Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 11 Hverfisgötu 105 Reykjavík • sími 551 6688 www.storarstelpur.is STÓRAR STELPUR Tískuvöruverslun 15 ára Í tilefni afmælisins bjóðum við 15% afslátt FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í fyrradag erindi á ráðstefnu Jarðarstofnunar Col- umbia-háskólans í New York, en ráðstefnan fjallar um sjávarútveg og nýtingu sjávarauðlinda. Ráðstefn- unni er stýrt af Jeffrey Sacks, sem er einn af ráðgjöfum Kofi Annan og stýrir fyrir hönd Sameinuðu þjóð- anna verkefninu Þúsaldarmarkmið, sem þjóðarleiðtogar samþykktu árið 2000. Á ráðstefnunni komu saman vís- indamenn af ýmsum sviðum og ræddu m.a. málefni sjávarútvegs, ástand fiskistofna, nýtingu sjávar- auðlinda og fiskveiðistjórnunarkerfi. Í erindi sínu rakti forseti Íslands reynslu Íslendinga af fiskveiðum og sagði frá góðum árangri á því sviði. Í gær heimsótti forsetinn Lamont- Doherty Earth Observatory, sem heyrir undir Jarðarstofnun og er stór og viðamikil náttúruvísinda- rannsóknastöð við Colombia-háskól- ann. Forsetinn heimsótti síðan Explorer Club í New York, sem er mjög þekkt stofnun og talin merki- leg á sviði landkönnunar. Vilhjálmur Stefánsson var þar lengi heiðursfor- seti og þar eru geymdir margir mun- ir tengdir ferli hans. Þá heimsótti forsetinn skrifstofur norræna ferða- málaráðsins, sem Íslendingurinn Einar Gústafsson stýrir. Í dag heldur forseti Íslands til Atl- anta í boði Emory-háskólans og Carter-stofnunarinnar, sem kennd er við Jimmy Carter, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Forseti Íslands í New York Hélt erindi á ráðstefnu um sjávarauðlindir GUÐLAUGUR Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, skreytti mjólkurtorg Bónuss við Smáratorg í gær með skemmtilegu myndefni af íslensku jólasveinunum. Mjólk- urjólafernur koma líka í búðir um allt land í dag, skreyttar íslensku jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Baldur Jónsson hjá Mjólkursamsölunni segir ís- lensku jólasveinana í nýjum og skemmtilegum búningi. Jafnframt hafi verið opnuð heimasíðan jola- mjolk.is þar sem hægt sé að fræðast um íslensku sveinana og af hverju þessir ódælu synir Grýlu og Leppa- lúða heiti þessum skrítnu nöfnum. Á myndinni má sjá starfsmenn MS, þau Valgarð Sörensen. Guðlaug Björgvinsson. Halldóru Tryggva- dóttur og Ólaf Björnsson, koma jólavörunum fyrir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólamjólkin komin í búðir kaupsamningsins. Ágúst þótti hins vegar eiga rétt á afslætti, sem ákveðinn var með hliðsjón af nið- urstöðu dómkvaddra matsmanna sem og almennri óvissu um gengi hlutabréfa í óskráðum félögum. Jafnframt taldi Hæstiréttur, að líta yrði svo á, að með hinni fyrirvara- lausu greiðslu hefði Ágúst, sem var gjörkunnugur viðskiptalífinu, getað sætt sig við að inna af hendi 65 milljónir króna fyrir hlutabréfin. Ágústi var því ákveðinn afsláttur sem samsvaraði ógreiddum eftir- stöðvum kaupverðs, rúmlega 40 milljónum króna. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdótt- ir og Pétur Kr. Hafstein. Garðar og Guðrún skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Haf til greiðslu 42 millj- óna króna. Lögmaður Hafs var Jak- ob R. Möller hrl. og lögmaður Hilmis Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. HÆSTIRÉTTUR komst að þeirri niðurstöðu í gær, að Haf ehf. í eigu Ágústs Einarssonar, prófessors og fyrrverandi alþingismanns, þurfi ekki að greiða rúmlega 40 milljóna króna eftirstöðvar vegna kaupa árið 2001 á 5% hlut í Frjálsri fjölmiðlun sem þá gaf út DV. Hæstiréttur taldi ekki efni til að rifta kaupsamn- ingnum en dæmdi að Hafi bæri af- sláttur af kaupverðinu þar sem verðmæti Frjálsrar fjölmiðlunar hafi verið mun minna en forráða- menn fyrirtækisins lýstu yfir þegar kaupin voru gerð. Að mati Hæstaréttar gat forráða- mönnum Frjálsrar fjölmiðlunar á þessum tíma ekki dulist hvert stefndi í rekstri félagsins, og væru ársreikningar þess og eftirfarandi gjaldþrot fimmtán mánuðum síðar með lýsingu krafna yfir tvo millj- arða króna óræk vísbending þess. Í apríl 2001 gerðu Haf og Hilmir ehf. samning um að Haf keypti 5% hlut Hilmis í Frjálsri fjölmiðlun en Sveinn R. Eyjólfsson var bæði for- svarsmaður Hilmis og aðaleigandi og stjórnarformaður Frjálsrar fjöl- miðlunar. Var kaupverðið ákveðið 105,4 milljónir króna og skyldi greiðast þannig að 65 milljónir króna átti að inna af hendi fyrir lok apríl en eftirstöðvar fyrir 1. sept- ember. Á sama tíma gerði félagið ESÓB, sem Ágúst átti stjórnarsæti í, kaup- samning við Frjálsa fjölmiðlun um ráðandi hlut í Útgáfufélagi DV ehf. Hilmir ehf. hélt því fram að kaup Hafs á hlut í Frjálsri fjölmiðlun hefðu verið gerð til þess að liðka fyrir þeim samningi. Haf greiddi 60 milljónir af kaupverðinu fyrir lok apríl og 5 milljónir 12. september en hafnaði frekari greiðslum þar sem félagið taldi að fjárhagsstaða Frjálsrar fjölmiðlunar hefði verið mun verri en búast hefði mátt við. Frjáls fjölmiðlun varð síðan gjald- þrota 15 mánuðum eftir kaupin og námu lýstar kröfur í þrotabú þess rúmlega tveimur milljörðum króna. Töldu verðmæti félagsins um 711 þúsund krónur Hæstiréttur segir að miðað við umsamið kaupverð hafi mátt ætla að heildarverðmæti Frjálsrar fjöl- miðlunar væri ríflega 1,9 milljarðar króna við kaupin en dómkvaddir matsmenn töldu verðmæti félagsins hins vegar hafa verið 711.439.000 krónur. Hæstiréttur taldi, að ekki hefði verið sýnt fram á, að það hafi varð- að Ágúst svo miklu að liðka fyrir kaupum ESÓB á hlutabréfum í Út- gáfufélaginu DV að hann hafi verið reiðubúinn til að gjalda fyrir hluta- bréfin verð, sem væri í jafnmiklu ósamræmi við virði félagsins og raun bar vitni. Hafi þannig for- senda Ágústs til kaupanna brostið í verulegum mæli og um hafi verið að ræða galla í skilningi kauparéttar. Þegar litið var hins vegar til fyr- irvaralausrar greiðslu Ágústs 12. september eftir að honum var orðin ljós staða Frjálsrar fjölmiðlunar, og þeirra nánu tengsla, sem verið hafi á milli kaupsamninganna tveggja 8. apríl 2001, þótti Hæstarétti ekki rétt að fallast á kröfu um riftun Ber ekki að greiða eftirstöðvar Hæstiréttur dæmdi í máli Hafs ehf. í gær KRAKKARNIR við Melaskóla eru ekkert á þeim buxunum að láta í minni pokann fyrir skammdeginu sem nú hellist yfir heldur stunda þau fót- og handbolta af miklu kappi þó að myrkrið færist yfir síðdegis. Þessi ungi maður sýndi ljós- myndara Morgunblaðsins sín bestu tilþrif í gær og gerði tilraun til að skalla boltann í mark hjá félaga sínum. Skallað í skamm- deginu Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.