Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 49
FABIAN Barthez, franski markvörðurinn hjá Manchester United, er nú
kominn til Marseille í heimalandi sínu sem lánsmaður. Hann hefur þó ekki
fengið keppnisleyfi og bíður fregna af því hvort honum verði heimilt að
byrja að spila strax í frönsku knattspyrnunni, eða hvort hann þurfi að bíða
fram í janúar þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á ný. Alþjóða
knattspyrnusambandið á eftir að gefa út sinn úrskurð þar að lútandi.
Barthez telur að reglurnar um félagaskiptin eigi ekki að gilda um mark-
verði. „Okkar starf er öðruvísi en annarra knattspyrnumanna, við getum
aðeins spilað eina stöðu, notum hendurnar og erum öðruvísi klæddir,“
sagði Barthez við franska íþróttadagblaðið L’Equipe í gær.
Barthez lék með Marseille á árunum 1992 til 1995 og segir að Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi þá strax byrjað að
fylgjast með sér. „Ferguson sagði mér að hann væri mjög leiður yfir því að
ég væri ekki að spila með sínuliði og hann væri afar ánægður með að ég
skyldi fara til fransks liðs,“ sagði Barthez. Hann missti sæti sitt í liði Man-
chester United í sumar þegar hann lék með Frakklandi í Álfukeppninni á
meðan enska liðið fór í keppnisferð til Bandaríkjanna. Þar festi Tim How-
ard sig í sessi sem aðalmarkvörður og Roy Carroll komst framfyrir Bart-
hez í röðinni, þannig að franski landsliðsmarkvörðurinn komst ekki einu
sinni á varamannabekkinn.
Barthez vill sérstakar
reglur fyrir markverði
KJETIL Rekdal, þjálfari og leik-
maður norska knattspyrnuliðsins
Vålerenga, var hársbreidd frá því að
slasa dómarann Terje Hauge eftir
leik liðsins við Lyn í úrvalsdeildinni í
fyrrakvöld. Þegar Hauge var búinn
að flauta leikinn af spyrnti Rekdal
boltanum af miklum krafti í áttina að
dómaranum og boltinn straukst við
höfuð hans.
REKDAL hljóp strax til Hauge og
bað hann afsökunar og Hauge kvaðst
taka það gott og gilt og tilkynnti ekki
atvikið í skýrslu sinni. Það kemur þó
væntanlega inn á borð aganefndar
norska knattspyrnusambandsins frá
eftirlitsmanni og Rekdal getur því
átt leikbann yfir höfði sér. Hann
hafði fyrr í leiknum mótmælt dómum
Hauge kröftuglega, séstaklega þegar
hann rak einn leikmanna Vålerenga
af velli. Lyn vann, 1:0, og er sloppið
úr fallhættu en Vålerenga er enn á
hættusvæðinu fyrir lokaumferðina.
TOMMY Berntsen gefur ekki kost
á sér til að þjálfa Lyn áfram. Hann
tók við þegar Teitur Þórðarson
hætti störfum síðla sumars og undir
hans stjórn rétti Lyn sinn hlut á loka-
sprettinum. Berntsen, sem er tæp-
lega þrítugur, segist vera alltof ung-
ur til að vera þjálfari en hann lék með
liðinu og ætlar að einbeita sér að því
áfram.
OTTO Baric, landsliðsþjálfari
Króatíu í knattspyrnu, hefur ákveðið
að gefa Igor Biscan, leikmanni Liv-
erpool, annað tækifæri til að leika
með liði sínu. Biscan yfirgaf lands-
liðshóp Króata án skýringa daginn
fyrir leik þeirra gegn Búlgaríu í und-
ankeppni EM fyrr í þessum mánuði
og Baric sagði í kjölfarið að hann
myndi aldrei leika framar undir sinni
stjórn.
BARIC sagði í gær að hann bæri
engan kala til Biscans, og að leikmað-
urinn ætti möguleika á að komast í
landsliðið á ný. Aðeins þó með góðri
frammistöðu og viðunandi hegðun.
Króatía mætir Slóveníu í úrslita-
leikjum um sæti í lokakeppni EM
dagana 15. og 19. nóvember.
ÁSMUNDUR Arnarsson hefur
verið endurráðinn þjálfari knatt-
spyrnuliðs Völsungs á Húsavík og
hann leikur áfram með liðinu. Undir
stjórn Ásmundar vann Völsungur
öruggan sigur í 2. deildinni í sumar
og sjálfur skoraði hann 8 mörk fyrir
liðið á Íslandsmótinu.
HAFSTEINN Guðmundsson, fyrr-
verandi landsliðsmaður í knatt-
spyrnu og handknattleik úr Val, var
gerður heiðursfélagi Arsenalklúbbs-
ins á Íslandi á dögunum. Hafsteinn,
sem var lengi formaður Íþrótta-
bandalags Keflavíkur, ÍBK, var um
tíma landsliðseinvaldur í knatt-
spyrnu.
