Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALDIÐ verður veglega upp á 15 ára afmæli Landupplýs- ingakerfis Reykjavíkur, sk.st. LUKR, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavík- ur dagana 26. til 28. okt. nk. Á afmæl- ishátíðinni verður viðamikil sýning þar sem aðstand- endur LUKR sýna hvernig upplýsingum um skipulag, hús, lóðir, lagnir og ótal margt fleira er safnað saman og þeir mynda einn lifandi, síbreytilegan gagnagrunn, Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins, Lögreglan í Reykja- vík, Strætó o.fl. sýna hvernig upp- lýsingar úr LUKR gera þjónustu þeirra enn betri og áhrifaríkari en ella. Á mánudeginum er ráðstefna þar sem kafað verður dýpra í margvíslega eiginleika og notk- unarmöguleika landupplýs- ingakerfisins og saga þess rakin. Á þriðjudeginum verður borg- arafundurinn „Borgin í bítið“ tengdur þessum atburði og seinna þann sama dag barnafundurinn „Hverfið mitt“, með börnum úr nokkrum grunnskólum borg- arinnar. LUKR er samstarfsverkefni Umhverfis- og tæknisviðs, Skipu- lags- og byggingarsviðs, Orkuveitu og Símans um að koma upp og reka samtengt og samhæft land- upplýsingakerfi fyrir borgina. Formlegt samstarf þessara aðila hófst 1988 en í lok ársins 1993 var búið að koma kerfinu á í meg- inatriðum, tengja þátttakendurna með háhraðatengingum og koma á sameiginlegu viðmóti. LUKR hefur verið brautryðjandi á þessu sviði hér á landi og vakti fljótlega at- hygli erlendis hve víðtæk sam- vinna hafði náðst hér í Reykjavík. Landupplýsingar ná yfir mjög víðáttumikið svið og heyrist oft nefnt að yfir 80% allra upplýsinga séu landfræðilegar, í þeim skiln- ingi að þær tengist ákveðnum stað eða afmörkuðu svæði. Allar upp- lýsingar sem tengjast heim- ilisföngum eða lóðum eru í eðli sínu landfræðilegar, bæði þær sem varða byggingarnar og verðmæti þeirra svo og tilheyrandi upplýs- ingar úr Þjóðskrá, og þær verða miklu verðmætari við að tengja heimilið eða lóðina við ákveðinn stað í landinu. Flestir myndu samt nefna allt sem sýnt er á landakort- um af ýmsu tagi ef þeir væru beðnir um dæmi um landupplýs- ingar. Af öðrum upplýsingum má nefna upplýsingar um allar lagnir og það sem þeim tengist. Það er því ljóst að landupplýsingar og landupplýsingakerfi verða meðal helstu burðarása upplýsingaþjóð- félags 21. aldar. Almenningur hefur allt frá 1991 getað fengið afhent stafræn gögn á svonefndu vigurformi (vekt- orformi) úr söfnum LUKR og frá ársbyrjun 1997 hafa þau verið að- gengileg á Netinu gegn vægu gjaldi. Framan af voru það helst auglýsingastofur og tæknimenn sem nýttu sér þessi gögn við hönn- un í CAD-kerfum, en nú er notk- unin orðin miklu víðfeðmari. Ýmis kerfi hafa þróast sem nýta sér gögn frá LUKR. Má þar m.a. nefna Neyðarlínuna, Eldibrand, sem er kerfi Slökkviliðsins, um- ferðaróhappa-skráninguna o.fl. Á síðustu árum hafa einkafyrirtæki verið að þróa ýmis sérhæfð kerfi á sviði vörudreifingar, sölumennsku og þjónustu af ýmsu tagi sem nýta sér m.a. grunnupplýsingar frá LUKR. Frá ársbyrjun 1998 hefur verið þróað mjög fullkomið kerfi, Borg- arsjá, sem notað er á innra neti borgarinnar. Þetta er eins og nafn- ið ber með sér