Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 47 HVERJIR voru heimsmeistarar í sektarkennd á síðasta ári? Þessi spurning er meðal efnis sem fjallað verður um á námskeiði, sem Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir fjölskyldu- ráðgjafi, býður upp á á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 17 að Brautarholti 4a. Námskeiðið er ætl- að konum á öllum aldri og af því má draga ríkan lærdóm auk þess sem skemmtanagildið verður í fyrirrúmi, segir í fréttatilkynningu. Námskeið- ið er sett saman af fimm stuttum fyr- irlestrum um efni sem ættu að höfða sérstaklega til kvenna. Efni nám- skeiðsins er m.a.: Eigi vil ek horn- kerling vera, BE-ástandið, þóknast- þér-skeiðið, seinkunartæknin og hverjir voru heimsmeistarar í sekt- arkennd 2002. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í síma 588-2092 eða 862-7916. Námskeið fyrir konur af öllum stærðum og gerðum Aðalfundur SHS, Samtaka heil- brigðisstétta verður haldinn í dag, föstudaginn 14. nóvember, kl. 17.30 í húsi BSRB, Grettisgötu 89. Í DAG Málþing um framtíð sjómanna á Íslandi verður haldið laugardaginn 15. nóvember kl. 10.30 í hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg. Fjallað verður um íslenska far- mannastétt og framtíð hennar, breytta vinnulöggjöf o.fl. Fram- sögur verða frá stéttarfélögum sjó- manna og nemendafélögum. Mál- þingið er öllum opið. Námstefna ITC verður haldin á morgun, laugardaginn 15. nóv- ember, kl. 11–16.30 í Smára Hóteli í Hlíðarsmára 13, Kópavogi. Erindi halda: forseti alþjóðasamtaka ITC Wilna Wilkinson, Helga Braga leik- kona og Hlín Agnarsdóttir rithöf- undur og leikstjóri. Námstefnan er öllum opin, upplýsingar á www.sim- net.is/itc Uppskeruhátíð Aftureldingar verður haldin á morgun, laugardag- inn 15. nóvember kl. 13.30 í Íþrótta- miðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Veittar verða yfir 100 viðurkenn- ingar til iðkenda, valinn íþróttamað- ur félagsins og Evrópumeistarar pilta í handknattleik fá afreksstyrk, segir í fréttatilkynningu. Málþing um manntalið 1703 Hag- stofa Íslands heldur málþingi um manntalið 1703 í húsakynnum Hag- stofunnar laugardaginn 15. nóv- ember kl. 13–17. Hagstofa Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Félag um átjándu aldar fræði, Sagnfræðinga- félag Íslands og sagnfræðistofnun Háskóla Íslands standa að þinginu en það er haldið til að minnast 300 ára afmælis manntalsins. Meðal fyrirlesara á þinginu er breski fræðimaðurinn John Hajnal sem mun flytja erindi, The 1703 Ice- landic Census in Perspective og Lisa Dillon prófessor við háskólann í Montréal sem heldur erindi um kan- adísk manntöl og þjóðarímynd kan- adísku þjóðarinnar. Auk þess fjalla íslenskir fræðimenn um íslenska manntalið út frá ólíkum sjón- arhornum. Meðal þeirra eru Eiríkur Guðmundsson og Björk Ingimund- ardóttir, starfsmenn Þjóð- skjalasafns, Helgi Skúli Kjartansson og Kristrún Halla Helgadóttir, Gísli Gunnarsson prófessor við Háskóla Íslands, Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir. Change, ný undirfataverslun opn- ar í Smáralind á morgun. Change er danskt vörumerki sem býður upp á undirfatnað, baðfatnað og nátt- fatnað. Change fatnaður er seldur í yfir 470 verslunum í Evrópu og Kan- ada. Eigandi verslunarinnar Change á Íslandi er Goði Sveinsson. Í tilefni af opnuninni býður Change 25% af- slátt af öllum vörum sínum frá laug- ardegi til mánudags. Á MORGUN EIGNATJÓN vegna eldsvoða af völdum rafmagns er áætlað um 600 milljónir kr. árið 2002, að því er kem- ur fram í ársskýrslu Löggildingar- stofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2002. Einnig kemur fram að nær fjórir af hverjum tíu rafmagnsbrunum á heimilum eru vegna aðgæsluleysis við notkun eldavéla. Önnur rafmagnstæki komu mun sjaldnar við sögu sem bruna- valdar, en algengust þeirra voru á síðasta ári þvottavélar, sjónvörp, lausir lampar, ýmis rafhitunartæki og rafmagnstöflur. Á tímabilinu 1995-2002 var röng notkun og að- gæsluleysi orsök nánast allra bruna vegna eldavéla og flestra bruna vegna lýsingar. Einnig er algeng or- sök bruna vegna annarra rafhitunar- tækja. Löggildingarstofa rannsakar einnig og skráir upplýsingar um slys af völdum rafmagns. Ekkert dauðs- fall varð vegna rafmagnsbruna á árinu eða af völdum rafmagns en síð- asta áratug urðu að meðaltali 0,3 banaslys vegna rafmagns ár hvert, en ekkert banaslys varð vegna raf- magns á síðasta ári. Flest slysanna, eða um 80%, urðu vegna mannlegra orsaka, svo sem aðgæsluleysis, mis- taka og rangra vinnubragða. Skýrslan er byggð á rannsóknum Löggildingarstofu á brunum og slys- um vegna rafmagns, en á árinu tók Löggildingarstofa þátt í rannsókn- um 100 bruna sem reyndust vera vegna rafmagns. Algengt að kvikni í út frá eldavélum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.