Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SJÁVARAFURÐIR LÆKKA
Verð á sjávarafurðum mælt í SDR
hefur verið að lækka síðustu mánuði
og er nú 4,5% lægra en það var í apr-
ílmánuði. Þorsteinn Már Baldvins-
son, forstjóri Samherja, segir að ís-
lenskar sjávarafurðir eigi í harðri
baráttu á erlendum mörkuðum og
lækkun á verði sjávarafurða eigi
ekki að koma á óvart.
Baugur kaupir Oasis
Baugur hefur í félagi við stjórn-
endur Oasis Stores og Kaupþing
Búnaðarbanka keypt fataversl-
anakeðjuna Oasis Stores í Bretlandi
fyrir 19,6 milljarða króna. Hlutur
Baugs í keðjunni er tæplega 60%,
hlutur stjórnenda er rúmlega 30%
og hlutur Kaupþings Búnaðarbanka
er um 10%, en kaupin eru gerð í
gegnum fyrirtækið Noel Acquisit-
ions Limited.
Prófanir á nýju lyfi
Íslensk erfðagreining áætlar að
hefja prófanir í byrjun næsta árs á
lyfi sem dregið getur úr líkum á
hjartaáföllum. Gangi dæmið upp
samkvæmt væntingum má reikna
með að lyfið verði komið á markað
eftir um fimm ár og ætti þá að geta
skilað fyrirtækinu gríðarlegum
tekjum. Fyrirtækið hefur keypt nýt-
ingarréttinn á lyfinu af þýska lyfja-
fyrirtækinu Bayer AG, sem hafði
þróað lyfið við öðrum sjúkdómi en
lyfið náði ekki að virka á þann sjúk-
dóm.
Tókst ekki að kjósa forseta
Forsetakosningarnar í Serbíu í
gær voru ógildar vegna þess að kjör-
sóknin var ekki nógu mikil, eða und-
ir 50%, að sögn óháðra eftirlits-
manna. Er þetta í þriðja skipti á
rúmu ári sem Serbum tekst ekki að
kjósa forseta.
Al-Qaeda hótar árásum
Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda
hótuðu seint í gærkvöld árásum á
Tókýó í Japan og lýstu á hendur sér
tveimur sprengjutilræðum í Ist-
anbúl og árás á ítalska her-
lögreglumenn í Írak í vikunni sem
leið. Í yfirlýsingu hryðjuverka-
samtakanna fólst einnig óbein hótun
um sjálfsmorðsárás í Bandaríkj-
unum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Hestar 25
Vesturland 12 Bréf 26/27
Viðskipti 13 Kirkjustarf 29
Erlent 14 Dagbók 28/29
Daglegt líf 15 Leikhús 30
Listir 16 Fólk 30/33
Umræðan 17/20 Bíó 30/33
Forystugrein 18 Ljósvakar 34
Minningar 20/22 Veður 35
* * *
2003 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
„EIGIÐ BESTA HANDBOLTAMANN Í HEIMI“ / B7
Rúnar keppti til úrslita á þrem-ur áhöldum. Hann vann í æf-
ingum á bogahesti með einkunnina
8,80 og varð hlutskarpastur fyrir
æfingar sínar á tvíslá þar sem
hann fékk 9,10 í einkunn. Hann
vann síðan til bronsverðlauna fyrir
æfingar sínar í hringjum en fyrir
þær æfingar fékk hann 9,05 í ein-
kunn. Rúnar keppti einnig í fjöl-
þraut og hafnaði þar í fimmta sæti
með samtals 49,15 stig.
Kvennalandsliðið sem í voru
Harpa Snædís Hauksdóttir,
Gróttu, Hera Jóhannesdóttir,
Gróttu, Inga Rós Gunnarsdóttir,
Gerplu, Kristjana Sæunn Ólafs-
dóttir, Gerplu, og Tanja Björk
Jónsdóttir, Björk, varð í fjórða
sæti í liðakeppninni, en þetta var
fyrsta mót liðsins sem taka þátt í
Norðurlandamóti sem fram fer í
Svíþjóð og svo Evrópumót en það
er síðasta stórmótið í fimleikum
fyrir Ólympíuleika.