FÓLK
ALBERT Sævarsson, fyrr-
verandi markvörður Grind-
víkinga, var kjörinn besti
markvörðurinn í færeysku
knattspyrnunni 2003 á
lokahófi 1. deildarliðanna á
laugardag. Albert varði
mark B68 frá Tóftum í ár
og fékk á sig fæst mörk
allra í deildinni en lið hans
varð í þriðja sæti og vann
sér sæti í UEFA-bikarnum.
Pól Thorsteinsson, lands-
liðsbakvörður úr B36, var
valinn leikmaður ársins.
Hann lék með Valsmönnum
eitt tímabil, árið 2000.
Albert
bestur í
Færeyjum
Morgunblaðið/Jim Smart
Njarðvíkingurinn Brandon Woudstra í kröppum dansi gegn Gunnari Einarssyni og Jóni Nordal
Hafsteinssyni úr liði Keflavíkur. Njarðvíkingar höfðu betur í grannaslagnum að þessu sinni.
Það kom mér skemmtilega á óvartað vera valinn í hópinn og ég er
hreinlega í skýjunum yfir þessu,“
sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið í
gær, en hann var þá nýkominn heim
af æfingu. Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, er með þessu að
verðlauna Ólaf Inga, sem hefur staðið
sig vel í leikjum með varaliði Arsenal í
haust – hann hefur byrjað inn á í öll-
um leikjum varaliðsins frá því hann
kom út í september.
Wenger gefur flestum stjörnum
sínum frí í leiknum. Fjórir leikmenn
úr aðalliðinu í hópnum – Brasilíumað-
urinn Edu, Frakkarnir Sylvain Wilt-
ord og Pascal Cygan og Nígeríumað-
urinn Kanu.
Ólafur hefur oftast leikið í stöðu
miðvarðar með varaliðinu, en hefur
þó brugðið sér í bakvarðarstöðuna og
eins leikið á miðjunni.
„Mér hefur bara gengið mjög vel að
spila miðvarðarstöðuna og ef það
kemur til að ég byrji inni á á móti
Rotherham, verður það í þeirri stöðu.
Ég held í vonina um að fá að spila,“
segir Ólafur.
Ólafur Ingi klæðist peysu nr. 55.
Þess má geta að níu leikmenn í hópn-
um hjá Arsenal hafa aldrei leikið með
aðalliðinu og ef Spánverjinn Francesc
Fabregas leikur, verður hann yngsti
leikmaðurinn til að leika með aðallið-
inu – 16 ára og 177 daga gamall. Metið
á Jermaine Pennant, sem var 16 ára
og 319 daga gamall er hann lék gegn
Middlesbrough í deildarbikarkeppn-
inni 30. nóvember 1999. Þrír leik-
menn hafa leikið – einn, fimm og sjö
leiki, þannig að Arsenal teflir fram
táningaliði gegn Rotherham.
Ekkert rætt um nýjan samning
Ólafur, sem er tvítugur, var á dög-
unum valinn efnilegasti leikmaður
efstu deild karla, Landsbankadeildar-
innar, þar sem hann lék með Fylki.
Hann gerði samning við Arsenal sum-
arið 2001 og rennur sá samningur út
næsta sumar.
Ólafur segir að ekkert hafi verið
rætt við sig um nýjan samning. „Ég
vil eðlilega reyna að komast að hjá liði
þar sem maður fær tækifæri til að
spila með aðalliðinu. Ég veit að það
verður erfitt hjá liði eins og Arsenal
enda hópurinn stór og öflugur. Ég tel
í dag líklegra að ég reyni að komast
að hjá öðru liði næsta sumar en knatt-
spyrnan er óútreiknanleg og því best
kannski að segja sem minnst. Næstu
vikur eru mjög mikilvægar fyrir mig.
Leikmannamarkaðurinn verður opn-
aður í janúar og það er því mjög mik-
ilvægt að standa sig enda er vel fylgst
með leikjum varaliðsins og alltaf ein-
hverjir karlar að njósna.“
Morgunblaðið/Golli
Fylkismaðurinn Ólafur Ingi Skúlason (t.h.) á hér í höggi við
Baldur Bjarnason, leikmann Fram, á Laugardalsvelli í sumar.
Ólafur Ingi með
Arsenal gegn
Rotherham
ÓLAFUR Ingi Skúlason verður í fyrsta skipti í leikmannahópi að-
alliðs Arsenal í kvöld á Highbury þegar liðið tekur á móti 1. deild-
arliði Rotherham í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Ólafur er í 16-manna hópnum en það skýrist ekki fyrr en í
dag hvort hann verður í byrjunarliðinu.