Morgunblaðið - 14.11.2003, Page 47

Morgunblaðið - 14.11.2003, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 47 HVERJIR voru heimsmeistarar í sektarkennd á síðasta ári? Þessi spurning er meðal efnis sem fjallað verður um á námskeiði, sem Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir fjölskyldu- ráðgjafi, býður upp á á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 17 að Brautarholti 4a. Námskeiðið er ætl- að konum á öllum aldri og af því má draga ríkan lærdóm auk þess sem skemmtanagildið verður í fyrirrúmi, segir í fréttatilkynningu. Námskeið- ið er sett saman af fimm stuttum fyr- irlestrum um efni sem ættu að höfða sérstaklega til kvenna. Efni nám- skeiðsins er m.a.: Eigi vil ek horn- kerling vera, BE-ástandið, þóknast- þér-skeiðið, seinkunartæknin og hverjir voru heimsmeistarar í sekt- arkennd 2002. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í síma 588-2092 eða 862-7916. Námskeið fyrir konur af öllum stærðum og gerðum Aðalfundur SHS, Samtaka heil- brigðisstétta verður haldinn í dag, föstudaginn 14. nóvember, kl. 17.30 í húsi BSRB, Grettisgötu 89. Í DAG Málþing um framtíð sjómanna á Íslandi verður haldið laugardaginn 15. nóvember kl. 10.30 í hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg. Fjallað verður um íslenska far- mannastétt og framtíð hennar, breytta vinnulöggjöf o.fl. Fram- sögur verða frá stéttarfélögum sjó- manna og nemendafélögum. Mál- þingið er öllum opið. Námstefna ITC verður haldin á morgun, laugardaginn 15. nóv- ember, kl. 11–16.30 í Smára Hóteli í Hlíðarsmára 13, Kópavogi. Erindi halda: forseti alþjóðasamtaka ITC Wilna Wilkinson, Helga Braga leik- kona og Hlín Agnarsdóttir rithöf- undur og leikstjóri. Námstefnan er öllum opin, upplýsingar á www.sim- net.is/itc Uppskeruhátíð Aftureldingar verður haldin á morgun, laugardag- inn 15. nóvember kl. 13.30 í Íþrótta- miðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Veittar verða yfir 100 viðurkenn- ingar til iðkenda, valinn íþróttamað- ur félagsins og Evrópumeistarar pilta í handknattleik fá afreksstyrk, segir í fréttatilkynningu. Málþing um manntalið 1703 Hag- stofa Íslands heldur málþingi um manntalið 1703 í húsakynnum Hag- stofunnar laugardaginn 15. nóv- ember kl. 13–17. Hagstofa Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Félag um átjándu aldar fræði, Sagnfræðinga- félag Íslands og sagnfræðistofnun Háskóla Íslands standa að þinginu en það er haldið til að minnast 300 ára afmælis manntalsins. Meðal fyrirlesara á þinginu er breski fræðimaðurinn John Hajnal sem mun flytja erindi, The 1703 Ice- landic Census in Perspective og Lisa Dillon prófessor við háskólann í Montréal sem heldur erindi um kan- adísk manntöl og þjóðarímynd kan- adísku þjóðarinnar. Auk þess fjalla íslenskir fræðimenn um íslenska manntalið út frá ólíkum sjón- arhornum. Meðal þeirra eru Eiríkur Guðmundsson og Björk Ingimund- ardóttir, starfsmenn Þjóð- skjalasafns, Helgi Skúli Kjartansson og Kristrún Halla Helgadóttir, Gísli Gunnarsson prófessor við Háskóla Íslands, Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir. Change, ný undirfataverslun opn- ar í Smáralind á morgun. Change er danskt vörumerki sem býður upp á undirfatnað, baðfatnað og nátt- fatnað. Change fatnaður er seldur í yfir 470 verslunum í Evrópu og Kan- ada. Eigandi verslunarinnar Change á Íslandi er Goði Sveinsson. Í tilefni af opnuninni býður Change 25% af- slátt af öllum vörum sínum frá laug- ardegi til mánudags. Á MORGUN EIGNATJÓN vegna eldsvoða af völdum rafmagns er áætlað um 600 milljónir kr. árið 2002, að því er kem- ur fram í ársskýrslu Löggildingar- stofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2002. Einnig kemur fram að nær fjórir af hverjum tíu rafmagnsbrunum á heimilum eru vegna aðgæsluleysis við notkun eldavéla. Önnur rafmagnstæki komu mun sjaldnar við sögu sem bruna- valdar, en algengust þeirra voru á síðasta ári þvottavélar, sjónvörp, lausir lampar, ýmis rafhitunartæki og rafmagnstöflur. Á tímabilinu 1995-2002 var röng notkun og að- gæsluleysi orsök nánast allra bruna vegna eldavéla og flestra bruna vegna lýsingar. Einnig er algeng or- sök bruna vegna annarra rafhitunar- tækja. Löggildingarstofa rannsakar einnig og skráir upplýsingar um slys af völdum rafmagns. Ekkert dauðs- fall varð vegna rafmagnsbruna á árinu eða af völdum rafmagns en síð- asta áratug urðu að meðaltali 0,3 banaslys vegna rafmagns ár hvert, en ekkert banaslys varð vegna raf- magns á síðasta ári. Flest slysanna, eða um 80%, urðu vegna mannlegra orsaka, svo sem aðgæsluleysis, mis- taka og rangra vinnubragða. Skýrslan er byggð á rannsóknum Löggildingarstofu á brunum og slys- um vegna rafmagns, en á árinu tók Löggildingarstofa þátt í rannsókn- um 100 bruna sem reyndust vera vegna rafmagns. Algengt að kvikni í út frá eldavélum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.