Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15–13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 söng og harmonikku- stund í borðsal. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 10 leir- list, kl. 12.50 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi á könnunni. Frjáls prjónastund. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30. Brids og saumur kl. 13. Billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Félagsstarf eldri borgara, Mosfells- sveit. Opið kl. 13–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf, sími 575 7720. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 „Gleðin léttir lim- ina,“ létt ganga o.fl. Kl. 13 boccia. Veitingar í Kaffi Bergi. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir, hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, miðviku- dag, er fundur í Mið- garði kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Öldungaráð Hauka. Munið fundinn annað kvöld, miðvikudag, kl. 20 á Ásvöllum. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Opið hús í sal félagsins að Álfa- bakka 14a í kvöld kl. 20.30. Gömlu dans- arnir. Allir velkomnir. Í dag er þriðjudagur 28. októ- ber, 301. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús sagði: Ég er sá, og þér munuð sjá Manssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins. (Mark. 14,62.)     Anna Sigrún Bald-ursdóttir fjallar um framtíð heilbrigðiskerf- isins á Kreml.is. Anna bendir á að lög kveði á um að öllum skuli standa til boða sú fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem völ sé á, en að framþróun í heilbrigðisvísindum hafi verið mjög ör og að kostnaður hafi því aukist meira en sameiginlegir sjóðir landsmanna virðist ráða við. „Til að auka enn á kostnað í kerfinu glímir heilbrigðisþjónustan við breytta aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar, þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega mest og þeim sem mestrar þjón- ustu þarfnast í þeim hópi fjölgar langmest. Úr- ræðaleysi á nánast öllum stigum þjónustu við þennan viðkvæma hóp sem dagar uppi í dýrum bráðarýmum hefur orðið til þess að þjónusta við aðra neytendur takmark- ast vegna plássleysis. Þar er verið að veita öldr- uðum ranga þjónustu, á röngum stað og á röng- um tíma. Þetta er reynd- ar ekki eini hópurinn sem er í þessari stöðu, sama má segja um geð- fatlaða. Enn síður er þetta séríslenskt vanda- mál og á ensku hefur þeim sem teppa rými á bráðadeildum vegna úr- ræðaleysis annars staðar verið gefið heitið „bed- blockers“.     Kröfur fólks um skil-virka og árangurs- ríka þjónustu munu fara fram úr getu/vilja rík- isrekins heilbrigðiskerfis til að mæta þeim. Senni- lega er sú þegar orðin raunin og eru einkarekn- ar læknastöðvar og ýmis einkarekin heilbrigð- isþjónusta í landinu til marks um þetta. Ef eft- irspurn er eftir einhverri þjónustu er yfirleitt ein- hver tilbúin til að veita hana gegn hæfilegri þóknun. Sú er raunin í heilbrigðsþjónustunni eins og annars staðar. Að reyna að loka augunum fyrir þessu og fordæma allan einkarekstur eins og um hreina einkavæð- ingu sé að ræða er í besta falli kjánalegt, versta falli hættulegt. Raunhæf- ara er að opna allar mögulegar leiðir í einka- rekstri í heilbrigðiskerf- inu og efla um leið eftirlit með slíkri starfsemi í landinu. Slíkt myndi auka árangur og skil- virkni í þjónustunni og færa okkur nær mark- miðinu um fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á fyrir alla.