Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 38
MINNINGAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jónas Bjarnasonfæddist á Uppsöl-
um í Blönduhlíð í
Skagafirði 26. mars
1926. Hann lést á
heimili sínu á Akur-
eyri 19. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin á
Uppsölum, Sigurlaug
Jónasdóttir húsmóð-
ir, f. 8. júlí 1892, d. 13.
okt. 1982, og Bjarni
Halldórsson bóndi, f.
25. jan. 1898, d. 15.
jan. 1987. Systkini
Jónasar eru Halldór,
f. 1922, Kristín, f. 1925, Egill, f.
1927, Gísli, f. 1930, Árni, f. 1931,
Stefán, f. 1933, d. 1934, og Helga, f.
1935.
Jónas kvæntist 25. desember
1954 Rakel Grímsdóttur sjúkra-
liða, f. í Örlygshöfn við Patreks-
fjörð 1928, dóttur Maríu Jónsdótt-
ur og Gríms Árnasonar, sem
lengst af bjuggu á Grundum í
Kollsvík í Rauðasandshreppi. Börn
Jónasar og Rakelar eru: 1) Bjarni
Smári, f. 1955, kvæntur Guðrúnu
F. Hjartardóttur, börn þeirra eru
Hjörtur Þór, Rakel Edda og Arnar
Már. 2) Grímur Már, f. 1957,
kvæntur Theodóru
Reynisdóttur, dætur
þeirra eru Rakel og
Salóme. 3) Sigurlaug
Bára, f. 1959, gift
Haraldi Haraldssyni,
börn þeirra eru Jón-
as, Huld og Dagný.
Jónas ólst upp á
Uppsölum við hefð-
bundin sveitastörf og
stundaði vegavinnu á
sumrin. Fór síðan til
Akureyrar og nam
rennismíði í Vél-
smiðjunni Atla, lauk
sveinsprófi 1949 og
hlaut meistararéttindi 1952. Jónas
starfaði við rennismíðar allan sinn
starfsferil og um rúmlega hálfrar
aldar skeið átti hann og rak Járn-
smiðjuna Varma á Akureyri,
lengst af í félagi við Ívar Ólafsson.
Jónas var frá unga aldri stuðn-
ingsmaður Sjálfstæðisflokksins og
á tímabili virkur í starfi flokksins á
Akureyri. Þá var hann lengi félagi
í Karlakór Akureyrar. Hin síðari
ár var hann ötull félagsmaður
Oddfellowreglunnar.
Útför Jónasar verður gerð frá
Akureyrarkirkju og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
handtaki sem sagði miklu meira en
orð fá lýst.
Jónas stóð við rennibekkinn lengst
af sinni starfsævi og líklega undi
hann sér þar einna best. Þar var unn-
ið frá morgni langt fram á kvöld og
oftar en ekki varð helgin að láta und-
an, því mikið var að gera og mörgu
búið að lofa. Alltaf gaf hann sér þó
tíma fyrir barnabörnin, sem hændust
mjög að honum, oft var erfitt að koma
þeim í háttinn eftir að afi var búinn að
leika við þau. Hann hafði einstakt lag
á börnum og gaf þeim mikið af sér,
mikill er missir þeirra.
Jónas var maður hæglátur og bar
ekki veikindi sín á torg, hann tók á
þeim af æðruleysi og kjarki og var
ekki minnsta bilbug á honum að finna
allt til þess síðasta. „Ég hef það
ágætt, hvernig hefur þú það?“ sagði
hann gjarnan þegar maður spurði um
heilsuna. Jónas hafði gaman af góð-
látlegu gríni. Hann fékk eitt sinn
mann á verkstæðið til sín sem bað
hann að draga fyrir sig öxulbút. „Jú,
ekki verður það vandamál,“ sagði
Jónas og sagði manninum að leggja
hann frá sér upp við vegginn. Nokkru
síðar kemur maðurinn aftur og spyr
um öxulinn, jú hann var enn á sínum
stað. Nokkrum dögum seinna kemur
hann aftur og spyr hann þá Jónas
hvort ekki fari að koma að öxlinum.
Tók Jónas þá fram snærisspotta og
batt utan um öxulinn, dró hann einn
hring umhverfis rennibekkinn og
rétti síðan manninum og sagði verk-
inu lokið. Mér finnst þessi ágæta saga
segja svo margt um Jónas; þrátt fyrir
alla þessa vinnu og annir var alltaf
tími fyrir smáskemmtun.
