Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK undirfataverslun Síðumúla 3 - Sími 553 7355 herraundirföt Ný sending Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert heiðarleg/ur og at- hugul/l og vilt kanna heim- inn í kringum þig. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú lagðir hart að þér í gær og ættir því að leyfa þér að slaka svolítið á í dag. Eru ekki vikulokin einmitt rétti tíminn til þess? Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt að meta verald- legan munað og þægindi. Þetta er góður dagur til að njóta lystisemda lífsins. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Öll samskipti þín við aðra ættu að ganga vel í dag. Þú ert jákvæð/ur í garð annarra og það smitar út frá sér. Gerðu þér dagamun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert ánægð/ur og sjálfs- örugg/ur í dag. Gættu þess að öryggið geri þig ekki yfirlæt- is- og einstrengingslega/n. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í innkaupum í dag. Það er hætt við að þú farir yfir strikið í eyðslunni. Mundu að þú þarft að borga fyrir það sem þú kaupir þótt síðar verði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til óvenjumikils ör- lætis í garð vinar eða ein- hvers í fjölskyldunni í dag. Sýndu hug þinn í verki en gættu þess þó að fara ekki yf- ir þín eigin mörk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farðu varlega í samninga- viðræðum og viðskiptum í dag. Það er hætt við öfgum sem geta annaðhvort komið þér vel eða mjög illa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu eitthvað til að gleðja vini þína í dag. Bjóddu ein- hverjum í kaffi eða pitsu. Þetta er góður dagur til að sýna öðrum örlæti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú lagðir hart að þér í byrjun vikunnar og ættir því ekki að vera of gagnrýnin/n á sjálfa/n þig þótt sjálfsagi þinn hafi minnkað. Við erum öll mann- leg. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heimspekilegar viðræður gætu orðið dálítið háfleygar í dag. Þær ættu þó engu að síður að verða ánægjulegar. Fólki hættir til að ýkja hressilega í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert opin/n og hlý/r í garð vina þinna í dag. Þú finnur til löngunar til að borga eitthvað fyrir þá. Gættu þess að fær- ast ekki of mikið í fang. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Með sjálfsaga og einbeitingu geturðu náð mjög góðum ár- angri í dag. Þú þarft þó að gæta þess að leggja ekki vinnu í vonlaus verkefni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 15. nóvember, verður sextug Ásta Jónsdóttir, leikskólakennari. Hún, ásamt eiginmanni sínum Páli Guðmundssyni, tekur á móti gestum kl. 20 þann sama dag í Félagshúsi Þróttar í Laugardal. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 14. nóv- ember, er fimmtugur Þor- steinn Sæmundsson, skrif- stofustjóri, Vesturströnd 4, Seltjarnarnesi. Hann og eiginkona hans, María Hauksdóttir, taka á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimili Kópavogs í dag milli kl. 18-21. Í EÐLILEGU kerfi eins og Standard eru deildar mein- ingar um hvað beri að gera með skiptinguna 4-4-3-2 þegar ekki er hægt að opna á grandi. Flestir opna á tígli á þrílitinn, en sumir kjósa að vekja á laufi til að tryggja að tígulopnunin lofi alltaf fjór- lit. Þetta kerfisatriði hefur yfirleitt ekki stórvægileg áhrif á framvinduna, en það gerðist þó í leik Bandaríkj- anna og Chinese Taipei í átta liða úrslitum HM:Norð- ur gefur; AV á hættu. Norður ♠ DG74 ♥ ÁG105 ♦ á53 ♣72 Vestur Austur ♠ -- ♠ Á1052 ♥ 9732 ♥ K6 ♦ KD1076 ♦ G982 ♣ÁKG10 ♣943 Suður ♠ K9863 ♥ D84 ♦ 4 ♣D854 Bandaríkjamennirnir Freeman og Nickell fylgja hefðinni og vekja á tígli á þrílit með þessa einu skipt- ingu: 4-4-3-2: Vestur Norður Austur Suður Yang Freeman Chiu Nickell -- 1 tígull Pass 1 spaði Dobl 2 spaðar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Sagnir eru mjög vand- ræðalegar og í mótsblaðinu er Chiu í austur gagnrýndur fyrir að passa niður síðara dobl vesturs. En honum er töluverð vorkunn með fjórlit í báðum litum mótherjanna. Að mati umsjónarmanns er það dobl vesturs á tveimur spöðum sem er í meira lagi vafasamt, því ekki á hann mikið ósagt í punktum talið. Tveir spaðar vinnast alltaf og Nickell fékk reyndar níu slagi og 570 fyrir spilið. Hinum megin vakti Wu á laufi: Vestur Norður Austur Suður Rodwell Wu Meckstroth Yen -- 1 lauf Pass 1 spaði Dobl 2 spaðar 3 tíglar 3 hjörtu 4 lauf 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Þar með var tígullinn ekki lengur litur mótherjanna og Meckstroth gat sagt litinn eðlilega á þriðja þrepi. Það hleypti lífi í sagnir og leik- urinn endaði í fjórum spöð- um dobluðum. Rodwell kom út með lauf- ás og skipti yfir í hátígul í öðrum slag. Sagnhafi drap og spilaði spaðadrottningu, sem fékk að eiga slaginn. Þá kom lauf, sem vestur átti og spilaði tígli um hæl. Suður trompaði og svínaði næst hjartadrottningu. Meckstroth átti þann slag og stytti suður enn með tígli og þar með var sagnhafi dæmdur til að fara tvo nið- ur: 300 í AV og 13 IMPar til Bandaríkjamanna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 14. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Fjóla Haraldsdóttir og Hall- ur Kristján Stefánsson, Frostafold 2, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. O-O-O Rxd4 9. Dxd4 a6 10. f4 b5 11. Be2 Bb7 12. Bf3 Dc7 13. Bxf6 gxf6 14. Kb1 Dc5 15. Dd3 O-O-O 16. f5 Kb8 17. Hhe1 h5 18. fxe6 fxe6 19. a4 bxa4 20. Rxa4 Db4 21. Rc3 Hhg8 22. h4 Hc8 23. Bxh5 Hg7 24. Bf3 Hc5 25. h5 He5 26. Hh1 Hh7 27. Hh3 a5 28. Hg3 Bc6 29. Hg8+ Kb7 Staðan kom upp í Meistaraflokki Mjólkurskákmóts- ins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Selfossi. Laurent Fressinet (2654) hafði hvítt gegn Hannesi Hlífari Stefáns- syni (2567). 30. Rd5! Dc5 hvítur stæði einnig með pálmann í hönd- unum eftir 30... exd5 31. exd5 þar eð hrókurinn á h7 er óvaldaður. 31. Rxe7 Hxe7 32. Dxd6 Dxd6 33. Hxd6 Bxe4 34. h6 Bxf3 35. gxf3 og svartur gafst upp enda erfitt að stöðva h-peð hvíts. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldriborgarastarf. Brids- aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Laugarneskirkja. Í kvöld leggur eldri hópur Adrenalíns gegn rasisma (9.-10. bekkur) upp í helgarferð. Dvalið verður í Ölveri undir Hafnarfjalli. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11- 13. Stjórnandi Steingrímur Þórhalls- son, organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8-12 ára velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æf- ir í kirkjunni laugardaginn 15. nóv. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20-14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Vinsamlega at- hugið að samveran laugardaginn 15. nóvember fellur niður af óviðráðanleg- um ástæðum. Sóknarprestur. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 13-16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.kefas.is Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4-12 ára. Kl. 10-18 okkar vinsæli flóamarkaður op- inn. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21 er unglingasamkoma. Safnaðarstarf HJALLAKIRKJA í Ölfusi er 75 ára um þessar mundir en núverandi kirkja var vígð árið 1928. Næstkomandi sunnudag 16. nóv- ember verður hátíðarmessa í til- efni afmælisins kl. 14:00 þar sem Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup í Skálholtsstifti mun pré- dika og sóknarprestur Baldur Kristjánsson þjóna fyrir altari ásamt Svavari Stefánssyni fyrr- verandi sóknarpresti kirkjunnar. Sóknarnefnd vonast til að sjá við messuna sem flest af sóknar- börnum kirkjunnar núverandi og fyrrverandi og auk þess velunnara kirkjunnar nær og fjær. Eftir messuna verður boðið upp á hátíðarkaffi á hótel Hlíð þar rétt hjá og mun Sigurður Jónsson rit- ari sóknarnefndar þar rekja sögu þessarar merku kirkju. Sterk rök eru til þess að kirkja hafi verið á Hjalla frá fyrstu dög- um kristni hér á landi. Er hennar fyrst getið í Flóamannasögu sem þeirrar kirkju sem Skafti (Þór- oddsson) lét gera fyrir utan læk- inn. Fyrsta skráða heimildin, utan Flóamannasögu er frá um 1200. Hún var bændakirkja allt til 1928 er kirkjuhúsið var byggt upp og söfnuðurinn tók við henni. Sú kirkja sem jafnframt er nú- verandi kirkja var teiknuð af Þor- leifi Eyjólfssyni arkitekt frá Grímslæk. Yfirsmiður kirkjunnar var Kristinn Vigfússon frá Sel- fossi. Undanfarið hefur verið unnið að lagfæringum á kirkjunni og um- hverfi hennar. Hjallakirkja er nú sóknarkirkja í Þorláks- og Hjallasókn ásamt Þorlákskirkju. Baldur Kristjánsson. Hjallakirkja 75 ára 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 14. nóv- ember, er sextugur Þor- móður Einarsson, Móði, til heimilis að Hraunholti 3 Akureyri. Eiginkona hans er Elínborg Árnadóttir. Þau eru að heiman í dag. HAUST Í dag er hlíðin hélugrá og rauð því haustið kom í nótt, ég sá það koma vestan vatn í gegnum svefninn; vatnið er hemað þar sem slóð þess lá. Snorri Hjartarson LJÓÐABROT MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.