Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 33
MÉR fannst vera kominntími til að skrifa litla ogfeita bók,“ segir Sigrún
Eldjárn um nýútkomna bók sína,
Týndu augun, og á þar við að brot
bókarinnar er minna en aðdáendur
Sigrúnar eiga að venjast og sagan
lengri en fyrri bækur hennar (207
bls.) og í þeim skilningi „feitari“.
Sigrún er jöfnum höndum mynd-
listarmaður og rithöfundur og
brýtur bækur sínar alfarið um
sjálf, „myndskreytir og skrifar sitt
á hvað“, segir hún. „Veit ekki alveg
hvað kemur á undan og hvað á eft-
ir, það er misjafnt, fer eftir sögum.
Þetta gerist oftast einhvern veginn
skipulagslaust.“ segir hún. „En
mér finnst fínt að ráða öllu sjálf,
enda sé ég útlit bókanna fyrir mér
um leið og þær verða til.“
Varla þarf að rifja upp bækur
Sigrúnar en þó má nefna sögurnar
um Langafa prakkara, Kugg og
Málfríði, Teit tímaflakkara og
Hróa og Hörpu. Allar hafa þessar
bækur orðið framhaldsbækur, allt
að þrjár bækur um hvert „par“, og
eru þá ótaldar ýmsar aðrar bækur
sem Sigrún hefur sent frá sér allt
frá því hún hóf ritferil sinn árið
1980 með bókinni Allt í plati. Þá
hefur hún myndskreytt ófáar bæk-
ur og minnisstæðar eru barnaljóð-
abækur Þórarins Eldjárns bróður
hennar sem löngu eru orðnar sí-
gildar.
Sigrún veltir vöngum yfir spurn-
ingunni hvers vegna hún velji að
hafa söguhetjur sínar oftar tvær en
ekki. „Það er gott að láta tvær ólík-
ar persónur vinna saman og bæta
hvor aðra upp. Þá myndast tengsl
og samtal á milli þeirra sem getur
komið sér vel. Í Týndu augunum
eru það systkinin Stína og Jonni
sem eru söguhetjurnar. Það er tals-
verður aldursmunur á þeim, hann
er tæplega 6 ára og hún er 12 ára.
Það gefur tækifæri til að þróa þau í
ólíkar áttir og sýna hvað hvort um
sig getur án þess að það sé endi-
lega á kostnað hins.“
Sigrún segist hins vegar hafa
tekið eftir því þegar hún renni hug-
anum yfir bækur sínar að sögu-
persónur hennar eru mjög oft
krakkar og gamalt fólk. „For-
eldrakynslóðin kemur hins vegar
lítið við sögu. Ætli hún sé ekki bara
svona leiðinleg! Alltaf að vinna. En
í alvöru talað þá finnst mér gaman
að tefla saman börnum og gömlu
fólki. Það er einhvern veginn frek-
ar auðvelt að láta gamla fólkið fá
klikkaðar hugmyndir og búa yfir
einhverju leyndardómsfullu.
Krakkar í dag hafa flestir lítil dag-
leg samskipti við aldraða og fara
því áreiðanlega á mis við ým-
islegt.“
Í Týndu augunum er ímyndunar-
aflinu sannarlega gefinn laus taum-
urinn, þar segir frá systkinum sem
send hafa verið í sveit til Valgerðar
frænku sinnar eftir að mamma
þeirra dó og pabbinn er ekki mönn-
um sinnandi af sorg. Þau komast
fljótt að því að bær Valgerðar er sí-
fellt umluktur svartri þoku og Val-
gerður sjálf upptekin af dularfullu
braski. Á bænum er gamall blindur
maður, Skafti að nafni, sem reynist
þeim systkinum betri en enginn.
Þau ákveða nefnilega að strjúka og
lenda þá í mjög dularfullum og
hættulegum ævintýrum, þar sem
við sögu koma léttgeggjaður prest-
ur, vandræðalegur dvergur og
gömul blind kona að ónefndum
tveimur hröppum sem reynast vera
í slagtogi með frænkunni Valgerði.
Jonni sýnir hvað í honum býr þeg-
ar systkinin týna hvort öðru í
gjörningaþokunni á flótta undan
illþýðinu sem verður á leið þeirra.
„Mig langaði til að búa til spenn-
andi sögu þar sem söguhetjurnar
eru venjulegir krakkar sem lesand-
inn getur fundið sig í en síðan fara
að gerast alls kyns yfirnáttúrulegir
atburðir, sagan og fantasían taka
völdin. Þarna kemur margt fram
sem fengið er úr þjóðsögunum og
ævintýrunum, sem síðan er sett í
samhengi við ýmislegt sem nútíma-
krakkar þekkja betur eins og
tölvuleiki og kvikmyndir.
