Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 43
INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR
HLUTABRÉFA Í MEDCARE FLÖGU HF.
Mánudaginn, 12. janúar 2003
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa
sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé
réttilega fært í hlutaskrá Medcare Flögu hf. að staðreyna
skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Medcare Flögu hf.,
Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík eða í síma 510 2000 eða á netfang
hluthafaskra@medcare.is. Komi í ljós við slíka könnun að
eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa
sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag.
Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til
ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á
framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka,
verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur
aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf, fyrir
skráningardag.
verða hlutabréf í Medcare Flögu
hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands
hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Medcare Flögu hf. þar að
lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf
félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu
hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar
um rafræna eignarskráningu verðbréfa.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Medcare Flögu hf. tekin til
rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á
nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins
verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til
félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar
skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga
viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum
skráningardeginum.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela
reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að
geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta.
Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni
viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta
bréfleiðis.
www. .commedcare
ALLS voru fimm ökumenn grun-
aðir um ölvun við akstur um helgina
og 32 teknir fyrir of hraðan akstur.
Tilkynnt var um 42 umferðaróhöpp
þar sem eignatjón átti
sér stað og fimm óku
gegn rauðu ljósi.
Um helgina var til-
kynnt um 13 innbrot og 25 þjófnaði.
Rétt eftir kl. 8 á föstudagsmorgni
var tilkynnt um innbrot í Gnoð-
arvogi, rúða hafði verið brotin og
skjávarpa stolið að verðmæti um
170 þúsund krónur. Málið er í rann-
sókn. Skömmu síðar var tilkynnt
um innbrot í Árbænum. Þar hafði
verið brotist inn í nýbyggingu, það-
an stolið verkfærum og öðrum verð-
mætum Um klukkustund síðar var
tilkynnt um innbrot í bifreið í Vest-
urbænum. Rúða hafði verið brotin
og stolið geislaspilara, geisladiskum
og úlpu.
Um kl. 12.30 var ekið á 10 ára
dreng sem var á hlaupum yfir ak-
braut við Stekkjarbakka. Dreng-
urinn var fluttur með sjúkrabifreið
á slysadeild en talið er að hann hafi
verið með minni háttar höf-
uðáverka.
Ráðist á mann með skærum
Um kaffileytið á föstudag var til-
kynnt um slagsmál tveggja manna.
Annar var fluttur á slysadeild með
áverka á hendi, upphandlegg og
höfði. Ráðist hafði verið að mann-
inum með skærum og sparkað í
hann. Árásarmaðurinn var handtek-
inn og vistaður í fangageymslu auk
þess sem hann var grunaður um
ölvun við akstur.
Rétt fyrir kl. 21 á föstudagskvöld
var maður tekinn með ætluð fíkni-
efni, var hann laus að lokinni yf-
irheyrslu. Rétt fyrir kl. 23 var til-
kynnt um eignaspjöll og bruna í
Hlíðunum. Þarna hafði eldur verið
borinn að glugga. Öryggisvörður
slökkti eldinn, en skemmdir eru á
glugganum og gluggakarminum.
Flúði á 143 km hraða
Um kl. eitt aðfaranótt laugardags
veitti lögreglan bifreið á ofsahraða
eftirför. Ökumaður neitaði að
stöðva bifreiðina og jók hraðann.
Mældist hraði bifreiðarinnar 143
km/klst þar sem leyfilegur hraði er
70 km/klst. Lögreglumenn misstu
sjónar á bifreiðinni en fundu þó
ökumann og bifreiðina skömmu síð-
ar. Ökumaður var handtekinn og
færður á lögreglustöð til skýrslu-
töku og var foreldrum hans tilkynnt
um málið.
Rétt fyrir kl. 6 á laugardags-
morgni var tilkynnt um harðan
árekstur við Vesturlandsveg, og
hafði annar ökumaðurinn og farþegi
í bifreiðinni hlaupið af vettvangi.
Ökumaður og farþegi í hinni bifreið-
inni voru flutt með sjúkrabifreið á
slysadeild.
