Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 29

Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 29 V LADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur tekið mikla áhættu með því að snúast á sveif með öflugri klíku embættismanna í Kreml, sem störfuðu áður fyrir rússnesku leyniþjónustuna og vilja nú koma rússneska viðskiptajöfrinum Míkhaíl Khod- orkovskí á kné, að sögn margra sérfræðinga í rússneskum stjórnmálum. Handtaka Khod- orkovskís á laugardag olli miklum titringi meðal vestrænna fjárfesta sem spáðu hruni á rússneska hlutabréfamarkaðnum. Khodorkovskí, sem er auðugasti maður Rússlands og forstjóri stærsta olíufyrirtækis landsins, Yukos, hefur gagnrýnt Pútín og stutt tvo stjórnarandstöðuflokka fjárhags- lega fyrir þingkosningarnar í Rússlandi í des- ember. Stjórnmálaskýrendur sögðu að rússnesk yfirvöld hefðu ekki handtekið Khodorkovskí án samþykkis forsetans. Hann hefði augljós- lega snúist á sveif með svokallaðri „sílovíkí“- klíku embættismanna í Kreml, sem störfuðu áður í rússnesku leyniþjónustunni í Sankti Pétursborg – eins og Pútín sjálfur – í baráttu hennar við „Fjölskylduna“ svokölluðu, emb- ættismenn sem eru enn hollir kaupsýslu- mönnum er studdu Borís Jeltsín, fyrrverandi forseta, og auðguðust á einkavæðingunni í lagalegu ringulreiðinni eftir hrun Sovétríkj- anna. Auk þess að eignast ríkisfyrirtæki komust þeir sumir hverjir yfir fjölmiðla og reyndu að auka pólitísk ítök sín í krafti þeirra. Flestir eru sammála um að þessar tvær klíkur hafi barist á bak við tjöldin og sú bar- átta geti ráðið úrslitum um stjórnmálaþró- unina í Rússlandi á næstu árum. „Forsetinn vill helst ekki styðja eina fylkingu gegn ann- arri,“ sagði Vladímír Príbylovskí, sérfræðing- ur í rússneskum stjórnmálum við Panorama- stofnunina sem stundar stjórmálarannsókn- ir. „En stundum bregst kerfið sem hann hefur komið upp til að tryggja að engin fylk- inganna verði hinum yfirsterkari og hann ræðst þá á eina þeirra eins og skriðdreki.“ „Brenna allar brýr að baki sér“ Um það bil tuttugu vopnaðir menn í rúss- nesku öryggisþjónustunni, FSB, handtóku Khodorkovskí eftir að flugvél hans lenti á Novosíbírsk-flugvellinum í Síberíu á laugar- dag. „FSB! Leggið byssurnar á gólfið og hreyfið ykkur ekki, annars skjótum við!“ hrópuðu þeir til Khodorkovskís og lífvarða hans. Auðjöfurinn var fluttur í eitt af illræmd- ustu fangelsum Rússlands, Matrosskaja Tis- hina í Moskvu, og dómari úrskurðaði hann í varðhald þar til réttað verður í máli hans, eða að minnsta kosti til 30. desember. Saksóknarar gáfu út ákæru á hendur Khodorkovskí og sökuðu hann um skattsvik, skjalafals og fjársvik. Alls eru svikin sögð nema andvirði meira en 75 milljarða króna. Rússneskir fjölmiðlar sögðu að handtakan markaði tímamót í stjórmálum Rússlands. „Handtaka Khodorkovskís, goðsagnar í rúss- nesku viðskiptalífi, sýnir að yfirvöld hafa ákveðið að brenna allar brýr að baki sér í samskiptunum við viðskiptajöfrana,“ sagði dagblaðið Vremja Novostí, sem styður stjórnvöld. „Þau vilja ekki reyna að semja, jafnvel í málum þeirra stærstu, og ætla að koma þeim frá með valdi.“ Stjórnarandstöðublaðið Nezavísímaja Gaz- eta sagði að Khodorkovskí hefði verið hand- tekinn „eins og fjöldamorðingi og hryðju- verkamaður“. „Markmið öryggis- þjónustunnar er að fjarlægja voldugustu mennina í viðskiptalífinu,“ sagði blaðið í for- ystugrein. „Mikilvægast er að við endur- heimtum virðinguna fyrir lýðræðislegum gildum, sem hafa nú beðið hnekki, fjölræði og reglunni um að menn séu álitnir saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð.“ Viðskiptadagblaðið Kommersant sagði að Pútín þyrfti að velja á milli þess að „hætta saksóknum sem eru af pólitískum rótum runnar“ og þess að koma „KGB til valda“. „Hver verður næstur?