“     Því fyrr sem vitrænumræða um framtíð íslenskrar heilbrigð- isþjónustu og hlutverk einkaframtaksins kemst á verulegt flug, því betra. Að öðrum kosti munum við áfram búa við víta- hring aukins kostnaðar en hlutfallslega lélegri nýtingu fjármuna í heil- brigðiskerfinu. Þá verða það mjög fáir, útvaldir af kerfinu, sem njóta full- komnustu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á, en ekki við öll.“ STAKSTEINAR Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Víkverji skrifar... VÍKVERJI á stundum erindi áhjúkrunarheimili fyrir aldraða í borginni. Á heimilum af því tagi eyða margir ævikvöldinu eftir langan og erilsaman dag og eru, eins og gengur, í mismiklum tengslum við stund og stað. Á deildinni sem Víkverji heim- sækir reglulega eru flestir vistmenn „út úr heiminum“, eins og það er kall- að. Það er auðvitað erfitt hlutskipti, bæði fyrir viðkomandi vistmenn og ekki síður ættingja, en getur haft sín- ar skondnu hliðar líka. Víkverji hefur gaman af því að taka gamla fólkið tali og kynnast sýn þess á tilveruna sem einkennist oftar en ekki af hreinskilni. Víkverji var til að mynda staddur á hjúkrunarheimilinu ásamt þremur sonum sínum á dögunum þegar vel til höfð eldri kona gaf sig á tal við hann. „Þetta er aldeilis hópur,“ sagði hún. Víkverji samsinnti því, kynnti sig og synina og spurði þá gömlu síðan hvort hópurinn væri ekki glæsilegur. Hún horfði fyrst rannsakandi á Vík- verja, svo á synina og sagði án þess að blikna: „Ja, ég veit nú ekkert um það.“ Gekk svo sína leið. Stundum hefur Víkverji þó fengið hlýrri kveðju á hjúkrunarheimilinu. Einhverju sinni tók á móti honum skælbrosandi kona. Horfði á hann með aðdáun og mælti: „Mikið svaka- lega ert þú fallegur maður!“ Víkverja brá í brún við þetta einlæga hól en þakkaði pent fyrir sig og gekk rogg- inn inn ganginn. Ánægður með þenn- an óvenjulega smekk konunnar. Ekki leið þó á löngu uns Víkverji heyrði konuna taka að nýju til máls. „Mikið svakalega ert þú fallegur maður,“ sagði hún þá aftur. Víkverji sneri sér við og sá þá að annar maður var genginn í salinn. Varð hann álíka vandræðalegur og Víkverji. Við eft- irgrennslan kom svo á daginn að blessuð konan heilsar víst öllum með þessum hætti, mönnum og konum. Það eyðilagði þó ekki augnablikið, þó vissulega drægju þessi tíðindi úr væginu. x x x ÞAÐ ER vísast að bera í bakka-fullan lækinn að hæla sýningu Þjóðleikhússins á írska leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Hálf þjóðin er víst búin að sjá hana. Víkverji, sem sá sýninguna á dögunum, má þó til með að ljúka lofsorði á hana. Enginn unnandi góðrar leiklistar má láta sýninguna fram hjá sér fara. Verkið sjálft er vissulega prýðilegt gam- anleikrit en það er framganga leik- aranna tveggja, Hilmis Snæs Guðna- sonar og Stefáns Karls Stefánssonar, sem stendur upp úr. Þeir fara þarna á kostum. Bregða sér í allra kvikinda líki, manna og kvenna, og skapa marga minnisstæða karaktera. Svo sannfærandi var Hilmir Snær í túlk- un sinni á Hollívúdd-leikkonunni Caroline Giovanni að Víkverji trúði því hreinlega að hann væri kona. Kynþokkafull kona. Flinkari menn eru vandfundnir á fjölunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Með fulla vasa af grjóti. Gam- anleikur í hæsta gæðaflokki. Lengi lifi Sláturfélag Suðurlands MIG langar að segja frá góðri þjónustu hjá SS. Þegar haustar fæ ég ómótstæðilega löngun í nýtt slátur. Því fór ég í