Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 32

Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M á ég tína í garð- inum hjá þér í kvöld, spurði maður í pollabux- um og axlabönd- um með hvíta fötu í annarri hend- inni. Eitt augnablik hikaði ég en ekki vegna þess að ég vissi ekki hvað hann var að tala um heldur vegna þess að ég vissi ekki hvort ég gæti neitað honum, hvort mér væri stætt á því: Á ég maðkana í garðinum mínum? Svarið virtist órafjarri og ég sagði manninum að það væri allt í lagi að hann tíndi maðka í garð- inum mínum. Hann afsakaði ónæðið svo seint að kvöldi og bætti við: Bara í kvöld. Ég hugsaði með mér hversu oft hann skyldi hafa komið án þess að biðja leyfis. Ég fylgd- ist með hon- um úr stofu- glugganum þar sem hann skreið á fjór- um fótum með nokkurs konar námaljós á enninu. Hann minnti á dýr í leit að æti. Þegar hann sá bráðina stakk hann puttunum leiftursnöggt ofan í grassvörðinn, dró upp maðk og henti honum í hvítu fötuna, plump. Ég fór að sofa en heyrði plumpið í fötunni fram eftir nóttu. Og ég heyrði þetta hljóð enn þegar ég vaknaði, en ekki fyrir ut- an gluggann heldur innan í mér, plump, þetta var tómahljóð, plump, tómahljóð í hausnum á mér, plump. Eða hvað? Ég hlýt að hafa sofnað fljótt því fötubotninn hefur ekki verið lengi að fyllast og þá hefur plumpið ekki heyrst lengur. Að minnsta kosti skil ég ekki hvers vegna þetta hljóð heyrðist svona lengi fram eftir nóttu. Og það var fleira sem vafðist fyrir mér og gerir kannski enn, plump. Maðurinn tíndi maðka úr garði mínum. Ég á garðinn. Ég held ég eigi þá líka moldina sem maðk- arnir þrífast í. En á ég maðkana? Niðurstaðan eftir talsverða um- hugsun er sú að ég eigi þá ekkert frekar en maðkatínslumaðurinn. Þeir eru eiginlega sameign okkar vegna þess að þeir tilheyra jörð- inni, landinu okkar, þeir eru í raun sameiginleg auðlind þjóðarinnar allrar. Ég sem eigandi þessa garðs hef ekki stofnað til þessara maðka, þeir hafa alltaf verið þarna, þeir hafa verið þarna miklu lengur en ég. En, eigi að síður, sem þegn í þessu landi þá hlýt ég að hafa ein- hvern rétt til maðkanna sem lifa í jörðinni okkar, ég hlýt að hafa ein- hvers konar ráðstöfunarrétt yfir þeim, þótt maðkarnir eigi sig vit- anlega sjálfir þegar upp verður staðið. Það var því rétt af manninum í pollabuxunum að biðja mig leyfis áður en hann hóf tínsluna en það var jafnframt talsvert frakkt af honum. Það var frakkt af honum að ætlast til þess að fá að tína maðkana mína án þess að borga neitt fyrir það. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið að tína þá til þess að selja laxveiðimönnum. Hann var satt að segja ekki mjög laxveiðimannslega vaxinn sjálfur, hann leit frekar út fyrir að vera maður sem hafði lífsviðurværi sitt af maðkatínslu. Og sennilega seldi hann þessa maðka fyrir dágóðan skilding. Mér skilst að gangverðið á góðum maðki sé um 30–40 krón- ur um mitt sumar en fari allt upp í 100 kall þegar minna er um hann á haustin. Og ef maðurinn hefur tínt 100 eða jafnvel 200 maðka í garð- inum mínum þetta kvöld þá sjáið þið að þetta er dágóður skildingur. Ég hefði alveg viljað fá einhvern hluta af ágóðanum. Það hefði kannski nægt fyrir einni bók. Mér þykir það sem sé ekki sjálf- sagt að einhver maður úti í bæ sé að græða á möðkunum mínum