“ spurði dagblaðið Nevasímaja Gazeta og benti á að áður hefðu viðskiptajöfrarnir Vladímír Gúsínskí og Borís Berezovskí orðið að fara í útlegð vegna að- gerða rússneskra yfirvalda. Níkolaj Gorshkov, fréttaritari BBC í Moskvu, sagði að markmið ráðamannanna í Kreml væri að tryggja bandamönnum forset- ans sem stærstan meirihluta í dúmunni, neðri deild þingsins, í komandi kosningum. „Flokk- ur forsetans, Sameinað Rússlands, líkist í sí- vaxandi mæli yfirráðuneyti, flestir forystu- menn hans eru á meðal æðstu embættismanna landsins, undir forystu Borís Gryzlovs innanríkisráðherra. Óttast er að Rússlands sé að breytast aftur í eins flokks ríki. Nokkrir stjórnmálaskýrendur hafa lýst þessu sem „kínversku leiðinni“, markaðsbú- skap undir styrkri pólitískri stjórn.“ „Kapítalismi með stalínska ásjónu“ Skömmu eftir forsetakosningarnar árið 2000 lýsti Pútín því yfir að yfirvöld myndu ekki láta til skarar skríða gegn auðjöfrunum sem auðguðust á einkavæðingunni ef þeir hefðu ekki afskipti af stjórnmálunum og greiddu skatta. „Khodorkovskí sýndi of mik- inn metnað,“ sagði Alexander Bim, við ráð- gjafarfyrirtækið IMAGE-Contact. „Hann sýndi aldrei samstarfsvilja.“ Khodorkovskí hefur stutt tvo frjálslynda stjórnarandstöðuflokka, Bandalag hægri aflanna og Jabloko, og þeir fordæmdu báðir handtökuna. Grígorí Javlínskí, leiðtogi Jabl- oko, sagði hana til marks um að stjórnvöld í Kreml væru að koma á „kapítalisma með stal- ínska ásjónu“. Gennadí Zjúganov, sem gagnrýndi einka- væðingu Jeltsíns harðlega, sagði að Khodor- kovskí hefði ekki verið handtekinn fyrir skattsvik heldur vegna afskipta hans af stjórnmálum. „Þegar Khodorkovskí lét nægja að stunda viðskipti var hann banda- maður ráðamanna,“ sagði Zjúganov. „En þegar hann gerði pólitískan metnað sinn op- inberan var hann strax álitinn óvinur þeirra.“ Sílovíkí-klíka leyniþjónustumannanna fyrrverandi er talin styðja Þjóðarflokkinn, einn af fáum flokkum í Rússlandi sem fögn- uðu handtökunni. „Við óttumst ekki að hand- takan grafi undan umbótunum frá síðasta áratug,“ sagði leiðtogi flokksins, Gennadí Rajkov. „Allir flokkar ættu að verja hags- muni þjóðarinnar, ríkisins og forsetans í bar- áttunni við auðjöfra sem hafa farið yfir strik- ið.“ Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að um 80% Rússa séu hlynnt saksóknum á hend- ur auðjöfrum sem auðguðust með vafasömum hætti í lagalegu ringulreiðinni í Rússlandi eft- ir hrun Sovétríkjanna. „Markmiðið er að sýna meirihluta Rússa, sem er í nöp við auðjöfr- ana, að enginn sé hafinn yfir lögin,“ sagði rússneski stjórnmálaskýrandinn Jevgení Volk. „Pútín reiðir sig á að fólk sem hefur kosið kommúnista til þessa styðji Sameinað Rússland í kosningum.“ Andrej Piontkovskí, óháður stjórnmála- skýrandi, sagði að handtakan væri líkleg til að auðvelda Pútín að halda völdunum en stuðningurinn við hana byggðist á misskiln- ingi. „Þessi barátta snýst ekki um að taka auðæfin af auðkýfingunum og afhenda þau fátæka fólkinu. Þetta er barátta milljarða- mæringa sem vilja sölsa undir sig auð ann- arra milljarðamæringa.“ Óttast að gengi hlutabréfa hrynji Frammámenn í rússnesku atvinnulífi sögð- ust hafa miklar áhyggjur af handtökunni og óskuðu eftir viðræðum um málið við Pútín en hann hafnaði því í gær. „Það verða engir fundir, engar samningaviðræður um störf yf- irvaldanna að því gefnu auðvitað að þau séu í samræmi við lögin,“ hafði fréttastofan Int- erfax eftir forsetanum. Moskvu-fréttir höfðu eftir einum af frammámönnum rússneskra atvinnurekenda að auðveldlega væri hægt að heimfæra ákær- una á hendur Khodorkovskí til allra annarra kaupsýslumanna sem byggðu upp fyrirtæki sín á síðasta áratug og „flekkuðu hendur sín- ar með því að notfæra sér lagalegu ringul- reiðina og spillinguna á þessum tíma“. Leiðtogar samtaka rússneskra atvinnu- rekenda kröfðust þess að Pútín útskýrði af- stöðu sína til handtökunnar og sögðust ekki lengur geta treyst yfirvöldunum. „Fyrirtæki neyðast nú til að endurskoða fjárfestingará- form sín og hætta við verkefni sem eru mjög mikilvæg fyrir landið,“ sagði í yfirlýsingu leiðtoganna. Nokkrir fjármálasérfræðingar sögðu að efnahagslegu afleiðingarnar myndu ráðast af því hvort látið yrði til skarar skríða gegn fleiri fyrirtækjum. Aðrir spáðu því að ákæran á hendur Khodorkovskí myndi leiða til hruns á rússneska hlutabréfamarkaðnum. KGB-klíkan í Kreml sýnir auðjöfri klærnar Talið er að markmiðið með handtöku rússneska auðkýfingsins Míkhaíls Khodorkovskís sé að tryggja bandamönnum Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta sem stærstan meirihluta á þingi í komandi kosningum. Hún getur hins vegar haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag landsins. Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti (fyrir miðju) á ríkisstjórnarfundi í Moskvu í gær. ’ Þetta er barátta millj-arðamæringa sem vilja sölsa undir sig auð ann- arra milljarðamæringa. ‘ Reuters Mikhail Khodorkovsky Fá ríki heims búa lindum en Norður- ararbroddi þjóða við anlegar orkulindir. sem orkubera hafa ndanförnum tveimur g mikill áhugi er á Það er stefna okkar rðurlönd styrki til mstarf sitt á þessu miðlunarsjóður nig að Íslendingar utíð sinni efla vitn- eskju um fornbókmenntirnar. „Nor- rænar frændþjóðir eiga í fornbók- menntununum fjársjóð sem við hyggjumst beina athygli að á for- mennskuárinu. Við viljum efla vitneskju um þennan menningararf með margvís- legum hætti og nýta hann sem aflvaka í listsköpun.“ Þá sagði Davíð að Íslendingar leggðu áherslu á að áfram yrði unnið að því að styrkja stöðu norrænna tungumála inn- an Norðurlanda sem utan. „Mikilvægur þáttur í því og í verndun og útbreiðslu norræns menningarefnis er að það sé fært yfir á stafrænt form. Við viljum því stuðla að því að stofnaður verði norrænn margmiðlunarsjóður til að styrkja fram- leiðslu slíks efnis.“ Undir lok ræðu sinnar sagði Davíð að Íslendingar myndu í formennskutíð sinni jafnframt fylgja eftir þeim málum sem þegar hefði verið unnið að innan Norðurlandaráðs. „Við munum [...] fylgja með krafti eftir þeim góðu stefnu- málum sem þegar er unnið að svo sem að ryðja úr vegi hindrunum fyrir frjálsri för fólks milli norrænu landanna. Því hefur Poul Schlüter, fyrrverandi for- sætisráðherra Dana, verið falið að starfa áfram og knýja á um samræmdar aðgerðir ráðherranefnda og ríkis- stjórna. Undir forystu Svía hafa náðst mikilvægir áfangar á þeirri leið að opna landamæri í norrænu og evrópsku að- lögunarferli.“ Þakkaði Davíð að lokum Svíum fyrir „frábær störf og þann góða árangur sem náðst hefði undir þeirra forystu á mörgum sviðum norræns sam- starfs.“ gi Norðurlandaráðs í gær ið þjóðir lantshaf ku ið áv- rði ins. sku- r um sjáv- gi ta nda. eftir önd ý- orð- ur vís- vilja til að leita nýrra leiða í atvinnumálum fatlaðra. „Við viljum ýta úr vör sérstöku verkefni þar sem lagt er til að Norræna samstarfsmiðstöðin um málefni fatlaðra kanni möguleika á norrænum starfsmannaskiptum fyrir fatlaða sem starfa á vernduðum vinnustöðum,“ segir hún. Siv segir að slík starfsmannaskipti hafi ver- ið reynd en nú sé vilji til að athuga hvort hægt sé að setja slíkt samstarf í „fast form“ eins og hún orðar það. Hafi sameiginlega rödd Siv segir að síðustu að norræna samstarfið hafi breyst mikið hin síðari ár. Áður fyrr hafi það aðallega gengið út á samstarf í menningarmálum en nú sé það orðið mun pólitískara. „Starfið hefur eflst og breyst út af Evrópusambandinu,“ útskýrir hún. „Þessi Evr- ópuþróun hefur blásið nýju lífi í norræna samstarfið.“ Siv segir að nú sé norræna samstarfið m.a. að þróasta yfir í það að vera vettvangur til að efla Norðurlöndin gagnvart ESB. Hún segir jafnframt að norræna samstarfið muni eflast enn frekar vegna stækkunar ESB. „Stækkunin mun ýta enn frekar á mikilvægi þess að Norðurlöndin hafi sameiginlega rödd,“ segir hún. ðamannafund í Ósló í gær ð fái daráði þingi Norð- dinga fyrir árið Íslandi á næsta Norðurlandanna ukinnar hnattvæð- ðis, heldur lagði narhætti.“ Bætti a gát á grunn- att hefur til lifandi ipi nefnd til að tækifæra sem fel- æta megi aðgengi æmdavalds.“ ð halda ráðstefnu gi. ns Ljósmynd/Lennart Perlenhem andi, Davíð Oddsson, Kjell Magne Bondevik, Noregi, Anders

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.