Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 39 gátu flutt úr skúrnum í nýja húsið við Hjalteyrargötu án þess að spyrja kóng eða prest. Það er ekki skrýtið þó að menn með þessa reynslu hafi haft sterkar skoðanir í pólitík og lagt upp úr rétti og gildi einstaklingins. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Jónasi Bjarnasyni, fyrir vin- áttu hans og stuðning á liðnum árum. Guð blessi minningu hans og fjöl- skyldu. Halldór Blöndal. Það er góður íslenskur siður að heilsast með handabandi þegar vinir hittast. Oft má lesa í persónueinkenni þess er maður heilsar af handaband- inu einu. Jónas Bjarnason hafði þétt og innilegt handtak, svo þétt að oft var betra að skorða sig vel af áður en tekið var í hönd hans. Skapgerð Jón- asar var eins og handtak hans, styrk og traust. Þeir sem með honum störf- uðu og áttu með honum sameiginleg áhugamál fundu þetta glöggt. Jónas var Oddfellow og starfaði öt- ullega í Oddfellowreglunni frá því að hann gekk til liðs við hana, enda féllu hugsjónir hennar um mannrækt og líknarstarf vel að lífsskoðun hans. Hann naut sín þar vel og lagði við hana mikla rækt, enda voru honum fljótt valin ábyrgðarstörf innan henn- ar. Þegar Oddfellowstúkurnar á Akur- eyri réðust í það stórvirki að reisa ný húsakynni á Sjafnarstíg 3 munaði um liðsinni Jónasar. Þær voru ófáar stundirnar sem hann lagði af mörk- um við byggingu og innréttingu þeirra. Listfengi og verkkunnátta Jónasar reisti honum þar óbrotgjarn- an minnisvarða sem menn sjá, og styðja sig við, hverju sinni sem þeir koma í þetta fallega hús, og hann lét ekki þar við sitja heldur lagði stúk- unni á Sauðárkróki lið sitt þegar hún festi þar kaup á húsi til starfsins. Einn hlutur hefur sérstöðu meðal margra sem hann smíðaði fyrir Odd- fellowregluna, en það er verk sem hann kallaði Sameiningartákn. Átti hann frumkvæðið að því og smíðaði þann hluta þess sem er úr málmi, en Rakel eiginkona Jónasar og vinafólk þeirra, Benedikt Hermannsson og Ólafía Sigurjónsdóttir, komu einnig að verkinu, og gáfu það. Verk þetta táknar þann grunn sem stúkurnar á Akureyri stigu upp úr, undir ein- kunnarorðum Oddfellowreglunnar: Vinátta, kærleikur, sannleikur. Þegar Jónas er nú kvaddur hinsta sinni viljum við Oddfellowar á Akur- eyri þakka honum samfylgdina, gjarnan vildum við geta tekið í út- rétta hönd hans og gerum það um leið og við skorðum okkur af, brosum gegn breiðu brosi hans, sem ávallt náði til blárra augna, og vottum ætt- ingjum öllum samúð okkar og þökk- um samfylgdina. Oddfellowstúkan nr. 2 Sjöfn Akureyri. Laufblöðin eru fallin og samkvæmt almanakinu er kominn vetur. Það var vissulega farið að hausta í lífi Jónasar Bjarnasonar síðast þegar við hittumst, þá var auðséð að hetju- legri baráttu hans við illvígan sjúk- dóm yrði brátt lokið og nú hefur hann kvatt þennan heim, er laus við þján- ingarnar. Ekki finnst mér ólíklegt að hann sé farinn að skapa einhver lista- verk í nýjum heimkynnum, því að- gerðarleysi var nokkuð sem hann kunni illa við og snillingur var hann í sínu fagi. Líklega eru þeir félagarnir sem farnir eru frá Járnsmiðjunni Varma allir komnir saman og búnir að finna gamla smiðju- taktinn. Eftir 25 ára starf hjá sama vinnu- veitanda er margs að minnast og margt að þakka. Ég vona að Jónas hafi vitað hversu þakklát ég var hon- um fyrir það sem hann gerði fyrir mig þegar ég veiktist fyrir tveimur árum og ég vona að hann hafi vitað hversu mjög það gladdi mig að fá frá honum þann fallega grip sem hann sendi mér á dögunum. Oft átti ég leið niður í smiðjuna til hans, t.d. til að fá nánari upplýsingar um útreikning á öxulstálinu, hann leit þá