Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                         !"  "           !    #   $       " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR hefur sem skóla- maður og foreldri fylgst með ánægju- legum árangri Skákfélagsins Hróks- ins í samstarfi við grunnskóla undanfarið. Það virðist svo auðvelt að gera skákina skemmtilega ef vel er að verki staðið í skákkennslu og skák- mótum. Aldrei er að vita hvar næstu skáksnillingar finnast. Því þarf skák- in að ná til barna í öllum skólum, vítt og breitt um landið. Dagana 11 –14. nóvember nk. efnir Skákfélagið Hrókurinn til enn eins stórviðburðarins í skákheiminum, en það er stórmeistaraeinvígi á milli Friðriks Ólafssonar, okkar fyrsta stórmeistara, og Íslandsvinarins danska, Bents Larsen. Einvígið verð- ur háð í húsakynnum Hótels Loftleiða þar sem á árum áður voru haldin fjöl- mörg alþjóðleg skákmót. Samhliða þessari skákveislu býður Hrókurinn öllum grunnskólum höfuðborgar- svæðisins að senda nemendur 4. og 5. bekkjar í tveggja tíma skákskóla Hróksins, nemendum að kostnaðar- lausu. Krakkarnir munu fá kynningu á skáklistinni og taka síðan þátt í fjöl- tefli gegn stórmeistara Hróksins. All- ir nemendur í skákskólanum munu svo útskrifast með tilheyrandi skír- teini upp á vasann. Árið 2003 er að mínu mati sann- kallað ár Hróksins. Þetta kraftmikla taflfélag undir forsæti Hrafns Jökuls- sonar hefur staðið fyrir stórmeistara- mótum hér á landi af hæsta gæða- flokki, numið lendur á Grænlandi, og síðast en ekki síst þeyst um alla skóla landsins með bráðskemmtilega kennslubók í skák í farteskinu. Starf- semin hefur ekki farið fram hjá þjóð- inni því fjölmiðlar hafa gert henni góð skil. Almenningur leggur við hlustir þegar teikn eru á lofti um þjóðarvakn- ingu í þessari hugaríþrótt. Komandi kynslóðir mega ekki fara á mis við kynni af skákgyðjunni líkt og virðist hafa gerst á síðustu árum. Hugsjónamaðurinn Hrafn Jökuls- son hefur ótrúlegan metnað fyrir hönd skáklistarinnar. Um það velkist enginn í vafa. Ísland skal að nýju verða á meðal fremstu þjóða í skák. Sóknarfærin liggja í samstarfi við grunnskólana, ungmennafélögin og jafnvel samtök launafólks. Skákfélag- ið Hrókurinn hefur í samvinnu við Eddu útgáfu hf. gefið öllum átta ára skólabörnum skákkennslubókina Skák og mát eftir Anatolí Karpov. Liðsmenn Hróksins heimsækja alla grunnskóla landsins og færa börnun- um gjöfina við hátíðlega athöfn. Ekki líður á löngu þar til töfl eru tekin fram í hverri skólastofu og úr andlitum skín metnaður og jákvæð spenna þeg- ar börnin byrja að þreifa sig áfram í skáklistinni. Skákin er í þeirra augum skemmtileg. Heima heldur æfingin áfram og í skólanum segja þau frægð- arsögur af því hve oft þau náðu að máta mömmu, pabba og systkini. Skákfélagið Hrókurinn hefur fylgt bókargjöfinni eftir með skákkennslu í stærstu grunnskólum höfuðborgar- svæðisins og hafa þau námskeið verið afar vel sótt. Framfarirnar og sjálfs- traustið sést svo á glæsilegum barna- skákmótum sem Hrókurinn hefur staðið fyrir á Broadway og í Húsdýra- garðinum, þar sem mikið er lagt upp úr umgjörð og fjölmörgum góðum vinningum. Ég vil að lokum tjá stuðning minn við tillögu Hrafns Jökulssonar um að skákkennsla verði með formlegum hætti tekin upp sem kennslugrein í yngstu bekkjum grunnskólans. Það er verið að lengja skóladaginn og skólaárið. Margt hefur jafnhliða verið gert til að auka fjölbreytni skóla- starfsins og má þar nefna dans- kennslu sem komið hefur inn á stundaskrá yngstu bekkja í samstarfi við danskennara. Það sama ætti að gilda um skákina. Báðar þessar námsgreinar hljóta að teljast til for- varna af bestu gerð. Nú gengur Hrafn Jökulsson forseti Hróksins fram fyrir ráðamenn til að koma þess- ari hugsjón sinni í verk. Ég skora á forráðamenn ríkis og sveitarfélaga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að af þessu megi verða. Kostnaðurinn yrði óverulegur en fengist ríkulega greiddur til baka í auknu stolti og sjálfsvirðingu nemenda og þjóðarinn- ar allrar. HELGI ÁRNASON, skólastjóri Rimaskóla. Ár Hróksins Frá Helga Árnasyni Morgunblaðið/Kristinn Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, leiðbeinir nemendum í Rimaskóla. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.