Um kaffileytið var brotist inn í
íbúðarhús í miðborginni og þaðan
stolið antikmunum, verkfærum og
fleira. Málið er í rannsókn. Um
svipað leyti var farsíma stolið úr
bifreið. Tilkynnandi hljóp á eftir
mönnunum og sá hvert þeir fóru.
Lögreglan handtók síðan mennina
og flutti á lögreglustöð.
Rétt eftir miðnætti aðfaranótt
sunnudags var tilkynnt um slags-
mál í Breiðholti og beðið um sjúkra-
bíl á staðinn. Þarna höfðu verið
átök milli ölvaðra manna. Einn
maðurinn fékk verk fyrir hjartað og
var hann fluttur á slysadeild.
Hvítt efni í geisladiskahulstri
Um svipað leyti hringdi maður og
tilkynnti að hann hefði fundið
geisladiskahulstur úti á götu og að í
hulstrinu væri hvítt efni í poka.
Lögreglan lagði hald á efnið sem
talið er vera fíkniefni.
Rétt eftir kl. 2 var tilkynnt um
mann vera að ota hníf í allar áttir í
miðborginni. Lögreglan afvopnaði
manninn sem var með hníf í hulstri
og lagði hald á hnífinn. Manninum
var ekið á slysadeild vegna skurðar
á augabrún.
Nokkuð um innbrot og þjófnaði
Úr dagbók lögreglunnar 24. til 27. október
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 43
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá stjórn
Röskvu:
„Í kjölfarið á ræðu rektors við út-
skrift þar sem hann gerði skólagjöld
við Háskóla Íslands að umræðuefni
vill Röskva koma eftirfarandi á fram-
færi: Undanfarið hefur mikil um-
ræða átt sér stað um fjárveitingar til
háskólastigsins og samkeppnisstöðu
háskóla á Íslandi. Háskóli Íslands
býr við afar erfiða samkeppnisstöðu
þar sem einkaskólunum eru tryggð-
ar sömu fjárveitingar á hvern nem-
anda og Háskóla Íslands en þeir hafa
auk þess umtalsverður tekjur af inn-
heimtu skólagjalda.
Við þessar aðstæður verður um-
ræða um skólagjöld við Háskóla Ís-
lands sífellt háværari og æ fleiri virð-
ast telja lausnina við fjársvelti
skólans felast í skólagjöldum.
Stjórnvöld bera ábyrgð á Háskóla
Íslands og ákvörðun um upptöku
skólagjalda liggur þar af leiðandi hjá
þeim. Þrátt fyrir að Háskólinn hafi
beðið stjórnvöld að ræða vandann
hafa stjórnvöld ekki tekið á málun-
um heldur sagt það verkefni Háskól-
ans. Það er kominn tími á að stjórn-
völd taki á vandanum í stað þess að
kasta boltanum aftur til Háskólans.
Röskva hafnar öllum hugmyndum
um skólagjöld og því að Háskóli Ís-
lands gefi eftir grundvallarhug-
myndir um jafnrétti til náms. Mik-
ilvægt er að háskólayfirvöld sem og
stúdentar gefist ekki upp, heldur
berjist fyrir bættum háskóla án
skólagjalda. Röskva skorar jafn-
framt á alþingismenn að ræða mál-
efni Háskólans. Alþingismenn sem
og aðrir verða að gera sér grein fyrir
þeim mikla auð fyrir samfélagið sem
býr í menntun. Lausnin á fjárhags-
vanda Háskóla Íslands felst í aukn-
um fjárveitingum til skólans en ekki
skólagjöldum.“
Röskva hafnar hug-
myndum um skólagjöld
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi tilkynning frá Stúdenta-
ráði Háskóla Íslands:
„Vegna ummæla rektors Háskóla
Íslands við brautskráningu kandídata
í gær um að skoða verði kosti og galla
upptöku skólagjalda við skólann vill
Stúdentaráð Háskóla Íslands árétta
eftirfarandi:
Stúdentaráð er einhuga í afstöðu
sinni gegn upptöku skólagjalda við
Háskóla Íslands. Ljóst er að Háskóli
Íslands á í fjárhagsvanda og í vetur
hefur innan háskólasamfélagsins far-
ið fram umræða um skólagjöld sem
lausn á þeim vanda. Stúdentaráð hef-
ur hins vegar barist gegn því að tekin
verði upp skólagjöld og bent á að ekki
sé eðlilegt að fjárhagsvanda háskól-
ans sé velt yfir á stúdenta. Stúdenta-
ráð Háskóla Íslands mun halda áfram
öflugri baráttu sinni gegn skólagjöld-
um – með hagsmuni stúdenta og Há-
skólans að leiðarljósi. Ljóst er að ým-
islegt í rekstri Háskóla Íslands má
betur fara en einnig þarf ríkisvaldið
að leggja sitt af mörkum til þess að
bæta rekstrarumhverfi skólans.
