Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 46

Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAÚL Gonzalez fyrirliði meistaraliðs Real Madrid segist ekki hafa uppi nein áform um að yfirgefa félagið jafnvel þó að honum verði boðnir gull og grænir skógar. Raúl segist hafa hafnað gylliboði frá Chelsea en þessi 26 ára gamli framherji, sem ber viðurnafnið gulldrengurinn, hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar í Meistaradeildinni þar sem enginn hefur skorað fleiri mörk frá stofnun hennar. Raúl er þessa dagana að ræða við forráðamenn Real Madrid um nýjan samning sem myndi binda hann hjá félaginu til ársins 2010. „Ég held að ég eigi sex til sjö góð ár eftir svo framarlega sem ég slepp við alvarleg meiðsli,“ segir Raúl í viðtali við spænska blaðið Marca. Raúl hóf feril sinn hjá Real Madrid 17 ára og lék sinn fyrsta leik á móti Zaragoza fyrir níu árum. „Þegar ég kom til Real Madrid þá datt mér ekki í hug að ég ætti að vera hjá sama félaginu níu árum síðar. En eins og ég hef sagt áður þá vil ég vera hjá Real Madrid áfram og félagið vill halda mér svo þetta er bara spurn- ing um tíma hvenær ég framlengi samning minn.“ Raúl fer ekki fet frá Real Madrid Raúl Gonzalez FRODE Hagen, norski handknatt- leiksmaðurinn hjá Barcelona, var valinn besti leikmaðurinn í stórbikarkeppni Evr- ópu sem fram fór í Valladolid um helgina. Barcelona vann þá Valladolid í úrslitaleiknum, 30:29, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Heimamenn í Valladolid fengu hin tvenn einstaklings- verðlaun mótsins. Armand Torrego var valinn besti mark- vörðurinn og Dusko Milinovic var marka- hæsti maður mótsins – skoraði 12 mörk, tveimur meira en Ólafur Stefánsson, sem gerði 10 mörk í tveimur leikjum fyrir Ciudad Real. Fullt hús, 7 þúsund manns, var á þremur af fjórum leikjum keppninnar. Aðeins leikur Ciudad Real og Montpellier um þriðja sætið var leikinn fyrir rúmlega hálfsetnu húsi, en þann leik sáu um 3.700 manns. Hagen bestur í Valladolid Þrjú lið virðast sigurstrangleg-ust við fyrstu sýn í NBA- deildinni og það eina sem við get- um verið nokkurn veginn viss um er að meistaraliðið mun koma úr Vest- urdeildinni eins og undanfarin ár. Jú, New Jersey Nets vann tvo leiki í lokaúrslit- unum í júní, en það þarf fjóra sigra til að vinna titilinn og ég er hrædd- ur um að það verði Austurliðinu jafnerfitt og undanfarin ár. Sumarið í ár var óvenju anna- samt hjá framkvæmdastjórum NBA-liðanna. Leikmenn sem verið höfðu allan sinn feril hjá sama liði skiptu um lið, stórstjörnur með lausa samninga sömdu við ný lið, og aðrir leikmenn fóru um landið þvert og endilangt til að skipta um lið. En þegar upp er staðið styrktu bestu liðin sig og þar með verða sömu liðin í baráttunni um titilinn og á síðasta keppnistímabili. George verður lykilmaður hjá Lakers Koma Gary Payton og Karl Mal- one til Los Angeles Lakers vakti mesta athygli af öllum þessum mannabreytingum, enda hér stór- breyting á því liði sem mestu fjöl- miðlaumfjöllunina fær. Á yfirborð- inu lítur þetta út fyrir að styrkja Lakers, en liðið er ekki nauðsyn- lega komið með meiri breidd með komu þeirra og báðir eru kapparnir við aldur sem leikmenn. Devean George verður lykilmaður hjá Lak- ers í vetur þegar varnarkerfi and- stæðinganna einbeita sér að því að stöðva þá Payton, Malone, Kobe Bryant og Shaquille O’Neal. Ef George hittir ekki betur en á síð- asta keppnistímabili (hann skoraði úr færri en 40% skota sinna) gæti Lakers lent í erfileikum í mörgum leikjum. En enginn skal gleyma því að Shaq O’Neal er sá leikmaður sem erfiðast er að stöðva þegar hann er heill heilsu og sú er raunin nú. Það verður altént gaman að fylgjast með hvernig breytingin kemur út. Kidd vildi ekki til meistaraliðs Spurs Forráðamenn meistaraliðs San Antonio Spurs reyndu allt sem þeir gátu til að fá Jason Kidd frá New Jersey, en hann ákvað að skrifa undir nýjan samning hjá Nets. Ákvörðun Kidds jók möguleika Nets verulega á að eiga tækifæri á titlinum, en veikti að sama skapi möguleika Spurs á að halda honum. