Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 11. nóvember Flensborg í Hafnarfirði við Hringbraut 9.00-15.00 miðvikudagur 12. nóvember Bifreiðar og Landbúnaðarvélar Grjóthálsi 1 9.00-15.00 föstudagur 14. nóvember til sýnis við Blóðbankann Barónstíg 9.00-16.00 www.blodbankinn.is VERKALÝÐSHREYFINGIN hef- ur að undanförnu lýst áhyggjum af hættunni á félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði ef erlent vinnuafl kemur til landsins á opnum vinnumarkaði EES-svæðisins og nýtur verri kjara en umsaminna og lögbundinna lágmarkskjara hér á landi. Í ályktun sem samþykkt var á sambandsstjórnarfundi Samiðnar fyrir skömmu er því lýst yfir að með stækkun Evrópusambandsins til austurs á næsta ári opnist íslenskur vinnumarkaður fyrir milljónaþjóðir og þar með hættu á enn frekari fé- lagslegum undirboðum. „Ljóst er að mikið skortir á að íslensk stjórnvöld hafi undirbúið samfélagið fyrir þessa miklu breytingu. Fundurinn telur mikilvægt að aðilar vinnu- markaðarins móti sameiginlega stefnu í málefnum erlendra starfs- manna og hvetur til þess að gengið verði frá samningi um þessi mál í komandi kjarasamningum,“ segir í ályktun Samiðnar. Miðstjórn ASÍ tekur málið fyrir 19. nóvember Gangi stækkun ESB eftir eins og að er stefnt 1. maí mun EES-svæðið ná til 28 landa með 455 milljónir íbúa. Samtímis opnast vinnumark- aðurinn gagnvart þessum þjóðum sjálfkrafa þar sem allt EES-svæðið er sameiginlegur vinnumarkaður. „Þetta verður stórt mál hjá okkur á næstunni,“ segir Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, um undirbúning vegna mögu- legra áhrifa stækkunarinnar á ís- lenskum vinnumarkaði. Halldór seg- ir að í þeim deilum sem upp komu í sumar vegna erlendu starfsmann- anna við Kárahnjúkavirkjun megi líta svo á að launþegahreyfingin hafi fært til varnarlínurnar varðandi réttindi og kjör á vinnumarkaði. „Meginreglan hefur verið sú að kjarasamningar á hverjum tíma hafa verið lágmarkssamningar en svo hefur verið ákveðinn sveigjan- leiki varðandi sjálfa launamynd- unina. Kjarasamningarnir hafa veitt ákveðna launatryggingu en síðan hafa aðstæður á vinnumarkaði ráðið nokkru um hvað gert hefur verið til viðbótar. Í flestum okkar greinum höfum við verið með einhvers konar markaðslaunakerfi, kannski fyrst og fremst í fiskvinnslunni og víðar þar sem við höfum verið með grunn- launakerfi og síðan einhvers konar afkastahvetjandi launakerfi,“ segir Halldór. „Upphafleg krafa okkar í Kárahnjúkamálinu var sú að greidd yrðu markaðslaun, þ.e.a.s. að laun þar yrðu sambærileg við þau kjör sem hafa verið og eru í hliðstæðri starfsemi. Segja má að í þessari bar- áttu við Impregilo höfum við fært a.m.k. tímabundið okkar varnarlínu í að gera kröfu um að þeir greiði að lágmarki þau lágmarkakjör sem lög og kjarasamningar kveða á um. Þarna munar töluverðu á. Það er t.d. þekkt að launakjör iðnaðarmanna endurspeglast ekki í virkjanasamn- ingnum eins og hann er í dag. Því má segja að framkvæmdirnar við Kárahnjúka og þau kjör sem eru í boði hjá Impregilo í dag séu í raun og veru undirboð,“ segir hann. „Við höfum verið að skoða þessi mál bæði almennt vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins sem stendur væntanlega fyrir dyrum 1. maí á næsta ári og í samhengi við þá reynslu sem við höfum fengið á Kárahnjúkamálinu. Það er engin launung á því að á vettvangi Alþýðu- sambandsins er töluvert mikil um- ræða farin í gang um hvort við séum í raun og veru tilbúin undir þessa stækkun og þær mögulegu afleið- ingar sem hún getur haft á vinnu- markaðinn að óbreyttu. Þetta verð- ur tekið fyrir á fundi miðstjórnar ASÍ 19. nóvember þar sem við mun- um leggja fram greinargerð okkar um stöðuna varðandi stækkunina og draga lærdóm af reynslunni og leggja mat á hvernig skynsamlegt sé að halda á málum á næstunni,“ segir Halldór. Í ákvæðum stækkunarsamning- anna kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að vera með tveggja ára aðlögunartíma að opnun