með viðunandi hætti; að í raun komi fjölg- unin niður á gæðum menntunarinnar. Spurningin um jafnan aðgang að há- skólanámi, óháð efnahag, vaknar gjarnan þegar rætt er um skólagjöld við Háskóla Íslands. Eins og Páll Skúlason bendir á verður að gera ráð fyrir að Lánasjóður íslenzkra náms- manna myndi lána nemendum við HÍ fyrir skólagjöldum með niðurgreiddum vöxtum, rétt eins og nemendum við einkareknu háskólanna er lánað. Raun- ar liggja a.m.k. enn sem komið er ekki fyrir neinar vísbendingar um að fólk sæki síður í einkareknu skólana en HÍ vegna skólagjaldanna; ef eitthvað er má færa rök fyrir því að nemendur ættu að telja þá eftirsóttari vegna þess fjárhagslega svigrúms sem þeir hafa umfram Háskóla Íslands til að veita betri þjónustu. Þá hafa skólagjöld ekki fælt fólk frá því að sækja sér þekkingu til Endurmenntunar HÍ sem nýtur mikilla vinsælda. Páll Skúlason bendir jafnframt á að um leið og skólagjöldum yrði komið á þyrfti að taka upp kerfi styrkja eða nið- urfellingar skólagjalda fyrir góða nem- endur sem ættu e.t.v. kost á háskóla- námi án skólagjalda erlendis. Skólinn þurfi áfram að hafa möguleika á að laða til sín beztu nemendurna með þeim hætti. Háskólarektor bendir á að lítið hafi farið fyrir umræðum um hugsanleg áhrif upptöku skólagjalda á innra starf skólans og bendir á að sumir hafi haldið því fram að upptaka skólagjalda myndi valda því að nemendur yrðu virkari í náminu og gerðu meiri kröfur til skól- ans, t.d. varðandi betri aðstöðu og kennslu. Þetta er áreiðanlega rétt og við það má bæta að upptaka skóla- gjalda er líkleg til að halda nemendum við efnið og draga úr því að fólk stundi námið með hálfum huga og ljúki ekki prófum. Rætt hefur verið hvort eingöngu ætti að taka skólagjöld í framhalds- námi, þ.e. meistara- og doktorsnámi. Þau rök eru fyrir því sem Páll Skúlason nefnir, að líta megi í vaxandi mæli á BA- eða BS-gráðu sem grunnnám, sambærilega við gamla stúdentsprófið. Á móti kemur hins vegar að væntan- lega er meiri þörf á því aðhaldi sem nemendum er veitt með hóflegum skólagjöldum í grunnnáminu. Þeir, sem skrá sig í framhaldsnám, eru alla jafna búnir að marka sér skýra stefnu. Kjarni þessa máls er að við núver- andi aðstæður stendur Háskóli Íslands að mörgu leyti höllum fæti í samkeppni við einkarekna háskóla. Við því er tæp- lega að búast að skattgreiðendur séu reiðubúnir að greiða sífellt meira til skólans til að hann hafi úr sömu fjár- munum að spila á hvern nemanda og einkareknu skólarnir, í ljósi þess að þeir síðarnefndu fjármagna sig að tals- verðu leyti með sjálfsaflafé og njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir það. Páll Skúlason segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hugmyndir hans gangi út á að innheimta 100 til 150 þús- und krónur á nemanda á misseri í skólagjöld. Miðað við að foreldrar leik- skólabarna greiða árlega á fjórða hundrað þúsund krónur í „skólagjöld“ fyrir börn sín, án þess að standa til boða nein opinber lánafyrirgreiðsla til að standa straum af þeim hljóta menn að spyrja hvort slík gjaldtaka væri ósanngjörn. KYNFERÐISLEGUR LÖGALDUR Börn eru viðkvæm og barn, semverður fyrir misnotkun, er brenni- merkt ævilangt. Í réttarríkinu er hlut- verk laganna ekki síst að vernda börn og tryggja hag þeirra. Í dómsmálaráð- herratíð Sólveigar Pétursdóttur voru lög um kynferðisbrot gegn börnum hert verulega. Á fyrri hluta þessa árs var refsing fyrir kynferðisbrot gegn börnum hækkuð í 8 og 12 ára fangelsi úr 6 og 10 árum. Einnig varðar nú allt að tveggja ára fangelsisvist að hafa í fórum sínum barnaklám, en áður varð- aði það aðeins sektum. Í lögunum er hins vegar gloppa hvað snertir svokallaðan kynferðislegan lög- aldur, sem nú er 14 ár hér á landi. Sam- kvæmt því varðar ekki refsingu að hafa mök við 14 ára barn með vilja þess og samþykki og gildir einu um aldur þess, sem hefur mök við barnið. Fyrir skömmu gekk dómur í héraðsdómi þar sem maður var sýknaður af að hafa þröngvað 14 ára stúlku til kynferðisat- hafna þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hefði beitt þvingun. Svala Ólafsdóttir, lögfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík, skrifar grein í Morgunblaðið á föstudag og leggur til að kynferðislegur lögaldur verði hækkaður. Bendir hún á að í ákvæði, sem bætt var við hegningar- lögin, hafi verið lögð refsing við inn- flutningi og vörslu efnis, sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Ljóst sé að þar sé átt við barn sam- kvæmt skilgreiningu barnaverndar- laga, sem nú er 18 ár. Efni, sem sýni 14 ára ungmenni í kynferðismökum, sé því barnaklám og refsivert að hafa það í vörslu sinni, jafnvel þótt efnið sýni full- komlega löglegt athæfi. Hækkun kynferðislegs lögaldurs yrði ekki beint gegn jafnöldrum. Mark- miðið yrði að vernda börn gegn mis- notkun af hálfu fullorðinna og það er erfitt að finna rök, sem mæla gegn slíkri hækkun kynferðislegs lögaldurs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.