Hagkaup. Þar eru nú til 3 slátur í kassa með saum- uðum vömbum og brytjuð- um mör en einnig 5 slátur. Þar eru vambirnar ósaum- aðar. Ég varð harla glöð að geta valið og keypti 3 slát- ur með saumuðu vömbun- um. Um kvöldið ætlaði ég að taka til óspilltra málanna en þá hafði kassinn verið merktur vitlaust og í hon- um voru 5 ósaumaðar vambir. Þetta fannst mér hið versta reiðarslag. Þótt ég vissi að búið væri að loka í SS þá hringdi ég þangað og símsvarinn gaf upp neyðarnúmer hjá ein- hverjum einstaklingi. Ég hringdi með hálfum huga því ekki var þetta beinlínis lífsháski. Ég ætla ekki að orðlengja það að það kom maður með 6 saumaðar vambir og 2 lítra af blóði til að bæta mér óþægindin. Ósaumuðu vambirnar gat hann ekki nýtt sér og nú eru þær annars staðar komnar í góðar þarfir. Kærar þakkir fyrir hjálpina. P.S. Nú fæst lambalifur á 199 krónur í búðunum. Sláturfíkill. Til Fangakórsins TIL hamingju með kórinn ykkar. Ég veit að þið eigið eftir að finna þá stórkost- legu gleði og vináttu sem kórstarfið gefur af sér. Lengi lifi söngurinn! Léttsveitarkona. Mýs í bústaðnum? ÞAÐ er farið að kólna og þá leita mýsnar oft í yl og æti. Þegar inn í sumarbú- staðinn er komið er gólfið þakið af músaskít og það er búið að naga eitt og ann- að. Mér datt í hug að leita ráða hjá lesendum blaðsins hvort þeir viti eitthvert gott ráð til þess að losna við þessi litlu dýr án þess að drepa þau. Dóttir mín segir það ljótt að deyða dýr og gaman væri að geta sýnt henni gott fordæmi. Lesandi. Þjóðsögur og þættir ER einhver sem á og vill láta Þjóðsögur og þætti eftir Einar Guðmundsson, fyrra bindi, útgefin líklega 1981? Þeir sem gætu lið- sinnt mér vinsamlega hringið í síma 566 7695. Anna M. Sigurðardóttir. Tapað/fundið Bíllyklar týndust BÍLLYKLAR týndust við Gunnarsbraut aðfaranótt sunnudags 19. október. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 551 6527. Fundarlaun. Brún taska týndist LÍTIL hliðartaska, brún, týndist í Hallgrímskirkju í apríl – mars sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 6527. Marglitt hjól týndist MARGLITT hjól með svörtum lás týndist frá Hlaðbæ 4. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 8823. Sony-vasaútvarp týndist FYRIR nokkru týndist vasaútvarp af gerðinni Sony SRF-S53, sennilega í strætó. Það var án heyrn- artóla og í svörtu hulstri. Ég myndi mjög gjarnan vilja fá það aftur. Sími 587 1912 og 662 6360. Marta. Dýrahald Læður leita að heimili VEGNA flutninga eru tvær yndislegar læður að leita sér að nýju heimili, þær eru um 1½ árs, önnur er alveg grá og hin grá- bröndótt. Upplýsingar í síma 552 7846 eftir kl. 16. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Dyttað að húsi við Ingólfstorg. Krossgáta LÁRÉTT 1 bremsa, 4 persónu- töfrar, 7 ber, 8 blaðið, 9 sunna, 11 siga, 13 hug- boð, 14 ljóstíra, 15 hag- ræða, 17 tryggur, 20 borða, 22 illa þefjandi, 23 styggjum, 24 hugsa um, 25 framleiðsluvara. LÓÐRÉTT 1 kasta, 2 blundar, 3 beitu, 4 raspur, 5 óvani, 6 út, 10 óalið, 12 vætla, 13 op, 15 ísbreiða, 16 vit- laus, 18 kvabbs, 19 lofuð, 20 baun, 21 ávinna sér. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ómerkileg, 8 búrum, 9 negla, 10 una, 11 iðrar, 13 næðið, 15 staða, 18 stórt, 21 pól, 22 nunna, 23 æruna, 24 ómissandi. Lóðrétt: 2 múrar, 3 ræmur, 4 innan, 5 eggið, 6 obbi, 7 barð, 12 arð, 14 ætt, 15 sund, 16 afnam, 17 apans, 18 slæga, 19 ólund, 20 tían. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.