vinnumark- aðarins. ASÍ lýsti því yfir árið 2001 að það styddi þá afstöðu stjórnvalda að ekki væri þörf á að setja sérstaka fyrirvara vegna þessa að því til- skildu að hafin yrði þá þegar und- irbúningur í samráði við aðila vinnu- markaðarins undir þessa stækkun og að tryggt verði að þeir sem hing- að koma raski ekki vinnumarkaðin- um og njóti þeirra almennu réttinda sem þeim ber, að sögn Halldórs. „Það fer ekkert á milli mála að okk- ar mati að þessi vinna hefur tæplega farið af stað og nú er aðeins hálft ár þar til stækkunin á að taka gildi. Margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort okkur muni takast að gera það sem gera þarf á því hálfa ári sem eftir er þar til af stækkun ESB verður,“ segir hann. SA telja ekki þörf á sérstökum undirbúningi fyrir stækkunina „Við höfum ekki talið að stækkun Evrópusambandsins þarfnaðist neins sérstakst undirbúnings að þessu leyti. Ekki frekar en tilkoma EES-samningsins á sínum tíma,“ segir Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Ari segist telja að það hafi verið rétt af- staða á sínum tíma að Íslendingar áskildu sér ekki aðlögunarfrest vegna stækkunarinnar. „Hitt er svo annað mál að ef það koma upp ein- hver sérstök vandkvæði og ójafn- vægi þá hafa stjórnvöld rétt til að grípa til takmarkana samkvæmt samningnum,“ segir Ari. „Við höfum ekki talið nein sérstök líkindi til þess að stækkunin muni valda neinni holskeflu hér á vinnu- markaðinum. Það er alls ekki sú reynsla sem við höfum af stækkun vinnumarkaðarins, hvorki gagnvart Norðurlöndunum á sínum tíma, né EES. Eins og við munum var tölu- verð umræða um þetta í aðdraganda að gildistöku EES-samningsins og ýmsir óttuðust að hér myndi steyp- ast yfir okkur fólk í atvinnuleit frá Evrópu en reynslan leiddi annað í ljós. Ég geri ráð fyrir að þetta verði svipað núna,“ segir Ari. Norska Alþýðusambandið skorar á ríkisstjórn að nýta aðlögunarfrest Halldór segir umræðu um þessi mál í gangi í flestum nágrannalönd- um. „Eina ríkið sem mér skilst að hafi formlega tilkynnt að það ætli sér ekki að nýta sér fyrirvarana er Bretland. Hins vegar höfðu bæði Danir og Svíar áður lýst því yfir að þessi lönd myndu ekki nýta sér fyr- irvarana en það er ljóst að komnar eru einhverjar vomur á bæði Dani og Svía. Norska alþýðusambandið hafði áður lýst því yfir með svip- uðum hætti og við gerðum að það teldi ekki þörf á aðlögunarfrestinum en á fundi í framkvæmdastjórn norska Alþýðusambandsins á mánu- dag í seinustu viku var samþykkt að óska eftir við norsku ríkisstjórnina að tveggja ára fyrirvarinn verði nýttur. Það er því mikil gerjun í gangi vegna þessara mála og margir að vakna upp við vondan draum,“ segir Halldór. Hefur áhyggjur af réttinda- og vinnuumhverfismálum Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, hefur líkt og for- svarsmenn launþegasamtaka áhyggjur af ónógum undirbúningi vegna opnunar vinnumarkaðarins með stækkun EES-svæðisins. „Ég hef áhyggjur af að réttindamál og vinnuumhverfismál gætu átt undir högg að sækja vegna þess að þarna verður opnað fyrir vinnuafl af svæð- Íslenskur vinnumarkaður opnaður fyrir milljónaþjóðir með stækkun EES til austurs Alþýðusambandið ótt- ast félagsleg undirboð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Við Kárahnjúkavirkjun hefur verið tekist á um vinnu erlendra starfs- manna sem starfa við byggingu virkjunarinnar. um þar sem ástandið hefur verið dapurt og mikið atvinnuleysi,“ segir Gissur. „Það er eindregin hvatning okkar embættismanna hér hjá stofnuninni að farið verði mjög vel yfir þetta mál. Ef ekki verður gripið til neinna þrenginga, sem við höfum fulla heimild til að gera, er mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vandlega yfirveguðu máli. Ég er þeirrar skoð- unar að við eigum að flýta okkur hægt,“ segir Gissur. Hann bendir á að þrátt fyrir að Ísland hafi ekki enn sem komið er lýst yfir að það hyggist nýta und- anþágur um aðlögunarfresti þá beri að gera það að hans mati. Ísland