Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 49 ANNAÐKVÖLD - LAUGARDAG BALL MEÐ BRIMKLÓ Dagskráin framundan er þessi: St afr æn ah ug m yn da sm ið jan /3 85 9 Sími 533 1100 broadway@broadway.is 5. des. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar 6. des. Jólahlaðborð, MOTOWN og Milljónamæringarnir Le´Sing 12. des. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar 13. des. Jólahlaðborð, MOTOWN og Milljónamæringarnir Le´Sing uppselt 19. des. Le´Sing 26. des. Papar og Brimkló 31. des. Sálin hans Jóns míns 1. jan. Nýársfagnaður Broadway 14. nóv. Rat Pack 15. nóv. Uppskeruhátíð hestamanna, Brimkló, Le'Sing uppselt 20. nóv. Herra Ísland 21. nóv. Le'Sing 22. nóv. Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir Le´Sing uppselt 28. nóv. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar Le´Sing 29. nóv. Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir, Le´Sing uppselt SÝNINGARDAGAR: TÓNLIST FRÁ:Í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI MOTOWN, VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ SJÖTTA OG SJÖUNDA ÁRATUGNUM LEIKSTJÓRAR: HAROLD BURR OG MARK ANTHONY. TÓNLISTARFLUTNINGUR: HLJÓMSVEITIN JAGÚAR SÖGUMAÐUR: PÁLL ÓSKAR THE SOUL OF: HEATWAVE 22. nóv. Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir 29. nóv. Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir 06. des.Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir 13. des.Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir Stevie Wonder Marvin Gaye The Temptations Diana Ross and The Supremes Smokey Robinson Four Tops og fleiri... Páll Rósinkranz, Harold Burr og Geir Ólafs eru Rat Pack á Broadway. 20 manna stórsveit undir stjórn Ólafs Gauks spilar undir. Gestasöngkona Bryndís Ásmundsdóttir. Missið ekki af þessari einstöku skemmtun! RatPack Hljómar og jólahlaðborð ...jólastemningin er hjá okkur! Föstudagskvöldin 28. nóvember, 5. og 12. desember Nýt t efni Leikhúspakki þar sem skemmtilegir þjónar þjóna til borðs. Öll laugardagskvöld! Uppskeruhátíð hestamanna HEFST Á MIÐNÆTTI Í KVÖLD Herra Ísland valinn fimmtudaginn 20. nóvember 2003 ÉG er ekki langskólagenginn en ég get ekki gert að því að mér finnst ályktun flokksins hans Össurar um afnám verð- tryggingar íbúðarlána grunnhyggnis- leg, og þótt ég sé hallur undir flokkinn er ég ekki sammála. Þetta er eins og baráttumál Framsóknar um 90 prósent íbúðarlán, sem gerir ekki annað en hækka verð húsnæðis eins og það hefur gert áður. Eða lenging íbúðarlána úr 25 árum í 40 ár, það lækkar greiðslubyrð- ina um andvirði einnar meðalstórrar pitsu á mánuði fyrir hverja milljón í lánum en lengir greiðslutímann um 15 ár og endanlegur kostnaður hækkar um milljónir. Ég er ekki í vafa um að marga munar um þennan greiðslumun á mánuði; 5–9 þúsund, en ég held að fólki hafi ekki verið gerð grein fyrir kostnaðinum, enda eitt af því sem ekki er kennt í grunnskóla. En aftur að upphafinu. Afnám verð- tryggingar er ekki einföld framkvæmd og hefur víðtæk áhrif. Eins og flestir aðrir hef ég tekið verðtryggð lán vegna íbúðarkaupa í gegnum árin og sé ekkert athugavert við það að þau hækki í samræmi við hækkun húsnæðisins. Meðan þau hald- ast í hendur við verðgildi húsnæðisins er ég ekki að tapa neinu. Af hverju ætti ég að