Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 14 ÁRA piltur, sem fannst meðvitundarlaus á botni Breiðholtslaugar á þriðjudag, er enn á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut. Honum er haldið sofandi í öndunarvél og líðan hans óbreytt frá innlögn. Hann er tengdur við lungnavél sem dælir súrefni út í blóðið að sögn læknis. Er ástand piltsins stöðugt. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavík- urborgar annast eftirlit með sundstöðum borg- arinnar og fer reglulega í vettvangsferðir þar sem farið er yfir öryggismál og búnað laug- anna. Farið verður ofan í atvikið sem varð á þriðjudag í næstu athugun, en einstök slys af þessu tagi eru almennt ekki tekin sérstaklega út úr og rannsökuð hjá embættinu samkvæmt upplýsingum þaðan. Hins vegar sætir málið lögreglurannsókn eins og vera ber þegar slys eða ófarir verða. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við Breiðholtslaug í úttektum heilbrigðisstofu. Gefur tilefni til frekara eftirlits Að sögn Gunnars Haukssonar, forstöðu- manns Breiðholtslaugar, er aðdragandi slyss- ins óljós en þó er vitað að pilturinn var mikið að kafa í lauginni. Atvikið gefur tilefni til að auka enn eftirlit með sundlaugargestum, þótt það sé þegar öflugt, að sögn Gunnars. Nú er eftirlit- inu þannig háttað að einn vaktmaður er í turni með yfirsýn yfir alla laugina. Af og til fer hann niður úr turninum til að hreinsa á sundlaug- arbakkanum og fylgist um leið með gestum. Nú hefur komið upp sú hugmynd að kalla til vaktmann úr baðklefa til að leysa af í turni á meðan farið er á bakkann. Þess ber að geta að slysið varð þegar vaktmaður var í turni og hljóp hann þegar til er hann varð þess var að pilturinn lá hreyfingarlaus á 180 cm dýpi. Talsvert mun vera um að börn og unglingar séu að kafa í lauginni. Aðspurður hvort til greina komi að banna köfun, segir Gunnar að reglan sé sú að verðir eigi að grípa inn í þegar börnin fari að kafa í áberandi miklum mæli. „Þessi laug hefur haft orð á sér fyrir of mikil afskipti af krökkum,“ segir Gunnar. „Við þyrft- um kannski að vera aðeins umburðarlyndari en það kemur í ljós að það er þörf á þessu eft- irliti.“ Hann tekur fram að umburðarlyndi gagnvart köfun barna hafi ekki átt þátt í því hvernig fór á þriðjudag. Hann segir starfs- menn laugarinnar iðna við að gera athuga- semdir við ýmsa óábyrga hegðun barna. Hitt sé svo áhyggjuefni þegar foreldrarnir bregðast illa við og kæra sig ekki um neina afskiptasemi. Á ÁRUNUM 2000 fram til dagsins í dag hafa 9 börn nærdrukknað og drukknað hér á landi. Nærdrukknun er þegar barn fer í hjarta- og öndunarstopp en er bjargað með endurlífgun, lifir slysið af heilaskaddað eða nær sér að fullu. Tvö börn drukknuðu á tímabilinu en sjö nær drukknuðu, ein stúlka og átta drengir. Athygli vekur að átta börn voru á opinber- um sundstöðum þegar slysið varð, að því er fram kemur í frétt frá Árvekni. Á árunum 1994 til loka 1999 lentu 11 börn í drukknunarslysi. Á 10 ára tímabili frá árinu 1994 fram til dagsins í dag hefur 21 barn lent i drukknunarslysi. Drukknunarslysum barna fjölgar að nýju 14 ára piltur enn meðvitundarlaus eftir sundlaugarslys Tengdur við lungnavél á gjörgæslu GUNNELLA Þorgeirsdóttir, nemi í japönsku, fór sem skiptinemi á menntaskólastigi til smábæjar norðarlega í Japan. „Um haustið þegar ég fór út kunni