Nú þegar þessu er lokið er maður
ekki sáttur við það sem fram fór,
finnst að þeim sem örlögunum ræður
hafi orðið mikið á í messunni í þetta
skiptið. Ég vil nú að leiðarlokum
þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér
og mínum. Ég votta ættingjum, vin-
um og vandamönnum samúð mína og
bið þá sem huggunar leita að muna
allar góðu stundirnar því þar er af
nógu að taka.
Haraldur Haraldsson.
Jónas ólst upp hjá foreldrum sín-
um á Uppsölum. Stundaði vegagerð
hjá frænda sínum, Gísla Gottskálks-
syni. Um tvítugsaldur flytur hann til
Akureyrar og lýkur námi í renni-
smíði. Eignast verkstæðið „Varma“, í
félagi með öðrum, og rekur það til
dauðadags.
Jónas var félagi í Oddfellowregl-
unni og söng í nokkur ár með Karla-
kór Akureyrar. Jónas var í raun
margslungin persóna. Sem ungur
maður gat hann, hæfileika sinna
samskiptum sínum við barnabörnin.
Þá byrjaði nú fjörið fyrir alvöru. Það
er of vægt til orða tekið að segja að
barnabörnin væru hænd að afa sín-
um, þau dýrkuðu afa sprellara.
Tengdamóður minn þótti oft nóg um
öll lætin og minntist þá stundum á
gamla daga þegar hann skrapp heim í
hádeginu og tókst á örskammri
stundu að gera krakkana kolvitlausa.
Mér er þakklæti efst í huga á þess-
ari kveðjustundu. Ég vil þakka fyrir
góðan tengdaföður. Börnin gráta nú
einstakan afa. Tengdamóðir mín hef-
ur mest misst, traustan lífsförunaut
sem aldrei brást. Ég vil biðja góðan
Guð að blessa Jónas á nýjum vegum
og vaka yfir okkur öllum.
Theodóra.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns, Jónasar
Bjarnasonar. Vil ég þakka honum
samfylgdina á þessum 26 árum sem
liðin eru síðan ég fór að umgangast
fjölskylduna, sérstaklega er mér það
minnisstætt þegar hann bauð mig
velkominn í fjölskylduna með þéttu
Með glettið blik í auga, hlýtt við-
mót og þétt handtak. Þannig tók
hann á móti gestum og gangandi.
Jónas tengdafaðir minn er allur, hans
haga hönd starfar ekki meir.
Mér er ljúft að minnast hans, hann
var einstaklega gefandi í samskipt-
um, á sinn prúða og hógværa hátt,
hann tranaði sér hvergi fram.
Jónas var af skagfirsku bergi brot-
inn. Hann ólst upp hjá ástríkum for-
eldrum í glöðum systkinahópi. Hann
varð snemma laginn við handverk og
hélt hann til Akureyrar þar sem hann
nam sína iðn. Ég tel að hann hafi ver-
ið lánsmaður. Hann eignaðist góða
konu og góð börn. Starfið var hans líf
og yndi. Hann unni sér sjaldan hvíld-
ar og stóð við rennibekkinn löngum
stundum, alveg þar til sjúkdómurinn
sem nú hefur lagt hann að velli setti
strik í reikninginn. Þau hjón voru
samvalin hvað varðaði gestrisni og
myndarskap. Þau tóku höfðinglega á
móti gestum og voru vinmörg. Jónas
kunni vel að gleðjast í góðra vina
hópi, hann var þá glaður og reifur og
naut sín vel.
Hvergi sá ég hann þó glaðari en í
vegna, valið um leiðir í ævistarfi.
Hann valdi handverkið. Það fór hon-
um vel. Þar var hann hreinn listamað-
ur. Meistaraverk hans höfum við fyr-
ir augum, þótt maðurinn falli. Mér er
það ofvaxið að lýsa, eða dæma verkin
hans, sem sum hver munu lengi lifa,
og lofa meistara sinn. Ég veit ekki
hvort Jónas braut nokkurn tímann
heilann um það, að verða annað en
hann var. Ég veit heldur ekki hvort
skrifstofustarf, eða hásæti embættis-
manns hefði farið honum vel. Ég er
ekki viss um það. Veit þó að hús-
bóndavaldið hefði hann ekki misnot-
að.
Jónas var að eðlisfari hægur mað-
ur og hlýr, hógvær, hafði hæfileika
sagnamannsins ef bragð var að.
Fróður um marga hluti, en flíkaði
ekki. Vissi oft meira en uppi var látið.