án þess að ég fái eitthvað í staðinn. Þetta er jú garðurinn minn, þótt það skipti ekki höfuðmáli. Það er meira um vert að maðkarnir eru ekki ótakmörkuð auðlind. Það væri hægt að oftína þá. Og þá myndi garðurinn ekki verða sam- ur. Hann yrði kannski örfoka land. Ég veit satt að segja ekki hversu mikilvægir maðkar eru fyrir lífríki garða. Hefur einhver hugsað út í það? Hafa maðkatínslumenn velt því fyrir sér? Er til einhver stofn- un sem rannsakar það? Að mínu mati ættu allir lands- menn að hafa ráðstöfunarrétt yfir maðkinum í jörðinni. Þeir hefðu ákveðinn kvóta. Þeir mættu tína upp í hann sjálfir. Þeir mættu síð- an selja maðkinn eða nota hann til að veiða lax. Þeir mættu auðvitað éta hann ef þeir væru svangir og þætti hann góður. Ef þeir hefðu garð við hús sitt mættu þeir líka leyfa honum að vera bara í garð- inum til þess að raska ekki lífríki hans, enda væru þeir þá kannski að rækta eitthvað annað þar sem þeir vildu borða eða njóta með öðr- um hætti. Nú, eða þeir gætu fram- selt réttinn til að tína maðkana til maðkatínslumanns fyrir ákveðna upphæð. Landbúnaðarráðherra, ráðherra maðkanna, gæti ákveðið verðið á hvert kíló, það yrði að vera sanngjarnt. Með þessu fyrirkomulagi myndu allir njóta góðs af möðk- unum. Enginn yrði hlunnfarinn. Allir landsmenn myndu hugsa bet- ur um maðkana í jörðinni, þeir yrðu aldrei oftíndir. Og nú er bara spurning hvort ekki þurfi að bregðast við sem fyrst. Áður en maðkatínslumenn ganga á lagið enn frekar. Áður en einhverjum dettur jafnvel í hug að gefa þeim alla maðkana okkar. Annað eins hefur nú gerst. Ættum við ekki að gera eitthvað í málinu áður en það er um seinan? En satt að segja er ég ekki viss um að ég skilji þetta alveg. Enn heyri ég plumpið. Það er til dæmis talað um að maðkatínslumennirnir hafi mikla sérþekkingu á þessari atvinnugrein. Það er talað um að þeir hafi fjárfest mikið í tækjum og tólum. Það er líka talað um að þeir hafi komið sér upp dýr- mætum viðskiptasamböndum, jafnvel við útlendinga. Og ef við sviptum þá heimildinni til þess að tína maðkana ókeypis úr görð- unum okkar þá sé allt þetta í mik- illi hættu. Hvernig ættu þeir að geta greitt af tækjum sínum og tólum ef þeir ættu líka að greiða okkur fyrir að fá að tína maðkinn? Hvernig ætlar almenningur eins og ég að fara að því að selja maðk- inn ef hann hefur engin viðskipta- sambönd? Já, þetta eru frekar erf- iðar spurningar. Og ég hef engin svör. Plump. Hver á maðkinn? Mér þykir það sem sé ekki sjálfsagt að einhver maður úti í bæ sé að græða á möðkunum mínum án þess að ég fái eitthvað í staðinn. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is HÁTT á fimmta hundrað konur stilla sér hér upp nakt- ar í Grand Central-lestarstöðinni í New York fyrir bandaríska listamanninn Spencer Tunick. „Ég vildi færa fallegasta fólkið inn í fallegustu bygginguna,“ sagði Tunick við sjálfboðaliðana í Grand Central áður en myndatökur hófust. Innsetningin er hluti af verkaröð Tunick sem nefnist Naked World, eða Nakinn heimur, og eru sjálf- boðaliðar fengnir til að stilla sér upp í hópum sem mynda formmyndanir af ýmist byggingum, götumynd- um eða borgarmyndum. Fékk hann til að mynda 500 sjálfboðaliða til að stilla sér nöktum upp í Selfridges- versluninni í London síðastliðið vor. Innsetningin er sú