ég bara að segja góðan dag- inn og já og nei. Svo fyrsta hálfa árið var ég mjög jákvæður skipti- nemi, brosti bara fallega og sagði takk og já. Þetta var ævintýri en maður þurfti að vera mjög opinn og jákvæður fyrir öllu sem var í kringum mann, og í raun taka öllu því sem kom fyrir. Um jólaleytið fór ég að skilja eitthvað fyrir al- vöru, og um páskana byrjaði ég að geta talað,“ segir Gunnella. Í japönsku þýðir orðið sem notað er yfir útlending í raun geimvera, segir Gunnella. „Maður upplifði það að vera alltaf í brennideplinum sama hvað maður var að gera.“ Þarna upplifði hún að vissu leyti að vera vandræðaunglingur. „Það var nokkrum sinnum kvartað yfir mér til lögreglunnar. Fyrir að hjóla of hratt á hjólinu mínu og sjást á myndbandaleigu eftir klukkan níu að kvöldi til. Svo var það allra versta, ég sást labba ein, með karlmanni, á ströndinni klukk- an fjögur á sunnudagseft- irmiðdegi,“ segir Gunnella og hlær. Upplifunin var þó í heild sinni mjög góð, segir Gunnella. „Það var ofsalega vel tekið á móti mér, mér sýnd mikil þolinmæði og velvild. Fjölskyldan sem ég bjó hjá var fá- tæk en samt tóku þau að sér skipti- nema inn á stórt heimili með lítil fjárráð.“ Morgunblaðið/SverrirGunnella Þorgeirsdóttir prófaði að vera geimvera í japönsku smáþorpi. Hjólaði of hratt í Japan VAKA Antonsdóttir jarðfræðinemi fór til Svalbarða í ágúst 2002 til að læra heimskautajarðfræði við norsk- an háskóla á Svalbarða. Háskólinn er alþjóðlegur en flestir nemendur eru frá Norðurlöndunum. Lífið á Sval- barða er að mörgu leyti ólíkt því sem það gerist hér, segir Vaka. Í ágúst var sólin á lofti allan sólarhringinn, en hvarf í nóvember og sást ekki aftur í fjóra mánuði. Hún segist þó ekkert hafa fundið fyrir skammdeg- isþunglyndi. Vaka segist hafa ákveðið að fara til Svalbarða því þar sé kennd heim- skautajarðfræði sem er ekki kend víða. „Það er mjög mikil útivinna, far- ið í fjallaferðir og siglingar svo maður sér mjög mikið. Fyrir Íslending er þetta allt önnur jarðfræði heldur en er hér á Íslandi, þetta eru tveir alger- lega ólíkir hlutir svo maður sér eitt- hvað sem maður hefur aldrei séð á Ís- landi áður.“ Eitt af því sem kom á óvart á Sval- barða er að allar lagnir eru á yf- irborðinu. „Það er náttúrulega sífreri þarna svo það er ekki hægt að grafa neitt í jörðu. Svo það er ferleg skíta- lykt þarna á vorin þegar bráðnar.“ Sólin hvarf í 4 mánuði ALÞJÓÐADAGURINN var haldinn í Háskóla Íslands (HÍ) í gær, en þar er nám erlendis kynnt fyrir áhugasömum stúdentum. Erlendir nemar kynntu skóla í sínum heimalöndum og nemar sem hafa farið sem skipti- nemar sögðu frá reynslu sinni. Samtals voru 572 erlendir nemar frá 57 löndum við nám í HÍ á síðasta námsári og eru þeir sennilega fleiri í ár, enda fjölgar þeim ár hvert, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins. Flestir koma frá Þýskalandi, Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig land undir fót og á síðasta skólaári gerðust um 200 Íslend- ingar skiptinemar erlendis. Alþjóðadagurinn í Háskóla Íslands EINSTAKT tækifæri gafst til nátt- úruskoðunar þegar hval rak á fjörur í Gilsfirði. Allir nemendur Grunnskólans í Búðardal fóru og skoðuðu háyrninginn sem hafði synt inn Gilsfjörðinn og verði aflíf- aður þar eftir að hafa verið úr- skurðaður veikur. Börnin höfðu mjög gaman af því að fá að koma við þetta fallega dýr og líktu við- komunni við gúmmídekk. Svo skemmtilega vill til að í þess- ari sömu viku komust börnin í ná- vígi við sel sem kom til Búðardals. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd. „Gúmmíhvalur“ Búðardal. Morgunblaðið. HEILDARAFLI íslenskra skipa var 136.600 tonn í nýliðnum október- mánuði sem er rúmlega 44 þúsund tonnum meiri afli en í októbermán- uði 2002 en þá veiddust 92.400 tonn. Botnfiskafli var 40.700 tonn í ár samanborið við 38.600 tonn í októ- bermánuði 2002 og jókst um rúm- lega 2.100 tonn á milli ára. Þorskafli var 18.900 tonn saman- borið við 16.300 tonn í októbermán- uði 2002 og jókst því um rúm 2.500 tonn. Af ýsu veiddust nærri 8.000 tonn og er það 1.500 tonna aukning frá fyrra ári. Karfaafli var 4.600 tonn og dróst saman um 2.000 tonn frá árinu 2002. Flatfiskafli var 2.300 tonn og dróst saman um rúmlega 200 tonn frá októbermánuði 2002. Mest veiddist af skarkola eða 700 tonn, af sandkola veiddust rúmlega 600 tonn og tæplega 400 tonn af grá- lúðu. Síldaraflinn var 38 þúsund tonn sem er tæplega 17 þúsund tonnum meiri afli en í októbermánuði 2002. Kolmunnaafli var um 53 þúsund tonn og er það rúmlega 27 þúsund tonnum meiri afli en í október 2002. Skel- og krabbadýraafli var rúmlega 2.800 tonn samanborið við tæplega 4.400 tonna afla í októbermánuði 2002. Rækjuaflinn nam 1.400 tonn- um og af kúfiski veiddust 1.300 tonn. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2003 nemur heildarafli íslenskra skipa alls 1.740 þúsund tonnum og er það 218 þúsund tonnum minni afli miðað við sama tímabil ársins 2002. Af botnfiski hafa borist á land 393 þús- und tonn sem er um 8.100 tonnum meiri afli en á árinu 2002 og af flat- fiski var aflinn orðinn rúmlega 32 þúsund tonn sem er um 1.100 tonn- um meiri afli en á sama tímabili 2002. Kolmunnaaflinn á tímabilinu var 419 þúsund tonn sem er 137 þús- und tonnum meiri afli en á árinu 2002. Af skel- og krabbadýrum höfðu borist 41.400 tonn á land sem er rúmlega 6.000 tonnum minni afli en á árinu 2002. Milli októbermánaða 2002 og 2003 jókst verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2001, um 13,9%. Fyrir tímabilið janúar-október dróst afla- verðmæti saman, á föstu verði ársins 2001, um 0,8% miðað við sama tíma- bil ársins 2002. Mikill afli í október Mestu munar um aukinn afla af síld og kolmunna                          FUNDUR miðstjórnar Fram- sóknarflokksins verður hald- inn í Borgartúni 6, Reykjavík dagana 14. og 15. nóvember. Um 170 manns eiga rétt til setu á haustfundinum. Auk almennra umræðna miðstjórnarmanna um stjórn- mál liggur fyrir fundinum að fjalla um skýrslur lands- stjórnar og fastanefnda mið- stjórnar. Einnig verður efnt til umræðu miðstjórnarmanna um flokksstarfið á næstu misserum. Brjóstmynd af Ólafi Jóhannessyni afhjúpuð Í tengslum við mið- stjórnarfundinn verður afhjúpuð brjóstmynd af Ólafi Jóhannessyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, í tilefni þess að nýlega voru 90 ár liðin frá fæðingu Ólafs. Athöfn verður haldin á morg- un, laugardag kl. 11,30, í Borgartúni 6. Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi, flyt- ur ávarp og Halldór Ásgríms- son, formaður Fram- sóknarflokksins, afhjúpar brjóstmyndina. Miðstjórn- arfundur Framsókn- arflokksins hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.