upp frá rennibekknum og útskýrði fyrir mér í rólegheitunum. Þótt hann væri niðursokkinn í verk sín gaf hann sér tíma fyrir smáspjall. Það var notalegt að standa á trégrindinni við bekkinn og spjalla við Jónas, hann sagði skemmtilega frá og hafði ein- stakt skopskyn sem fylgdi honum til æviloka. Ég heimsótti hann á sjúkra- húsið stuttu fyrir andlátið, hann var þá mikið veikur og var sofandi þegar ég kom. Þegar hann hafði vaknað og við spjallað saman smástund leit hann á klukkuna og sá að hann hafði sofið af sér kaffitímann. Hann vildi endilega bjóða mér upp á kaffi og hringdi bjöllunni. Þegar hjúkrunar- konan kom og hann bað um kaffi og með því svaraði hún að líklega væri kakan búin. Já, sagði Jónas brosandi, við viljum fá kaffi og köku en ef hún er búin þá bakar þú bara aðra. Þarna fannst mér Jónas sjálfum sér líkur, góðlátleg glettni var svo rík í fari hans. Og við fengum kaffi og með því. Ég vil þakka Jónasi samfylgdina, hans mun ég ávallt minnast með virð- ingu. Rakel, börnum og öllum hans ástvinum sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðarkveðjur. Dóra Gunnarsdóttir. Við ferðafélagar Jónasar til margra ára út um allar álfur fréttum af alvarlegum veikindum öðlingsins, þegar við vorum nokkur í hóp í haust- litaferð á Þingvöllum. Um svipað leyti og gleðskapurinn þar náði hámarki lagði Jónas, án þess að við vissum það þá, upp í sína síðustu ferð, himnaför- ina, sem allra bíður. Það var fyrir um tuttugu árum að þessi félagsskapur varð til, alveg óvart, og voru þau Jónas og Rakel strax í upphafi meðal traustustu fé- lagsmanna. Þau ferðuðust með okkur árlega eða svo, eftir því sem aðstæður leyfðu, og alltaf voru þau í miðju at- burðarásarinnar. Brátt bættust í hópinn ættmenn þeirra og vinir og var Jónas sjálfkjörinn fulltrúi þeirra og eins konar konsúll okkar norðan fjalla. Og ekkert skorti á móttökur þeirra við okkur hin, þegar við hitt- umst á Akureyri á góðri stundu. Jón- as hafði eignast í einni Austurlanda- ferð okkar forkunnarfagra mublu úr harðviði, mestu völundarsmíð, sem sett var í öndvegi á þeirra myndar- lega heimili, þegar okkur bar að garði. Við félagaranir höfðum yndi af að skoða töfragripinn, sem alltaf var fullur af bestu guðaveigum, sannkall- að gnægtahorn. Jónas var vinmargur, enda öðling- ur í allri umgengni, háttvís og kank- vís, fílsterkur og fríður sýnum og allt- af hress í bragði og því fyrirmyndar ferðafélagi. Hann var oftar en ekki söngstjórinn í hópnum, enda gæddur góðri söngröddu. Gæfan hefur leikið við hann í lífinu, því hann eignaðist af- ar góðan lífsförunaut þar sem Rakel er. Þá var hann líka farsæll mjög í starfi sínu sem flinkur rennismiður á járn og málma. Eins var hann mjög liðtækur áhugamyndasmiður, jafnt á ljósmyndir sem á kvikmyndir. Mörg eigum við myndbönd úr ferðum okk- ar, sem við höldum mikið uppá, sem Jónas hafði ótilkvaddur lagt mikið á sig til að ganga frá fyrir okkur. Leitað var álits Jónasar fyrirfram á öllum uppátækjum félagsskaparins og góð ráð fylgdu jafnan um hæl. Síð- ustu árin vorum við þó stundum án hans, en hann fylgdist þó alltaf með okkur úr fjarlægð. Þó komu þau hjón- in árlega að norðan til að gleðjast með okkur á árshátíðum hér fyrir sunnan. Síðasta stóra ferðin, sem þau voru með okkur í, var ævintýraferð um Ástralíu og Tasmaníu fyrir þremur árum, afbragðs ferðalag, sem Jónas naut til fullnustu. Nánum vinum varð þar ljóst, að kappinn gekk ekki heill til skógar, þótt hann gerði sjálfur lítið úr öllu saman. Jónasar verður sárt saknað úr góð- um vinahópi á ferðalögum. Þar verð- ur skarð fyrir skildi, en vonandi hleypur valkyrjan Rakel í skarðið, tvíefld. Við