fyrsta sem Tunick setur upp í New York frá því árið 2000, en listamanninum hefur áður verið synjað um leyfi til að nota borgarbókasafn og náttúrugripasafn borgarinnar fyrir myndatökur sínar. Reuters Nakinn heimur Tunicks FYRIR tíu árum og tveimur dög- um betur hljómuðu fyrstu tónar Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands á tónleikum í Akureyrarkirkju, er hljómsveitin lék forleikinn úr Töfra- flautunni. Eins og svo oft hefur kom- ið fram þá er hljómsveitin arftaki Kammerhljómsveitar Akureyrar sem starfrækt var á árunum 1987– 1993. Ekki leikur mér nokkur vafi á að hljómsveitin hefur tekið góðum þroska á þessum tíma undir farsælli stjórn Guðmundar Óla frá upphafi. Eitt mikilvægasta viðfangsefni hljómsveitarinnar er að veita tónlist- armönnum á Akureyri, og reyndar á landsbyggðinni allri, tækifæri til njóta sín í flutningi verðugra við- fangsefna og ekki má heldur gleyma þeirri þjálfun sem tónlistarnemend- ur sem lengst eru komnir á hljóðfæri sín hafa hlotið. Stjórn hljómsveitar- innar hefur lagt sig fram um að velja tónverk sem væru í senn gleðjandi og krefjandi. Tónlist frá ýmsum tím- um, ný íslensk verk pöntuð og flutt, boginn strengdur til hins ýtrasta í stórum sinfónískum verkum svo sem í Brahms fiðlu- og píanókonsertum og að ógleymdum ógrynni tónleika fyrir grunnskóla á Akureyri og Norðurlandi. Það getur aldrei ríkt stöðnun í leik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands því einn af kostum, en um leið ókost- um, eru hin tíðu skipti hjóðfæraleik- ara. Kosturinn er sá að upprunaleg merking orðsins „amatör“, þ.e. sá sem gerir eitthvað af ástúð, er í fullu gildi, þannig gerast oft kraftaverkin að fólk gerir betur en það á að „geta“. Ókostirnir eru þó augljósir, stjórnandinn þarf sífellt að stilla upp á nýtt saman hljóm og heildarblæ hljómsveitarinnar og getur ekki krafið hljómsveitina jafn hraðstígra framfara. En samt hefur allstór hóp- ur hljóðfæraleikara leikið stöðugt með og myndað góða kjalfestu og tryggt þar með rétta stefnu á sigl- ingu hljómsveitarfleysins með stýrið í öruggum höndum Guðmundar Óla. Ég vona að þetta góða sambland at- vinnu- og leik- mennsku eldist aldrei af Sinfóníu- hljómsveit Norð- urlands. Um 50 manns skipuðu hljóm- sveitina að þessu sinni. Það fór vel við barnvæna stefnu hljóm- sveitarinnar að leita í fyrsta verkinu í smiðju Georg Bizet og flytja svítu barnagleðinnar, Suite Jeux d’enfants. Upphaflega samdi Bizet verkið fyrir píanó í tólf þáttum, en skrifaði svo fimm þætti þess fyrir hljómsveit í verki sem gengur undir fyrrgreindu heiti. Ör- lítið hik og ónákvæmni heyrðist í fyrsta þættinum, en margt var vel gert og var flutningur fiðluradda og sellós í dúóþættinum fallegur og áhrifamikill. Í lokin hljómaði svo Galopþátturinn sem fyrir löngu söng sig inn í þjóðarsálina sem kynning- arstef í útvarpsþætti Páls Heiðars, Í vikulokin. Trompetkonsertinn eftir Haydn hefur löngum talist til öndvegistón- verka allra tíma. Meistarabragur tónskáldsins lýsir sér strax í fyrsta þætti, hvernig tónskáldið byrjar stefið úr fyrsta, öðrum og þriðja tóni dúrtónstigans og síðar hvernig það beitir hnígandi hálftónaröð sem sterku tónlistarkennileiti um leið og sú tónaröð sýndi á sínum sköpunar- tíma möguleika trompetsins útbún- um klöppum af Antoni Weidinger. Svo