hafi heimild til þess á aðlögunartím- anum og jafnvel megi ganga svo langt að halda óbreyttu fyrirkomu- lagi varðandi erlenda starfsmenn frá löndum utan EES-svæðisins sem hingað koma sem þurfa m.a. að sækja um atvinnuleyfi, dvalarleyfi o.s.frv. „Það er líka hægt að hugsa sér einhverjar tilslakanir í áföngum. Ég tel að við eigum að nýta okkur þennan aðlögunartíma að einhverju leyti. Vinnumarkaðurinn hér er það lítill og viðkvæmur. Kannski hefur líka sú reynsla sem við höfum upp- lifað síðustu mánuðina að einhverju leyti fært okkur heim sanninn um að þetta sé mál sem verði að skoða vel,“ segir Gissur. Ekki svigrúm til félagslegra undirboða skv. gildandi lögum Ari Edwald telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að stækkun EES-svæðisins muni valda fé- lagslegum undirboðum. „Hvort sem erlent eða innlent starfsfólk á í hlut, er það alltaf sérstakt verkefni að fylgjast með því að fólk njóti þeirra réttinda sem það á að gera og að ekki séu brotin á því lög og kjara- samningar en það er alveg á hreinu að þau lágmarkskjör sem eru í gildi hér á landi gilda jafnt fyrir þá sem hingað koma til vinnu frá öðrum EES-löndum eins og bara um Ís- lendinga sjálfa. Það er því ekkert svigrúm til einhverra félagslegra undirboða hér samkvæmt gildandi lögum,“ segir Ari. VERÐ á matvælum og rafmagns- tækjum hér á landi er í mörgum til- vikum hærra en í nágrannalöndum vegna vörugjalds og síðan virðisauka- skatts sem leggst ofan á vörugjaldið þannig að gjaldtaka ríkisins verður enn meiri fyrir vikið. Smásöluverð á appelsínusafa er til að mynda 44% hærra hér en í Svíþjóð og sjónvörp eru 24% dýrari vegna vörugjalds og virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa gert á áhrifum vörugjalds og virðisaukaskatts á verðlag en samtök- in telja tímabært að þessi gjöld verði felld niður til hagsbóta fyrir neytend- ur, verslun og viðskipti og raunar at- vinnulífið í heild. Í könnuninni var borið saman smá- söluverð á matvöru og raftækjum á Íslandi og í Svíþjóð. Tekið var mið af algengu smásöluverði hér á landi og gert ráð fyrir að innkaupsverð og álagning væru sú sama í löndunum og að eini munurinn væri því vörugjöld og virðisaukaskattur auk tolla þar sem það átti við. Vörurnar sem valdar voru í samanburðinum eru fluttar inn frá ESB/EES svo og innlendar vörur. Skattheimta á munaðarvörur? Tveir lítar af Rynkeby-appelsínu- safa kosta samkvæmt könnuninni 243 krónur í Svíþjóð en 349 krónur hér á landi, frosnar Freschetta-pítsur kosta hér 499 krónur en 385 krónur í Sví- þjóð. Svo dæmi sé tekið af raftækjum kostar Samsung-sjónvarp með 29 tomma skjá 149.900 á Íslandi en slíkt tæki er nærri 30 þúsund krónum ódýrara í Svíþjóð og kostar þar 120.548 krónur. Vörugjald eru lögð á hér á landi bæði sem magngjald, þ.e. krónur á kíló/lítra eða sem hlutfall (%) af verð- mæti vörunnar. Þannig er t.d. lagt á átta króna vörugjald á hvern lítra af kolsýrðu vatni, hvort sem hann er innfluttur eða settur á flöskur hér á landi en aftur á móti eru algeng vöru- gjöld á raftæki 20–25% af innflutn- ingsverði. Vörugjöldin voru upphaflega hugs- uð sem skattheimta á munaðarvöru og áttu matvæli almennt að vera und- anþegin frá þeim. SVÞ segir það þó greinilega hafa skolast eitthvað til því ávaxtasafi og íslenskt vatn séu þá t.d. talin meiri lúxus en sykraðar mjólk- urvörur. Þá megi benda á að vöru- gjöld hafi verið felld niður á hagla- byssur en viðhaldið á baðkörum, hreinlætistækjum, verkfærum og heimilisbúnaði. Í fyrra greiddu íslenskir neytendur 1,4 milljarða í vörugjöld af matvælum og um 890 milljónir af raftækjum. Tímabært að fella vörugjöld niður % 0  1  2 "  #$- 34-0 54 6" 7 2$  &    8   /8 /8  (( 4  (( 4  (( 4  (( 4  (( 4  (( 4  (( 4/    (( 4/   "   #$    # %&  '         ) * ' $6 6  ?$$+@                          !   "# $ %    $  $&!' (         )*  "    +    ,        $ '  $  "   &       $      & $ ! "      #   &    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.