skoðunar- og fyr- irspurnatól, þar sem hægt er að velja sér stað eða svæði, skoða það sem þar er að finna og leita að til- teknum hlutum eftir völdum skil- yrðum. Tvinnaðar eru saman upp- lýsingar um hið valda svæði sem koma úr söfnum LUKR, frá skrán- inga- og upplýsingakerfi Skipu- lags- og byggingarsviðs, sem heitir Erindreki, upplýsingar frá Fast- eignamati ríkisins og Þjóðskrá Hagstofunnar. Árið 1999 var vef- útgáfa þessa forrits, Borgarvefsjá, tekin í notkun og varð Reykjavík- urborg þar með fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að bjóða slíkan aðgang að lifandi landupplýsingum. Slóðin er: http://www.reykjavik.is/ borgarvefsja. Þetta skoðunar- og fyrirspurnatól, sem sækir nýjustu upplýsingar beint í viðkomandi gagnasöfn, hefur verið í stöðugri þróun síðan, en hefur takmarkaðri getu til flókinna fyrirspurna en Borgarvefsjá. Í Borgarvefsjá hefur fólk í dag aðgang að kortgrunni borgarinnar og getur þysjað (zo- om) inn og út úr kortinu sem kem- ur á skjáinn og hliðrað (pan) því að vild. Því dýpra sem er farið því nákvæmara verður kortið. Hægt er að prenta kortin út eða líma inn í skjöl eins og Word-skjöl. Þessi gögn eru á rastaformi og eru ókeypis. Af fjölmörgu sem hægt er að gera má nefna:  Finna á korti heimilisfang eða götu  Sjá hvar lagnir liggja inn í hús og hvers konar lagnir það eru  Fylgjast með fyrirhuguðum framkvæmdum  Fá kort af umhverfi grunnskóla eða leikskóla og skoða heppileg- ustu gönguleiðir  Mæla vegalengdir, til dæmis gönguleiða eða hlaupahringja  Fá greiðan aðgang að loftmynd- um og kortum á rastaformi sem hægt er að bæta ofan á upplýs- ingum.  Fá skannaða mynd af mæliblöð- um (lóðablöðum) víðast hvar í borginni  Skoða skiptingu borgarinnar í hverfi og þjónustusvæði  Skoða upplýsingar um verndun húsa  Fá upplýsingar um þróun borg- arinnar  Skoða aldursdreifingu innan hverfa og greiningu á fyr- irtækjum og starfsemi  Skoða hringmyndir (panorama) af allmörgum gatnamótum í borginni Borgarvefsjá byggist á nýjasta vefhugbúnaði, ArcIMS, frá ESRI, og Shockwave-margmiðlunar- umhverfi frá Macromedia. Hún er þróuð í sameiningu af Gagarín ehf., Hnit hf., Samsýn ehf. og að- ilum LUKR. Lifandi landakort Eftir Heiðar Þ. Hallgrímsson Höfundur er verkfræðingur á gagnavinnsludeild LUKR. YFIRVÖLD menntamála hafa lengi haft á stefnuskrá að stytta grunn- og framhaldsskólakerfið í landinu. Flestir eru sammála því að betur fari á því að stúdentar útskrif- uðust árinu yngri en nú er en það er í samræmi við það sem gerist í ná- grannalöndunum. Nýverið kynnti menntamálaráðherra skýrslu starfshóps ráðuneytisins um málið þar sem lagt er til að námsárum í framhaldsskóla verði fækkað úr 4 í 3. Hér skal ekki tekin afstaða til þessarar styttingar en fjallað um röksemdir nefndarinnar fyrir þeirri leið sem lagt er til að farin verði. Nefndarmenn virðast hafa ein- sett sér að kanna hve mörgum ár- um börn og unglingar í nágranna- löndunum verja til náms fram að stúdentsprófi. Það hlýtur að vekja nokkra furðu að nefndarmenn hafa takmarkað samanburð- arsjóndeildarhringinn við Dan- mörku og Svíþjóð. Rökin eru þau að fyrrgreind lönd séu líkust Ís- landi. Nú