Inga Rósa varð hæst stúlknanna
í fjölþrautinni en hún lenti í sjötta
sæti með 30,65 stig. Inga keppti til
úrslita í gólfæfingum þar sem hún
varð í sjöunda sæti og hún varð í
fjórða sæti fyrir æfingar sínar á
slá. Harpa Snædís og Tanja kepptu
til úrslita á tvíslá. Tanja lenti þar í
sjötta sæti með 7,275 stig og
Harpa í áttunda með 6,975 stig.
Morgunblaðið/ÞÖK
Haukar töpuðu, 37:34, fyrir Magdeburg eftir hetjulega baráttu í leik liðanna í Meistaradeild Evr-
ópu í handknattleik á Ásvöllum í gær. Halldór Ingólfsson, sem hér reynir að fara framhjá Stefan
Kretzschmar, var markahæstur Hauka með 9 mörk en Kretzschmar gerði betur, skoraði 12 mörk.
Rúnar sigraði í
tveimur greinum
RÚNAR Alexandersson gerði góða hluti á Norður-Evrópumótinu í
fimleikum sem haldið var í Pert í Skotlandi um helgina, en þetta var
fyrsta stóra mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann tryggði sér
farseðilinn á Ólympíuleikana á heimsmeistaramótinu í sumar.
Patrekur
kominn
á ferðina
LANDSLIÐSMAÐURINN
Patrekur Jóhannesson er
aftur kominn á ferðina eft-
ir meiðsli en hann gekkst
undir aðgerð á hné í síð-
asta mánuði. Patrekur
skoraði 6 mörk þegar
Bidasoa burstaði Bar-
akaldo, 35:23, í spænsku 1.
deildinni í gær. Patrekur
kom eingöngu inn á til að
taka vítaköst og skoraði
úr sex af þeim sjö sem
hann tók. Heiðmar Fel-
ixson skoraði 3 mörk fyrir
Bidasoa.
Patrekur reiknar með
að leika sama leikinn á
miðvikudag þegar Bida-
soa mætir Ademar Leon,
það er að taka eingöngu
vítaköstin, en hann hefur
tekið stefnuna á að spila á
fullum krafti í leiknum
gegn Altea í lok mánaðar-
ins.
mánudagur 17. nóvember 2003 mbl.is
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is
• 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi
• Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar
• Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi
• Frábær staðsetning • Hagstætt verð
• Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda
• Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum
Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og
5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík.
Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða
afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem
verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin.
Fullbúin sýningaríbúð
Hafið samband við sölufólk
Verðdæmi:
með sér stæði í bílageymsluhúsi
2ja herb. 74 fm verð frá 12.000.000 kr.
3ja herb. 83 fm verð frá 12.980.000 kr.
4ra herb. 103 fm verð frá 14.700.000 kr.
Frábær staðsetning – hagstætt verð
Þórðarsveigur 4–6 Grafarholti
Stjórnbúnaður
fyrir
varmaskipta
Fasteignablaðið
// Ráðagerði
Ráðagerði var hjáleiga frá Nesi við Seltjörn.
Núverandi hús þar var byggt um 1880 en
hefur verið endurgert í nær upprunalegri
mynd. 20
// Skuggahverfi
Um 100 íbúðir verða byggðar í fyrsta áfanga
Skuggahverfis, verið er að selja þær núna
með nýstárlegum aðferðum segir markaðs-
stjóri. 34
// Náttpottar
Náttpottar, örnasetur og vatnssalerni í
sögulegu samhengi er viðfangsefnið í lagna-
pistli Sigurðar Grétars Guðmundssonar nú.
46
// Vinagerði
Leikskólinn í Langagerði 1 hefur verið
endurnýjaður. Frá því starfi, rekstri og
markmiði skólans segir í viðtali við Perlu
Torfadóttur. 50
!
!
!
"#
"
!!# $
!
%&
#%
#!
#
!!
!
!
!
!
'( %
)$"""*
! " #!"$% &
+
+
#+
+
'(,
) )(,
),* &
" +%
-.
(
$ $
/ 0 12$
345/ 6$
70 $0
$6$
8$12$
9 :$556$
'; $ <
,-
%
.
6$.$
'; $ <
,-
%
.
