Morgunblaðið - 17.11.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 312. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Kennsla
er list
Jón S. Guðmundsson hlýtur
verðlaun Jónasar 6
Frækinn
knapi
Hestamenn heiðra Reyni
Aðalsteinsson Hestar 25
Aþena er
takmarkið
Ragna og Sara stefna ótrauðar
á Ólympíuleikana Íþróttir B4
FORSETAKOSNINGARNAR í Serbíu í gær
voru ógildar vegna þess að kjörsóknin var ekki
nógu mikil og er þetta í þriðja skipti á rúmu ári
sem Serbum tekst ekki að
kjósa forseta, að sögn
óháðra eftirlitsmanna í
gærkvöld. Þeir sögðu að
kjörsóknin hefði aðeins ver-
ið um 38,5% en hún þurfti
að vera 50%.
Búist er við að opinberar
tölur um kjörsóknina og úr-
slitin verði ekki birtar fyrr
en eftir nokkra daga.
Lagasérfræðingar segja
að ekki verði hægt að efna til fjórðu forseta-
kosninganna fyrr en í fyrsta lagi í janúar þar
sem þing Serbíu var leyst upp í vikunni sem
leið og boðað var til þingkosninga 28. desem-
ber.
Tomislav Nikolic, forsetaefni þjóðernis-
sinna, fékk mest fylgi í gær, 46,5%.
Tókst ekki að
kjósa forseta
Belgrad. AFP.
Tomislav Nikolic
HRYÐJUVERKASAMTÖK Osama bin Lad-
ens, al-Qaeda, hótuðu í gærkvöldi hryðjuverk-
um í Tókýó og lýstu á hendur sér tveimur
sprengjutilræðum í Istanbúl og árás á ítalska
herlögreglumenn í Írak í vikunni sem leið.
Al-Majallah, arabískt vikublað í London,
kvaðst hafa fengið yfirlýsingu frá al-Qaeda í
gærkvöldi þar sem samtökin hótuðu að gera
árás í Tókýó ef Japanar sendu hermenn til
Íraks.
Blaðið sagði að al-Qaeda hefði einnig lýst á
hendur sér sprengjuárás á aðalstöðvar ítalskra
herlögreglumanna í írösku borginni Nasiriyah
á miðvikudaginn var. Nítján Ítalir og níu Írak-
ar létu þá lífið.
Fyrr um kvöldið skýrði arabíska dagblaðið
al-Quds al-Arabi frá því að það hefði fengið yf-
irlýsingu frá hryðjuverkasamtökunum um að
þau hefðu staðið fyrir sprengjuárásum í Ist-
anbúl sem kostuðu a.m.k. 23 menn lífiið á laug-
ardag.
„Þið munuð sjá bíla dauðans“
Í yfirlýsingu al-Qaeda fólst óbein hótun um
sams konar árásir í Bandaríkjunum. „Við segj-
um við glæpamanninn Bush og þjóna hans
meðal araba og útlendinga, einkum Breta,
Ítali, Ástrala og Japana: þið munuð sjá bíla
dauðans með eigin augum í miðju höfuðborgar
harðstjórnarinnar.“
Arabísk sjónvarpsstöð sendi í gær út hljóð-
ritað ávarp, sem sagt var komið frá Saddam
Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, þar sem
Írakar voru hvattir til að herða andspyrnuna
gegn hernámsliðinu í landinu. Hann sagði að
Bandaríkjamenn hefðu ekki gert sér grein fyr-
ir því hversu erfitt það yrði að hernema landið
og væru í „algerri sjálfheldu“.
Al-Qaeda
hótar árás-
um á Japan
Lýsir sprengjutilræð-
um í Istanbúl og Nas-
iriyah á hendur sér
Dubai, London. AFP.
Al-Qaeda/14
ÍSLENSK erfðagreining áætlar að hefja próf-
anir í byrjun næsta árs á lyfi sem dregið getur
úr líkum á hjartaáföllum. Gangi dæmið upp
samkvæmt væntingum má
reikna með að lyfið verði
komið á markað eftir um
fimm ár og ætti þá að geta
skilað fyrirtækinu gríðar-
legum tekjum. Fyrirtækið
hefur keypt nýtingarrétt-
inn á lyfinu af þýska lyfja-
fyrirtækinu Bayer AG, sem
hafði þróað lyfið við öðrum
sjúkdómi en lyfið náði ekki
að virka á þann sjúkdóm.