Það var notalegt að sitja í stofu hjá
þeim hjónum, og ræða margvísleg
mál. Við vorum ekki ævinlega sam-
mála, en það breytti engu. Jónas og
Rakel bjuggu lengst af í eigin íbúð við
Grenivelli. Þau voru fyrir skömmu
flutt í nýtt hús á góðum stað, sem
auðveldaði Jónasi að færa sig til, inn-
an húss og utan. Þær stundir urðu of
fáar, sem hann fékk að njóta þeirra
þæginda, sem íbúðin glæsilega bauð
upp á.
Þau hjón litu oft inn til okkar á
Frostastöðum og síðar í Varmahlíð,
en sonur þeirra, Grímur, var hjá okk-
ur um sumartíma. Segja má að Jónas
og Rakel hafi verið orðin hálfgerðir
heimsborgarar, þótt þau bæru það
ekki utan á sér. Síðari árin ferðuðust
þau víða ásamt með nokkrum völdum
vinum eða kunningjum. Flugu ár eft-
ir ár til annarra landa, til fjarlægra
heimsálfa. En þau ferðuðust ekki
bara til að ferðast. Þau lögðu sig fram
um að kynnast löndum, þjóðum, fólki,
þjóðfélagsgerðum, sögu og menningu
landanna. Það var hrein unun að
hlýða á frásagnir þeirra frá þeim
heimshlutum er þau heimsóttu. Þau
hafa vafalaust átt nokkrar ferðir
ófarnar.
En öllum að óvörum skall óveðrið
á. Heilsan brast. Illvígur sjúkdómur
hefti frekari ferðalög. Mestu skiptir
ævinlega hver maðurinn er. Jónas
tapaði aldrei áttum, hann vissi hvað
hann vildi. Hann var ljúfur félagi,
góður drengur. Við þökkum sam-
fylgdina.
Aðstandendum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Þinn mágur,
Konráð Gíslason.
Þegar ég var lítill átti ég mínar
hetjur. Maður las Benna, Tarsan apa-
bróður og Dreka í Tímanum og dáði
þessa garpa, setti sig í þeirra spor og
lét sig dreyma um stökk á milli
trjánna. Ekki voru þessir kappar
æsku minnar þó allir úr bókum og
blöðum, einn þeirra var af holdi og
blóði; Jónas föðurbróðir minn. Í huga
mér er gömul mynd af ungum manni.
Ungi maðurinn situr á mótorhjóli af
stærri gerðinni. Á hjólinu fyrir aftan
hann situr faðir hans, – báðir sposkir
á svip eins og þeir séu nýkomnir úr
svaðilför. Sá yngri er í fullum skrúða,
sem klipptur út úr bíómynd úr síðari
heimsstyrjöldinni. Á þessu hjóli
geystist Jónas frændi frá Uppsölum
til Akureyrar á skemmri tíma en allir
aðrir hafa gert. Þetta var á þeim ár-
um sem manni þótti óbeislaður hraði
töff. Hvort hann róaðist við aksturinn
er hann fullorðnaðist veit ég ekki en
ég veit að hann var frekar snöggur að
skjótast hringveginn. Hann átti líka
einn hlut sem ég dáði og aðeins garp-
ar áttu. Hann átti nefnilega þá
stærstu byssu sem ég hafði séð,
byssu sem hafði farið á hreindýra-
veiðar. Og úr henni komu kúlur sem
klufu símastaura. Síðar meir fékk ég
að prufa og passa þennan grip. Ég
mundi eftir að hlífa símastaurunum.
Oftast. Eitt sinn um hásláttinn var ég
sendur með bogið drifskaft úr hey-
þyrlu norður yfir heiði. Hitti Jónas
frænda á verkstæðinu. Þar tók hann
drifskaftið, skellti því í rennibekkinn,
lét það rúlla nokkra hringi, stoppaði
bekkinn, krítaði kross og lét vaða
með stóru sleggjunni. Drifskaftið
eins og nýtt. Sagði svo kíminn á svip:
„Heyrðu, eigum við ekki að setja kík-
isfestingar á riffilinn.“ Það leist mér
vel á. „Þú útvegar festingarnar,“
sagði hann. Ég var til í það.
Svo dreif ég mig heim og fór að
snúa. Líða svo mörg ár og festing-
arnar eru enn niðri í skúffu hjá mér,
komust ekki lengra og verða þar
áfram því þær festir enginn nema
Jónas frændi minn.
Eyþór Árnason.