kemur hægi þátturinn eins og himnasending, þar sem Haydn notar byrjun sama stefsins og í einum strengjakvartetta sinna sem er nú þjóðsöngur Þjóðverja, mjög áhrifa- mikill í túlkun Ásgeirs og hljómsveit- ar. Þriðji þátturinn, allegro, var full- hratt fluttur fyrir hljómsveitina, sem náði ekki fullkomnu innbyrðis sam- ræmi. Ásgeir Steingrímsson glans- aði í sínum einleik, og sameinar of- urtækni og innsæja túlkun svo sem best verður á kosið. Að loknu hléi hófst samfelldur sig- uróður hljómsveitarinnar allt til loka. Enda þótt draugsagan á bak við El Amor Brujo eftir de Falla sé hrollvekjandi þá er enginn vofubrag- ur á þessu glæsilega verki. Guð- mundi Óla tókst að draga fram í verkinu þær sterku andstæður sem í því búa og sóló hljóðfæraleikaranna voru mjög góð, en verkið er sérlega krefjandi um að þau hlutverk séu vel af hendi leyst. Um lokaverkið, Dans frá Galanta, get ég bara sagt „bravó“! Allt frá byrjun og til loka var hljómur hljómsveitar þéttur og blæfallegur. Ungverskur blóðhiti, þar sem svo stutt er á milli harma og fagnaðar, barst um mínar æðar og vandasamur einleikur Björns Leifs- sonar á klarinettuna var í senn öruggur og hrífandi. Þetta verk Kodalys er snilldarvel samið. Lokin á tónleikunum var um leið upptaktur að enn glæsilegra skeiði, þar sem draumur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um verðugan tónleika- sal og starfsaðstöðu á Akureyri verð- ur að veruleika. Áfram SN! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 10 ára TÓNLIST Akureyrarkirkja Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Ás- geir Steingrímsson einleikari á trompet. Konsertmeistari: Gréta Guðnadóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Efnisskrá: Suite Jeux d’enfants eftir Georg Bizet. Trompetkonsert í Es-dúr eft- ir Joseph Haydn, El Amor Brujo eftir Manuel de Falla og Dansar frá Galanta eftir Zoltan Kodaly. Sunnudaginn 26. október 2003. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson Ásgeir H. Steingrímsson DRÖFN Guðmundsdóttir mynd- höggvari hefur opnað verkstæði sitt að Fálkagötu 30B, undir nafn- inu Íslensk list – Icelandic art. Dröfn hefur starfað sem mynd- höggvari frá því hún útskrifaðist úr MHÍ 1993. Undanfarin ár hefur hún að mestu unnið með gler. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Reykjavík og úti á landi. Dröfn rak Gallerí Listakot á Laugaveginum ásamt 14 öðrum listakonum frá árinu 1994 til 2000. Vinnustofan er opin frá kl. 14– 18 þriðjudaga og föstudaga. Dröfn er með heimasíðu á slóðinni www.icelandicart.is. Opin vinnu- stofa Drafnar Beethoven, Chop-in, Prokofiev, nefn- ist nýr geisladiskur þar sen Unnur Fadila Vilhelms- dóttir flytur píanó- sónötu nr. 18 í Es- dúr ópus 31 eftir L.v. Beethoven, Ball- öðu nr. 4 í f-moll ópus 52 eftir F. Chopin, og píanósónötu nr. 8 í B-dúr ópus 84 eftir S. Prokofiev. Unnur Fa- dila Vilhelmsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1991, og doktorsprófi í píanóleik frá College Conservatory of Music, Uni- versity of Cincinnati, árið 1997. Útgefandi er Unnur Fadila Vilhelms- dóttir. Hljóðritað í Ými árið 2000 af tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóðmeistari: Hreinn Valdimarsson. Um dreifingu sjá 12 Tónar. Klassík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.