&
=
=
"
=&!
%=
=
%#
(
8 $(6
>
$
/
(
(
/
/
-
!+$% $
+$% $
==
NÚ ERU 10 til 20 lóðir í Hellna-
hrauni í Hafnarfirði lausar til úthlut-
unar fyrir atvinnuhúsnæði.
„Þetta er deiliskipulagt svæði fyr-
ir iðnað og atvinnulíf og nú geta
menn sótt um 10 til 20 lóðir á þessu
svæði, eftir stærð fyrirtækjanna, til
að byggja á þeim iðnaðarhúsnæði,“
sagði Helga Stefánsdóttir verkfræð-
ingur hjá umhverfis- og tæknisviði
Hafnarfjarðar.
„Í boði eru smáar sem stórar lóðir,
frá 2500 fermetrum, sem auðveldar
fyrirtækjum að horfa til framtíðar
með uppbyggingaráform í huga.
Svæði þetta sem um ræðir er inn-
rammað af fallegum fjallahring með
Keili í öndvegi og náttúruperluna
Ástjörn innan göngufæris. Á undan-
förnum árum hefur miðja höfuðborg-
arsvæðisins færst til suðurs sem
skapar Hafnarfirði ákveðið forskot
enda býr bærinn yfir kjöraðstæðum
fyrir atvinnustarfsemi. Greiðar sam-
göngur eru við alla borgarhluta
Reykjavíkur og nágrannasveitar-
félaga. Hafnarfjarðarhöfn er önnur
stærsta þjónustuhöfn í Norður-Atl-
antshafi fyrir fiskiskip og býður upp
á mikla möguleika varðandi inn- og
útflutning. Heildarorkukostnaður er
lægstur í Hafnarfirði samkvæmt
könnun Neytendasamtakanna.“
Er mikil ásókn í byggingarlóðir í
Hellnahrauni?
„Já, það hefur verið þó nokkuð
mikil eftirspurn eftir lóðum þar á síð-
ustu misserum. Nú þegar eru á
svæðinu stór fyrirtæki með starf-
semi sína, má þar nefna Furu, Gáma-
þjónustuna, Tækjatækni, Stein-
steypuna, Hlaðbæ-Colas og fleiri.
Þjónustmiðstöð Hafnarfjarðar er
einnig staðsett á þessu svæði.“
Hvaða starfsemi eru þið áhuga-
sömust um að fá á þessar lóðir sem
nú eru lausar til úthlutunar?
„Allflest atvinnustarfsemi gæti átt
þarna heima, en einkum myndu fyr-
irtæki í léttum iðnaði, framleiðslu-
fyrirtæki og verkstæði fá þarna góða
aðstöðu. Allar þessar lóðir eru í
hraunumhverfi, talið er tiltölulega
ódýrt að gera lóðirnar byggingar-
hæfar.
Atvinnulóðir í Hellna-
hrauni til úthlutunar
Gulu reitirnir sýna lausar lóðir í Hellnahrauni.NÆSTU mánuði munu birtast
reglulega myndir og upplýsingar um
gömul hús sem eru safnkostur í
Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
Um er að ræða á fimmta tug húsa
víðs vegar um land og má í því safni
sjá ágætis sýnishorn af húsakostir
landsmanna á fyrri tíð. Frá safninu
segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður og Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt rekur að nokkru
áhrif torfbæja á íslenska húsager-
ðalist fyrr og nú./30–31
Úr Húsasafni
LAGT er til að matsskýrsla framkvæmdaraðila
lýsi sem best og dragi fram öll veigamikil um-
hverfisáhrif framkvæmdar og geri grein fyrir at-
hugasemdum almennings og umsagnaraðila við
hana, að því er ráð er fyrir gert í frumvarpi til
laga um breytingu á lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram
að í lögum um mat á umhverfisáhrifum frá árinu
2000 er gert ráð fyrir endurskoðun þeirra fyrir 1.
janúar 2003 og er frumvarpið nú afrakstur vinnu
nefndar sem skipuð var til að endurskoða lögin.
Auk ofangreinds er lagt til að álit Skipulags-
stofnunar vegna endanlegrar matsskýrslu
framkvæmdaraðila verði umfjöllun um matsferlið
og niðurstöður matsskýrslu.