er það svo, að Danmörk og Svíþjóð eru ekki í hópi ríkja sem hafa skarað fram úr í alls konar alþjóðlegum skólakönnunum sem gerðar hafa verið á menntun í heiminum. Ýmislegt gott hefur ís- lenskt skólakerfi þegið frá Skand- inavíu en jafnframt margt slæmt og samskipti Íslendinga við um- heiminn takmarkast ekki lengur við Norðurlöndin. Ef breyta á menntakerfinu hlýtur að vera stefnt að því að ná sem bestum ár- angri og að kerfið standist sam- anburð við það besta sem aðrir gera. Fróðlegt væri að vita hvaða skoðanir núverandi dóms- málaráðherra hefur á þessari ,,víð- sýni“ nefndarmanna en hann mun fyrstur hafa hrundið af stað ofan- greindu nefndarstarfi. Þá skal nefna að þrátt fyrir að nefndarmenn beri saman íslenskt skólakerfi við sænskt og danskt og birti gagnlegar upplýsingar s.s. um aldur stúdenta, fjölda þeirra, bóknám og verknám, lengd skóla- ársins o.s.frv. fer lítið fyrir því, sem auðvitað skiptir öllu máli, að borin sé saman raunveruleg kunn- átta og hæfni íslenskra nemenda við danska og sænska jafnaldra. Að vísu er vitnað til ýmissa al- þjóðlegra kannana en þær eru gerðar á mjög breiðum grundvelli. Það vekur því nokkra undrun að í skýrslunni sjálfri er ekki að sjá að nefndarmenn hafi kynnt sér að neinu gagni próf og námskröfur í Danmörku og Svíþjóð. Allir heil- vita menn sjá að skólakerfi á auð- vitað fyrst og fremst að leggja á mælistiku þekkingar og hæfni nemendanna en ekki tíma og ald- urs. Benda mætti á að íslenskir stúdentar hafa flestir spjarað sig ágætlega í námi erlendis m.a. á Norðurlöndum og ekki verður séð að þeir séu neinir eftirbátar inn- lendra þegar þangað kemur. Í þriðja lagi skal gerð að um- ræðuefni sú meginskoðun nefnd- armanna, að til að útskrifa stúd- enta ári fyrr sé ,,þægilegast“ að stytta framhaldsskólann. Það er ótrúlegt að nefndarmenn, sem fal- ið er að benda á leiðir til að stytta skólakerfið, skuli á fyrstu stigum í vinnu sinni hafa gengið út frá því, að ekki beri að stytta grunn- skólanámið en ,,þægilegast“ sé að stytta framhaldsskólann um 1 ár. Rökstuðningur nefndarmanna fyr- ir þessari niðurstöðu er afgreiddur í nokkrum línum en enginn gaum- ur gefinn þeim kosti að stytta fremur grunnskólanámið, hvað þá að hugsað sé að öllu skólakerfinu. Undirrituðum er til efs að nokkur opinber nefnd leyfði sér að halda fram þeim rökum, að standa beri að breytingum á viðkvæmum þátt- um í þjóðlífinu með það að leið- arljósi hvað sé þægilegast. Und- irrituðum er sem hann heyri hrópin í landbúnaðarkerfinu ef mál yrðu leyst með því að skera af bændur á Vestfjörðum eða að málsskotsréttur til dómstóla yrði takmarkaður í réttarkerfinu eða að kvótkerfið í sjávarútvegi gilti í 10 mán. af 12, allt vegna þess að það væri ,,þægilegast og fyr- irhafnarminnst „ og lækkaði kostnað! Því miður veikir mál- flutningur, sem reistur er á þess- ari röksemdafærslu, tiltrú á skýrslu starfshópsins. Í fjórða lagi má benda á að eftir að nefndarmenn gefa sér að stytta beri framhaldsskólann, benda þeir á leiðir til að ná því markmiði. Alls konar töflur um breytingar á námskipan skólakerfisins eru birt- ar í skýrslunni en þær eiga sam- merkt að námsgreinum er ,,pakk- að saman“, sumar greinar skornar niður en aðrar auknar. Því miður miða margar þessar tillögur að því að gera nám almennara og þá á kostnað sérhæfingar. Fróðlegt væri að heyra skoðanir háskóla- manna á þessu, t.d. kennara við verkfræði-, laga- og læknadeild Háskóla Íslands. Eina nýjung er þó að finna í töfluflóði þessu og það er að taka á upp heimspeki sem skyldugrein í framhaldsskóla. Líklega eiga nefndarmenn þá við siðfræði og er sannarlega þörf á því í samfélagi okkar en varla get- ur það orðið markmið að útskrifa siðprúða nemendur með minni þekkingu! Flestir viti bornir menn fara þá leiðina að skoða fyrst kjarnann í kerfi því sem breyta eða frekar allt skólakerfið í heild en grauta ekki í samsetningu náms á einstaka námsbrautum. Þá kemur í fimmta lagi að því hvernig nefndarmenn hyggjast ná fram styttingu í framhaldsskól- unum með það að markmiði að út- skrifa nemendur með ekki lakari þekkingu og hæfni. Stytta skal próftíma á hverju ári í framhalds- skólum og auka við 5 dögum ár hvert. Próftími var fyrir nokkrum árum styttur í framhaldsskólum og nú skal stytta hann enn. Það er með ólíkindum að nefndarmenn láti sér koma þetta til hugar. Próf eru lokaherslan í hverri náms- grein þegar meðtaka skal end- anlega námsefnið sjálft og því afar þýðingarmikil. Með þessari prófa- styttingu og 5 dögum til viðbótar ár hvert skal því markmiði náð að vinna upp fjórða árið sem ætlun er að farga í framhaldsskólunum. Undirritaður gerir ekki annað en óska nefndarmönnum til hamingju með hugmyndina og þakkar fyrir ríkan skilning á núverandi starfi í framhaldsskólunum. Benda má á það að auki, að þetta þýðir líklega endalok heilsársskólanna á fram- haldsskólastiginu og fækkar þá kostum nemenda enn. Að síðustu verður að gera at- hugasemdir við útreikninga nefnd- armanna um sparnað sem þeir ætla ekki minni en einn og hálfan milljarð á ári nái breytingarnar fram að ganga. Slíkar reiknik- únstir, með endalausum varnögl- um, er að finna í skýrslunni að gömlum máladeildarstúdent varð nærri bumbult af lestrinum. Mest- ur hluti sparnaðar af breytingum mun vitanlega étast upp í auknu falli og aðstoð við þá sem ekki standast nýtt kerfi því hugmyndin er að stytta tímann en reyna að halda uppi sama standard nema ætlun sé aðallega að minnka kröf- urnar. Að auki mun þetta reyna á þolrif háskólastigsins með viðeig- andi kostnaði þar á bæ. Og hvað er þá orðið um slagorðin ,,mennt- un fyrir alla við hæfi hvers og eins“? Þrátt fyrir þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar, er ástæða til að hvetja alla þá, sem láta sig menntun þegnanna ein- hverju skipta, að lesa skýrsluna. Sérstaklega skal því beint til allra ungu þingmannanna sem þjóðin veitti umboð sitt í síðustu kosn- ingum. Menntamál eru í eðli sínu viðkvæm og mistök geta lent á tugum þúsunda þjóðfélagsþegna en það óttast undirritaður meira en annað ef óbreyttar tillögur nefndarmanna verða leiðarljósið í öllu málinu og ef ekki fer fram ít- arleg umræða um menntakerfi þjóðarinnar. ,,Að stytta skóla eða vinna illa“ Eftir Árna Hermannsson Höfundur er kennari við VÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.