Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, hefur lagt fram á Alþingi frum- varp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (nr.70/1996). Helsta lagabreytingin er að lagt er til að felld verði niður sú skylda forstöðumanns að áminna starfsmann formlega vegna brots í starfi. Tilgangur frum- varpsins er sagður í samræmi við það meg- inmarkmið við setningu laganna og stefnumörk- un ríkisvaldsins um að færa starfsumhverfi ríkisstarfs- manna nær því sem almennt gerist á vinnumarkaði. Geir H. Haarde segir að með frumvarpinu sé ætlunin að auka sveigjanleika fyrir stjórnendur við rekstur sinna stofnana. Einfalda eigi það ferli sem fari í gang þegar óhjá- kvæmilegt sé að segja upp starfs- manni. Það hafi ekki verið hægt til þessa nema að veita fyrst formlega áminningu. „Okkur finnst það ekki í takt við það sem tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði. Því erum við að færa þetta umhverfi hjá ríkinu í átt til þess sem almennt tíðkast. Við gerum þetta þannig að sú at- höfn að ráða og segja upp starfsfólki hjá op- inberum vinnuveit- anda verði ekki stjórn- valdsaðgerð heldur einfaldar stjórnunar- legar aðgerðir í rekstri stofnana,“ seg- ir Geir. Hann telur laga- breytingu sem þessa vera nauðsynlega. Frumvarpið snúist hins vegar eingöngu um að fella burtu lög- bundna skyldu um að veita ríkisstarfsmanni áminningu. Það þýði ekki að ekki verði hægt að semja um annað eða ná annars kon- ar niðurstöðu. Önnur lagabreyting, samkvæmt frumvarpinu, er sú að lagt er til að fella brott það skilyrði lausnar emb- ættismanns um stundarsakir að honum hafi áður verið veitt formleg áminning. Varðandi þetta bendir fjármálaráðherra á að áfram sé gert ráð fyrir sérstakri nefnd sem fari yf- ir slík mál og kanni réttmæti lausn- ar frá störfum. Geir kallaði forystumenn heildar- samtaka ríkisstarfsmanna til fundar við sig á miðvikudag, um það leyti sem frumvarpið var lagt fram. Þar segist hann hafa kynnt efnisatriði frumvarpsins og rætt þau opinskátt. Þar hafi vissulega komið fram gagn- rýni en Geir segist ekki hafa átt von á jafnharðyrtri gagnrýni og hafi birst í sameiginlegri yfirlýsingu BSRB, BHM og KÍ frá því í gær. Þar hafi fallið óþarflega stór orð og misskilnings gætt. Með frumvarpinu sé ekki verið að gera rétt ríkisstarfs- manna lakari en verið hafi. Óþarflega stór orð frá heildarsamtökunum „Ríkisstjórn Íslands hefur ákveð- ið að flytja frumvarpið og hún hlýtur að hafa síðasta orðið um hvort það er gert, en ekki þessi samtök, þó að sjálfsagt sé að hafa gott samband við þau og kynna þeim málið áður en það var kynnt öðrum. Mér þykja stóryrði sem frá samtökunum hafa komið afskaplega óviðeigandi og úr takti við raunverulegt efni frum- varpsins. Þarna er verið að leggja það eitt til að starfsmenn ríkisins búi við sams konar umhverfi varð- andi uppsagnir og ráðningar og fólk almennt í landinu. Það kallar ekki á viðbrögð af þessu tagi,“ segir Geir. Reikna má með að frumvarpið komi til umræðu á Alþingi á næstu vikum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra leggur til breytingar á lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna Áminning ekki skil- yrði fyrir uppsögn Geir H. Haarde fjármálaráðherra. HEILDARSAMTÖK ríkisstarfsmanna sendu í gær frá sér harðyrta yfirlýsingu vegna frum- varps fjármálaráðherra þar sem talað er um „árás ríkisstjórnar á grundvallarréttindi launafólks“. Ríkisstjórn- in fari fram án samráðs og við