græða á kostnað þeirra sem lán- uðu mér? Fyrir mér er ekki meginmál hvað ég skulda, heldur hver greiðslu- byrðin er. Annað er það, að ég sé ekki að þetta breyti neinu um rekstur húsnæðis. Af- borgun lána verður svipuð vegna þess að vextir hljóta að hækka í samræmi við afnám verðtryggingar og lækkar þar af leiðandi ekki greiðslubyrðina. Einu áhrifin eru þau að eignaaukning verður í húsnæðinu á kostnað þeirra sem lána. Þeir sem standa undir lánum til hús- næðis eru meðal annars lífeyrissjóðir. Ég held að flestir lífeyrissjóðir fjárfesti verulega í húsbréfum vegna öryggis þeirra. Ef verðtryggingin er tekin af þessum lánum hlýtur það að enda með skerðingu á greiðslum lífeyris eða að húsbréf verða óseljanleg og hver á þá að fjármagna kaupin? TRYGGVI HJÖRVAR, Austurbrún 35, 104 Reykjavík. Um afnám verðtrygg- ingar á íbúðalánum Frá Tryggva Hjörvar FYRIR síðustu jól skrifaði einhver ágætur tónlistarkennari í blöðin skýringar á setningunni „upp’ á stól stendur mín kanna“ úr jólavísunni gömlu „Jólasveinar ganga um gólf“. Hún taldi skýringuna vera að setn- ingin hlyti að eiga að vera „upp á hól, stend ég og kanna“. Þetta tel ég vera fráleita skýringu og fyrir alla muni farið ekki að breyta þessari gömlu vísu svona. Í barnæsku fékk ég þá skýringu frá móður minni að þarna væri átt við að þegar förusveinar og þá eins jólasveinar væru á ferð vissu þeir að þeirra biðu góðgjörðir á bisk- upssetrunum tveimur. Hólastóli og Skálholtsstóli, svo að „upp á stól stendur mín kanna“ var alveg í sam- ræmi við væntingar þeirra sem voru á ferð og væntu hressingar á „Stóln- um“. Mér hefur alltaf fundist þessi skýring svo „logísk“ að aðrar skýr- ingar séu hreint bull. Fyrir alla muni farið nú ekki að innprenta börnunum einhverjar breytingar á þessari gömlu og góðu jólavísu og að sjálfsögðu á að kenna „gildan staf“ en ekki gylltan staf, (skárra hefði það nú verið ríkidæmið í gamla daga, ef sveinarnir hefðu átt gyllta göngustafi ! ) Með kveðju til allra sem syngja! ÞRÚÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, kennari í Grunnskólanum í Búðardal. „Uppi á stól stendur mín kanna“ Frá Þrúði Kristjánsdóttur kennara í Búðardal SAMÞYKKT var einróma á aðal- fundi Hverfissamtaka Vatnsenda- hverfis „Sveit í borg“ hinn 14. októ- ber sl. að leggja niður formlega starfsemi samtakanna. Hugmyndir um virkt lýðræði á sviði landnýtingar og umhverfis- mála hafa undanfarin ár grundvall- ast á virku samráði á milli þeirra er hafa vald til ákvarðanatöku og þeirra sem þurfa að búa við þau skilyrði sem yfirvöld skapa þeim. Í þeim lögum sem fjalla um landnýt- ingu er lögð áhersla á slíkt samráð og að tekið sé tillit til athugasemda almennings, enda er það í anda þeirrar hugmyndafræði sem býr að baki lýðræðislegrar ákvarðanatöku. Í kjölfar ólíkra skoðana íbúa og ráðamanna í Kópavogi varðandi uppbyggingu á Vatnsendasvæðinu spratt upp hreyfing sem kallaði sig „Sveit í borg“, en m.a. vegna hvatn- ingar frá yfirvöldum Kópavogsbæj- ar voru mynduð formleg samtök. Markmið þeirra snerist um að skipulag á Vatnsendanum yrði unn- ið í sátt við náttúru og íbúa. Sam- tökin hafa átt ótal fundi með íbú- um, embættismönnum og bæjarstjórnarfulltrúum á sl. þrem- ur árum. Samtökin hafa sent frá sér á annan tug vel rökstuddra