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, fór strax af stað þegar Kidd hafði tekið ákvörðun sína. Hann hélt á þjálf- aranámskeið til Evrópu og fór strax að því loknu til Slóveníu til að tala við Rasho Nesterovic, miðherj- ann sterka frá Minnesota, sem var með lausan samning við úlfana þar. Popovich fór ekki frá Slóveníu fyrr en Nesterovic hafði samþykkt að semja við San Antonio fyrir minni pening en Minnesota hafði boðið honum. Popovich hafði sannfært miðherjann að hann ætti mun betra tækifæri á að vinna meistartitilinn með Spurs. Næst náði Popovich í Tyrkjann Hedo Turkulu frá Sacra- mento og framherjana Ron Mercer frá Indiana og Robert Horry frá Los Angles Lakers. Frakkinn Tony Parker mun verða leikstjórnandinn og Argentínumaðurinn Manu Gino- bili bakvarðarskyttan. „Við erum ekki með mikið af stórstjörnum í liðinu eins og sum lið, en mér líst vel á líkurnar hjá okkur í vetur,“ sagði Tim Duncan nýlega, en hann mun trúlega verða allt í öllu hjá Spurs sem fyrr. Sacramento er loks eitt af þeim þremur liðum sem líklegust eru til að berjast um titilinn næsta sumar. Liðið kemur að mestu óbreytt til leiks en hefur orðið sterkara með komu miðherjans Brad Miller frá Indiana. Af hverju er Sacramento líklegt til afreka? Liðið var með bestu vörnina á síðasta keppnistímabili og Miller mun styrkja hana enn frekar þegar Kings þarf að eiga við Tim Duncan og Shaq O’Neal í úr- slitakeppninni. Chris Webber verð- ur lykilmaðurinn hjá Sacramento ef hann nær að vera heill heilsu að mestu. Hann hefur misst 43 leiki úr undanfarin tvö ár og þegar hann er fjarri er Kings ekki sama liðið. Dallas og Jón Arnór Hvað með Dallas Mavericks og Íslendinginn Jón Arnór Stefáns- son? Jú, Dallas verður í baráttunni um toppsætin í Vesturdeildinni að venju, en veikleiki liðsins verður nákvæmlega sá sami og undanfarin ár: Vörn sem gefur andstæðing- unum of mörg stig í úrslitakeppn- inni. Dallas stal Antawn Jamison frá Golden State og skipti nýlega á Raef LaFrentz fyrir Antoine Walk- er frá Boston. Báðir eru þessir kappar miklir skorarar og það verður örugglega mjög skemmti- legt að fylgjast með leikjum Mav- ericks í deildarkeppninni. Þjóðverj- inn Dirk Nowitzki verður lykilmaðurinn hjá liðinu, eins og áður. Ef hann nær að bæta leik sinn enn meir frá í fyrra, gætu Mavericks sett strik í reikninginn í úrslitakeppninni. Önnur lið í Vesturdeildinni munu ekki blanda sér í titilbaráttuna, en Minnesota, Phoenix, Houston og Portland eru öll lið sem munu gera hvaða liði sem er erfitt fyrir í sín- um leikjum. Það sama er ekki hægt að segja um Austurdeildina. Jú, undirritaður er meðvitaður um að það er keppt í Austurdeildinni. En sjö af átta bestu liðunum í NBA- deildinni koma úr Vesturdeild. Það er engin spurning um að New Jersey Nets verður langbesta liðið í Austurdeildinni og mun gera hvaða liði sem er lífið leitt í loka- úrslitunum. Nets náði að halda í Jason Kidd og styrkist verulega við komu Alonzo Mourning frá Miami. Ef Mourning verður heill heilsu (hann hefur verið með alvarlegan nýrnasjúkdóm undanfarin tvö ár), mun hann gera starf Kidd mun auðveldara. Mourning getur skor- að, sem er meira en miðherjar Nets hafa gert undanfarin ár. Þeir Richard Jefferson, Kenyon Martin og Kerri Kittles eru allt miklir íþróttamenn og í þennan mannskap hafa hin liðin í Aust- urdeildinni ekkert að gera! Þetta er þriðja árið