Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 53
NÝTT myndband við lag- ið „My Favourite Exc- use“ með Maus verður frumsýnt í 70 mínútum á PoppTíví í kvöld. Ragnar Hansson gerði mynd- bandið, sem er sérstakt að því leyti að það er teiknað og má sjá liðs- menn Maus í teikni- myndaformi. Ragnar útskrifaðist sem grafískur hönnuður úr Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Lokaverk- efnið hans var myndband við lagið „Sverðlilja“ með Tristian en það er teiknað myndband þó það sé af allt öðrum toga en mynd- bandið með Maus. Var það fyrsta myndbandið sem hann gerði sjálfur þó að hann hafi starfað áður innan þessa geira. „Ég hef klippt mikið og verið í vídeógrafík,“ segir Ragnar, sem starfrækir eins manns hönnunarstofuna Ypsel- on. „Þetta er svolítið elektrónískt lag og þeim fannst passa vel að gera eitt- hvað í tölvu,“ segir Ragnar um tilurð Maus-myndbandsins. „Þetta er poppað og lifandi lag og ég vildi gera eitthvað litríkt og skemmtilegt,“ seg- ir hann og virðist það sannarlega hafa heppnast. „Hugmyndin á bak við það er „absúrd“ og gengur ekki alveg upp og er það viljandi gert svo fólk af- greiði það ekki strax í huganum,“ segir hann um myndbandið en í því lenda liðsmenn Maus í ýmsum raun- um og eitthvað er um limlestingar. „Lagið fjallar um tónlist en það er ekki minnst á það beinum orðum og gæti það alveg eins fjallað um stelpu,“ segir hann og koma ýmsir þættir við sögu í myndbandinu. „Ef maður er einn að gera þetta þá tekur það langan tíma,“ segir Ragn- ar um hvort myndbandið hafi tekið langan tíma en hann var einmitt einn að vinna myndbandið Vill vera persóna í Simpsons „Draumurinn minn í lífinu er að verða einhvern tímann Simpsons- karakter en ég er ekki í réttu starfi. En ég hef hugleitt að verða leikari bara til að komast í Simpsons því kvikmyndagerðarmenn koma aldrei í þáttinn. Þannig að ég var að upplifa drauminn minn í gegnum þá,“ grín- ast hann. Næst á dagskrá hjá Ragnari er síðan að gera myndband við lagið „Japanese Policeman“ með Kimono. „Ég er búinn að taka það en á bara eftir að eftirvinna það. Þar er ég að færa mig yfir í „læf aksjón“. Færa mig aðeins frá teiknimyndum svo fólk sjái að það sé ekki það eina sem mig langar að gera,“ segir Ragnar en hugur hans stefnir til kvikmynda- gerðar. „Ég stefndi alltaf þangað en ég slysaðist í grafíska hönnun. En þetta er frábær grunnur, grafísk hönnun er í raun kvikmyndagerð og öfugt.“ Nýtt myndband með hljómsveitinni Maus Nýtt myndband með Maus verð- ur frumsýnt í 70 mínútum á PoppTíví í kvöld. www.ypselon.com ingarun@mbl.is Poppað og litríkt Danni, Biggi, Palli og Eggert eins og þeir líta út í teiknimyndaheimi Ragnars en þeir standa við skjaldarmerki Maus. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 53 NÚ þegar hrekkjavakan er á næsta leiti vestanhafs er sem endranær hver hrollvekjan frum- sýnd af annarri. Þannig tekur ein hrollvekjan við af annarri í topp- sætinu – þótt ólíkar séu. Í síðustu viku var vinsælust hin blóði drifna mynd Keðjusagarmorðinginn en nú er það öllu meinlausari Hræðslumynd 3 (Scary Movie 3) – þriðja myndin í þessar myndaröð sem hæðist að hrollvekjum liðinna ára. Með aðstoð heils hers af mis- stórum Hollywood-stjörnum sem fram koma í myndinni þá sló hún við forverunum tveimur í vinsæld- um og ekki nóg með það heldur er um að ræða stærstu októberopnun í sögunni. David Zucker, einn af Zucker-Abraham-Zucker grín- genginu, leikstýrði myndinni en hann hefur áður leikstýrt sígildu spaugi á borð við Airplane, Top Secret!, Ruthless People, Naked Gun, Naked Gun 2½ og nú síðast My Boss’s Daughters. Meðal þeirra stirna sem fram koma í myndinni má nefna Pamelu Anderson, Jenny McCarthy, Charlie Sheen, Denise Richards, Queen Latifah, Leslie Nielsen og haugur af popp- stjörnum á borð við Ja Rule, Macy Gray, Redman og Method Man. Framleiðendur myndarinnar hjá Miramax voru að vonum í skýj- unum yfir gengi hennar og hafa lofað fjórðu myndinni. Ruðningsdramað Útvarp (Radio) kemur ný inn í þriðja sætið. Einnig byrjaði ný mynd með Angelinu Jolie sem heitir Út fyrir landamæri (Beyond Borders), þar sem hún leikur hugsjónakonu sem er við hjálparstarf í Afríku. Skemmst er frá að segja að mynd- in kolféll.                                                                                 ! " # $ %  &              '()* !')* !')+ ,)' *)- -). -)+ ')( )- /)/ '()* .!)/ !')+ /')+ /')- - )' . )* !)( /,)/ *)/ Scary Movie 3 sló í gegn í Bandaríkjunum Stjörnum hlaðið hræðslugrín 25.10. 2003 6 8 0 1 2 5 4 0 7 8 6 13 15 18 38 5 22.10. 2003 5 29 30 36 37 42 28 34 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Austurströnd 8 · sími 511 1200 · www.ljosmyndastudio.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i.10 Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynj- anna á tjaldinu um langa hríð.” AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Kl. 3.40, 5.50 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Kl. 5.45, 8 og 10.15. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 KRINGLAN Sýnd kl. 6. Með hinum hressa Seann William Scott úr “American Pie” myndun- um og harð- jaxlinum The Rock úr “Mummy “The Scorpion King.” Beint á toppin n í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar ROGER EBERT i l , í  SG DV  HJ MBL Miðave rð 500 k r. Ævintýraleg spenna, grín og hasari l í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.