Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klappað og klárt Réttindi blaðbera Morgunblaðsins voru staðfest í apríl 2003 milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Samningurinn felur í sér launakjör, þungaálag, veikindarétt, orlofsrétt og uppsagnarfrest. Meðallaun blaðbera Morgunblaðsins eru 21.054 kr. á mánuði (miðað við 55 blaða hverfi). Því til viðbótar kemur þungaálag og orlof. SIGRÚN Eldjárn les upp úr Týndu augunum á Sögustundum Gevalia í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag- inn kl. 14:00. ,,Þoka og drungi hvíla yfir sveit- inni þar sem Stínu og Jonna var illu heilli komið fyrir. Og þegar þau stinga af eru úfið hraun og dular- fullur skógur ekki til að bæta úr skák. Ferðin snýst upp í mikla háskaför og ótal spurningar vakna,“ segir í bók Sigrúnar Eldjárn, sem ber titilinn Týndu augun. Sigrún er fimmta í röð níu barnabókahöfunda sem taka þátt í Sögustundum Gevalia. Sögustundir Gevalia miða að því að hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín og vekja athygli á þeirri grósku sem er í ritun íslenskra barnabóka. Alla laugardaga til og með 13. desember er foreldrum og börnum boðið að eiga saman góða stund í Þjóðmenningarhúsinu. Er eitthvert gagn í Rekkju- svíninu? Sigrún Eldjárn HALLDÓR Ásgeirs- son myndlistarmaður opnar sína fjórðu einkasýningu í Slunkaríki á Ísafirði á morgun, laugardag. Sýningin ber yf- irskriftina Fjölþjóða- ljóð og eru þar mynd- verk sem mynda eina heild inni í sýning- arsalnum. Verkin eru samsett úr 240 hvít- um keramikflísum sem þekja allan enda- vegginn og hvítum matardiskum sem raðað er á lágar borð- plötur meðfram lang- veggjunum. Svart- gljáandi stafir sem teknir eru úr hinum ýmsu mismunandi stafrófum heimsins eru málaðir á flís- arnar og ríma á móti svörtum hraungler- ungi sem gæti túlkað tungumál jarð- arinnar. Diskarnir voru gerðir í Kyoto í Japan fyrr á þessu ári en á þá hefur Halldór málað fyr- irmyndir af hraunglerungi sem hann bræddi úr hraunsteini frá Fuji eldfjallinu og búið þannig til sitt eigið táknmál úr náttúrulegu efni. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. Sýningunni lýkur 7.des- ember. Fjölþjóðaljóð í Slunkaríki STEMNINGIN fyrir frumsýn- ingu á Dokaðu við, „einnar kennslu- stundar“ löngu kammeróperu Kjart- ans Ólafssonar og Messíönu Tómasdóttur í Íslenzku óperunni kl. rúmlega ellefu fyrir hádegi sl. mið- vikudag, minnti óneitanlega mest á klassískt þrjúbíó með tilheyrandi brambolti og látum, enda áhorfendur allir á léttasta skeiði, 9 til 15 ára. En, viti menn – ólíkt því sem búast hefði mátt við, snarþagnaði allur skarinn þegar stykkið hófst og fylgdist hljóð- látur með án teljandi truflana, burt- séð frá stöku úlfsblístri til að ganga í augun á stelpunum. Hélzt svo allt til enda, og var það varla minnsta afrek dagsins að geta haldið jafnmikilli at- hygli jafnlengi og raun bar vitni. Íslenzkar barnaóperur hafa nokkrar orðið til á undanförnum fjórum áratugum. Óperur fyrir eldri aldursflokka grunnskólans eru aftur á móti af mun skornari skammti, þó e.t.v. sé fullstórt upp í sig tekið að kalla þetta verk fyrstu frumsömdu íslenzku unglingaóperuna eins og gert var í sýningarskrárgrein; a.m.k. minnugur Stúlkunnar í vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, jafnvel þótt sú kunni ekki að hafa verið markaðs- sett sem slík. Allt um það erum við sannarlega ekki ofsæl af slíkum verkum, sem telja verður með vandasamari viðfangsefnum þegar í hlut á einmitt sá markhópur sem verst hefur orðið úti í niðurgrotnandi tónmenntakennslu skyldunáms- stigsins á seinni árum. Hverju sem það nú er að kenna – nema ef líka spili inn í hvað tónmenntakennarar virðast almennt illfáanlegir til að sinna „agaminnstu“ aldursflokkun- um, þ.e. milli 11 og 16 ára. Lái þeim hver sem vill. Það var því gráupplagt framtak hjá Íslenzku óperunni að huga að framtíðarhlustendum sínum með þessum hætti. Á þeirri öld augans