Þetta er svo sem ekki nein út-
pæld samsetning hjá mér heldur
legg ég einfaldlega upp með að
skrifa skemmtilega og spennandi
sögu í fjölbreytilegum fant-
asíuheimi,“ segir Sigrún Eldjárn.
Morgunblaðið/Ásdís
Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður.
Lítil bók en feit
„Aldursmunur systkinanna gefur
tækifæri til að þróa þau í ólíkar átt-
ir,“ segir Sigrún.
havar@mbl.is
MENDE Nazer er rúmlega tví-
tug Núbastúlka frá Súdan sem
rænt var frá heimili sínu tólf ára
gamalli og hún síðan seld sem am-
bátt til auðugrar fjölskyldu í Khart-
úm. Þar er hún í nokkur ár án sam-
skipta við umheiminn eða
nokkurrar vitneskju um stöðu sína.
Það er ekki fyrr en hún er send til
annarrar auðugrar fjölskyldu í
London sem hún kemst að því að
frelsi er ekki bara fyrir aðra heldur
á hún líka rétt á því. Ekki er þó
björninn unninn þótt henni takist að
strjúka úr ánauðinni því þá tekur
við áralöng barátta fyrir því að fá
hæli sem flóttamaður í Bretlandi.
Meðan á þeirri baráttu stendur
skráir blaðamaðurinn Damien Lew-
is sögu hennar og um það bil sem
þeirri vinnu lýkur fær hún loks já-
kvætt svar um hælisvist frá bresk-
um yfirvöldum sem áður höfðu
hafnað beiðninni á þeim forsendum
að þrælahald væri ekki ofsóknir.
(Bls. 257.)
Mende segir sögu sína í fyrstu
persónu og sjónarhorið er alfarið
hennar. Hún segir frá æsku sinni í
friðsælu fjallaþorpi í Núbafjöllum
þar sem hin svokallaða siðmenning
er rétt að hefja innreið sína og
gamlar hefðir allsráðandi. Þar ráða
hamingjan og eindrægnin ríkjum
þrátt fyrir skort á flestu því sem
vesturlandabúar telja lífsnauðsynj-
ar og í huga Mende tekur þorpið
heimsborginni London langt fram
þótt vesturlenskum lesanda þyki
það kannski líkast fornaldarlegri út-
ópíu. Lýsingin á því þegar herflokk-
ur araba ræðst á þorpið, brennir,
myrðir, nauðgar og hefur á brott
með sér hóp unglinga til að selja í
ánauð er eins og úr miðaldasögu en
staðreyndin er sú að þetta átti sér
stað í raun og veru á því herrans ári
1994. Síðan taka við hin endalausu
ár sem ambátt með tilheyrandi
vinnuþrælkun, barsmíðum og nið-
urlægingu. Flóttinn úr ánauðinni
átti sér stað hinn 11. september ár-
ið 2000. Og það var ekki fyrr en í
sumarbyrjun í ár sem Mende fékk
hæli sem flóttamaður í Bretaveldi.
Þetta er ótrúleg lesning og aftur
og aftur verður lesandi að minna
sig á að þetta er ekki saga síðan
fyrir löngu heldur blákaldur veru-
leiki á 21. öldinni. Frásagnarhátt-
urinn er einlægur og nánast
bernskur enda hefur Mende ekki
fengið tækifæri til að þroskast á
sama hátt og aðrir unglingar. Eftir
að hún er orðin „frjáls“ rennur upp
fyrir henni hverju hún hefur verið
svipt:
„Ég var ekki neitt. Ég var ekki
til. Ég gat ekki leitað læknis, ekki
farið til tannlæknis, ég átti engan
skóla, enga vini, enga fjölskyldu,
enga peninga, ekki bankareikning,
greiddi ekki skatta, hafði ekkert að
kaupa eða selja. … Ég tók engar
ákvarðanir um líf mitt, allt var
ákveðið fyrir mig, hvenær ég átti að
fara á fætur, í hvaða fötum ég ætti
að vera, hvenær ég byrjaði að
vinna, hvenær ég borðaði, hvenær
ég svæfi.“ (Bls. 249.)
Það fylgir því ábyrgð að vera
frjáls og Mende hefur axlað þá
ábyrgð betur en flestir með því að
segja sögu sína og vekja þannig at-
hygli á því að þrælahald er langt frá
því að heyra sögunni til. Og það á
sér ekki bara stað í myrkviðum Afr-
íku heldur þrífst og dafnar við hús-
dyrnar hjá okkur.
BÆKUR
Æviminningar
Mende Nazer og Damien Lewis. Þýðandi
Kristín Thorlacius, JPV útgáfa 2003, 262
bls.