eigum öll afar ljúfar minn- ingar um þennan mannkostamann, Jónas Bjarnason. Megi gæfan áfram vera með honum í hinstu ferðinni og megi hún líka styðja Rakel í hennar mikla söknuði. Ferðafélagar í Garðabakka. Þegar við fengum fregnir af andláti Jónasar, kom það okkur nokkuð á óvart, því að síðast þegar við fengum fregnir af honum, var hann nýkominn heim af sjúkrahúsinu og var hress eins og hann var vanalega. Þá fóru um hugann margar góðar minningar sem við áttum frá liðnum árum. Þótt það væri aldursmunur á okkur, þá náðum við vel saman og áttum saman margar góðar stundir. Hann var maður sem allir tóku eftir, því að hann bar með sér góðan þokka, var heilsteyptur persónuleiki og víðsýnn. Jónas hafði lausnir á öllu, sem leit- að var með til hans, eins og verkin hans bera með sér. Hann var lærður rennismiður og starfaði við það alla starfsævi sína. Þegar komið var á renniverkstæðið hans, var hann þar við bekkinn og jafnvel með fleiri vélar í gangi þótt hann væri einn. Það var sama á hvaða tíma var komið, alltaf var Jónas að vinna. Jónas kvæntist Rakel Grímsdóttur og átti með henni þrjú börn. Þau bjuggu fjölskyldu sinni fallegt heimili á Grenivöllum 32, sem hann byggði sjálfur. Nú nýlega höfðu þau keypt sér nýja íbúð á Holtateigi 38. Þar voru þau búin að búa sér heimili, sem ber vott um smekkvísi þeirra hjóna. Kynni okkar af Jónasi og Rakel tókust þegar hann gekk til liðs við Oddfellowregluna. Þar áttum við saman margar góðar stundir, bæði í leik og starfi, enda var Jónas virtur félagi þar fyrir störf sín og munu verk hans standa þar um ókomin ár. Með Jónasi er genginn mætur eiginmað- ur, faðir, tengdafaðir og afi, og ekki síður vinur sem mun lifa í minning- unni. Elsku Rakel og fjölskylda. Við vilj- um minnast Jónasar með þessum orðum og votta ykkur dýpstu samúð og virðingu okkar. Þorsteinn og Þórhildur. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, BALDUR SVANHÓLM ÁSGEIRSSON leirkera- og mótasmiður, áður til heimilis í Hæðargarði 44, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.30. Edda Á. Baldursdóttir, Garðar Árnason, Helgi G. Baldursson, Sigrún J. Baldursdóttir, Robert J. Jack, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, systur, mágkonu og frænku, SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR, Ljósheimum 18, Reykjavík. Henning Finnbogason, Birgir Henningsson, Gyða Ólafsdóttir, Ómar Henningsson, Elísabet Pétursdóttir, Þorvaldur Jóhannsson, Stefanía Jóhannsdóttir, Indriði Jóhannsson, Kristjana Leifsdóttir, Freysteinn Jóhannsson, Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓREYJAR RÓSU STEFÁNSDÓTTUR, Fornhaga 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E, Landspítalanum við Hringbraut, og deild L5, Landspítalanum Landakoti, fyrir góða umönnun. Maríus Guðmundsson, Ingibjörg S. Maríusdóttir, Haraldur Benediktsson, Guðmundur St. Maríusson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Rós Maríusdóttir, Helgi Leifur Þrastarson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, EMILÍA SJÖFN KRISTINSDÓTTIR, er látin. Fyrir hönd vandamanna, Björn Hallgrímsson, Áslaug Björnsdóttir, Kristinn Björnsson, Emilía Björg Björnsdóttir, Sjöfn Björnsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Miðhúsum, Akrahreppi, sem var jarðsett frá Miklabæjarkirkju í Akra- hreppi þann 18. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 3 á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki fyrir hlýju og góða umönnun. Gísli Jónsson, Jón Gíslason, Guðbjörg Gísladóttir, Stefán Gíslason, Þrúður Gísladóttir, Gísli Gíslason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.