Þannig segir í 9. gr. frumvarpsins að Skipu-
lagsstofnun skuli senda framkvæmdaraðila um-
sagnir og athugasemdir sem henni berist og þeg-
ar þær hafi borist framkvæmdaraðila skuli hann
vinna endanlega skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum og þar eigi að gera grein fyrir fram-
komnum athugasemdum og umsögnum og af-
staða tekin til þeirra.
Rökstutt álit innan fjögurra vikna
Þá kemur fram að innan fjögurra vikna frá því
að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum liggur
fyrir skuli Skipulagsstofnun gefa rökstutt álit sitt
á því hvort hún uppfylli skilyrði laga og reglu-
gerða og að umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægj-
andi hátt. Telji Skipulagsstofnun að setja þurfi
frekari skilyrði fyrir framkvæmdinni eða gera
þurfi aðrar eða frekari mótvægisaðgerðir en
fram koma í skýrslunni skuli stofnunin tilgreina
skilyrðin og mótvægisaðgerðirnar og færa rök
fyrir þeim.
Þá er tekinn af allur vafi varðandi það að leyf-
isveitandi í samræmi við viðeigandi lög taki
ákvörðun um hvort leyfa skuli framkvæmd eða
ekki þegar fyrir liggi matsskýrsla þess sem
stendur að framkvæmdinni og álit Skipulags-
stofnunar. Leyfisveitanda ber að kynna sér mats-
skýrsluna sem unnin er af framkvæmdaraðila og
taka afstöðu til álits Skipulagsstofnunar á um-
hverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Loks er gert ráð fyrir því að málskotsréttur til
æðra stjórnvalds verði bundinn við leyfi til fram-
kvæmda á sveitarstjórnarstigi og takmarkist við
þá aðila sem eigi lögvarinna hagsmuna að gæta,
umhverfisverndarsamtök og hagsmunasamtök
eftir nánari reglum.
Einnig er lagt til að í stað þess að kæra megi
úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráð-
herra skuli ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu
framkvæmdarleyfis kæranleg til úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingarmála.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umhverfisáhrif lagt fram á Alþingi
Öll veigamikil umhverfisáhrif
komi fram í matsskýrslu
UMRÆÐUR hafa nýverið vaknað
um tuttugu ára gamlar hugmyndir
Stefáns Aðalsteinssonar búfjár-
erfðafræðings þess efnis að tvær
tegundir katta í Norður-Ameríku
eigi sér íslenska forfeður.
Talið er að íslenskir kettir hafi
komið með landnámsmönnum til
Ameríku í kring um árið þúsund.
Stefán segir rannsóknir sínar á
kattategundunum bandarísku hafa
komið til eftir að hann tók þátt í
rannsóknum á áhrifum bólusóttar á
blóðflokkauppbyggingu Íslendinga.
„Þar kynntist ég vísindamönnum
sem unnu síðan með mér að því að
bera saman kattastofninn á Íslandi
við kattastofna í Evrópu og Norður-
Ameríku.“
Litarhættir katta eru afar mis-
munandi og þeir eru misalgengir
eftir tegundum. Litarhættirnir eru
misjafnir frá einu landi til annars,
en líkir litarhættir gefa í skyn
skyldleika. „Við berum tíðni lit-
arhátta saman frá einu landi til ann-
ars, hverjir eru líkastir. Það kom í
ljós að bandarísku kettirnir eru lík-
astir íslenskum, hjaltlenskum og
sænskum köttum í litagerð. Við
birtum ritgerð um þessar nið-
urstöður sem var svo furðuleg að
enginn hefur viljað trúa þeim. Nið-
urstaðan var sú að tveir katta-
stofnar í Ameríku virtust vera ætt-
aðir frá Íslandi.“
Íslenskir villihögnar pöruðust
við breskar hefðarlæður
Íslensku kettirnir virðast hafa
verið samferða Leifi heppna og
fleiri mönnum sem komu til Norð-
austurstrandar Ameríku. „Þá voru
kattabelgir mikil verslunarvara og
einn loðbelgur af fressketti var á við
þrjú haustlambaskinn í verði. Þeir
gætu hafa tekið kettina með sér til
að hafa af þeim skinnin. Svo hafa
kettirnir lagst út þegar landnáms-
menn fóru og orðið villt dýr í nátt-
úrunni þarna og lifað af. Þegar
Bretar komu inn á þetta svæði, að-
allega til Boston og New York, hafa
kettirnir verið í umhverfinu. Læður
innflytjenda hafa farið út úr húsum
þegar þær komu til Vesturheims og
fundið sér villihögna af íslenskum
ættum til að parast við. Íslensku
villihögnarnir hafa síðan haldið
niðri heimilishögnunum með því að
drepa þá og íslenska eðlið farið al-
farið inn í stofninn sem kom frá
Bretlandi. Þessu eiga margir erfitt
með að trúa,“ segir Stefán. Sér-
staklega segir hann sagnfræðinga
efast um sannleiksgildi rannsóknar
sinnar, þeir segi skýringuna of
langsótta. Líffræðingar og tölfræð-
ingar séu þó hrifnari af tilgátunni.