AMBÁTTIN
Þar sem frelsi er
bara fallegt orð
Friðrika Benónýs
Annað tækifæri
er eftir metsölu-
höfundinn James
Patterson.
Magnea J.
Matthíasdóttir
þýddi.
Í fréttatilkynn-
ingu frá útgef-
anda segir að
spennusögu-
meistarinn James Patterson leiði
lesendur inn í skelfilega undirheima
í annarri bókinni um Kvennamorð-
klúbbinn.
Óhugnanleg morð sem hafa sett
San Francisco á annan endann virð-
ast ótengd að öðru leyti en hvað þau
eru hrottafengin. En rannsóknarlög-
reglukonan Lindsay Boxer finnur á
sér að einhver þráður liggur á milli
þeirra. Hún kallar saman vinkonur
sínar í Kvennamorðklúbbnum til að
vita hvort þær geti fundið hann. Þær
komast brátt að því að morðin eru
tengd og egna gildru sem morðing-
inn fær ekki staðist.
James Patterson er höfundur
fjölda alþjóðlegra metsölubóka en
aðeins ein þeirra hefur komið út á ís-
lensku, Fyrstur til að deyja.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er
240 bls., prentuð í Odda. Verð:
3.980 kr.
Spennusaga
Stelpur í sárum
er eftir breska
verðlauna-
höfundinn
Jacqueline Wil-
son. Þóra
Sigríður Ingólfs-
dóttir þýddi.
Í kynningu út-
gefanda segir
m.a.: „Þær Ellie, Magda og Nadina
eru hreint ekki í stuði þessa dag-
ana. Allt virðist ganga á afturfót-
unum og vinátta þeirra hangir á blá-
þræði. En kannski er ekki allt sem
sýnis.“
Áður eru komnar út eftir sama
höfund Stelpur í strákaleit, Stelpur
í stressi og Stelpur í stuði. Bækur
Jacqueline Wilson hafa selst í millj-
ónum eintaka og hún hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenninga
fyrir verk sín.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
180 bls., prentuð í Odda. Verð:
2.680 kr.
Unglingar
Læsti teningurinn
eftir Eoin Colfer er
þriðja bókin um
Artemis Fowl.
Guðni Kolbeins-
son þýddi.
Á kápubaki seg-
ir: Artemis Fowl
hefur búið til of-
urtölvu með stol-
inni álfatækni.
Komist hún í rang-
ar hendur gæti það þýtt endalok bæði
álfa og manna. En ekki vera hrædd.
Artemis er með stórsnjalla áætlun.
Hann ætlar ekki að nota C-teninginn;
hann ætlar bara að sýna hann mis-
kunnarlausum bandarískum kaup-
sýslumanni með tengsl við mafíuna.
Butler lífvörður hans ætlar með hon-
um á fundinn. Hvað gæti svo sem far-
ið úrskeiðis …?
Bækurnar um Artemis Fowl hafa
hlotið margvíslegar viðurkenningar og
verið tilnefndar til Whitbread-
barnabókaverðlaunanna og Blue Pet-
er-verðlaunanna. Þær hrepptu einn-
ing WH Smith-verðlaunin sem besta
barnabók ársins og Bresku barna-
bókaverðlaunin.
Verið er að gera kvikmynd byggða á
sögunum um Artemis Fowl.
Útgefandi er JPV-forlag. Bókin er
318 bls., prentuð í Odda. Verð: 2.980
kr.
Börn
Ísland í aldanna
rás 1900–2000
kemur nú út í
einu bindi. Bæk-
urnar voru áður
gefnar út í þrem-
ur bindum. Aðal-
höfundur verks-
ins er Illugi
Jökulsson en
margir höfundar
aðrir komu að
verkinu. Í bókinni eru yfir 5.000
ljósmyndir og rekur hún helstu við-
burði hvers árs alla síðustu öld og
er því frábær heimild um sögu
lands og þjóðar.
Með því að slá bókunum saman
í eitt bindi er verið að auðvelda les-
endum að nota verkið sér til
fræðslu og skemmtunar. Atrið-
isorðaskrár og nafnaskrár bindanna
þriggja hafa verið sameinaðar í
eina heildarskrá sem flýtir mjög fyr-
ir lesendum að kynna sér eða rifja
upp einstaka atburði í sögunni eða
þræða sig í gegnum þróun ýmissa
mála. Bókin ætti líka að gefa betri
heildarsýn á öldina.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er
um 1.300 litprentaðar síður. Að-
alritstjóri er Sigríður Harðardóttir.
Um hönnun, útlit og umbrot sá Jón
Ásgeir. Verð: 9.980 kr.
Saga
ATVINNA
mbl.is