það verði ekki un- að. Segjast samtökin ætla að beita sér af alefli gegn þessum lagabreyt- ingum. Samtökin; Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Bandalag háskólamanna (BHM) og Kennarasamband Íslands (KÍ), segja að frumvarpið feli í sér að lág- marksréttindi samkvæmt stjórn- sýslulögum séu tekin af ríkisstarfs- mönnum. Þeir njóti t.d. ekki andmælaréttar, reglunnar um jafn- ræði og meðalhófsreglunnar. „Breyting þessi, ef að lögum verður, hefði það í för með sér að uppsagnir ríkisstarfsmanna yrðu framvegis algerlega háðar duttl- ungum stjórnenda stofnana,“ segir m.a. í yfirlýsingu samtakanna. Ennfremur telja samtökin það rangt að verið sé að færa starfsum- hverfi hjá ríkinu nær því sem al- mennt gerist á vinnumarkaði. Með frumvarpinu sé verið að gera rétt ríkisstarfsmanna lakari en annarra samkvæmt dómum og álitum um- boðsmanns Alþingis. Um sé að ræða stóran hóp launþega innan BSRB, BHM, KÍ og ASÍ. Eins og blaut tuska Halldóra Friðjónsdóttir, formað- ur BHM, segir að frumvarpið hafi komið samtökunum verulega á óvart. Þegar lögin hafi verið sett, sem nú eigi að breyta, hafi einnig komið fram hörð gagnrýni en breyt- ingar orðið á lögunum í meðförum Alþingis. „Við héldum að við værum búin að yfirvinna það að hafa ekki sam- ráð. Ágætis samstarf hefur verið við þá sem sitja hinum megin borðsins og þess vegna var það eins og að fá blauta tusku framan í andlitið er okkur var tilkynnt um frumvarpið á fundi með fjármálaráðherra,“ segir Halldóra. Hún bendir á að til þessa hafi ekkert varnað því að segja upp ríkisstarfs- manni, hafi hann brotið af sér í starfi. Samtökin séu ekki að reyna að koma í veg fyrir það. Með boð- aðri lagabreytingu geti það gerst að starfsmönnum verði sagt upp án tilefnis, t.d. ef fjárhagur stofnunar fari fram úr fjárheimildum. Halldóra segist vita til þess að víða á almennum vinnu- markaði tíðkist það að starfsmenn fái áminningu áður en þeim sé sagt upp. Því sé það að nokkru leyti rangt hjá stjórnvöldum að verið sé að færa starfsumhverfi ríkisins til almenna markaðarins. „Okkur finnst einnig að fjármála- ráðherra sé jafnvel að misbeita valdi sínu. Hann er bæði okkar við- semjandi og hefur frumkvæði að allri löggjöf. Kannski væri það heppilegra að við værum eins og aðrir á vinnumarkaði undir félags- málaráðherra í samningagerð til að forðast þessi hagsmunatengsl,“ seg- ir Halldóra. Árás ríkis- stjórnar á rétt- indi launafólks Halldóra Friðjóns- dóttir, formaður BHM. SUMIR kjósa að ganga út í búð sér til heilsubótar. Þegar rölt er heim á leið með vörurnar geta þær þó sigið í og þá er gott að tylla sér niður og hvíla sig um stund áður en lengra er haldið líkt og þessi kona gerði við Hverf- isgötuna er ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Veðrið hefur líka verið með besta móti undanfarið og því fátt því til fyrirstöðu að ganga í búðina og hressa sig svolítið við í skammdeginu sem nú er að hellast yfir. Morgunblaðið/Jim Smart Hvíld er góð SAMKVÆMT frumvarpi fjár- málaráðherra er lagt til að 21. grein laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verði felld brott í heilu lagi. Greinin er svohljóðandi: „Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra van- rækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósam- rýmanlegar starfinu skal for- stöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.“ Lagagrein verði felld brott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.