Hins vegar virðist lyfið virka á tiltekið eggja-
hvítuefni sem framleitt er af erfðavísi sem
eykur verulega hættuna á hjartaáföllum og
vísindamönnum ÍE hefur tekist að einangra.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, segir þetta mikilvægan áfanga,
ekki aðeins í sögu ÍE heldur einnig erfða-
fræðiiðnaðarins.
Kári Stefánsson: Áfangi af þeirri gerð
að maður tapar svefni af spenningi
„Þarna er verið að nota erfðafræði til að
einangra meingen og síðan erum við komnir
með lyf í hendurnar sem hefur áhrif á eggja-
hvítuefnið sem er búið til úr þessum meingen-
um. Fyrir okkur er þetta áfangi af þeirri gerð
að maður tapar svefni af spenningi,“ sagði
Kári í samtali við Morgunblaðið.
Að sögn Kára eru hjartaáföll banvænasti
sjúkdómur vestrænna samfélaga og takist að
þróa lyf sem hefur tilætluð áhrif er óhemju
stór markaður fyrir hendi við sölu á lyfinu.
„Það þarf ekki nema eitt lyf til að skila
óhemju tekjum. Ef við tökum til dæmis lyf
eins og líditor, sem er mest selda fitulækkandi
lyf í heimi, þá held ég að það sé rétt hjá mér
að heildarsalan á því lyfi sé 16 milljarðar doll-
ara á ári,“ segir Kári.
Með því að kaupa nýtingarrétt lyfsins og
hefja tilraunir þegar á næsta ári er Íslensk
erfðagreining að stytta ferlið frá uppgötvun til
vöru á markaði um a.m.k. fimm ár. Yfirleitt er
reiknað með að það taki a.m.k. tíu ár að þróa
lyf frá uppgötvun yfir í vöru og að kostnaður-
inn nemi um 500 milljónum dollara. Með þess-
um kaupum má áætla að ÍE sé að spara sér
fimm ára vinnu og um 250 milljónir dollara.
ÍE áætlar að hefja prófanir á lyfi gegn hjartaáföllum í byrjun næsta árs
Gæti skilað gríðarleg-
um tekjum eftir fimm ár
Kári Stefánsson
Styttir ferlið/4
ANNAÐ árið í röð fagnaði sundfólk í Íþrótta-
bandalagi Reykjanesbæjar bikarmeistaratitl-
inum í 1. deild. Sigur liðsins var afar öruggur
og að venju var titlinum fagnað með því að
bleyta vel í sigurliðinu í Sundhöllinni. Bik-
arinn fór þó ekki á bólakaf enda í öruggum
höndum þjálfarans, Steindórs Gunnarssonar.
En það voru ekki aðeins sundmenn og þjálf-
arar sem fengu bað því bæjarstjóranum, Árni
Sigfússyni, var einnig hent út í.
Morgunblaðið/Eggert
Suðurnesjamenn fagna glæstum sundsigri
Viljum harðari/B9
FJÁRFESTINGAR Baugs Group í Bretlandi
nema nú um 39 milljörðum króna eftir að fyr-
irtækið keypti um helgina, í félagi við aðra,
verslanakeðjuna Oasis Stores fyrir 19,6 millj-
arða króna. Baugur á tæplega 60% í Oasis og
er sá eignarhlutur því tæplega 12 milljarða
króna virði. Í haust keypti Baugur bresku leik-
fangaverslunina Hamleys og á yfir 90% í henni.
Verðmæti þess eignarhlutar er um 7 milljarðar
króna.
Baugur á einnig eignarhluti í verslanakeðj-
unum Big Food Group, 22%, House of Fraser,
10%, og Somerfield, 3,6%, og samtals eru þess-
ir hlutir um 19 milljarða króna virði. Þá lagði
Baugur fyrr á árinu rúmlega einn milljarð
króna inn í fasteignafélagið LXB Properties og
á um 10% í því félagi, en eignasafn þess er um
40 milljarðar króna.
Samanlögð tólf mánaða velta félaganna Oas-
is og Hamleys er um 33 milljarðar króna og hjá
þeim eru um 4.000 starfsmenn. Til samanburð-
ar má nefna að ef velta Pharmaco verður sam-
bærileg á síðustu þremur mánuðum ársins og
hún var á fyrstu níu mánuðum þess, þá mun fé-
lagið velta um 28 milljörðum króna í ár, en sú
velta er aðallega utan Íslands. Sambærileg tala
fyrir Bakkavör, sem er aðallega með starfsemi
í Bretlandi, er um 17 milljarðar króna.
Eign Baugs í breskum fyrir-
tækjum 39 milljarðar króna
Töluvert svigrúm/10
♦ ♦ ♦