at- hugasemda við skipulagstillögur er tengjast Vatnsendasvæðinu. Ár- angur þessarar vinnu er því miður að mati íbúa og stjórnar „Sveit í borg“ sama og enginn. Íbúar spyrja sig hvaða merkingu yfirvöld leggi í að „taka tillit til“ athugasemda – er það að stefna að yfir 7.000 manna byggð á svæðinu á meðan íbúar óska eftir 3.000 manna byggð? Hvað merkir það þegar segir í Staðardagskrá 21 fyrir Kópavog að stefnan í skipulagsmálum sé að „byggð falli vel að umhverfinu“ – eru það 14 hæða byggingar í 450 m fjarlægð frá Elliðavatni? Þegar segir í sömu stefnu að byggð þróist í „sátt við náttúru, í samvinnu við íbúa og í anda sjálfbærrar þróun- ar“, þá vita Vatnsendabúar varla hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. Þeir neita að taka þátt í sýndarlýð- ræði bæjaryfirvalda. Þeir afþakka það hlutverk sem þeim hefur boðist í svokölluðu samráði hverfasamtak- anna og yfirvalda, sem hefur geng- ið út á að stjórn hverfissamtakanna hafa verið kynnt skipulagsáform stuttu fyrir formlega auglýsingu. Á því stigi í ákvarðanaferlinu virðist ekki vera möguleiki á að hnika til stórhuga áformum bæjarins. Það tillit sem tekið hefur verið til at- hugasemda vegna skipulags á Vatnsendanum er vart sjáanlegt. Fyrr en varir rís steinsnar frá El- liðavatni athafnasvæði og rúmlega 7.000 manna byggð, sem hýsir með- al annars tuttugu hæða byggingar, ofan á helstu reiðleiðir hestamanna á höfuðborgarsvæðinu og í sjónlínu við Heiðmörkina. Þar að auki er byggð skorin sundur af vegi sem næstu áratugina mun gegna hlut- verki stofnbrautar á höfuðborgar- svæðinu. Stjórn „Sveit í borg“ þakkar íbú- um í Vatnsendahverfi gott og ánægjulegt samstarf og óskar þess að yfirvöld í Kópavogi beri gæfu til þess í framtíðinni að hlusta og taka raunverulegt tillit til radda íbúa sinna. Það er leiðin til að vinna í anda Staðardagskrár bæjarins og að geta staðið undir þeirri staðhæf- ingu að það sé „gott að búa í Kópa- vogi“. KOLBRÚN KÓPSDÓTTIR, SIGRÍÐUR BR. SIGURÐARDÓTTIR, RUT KRISTINSDÓTTIR, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR og STEINUNN JÓNSDÓTTIR. Opið bréf til Kópavogsbæjar Frá stjórn „Sveitar í borg“ UTANGARÐSMENN og veglaust fólk hafa hér á landi eins og víða ann- arsstaðar í heiminum enga pólitíska fyrirgreiðslu og áhrif. Enginn ísl. póli- tískur flokkur hefur það á stefnuskrá að sinna þessu fólki og málefnum þess með fyrirgreiðslu. Það skal þó tekið skýrt fram, að ut- angarðsmenn eru ekki endilega geð- truflaðir. Vandamál þeirra er svo til eingöngu áfengisdrykkja úr hófi fram, því að Bakkus er þeirra húsbóndi. Og það verður að gera eitthvað fyrir þetta fólk, og það snarlega. Hinsvegar varð- andi þá geðfötluðu er neyðarástand þeirra skelfilegt víðast hvar í heim- inum. Í Kaliforníuríki í Bandaríkjun- um eru t.d. 50 þúsund geðfatlaðir í fangelsum. Meira að segja í fyrir- myndarríkinu Svíþjóð er ástandið í þessum málum algjörlega óviðunandi, og reyndar einnig skelfilegt, svo sem fram kom í fréttum um daginn varð- andi morðið á utanríkisráðherra þess lands, Önnu Lindh. Hver er niður- staða þessara mála á Íslandi? Hún er vissulega líka hér ömurleg. PÁLL G. HANNESSON, Ægisíðu 86, Reykjavík. Veglausir vandræðamenn Frá Páli G. Hannessyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.