sem við nú lifum, þar sem gífurlegt sjónrænt afþreyingaráreiti blasir við æskulýðnum hvaðanæva, er ópera kannski sú klassíska tóngrein sem auðveldast á með að höfða beint til forsendulítilla neytenda – umfram algjöra tónlist, sem í fjarveru sjón- rænna hjálpartækja krefst gjarnan ákveðinnar forþekkingar. Þar var uppsetning dagsins vissu- lega veizla fyrir augað, með litríkum búningum, eggjandi sólódansi, snjallri lýsingu og tölvuvörpuðum af- ströktum bakgrunnum sem studdu vel við einfaldan allegórískan sögu- þráðinn um þroskaferil drengs er fæðist í þjóðsögu (Þulu Theodóru, „Stúlkurnar ganga sunnan með sjó“) en ferðast til nútímans, kynnist ást- inni og ákveður að leggja sitt af mörkum til að heimurinn geti litið bjartari daga. Ljóðin voru mörg hver bráðfalleg, þó að væru e.t.v. í þyngsta lagi fyrir söngtexta, sér- staklega handa jafnungri públík og hér var. Kannski hefði hjálpað upp á þær sakir að varpa þeim upp með textavél hússins. Líka vegna þess hvað alltaf fer þónokkuð forgörðum í óperusöng, enda að auki of dimmt í salnum til að fylgjast mætti auðveld- lega með prentuðum textum í sýn- ingarskrá. Söngvararnir skiluðu sínu með virktum, þó að hafsjór væri á milli raddgerða hins hlýlega tenórs Garð- ars Thórs og frekar kuldalega sópr- ans Mörtu Guðrúnar, og hefði hugs- anlega mátt nýta þær andstæður enn meir í leik og tónlist en gert var. Öllu minna höfðaði tónlist Kjartans Ólafs- sonar til undirritaðs, og kom kannski einkum tvennt til. Í fyrsta lagi ofur- gervilegt hljóðavalið úr rafhljóm- borðinu, er í löngum syndandi „hljómateppalögnum“ sínum fór fljótt að verða tilbreytingarlaust og þreytandi. Í öðru lagi, og sýnu verra, hvað lögin, sem voru að mestu í hefð- bundnum tónölum stíl, verkuðu, a.m.k. við fyrstu heyrn, sláandi óeft- irminnileg. Þrátt fyrir einstaka þokkalegt númer, þ.á m. tangódans- inn, virtist manni því fjarska fátt í músíkinni gefa fyrirheit um varan- legar vinsældir meðal íslenzkra ung- menna. Morgunblaðið/Þorkell Atriði úr unglingaóperunni Dokaðu við sem sýnd er í Íslensku óperunni. Veizla fyrir ungu augun TÓNLIST Íslenzka óperan Unglingaóperan Dokaðu við. Tónlist og tónlistarstjórn: Kjartan Ólafsson. Söngrit (úr ljóðum eftir Theodóru Thoroddsen, Þorstein frá Hamri og Pétur Gunn- arsson), leikstjórn, leikmynd, búningar og brúður: Messíana Tómasdóttir. Söngv- arar: Garðar Thór Cortes tenór, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran. Hljóðfæra- leikarar: Kjartan Ólafsson hljómborð/ dragspil, Kolbeinn Bjarnason flauta og Stefán Örn Arnarson selló. Dansar/ dansari: Aino Freyja Järvelä. Lýsing: Dav- id Walters. Hljóðmaður: Tómas Tóm- asson. Miðvikudaginn 12. október kl. 11.15. ÓPERA Ríkarður Ö. Pálsson Félagsstarf Gerðubergs kl. 16 Steinvör Bjarnadóttir, Steinka, opn- ar myndlistarsýningu. Hún fæddist árið 1930 og ólst upp við Bergþóru- götuna. Árin 1946 til 1947 sótti hún kvöldnám í Frístundamálaraskól- anum hjá Axel Helgasyni. Frá árinu 1954-60 vann hún sem hönnuður og teiknari hjá Leðurgerðinni og Feld- inum og hannaði öll veski sem fram- leidd voru þar á þessum árum. Eftir mörg ár sem húsmóðir fór hún í kvöldskóla í tvo vetur hjá Rúnu Gísladóttur. Síðan þá hefur hún mál- að fjölda mynda, bæði olíu- og vatns- litamyndir og haldið sýningar víða um landið. Sýningin stendur fram í janúar. Op- ið mánudaga til föstudaga kl. 10-17 og 13-16 um helgar. Verksmiðjan, Skólavörðustíg 4 kl. 17 Hlín Agnarsdóttir les úr bók sinni Að láta lífið rætast. Sunneva Vigfúsdóttir hönnuður er nýr með- limur í Verksmiðjunni. Fyrir eru Anna, Hildur, Jóhanna, Kristín, Rósa og Þorbjörg. Gunnukaffi Hvammstanga kl. 21 Djangótríóið Hrafnaspark frá Ak- ureyri leikur djasstónlist sem fellur undir sígaunadjass. Tríóið skipa Ólafur Haukur Árnason, Jóhann Guðmundsson og Pétur Ing- ólfsson. Tónlistarfélag Vestur Húnvetninga stendur fyrir tónleikunum. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.