Háskóli Íslands er fyrsta flokks
rannsóknarháskóli og jafnframt und-
irstaða menntunar í landinu. Það er
hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að
öllum þegnum landsins verði gert
mögulegt að stunda háskólanám óháð
efnahag og án þess að þurfa að greiða
skólagjöld.“
Stúdentaráð andsnúið
skólagjöldum í HÍ
Félag íslenskra fræða heldur
rannsóknarkvöld í Sögufélagshús-
inu, Fischersundi 3, á morgun, mið-
vikudaginn 29. október, kl. 20.30.
Fyrirlesari er Orri Vésteinsson, forn-
leifafræðingur, og nefnist erindi
hans: „Þúsund ára barátta við eld og
ís – Náttúruöflin í íslenskum sögu-
skýringum.“ Í erindinu verða m.a.
færð rök fyrir því að ekki sé sjálf-
gefið að náttúruhamfarir eða um-
hverfisbreytingar hafi áhrif á sam-
félag fólks. Að erindinu loknu verða
umræður. Öllum er heimill aðgangur.
Frjálshyggjufélagið heldur mynd-
bandakvöld á morgun, miðvikudag-
inn 29 október, kl. 20, í hliðarsal
Kringlukrárinnar. Sýndur verður
annar þáttur í þáttaröð Miltons
Friedmans sem heitir Free to
Choose. Yfirskrift þáttarins er „Tyr-
anny of Control“. Í þættinum fjallar
Milton um afskipti ríkisvaldsins af
mörkuðum. Allir velkomnir og er að-
gangur ókeypis.
Fyrirlestur um uppeldi með Gitte
Lassen verður á morgun, miðviku-
daginn 29. október, kl. 20–22 í Ljós-
heimum, Brautarholti 8, 2h. t.v. Í fyr-
irlestrinum verður fjallað um ráð til
að auka gæðin í uppeldisstarfinu.
Fyrirlesturinn er á ensku og kostar
1.500 kr.
Málstofa um þróun viðskiptajafn-
aðar þegar þjóðin á von á skelli
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands heldur málstofu á morgun,
miðvikudaginn 29. október, kl. 16.15
á Aragötu 14. Ásgeir Jónsson, sér-
fræðingur hjá Hagfræðistofnun, flyt-
ur erindi er nefnist: Þróun viðskipta-
jafnaðar þegar þjóðin á von á skelli.
Fjallar hann um áhrif tímabundinnar
gengishækkunar vegna stór-
iðjuframkvæmdanna á almenna
neyslu og viðskiptajöfnuð í landinu,
og þá einkum hvort slík geng-
ishækkun geti verið þensluhvetjandi.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Hagfræðistofnunar http://
www.ioes.hi.is/Á MORGUN
Ráðstefna um rödd verður haldin
föstudaginn 31. október kl. 9 á Hót-
el Nordica. Skráning fer fram kl.
8–8.30. Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Íslands setur ráðstefnuna.