Stefán segir engu að síður marg-
ar sögulegar staðreyndir styðja til-
gátu hans um að kettir hafi verið
meðferðis í víkingaferðum. „Það
eru til dæmis til lög frá 1525 þar
sem segir að skipstjórar sem ekki
höfðu kött um borð í skipi sínu væru
ábyrgir fyrir þeim skaða sem nag-
dýr yllu á varningi.“ Mögulegt væri
að renna frekari stoðum undir til-
gátu Stefáns og samstarfsmanna
hans með rannsókn á hvatbera-
erfðaefni, en Stefán segir ekki hafa
verið nægan vilja til þess meðal
fræðimanna.
Íslenskir landnámskettir
í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/RAX
Sagnfræðingar
efast, en líf- og töl-
fræðingar hrifnari
JÚPITER kom að landi með full-
fermi af síld eða um 1.360 tonn á
laugardaginn. Það er alltaf reisn
yfir þessum öldungi í skipaflot-
anum þegar hann leggur rólega
upp að löndunarkantinum.
„Síldin veiddist á Jökuldjúpi,“
sagði Jón Axelsson skipstjóri og fer
hún að mestu í bræðslu en all-
nokkuð fór þó í beitusíld fyrir smá-
bátana, bæði á Þórshöfn og ná-
grannabyggðarlögum.
„Mannskapurinn fer nú í nokk-
urra daga frí en síðan verður haldið
á veiðar, vonandi bæði síld og
loðnu,“ sagði skipstjórinn.
Morgunblaðið/Líney
Júpíter með fullfermi
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ÓLÍÐANDI er að launafólk á al-
mennum vinnumarkaði skuli eitt
þurfa að bera ábyrgð á sínum lífeyri
á sama tíma og lífeyrissjóðir opin-
berra starfsmanna eru með ríkis-
ábyrgð og getur varpað ábyrgðinni
yfir á aðra skattgreiðendur.
Þetta kemur fram í ályktun frá 24.
þingi Landssambands íslenskra
verslunarmanna, sem lauk um
helgina, þar sem þess er krafist að
þegar verði hafist handa við að sam-
ræma lífeyriskerfi landsmanna
hvort sem þeir vinni hjá hinu opin-
bera eða ekki.
Jafnframt er mótmælt „harðlega
þeim fyrirhugaða niðurskurði á sér-
eignasparnaði launafólks sem birtist
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar fyrir árið 2004“.
Þá lýsir þingið stuðningi við bar-
áttu Alþýðusambands Íslands til
jöfnunar lífeyrisréttinda launafólks í
starfi hjá hinu opinbera.
Áhersla á stöðugleika
Í ályktun um kjaramál er lögð
áhersla á að stöðugleika verði við-
haldið og stjórnvöld hvött til þess að
bera ábyrgð á sínum þætti í efna-
hagsstjórninni. Jafnframt er talið
nauðsynlegt að lægstu laun hækki
sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að
skattalækkanir sem rýri velferðar-
kerfið verði ekki skiptimynt í kom-
andi kjarasmaningum.
Samræm-
ingar kraf-
ist í lífeyr-
iskerfinu