sem Nets hefur verið tiltölulega óbreytt. „Ég held að við höfum nú minnkað bilið við bestu liðin í Vesturdeildinni,“ sagði By- ron Scott, þjálfari Nets, nýlega. „Flestir íþróttafréttamenn munu veðja á Spurs og Lakers, en ég held að koma Alonzo Mourning muni breyta meiru fyrir okkur en leikmannaskipti hinna liðanna. Við erum nú tilbúnir í slaginn við hvern sem er,“ bætti hann við. San Antonio virðist vera heil- steyptasta liðið í Vesturdeildinni og ætti að sigra New Jersey Nets í lokaúrslitunum. Í sex leikjum, eins og í sumar sem leið. Í millitíðinni munu liðin leika 82 deildarleiki og þrjár erfiðar umferðir í sitt hvorri deild. Margt gæti breyst þar til næsta vor. AP Þjóðverjinn Dirk Nowitzki er lykilmaður í leik Dallas. Hér treður hann knettinum í körfuna í leik gegn Utah. NBA-deildin hefst í nótt – meistarar koma úr vesturdeildinni ÞAÐ er eins og það hafi orðið tímaskekkja þegar litið er yfir þau lið sem virðast líklegust til afreka í NBA-deildinni í vetur. Sömu liðin koma sterk til leiks eins og undanfarin ár, en munurinn á bestu lið- unum og þeim sem næst koma hefur aukist ef eitthvað er. Þetta er kannski ekki það sem margir af aðdáendum NBA-boltans vilja heyra, en við hér á Morgunblaðinu erum nokkuð viss í okkar spá, enda að hefja okkar tuttugasta keppnistímabil að skrifa um NBA- boltann frá Bandaríkjunum. Þumalfingursreglan hjá íþrótta- fréttamönnum hér í Bandaríkjunum í að spá um gengi liða á tilkom- andi keppnistímabili er að meistaraliðið er ávallt sigurstranglegast, þar til annað kemur í ljós. Sem betur fer er þetta oft rangt! Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríjunum Mikið hefur verið um mannabreytingar NÝJASTA stórstjarnan í NBA- boltanum er LeBron James. Síð- asta keppnistímabil lék hann með gagnfræðaskólaliði sínu rétt hjá Cleveland-borg. Hann er hins veg- ar enginn venjulegur gagnfræða- skólaleikmaður. Hann hafði engan áhuga á að fara í háskóla og eng- inn vafi lék á því að hann var á leiðinni beint í atvinnumennskuna. Leikjum skólaliðs hans var sjón- varpað um öll Bandaríkin og þegar leikmannavalið var haldið í sumar gekk allt út á hvaða lið myndi fá fyrst valrétt til að fá James. Þegar Cleveland Cavaliers vann valið var eins og hinum langþjáðu íþróttaunnendum borgarinnar hefði verið boðið í stórveislu. Cav- aliers var með verstu aðsókn allra liða í deildinni á síðastliðnu keppn- istímabili, en eftir að ljóst var að heimastrákurinn sjálfur myndi leika með riddurunum seldust allir heimaleikir liðsins upp á svip- stundu. Cleveland mun einnig verða þrettán sinnum í sjónvarps- sendingum sem ná um öll Banda- ríkin, en liðið sást aldrei í slíkum leikjum í fyrra. James hefur svo mikla náttúrulega hæfileika sem leikmaður að honum hefur verið líkt á einn eða annan hátt við Mich- ael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird og Tim Duncan, sem allir komu inn í deildina með mikla hæfileika. Kappinn mun hins veg- ar varla hafa eins mikil áhrif á lið sitt og hinir fyrrnefndu kappar þar sem þeir léku allir tvö til fjög- ur ár í háskólaboltanum. Það mun taka James tvö til þrjú ár að venj- ast hinu langa og erfiða keppn- istímabili í deildinni og hann hefur heldur enga sérstaka stöðu enn. James er vel yfir tvo metra, en er mjög líkamlega þroskaður og hef- ur þegar sýnt í æfingaleikjum Ca- valiers að andstæðingar hans verða að hafa miklar gætur á hon- um. Hann virðist einnig skilja vel hversu mikilvægt er að spila liðs- bolta og hefur ótrúlega tilfinningu fyrir atvinnuboltann þrátt fyrir ungan aldur. James hefur nú þegar gert aug- lýsingasamninga fyrir vel á annað hundrað milljónir dala og mun Hver er LeBron James?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.