Erindi halda: Erkki Vilkman háls-,
nef- og eyrnalæknir, Marketta
Sihvo talmeinafræðingur, Anita
McAllister talmeinafræðingur, Ein-
ar Thoroddsen háls-, nef- og eyrna-
læknir, Hannes Petersen háls-, nef-
og eyrnalæknir, Bryndís Guð-
mundsdóttir talmeinafræðingur,
Valdís Jónsdóttir talmeinafræð-
ingur og Helga Jóakimsdóttir Alex-
anderkennari. Fundarstjórar eru:
Ingibjörg Hinriksdóttir yfirlæknir
á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
og Elmar Þórðarson talmeinafræð-
ingur. Ráðstefnan fer bæði fram á
ensku og íslensku.
Verð er 12.000 kr., ef mætt er eftir
hádegi er borgað 6.900 kr., náms-
menn fá afslátt. Hægt er að skrá
sig á heimasíðunni: http://simnet.is/
einval/ einnig með tölvupósti:
gestamottaka@yourhost.is
Árshátíð Önfirðingafélagsins
verður haldin laugardaginn 1. nóv-
ember í Breiðfirðingabúð, Faxafeni
14, Reykjavík. Húsið opnað kl. 20
en hátíðin hefst kl. 21. Heið-
ursgestir: Benedikte Thorsteinsson,
formaður Kalak, vinafélags Græn-
lands og Íslands og f.v. félagsmála-
ráðherra Grænlands og maður
hennar Guðmundur Þorsteinsson.
Leynigestir: Einar Oddur Krist-
jánsson, alþingismaður á Sólbakka
og eiginkona hans Sigrún Gerða
Gísladóttir. Veislustjóri: Reynir
Traustason, ritstjórnarfulltrúi á
Fréttablaðinu og rithöfundur. Boð-
ið verður upp á kaffi og snittuhlað-
borð. Jóhannes Kristjánsson eft-
irherma frá Brekku á
Ingjaaldssandi skemmtir og Birkir
Þór Guðmundsson rokkbóndi frá
Hrauni á Ingjaldssandi leikur fyrir
dansi kl. 23–3.
Á NÆSTUNNI
Konur í gegn um glerþakið Í tilefni
femínistaviku, 24. október–1. nóv-
ember, stendur hópur ungra fem-
ínista fyrir hádegisfundi í dag,
þriðjudag, kl. 12.05–13.10 í Lögbergi,
stofu 101. Konur sem hafa brotist í
gegn um glerþakið í sínu fagi segja
frá sinni reynslu. Frummælendur
verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
stjórnmálamaður, Ingrid Kuhlman
framkvæmdastjóri Þekkingarmiðl-
unar og Edda Björgvinsdóttir leik-
kona. Allir velkomnir.
Heilbrigðishópur femínistafélags
Íslands stendur fyrir morgunverð-
arfundi á Grand Hótel í dag, þriðju-
dag, kl 8–10, undir yfirskriftinni:
„Stefnumótun í heilbrigðiskerfinu og
áhrif hennar á líf kvenna.“ Erindi
halda: Ingibjörg Georgsdóttir barna-
læknir, Lára Björnsdóttir félags-
málastjóri í Reykjavík og Kristín
Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur,
auk þess sem fulltrúar allra þing-
flokka munu taka stuttlega til máls.
Fundarstjóri verður Ari Edwald
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins. Allir velkomnir.
Borgin í bítið fer fram í Ráðhúsi
Reykjavíkur, Tjarnarsal, í dag kl.
8.30–10, í tengslum við sýninguna
Lifandi landakort – LUKR í fimmtán
ár. Ætlunin er að skoða þá möguleika
sem kerfi eins og LUKR og tenging
þess við önnur upplýsingakerfi getur
nýst Reykjavíkurborg á fleiri sviðum
en nú er. Erindi halda: Anna Krist-
insdóttir borgarfulltrúi, Sigríður
Jónsdóttir frá Félagsþjónustunni og
Hreinn Hreinsson upplýsinga-
fulltrúi. Boðið verður upp á léttan
morgunverð. Allir velkomnir.
Í DAG
Sími 552 1400
fax 552 1405
Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
löggiltur fasteignasali
Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is
20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja
Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og
4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og
kaup ganga mjög hratt fyrir sig.
Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í
síma sölumanna: Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Böðvar 892 8934 eða Helgi 897 2451
FASTEIGNIR
mbl.is