Eftir að ég kom til Akureyrar nú
fyrir helgina vissi ég ekki fyrri til en
ég ók eftir Hjalteyrargötunni og
hægði á mér þegar ég fór fram hjá
Varma. Þetta hafði ekki verið af
ásetningi fyrir fram en hugurinn var
bundinn við minningu Jónasar
Bjarnasonar, góðs vinar. Ég hafði
síðast séð hann tilsýndar þar sem þau
Rakel óku niður með Gleránni. Það
hafði verið að draga af honum síðustu
misserin, þessum hrausta og knáa
manni. Og nú er hann fallinn frá.
Ég rek ekki æviferil Jónasar
Bjarnasonar, en hann var einstakur
maður, traustur og drenglyndur.
Hann var sómi stéttar sinnar og sér-
stakur snillingur við rennibekkinn,
völundur til handanna. Af því fer
mörgum sögum. Síðast sagði Jóhann-
es Kristjánsson mér að oft hefði það
borið við að gera þurfti erfiða hluti og
þá var að fara til Jónasar, – ef hann
tók það að sér, þá leysti hann það.
Það brást aldrei. Hann bar af sem
verkmaður, sagði Jóhannes. Með
þessum hætti setti Jónas í Varma
svip á iðnaðarbæinn Akureyri og
skýrði inntak þeirrar hugsunar. Og
auðvitað er skammt á milli hagleiks
og listasmíði. Sá fagri gripur sem
Jónas gaf Oddfellwreglunni á Akur-
eyri ber handbragð listamannsins.
Ég hafði það fyrir venju að koma
við hjá Jónasi í Varma fyrir hverjar
kosningar og hafði við orð að með því
væri baráttan hafin. Mér þótti gott að
sitja hjá honum og þiggja kaffisopa í
kompunni og fara yfir málin, því að
hann var hvarvetna vel heima. Hann
var íhugull en um leið húmoristi og sá
spaugilegu hliðarnar á hlutunum.
Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum fast
að málum enda var lífsskoðun hans sú
að einstaklingurinn ætti að vera
ábyrgur gerða sinna, sem auðvitað er
óhugsandi, nema hann hafi frelsi til
orða og athafna. En á þetta reyndi
einmitt þegar hann kom ungur mað-
ur til Akureyrar og hvers konar
hömlur voru settar á athafnir manna
og um hvaðeina þurfti að sækja um
leyfi til Reykjavíkur. Á þeim árum
var ekki létt að berjast við KEA-veld-
ið á Akureyri. En smám saman
greiddist úr. Og eftir að viðreisnar-
stjórnin hafði verið mynduð þurfti
ekki lengur að biðja um fjárfesting-
arleyfi til að byggja atvinnuhúsnæði
svo að þeir Jónas og Ívar Ólafsson
JÓNAS
BJARNASON
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
BRYNJÓLFS GEIRS PÁLSSONAR,
Dalbæ 2,
Hrunamannahreppi,
verður gerð frá Skálholtskirkju miðvikudaginn
29. október klukkan 13:00.
Jarðsett verður í Hrepphólakirkjugarði.
Kristjana Sigmundsdóttir,
Anna Brynjólfsdóttir, Tryggvi Guðmundsson,
Magnús Páll Brynjólfsson, Rut Sigurðardóttir,
Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún S. Pálmadóttir,
Bryndís Brynjólfsdóttir,
Sigmundur Brynjólfsson, Helena Eiríksdóttir,
barnabörn og langafabarn.
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
dóttur og systur,
HELGU BARÐADÓTTUR,
Miðbraut 21,
Seltjarnarnesi,
sem lést á heimili sínu laugardaginn
18. október, fer fram frá Seltjarnarneskirkju
miðvikudaginn 29. október kl. 10.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á reikning nr. 327-13-700700
hjá stuðningsfélagi KRAFTS.
Sveinn Logi Björnsson,
Atli Freyr Sveinsson,
Lovísa Birta Sveinsdóttir,
Axel Fannar Sveinsson,
Barði Theódórsson, Elín Gissurardóttir,
Ingibjörg Barðadóttir,
Theódór Barðason,
makar og aðrir aðstandendur.
Eiginmaður minn,
GARÐAR JÓNSSON
fv. skógarvörður,
Hlaðavöllum 8,
Selfossi,
lést laugardaginn 25. október.
Móeiður Helgadóttir.
Elsku drengurinn minn, bróðir okkar og mágur,
ÓLAFUR PÁLL ÓLAFSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 26. október.
Erla Sch. Thorsteinsson,
Magnús Ólafsson, Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Leifur Rögnvaldsson,
Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Pálmi Guðmundsson.