Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 7

Morgunblaðið - 17.11.2003, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 7 SPAUGSTOFAN og Lesbók Morgunblaðsins fengu sérstakar viðurkenningar á degi ís- lenskrar tungu. „Spaugstofan hefur um árabil skemmt landsmönnum með gamanþáttum sínum í Rík- issjónvarpinu. Spaugstofumönnum hefur tek- ist einstaklega vel að ná til ólíkra aldurshópa og þeir kunna þá list að bregða á leik með tungumálið þannig að eftir er tekið,“ segir í rökstuðningi ráðgjafarnefndar menntamála- ráðherra um veitingu sérstakrar viðurkenn- ingar til Spaugstofunnar fyrir framlag hennar til íslenskrar tungu á undanförnum árum. Skemmtileg og skapandi málnotkun „Fyrir skemmtilega og skapandi málnotkun í bundnu máli og óbundnu, leggur nefndin til að Spaugstofan fái viðurkenningu á Degi ís- lenskrar tungu 2003 og mér er það mjög ljúft að hlíta þessum ráðum,“ sagði Tómas Ingi Ol- rich um leið og hann afhenti tveimur af fimm fulltrúum Spaugstofunnar, Sigurði Sigurjóns- syni og Karli Ágústi Úlfssyni, viðurkenn- inguna í formi verðlaunagrips er Brynhildur Þorgeirsdóttir hannaði sérstaklega af þessu tilefni. „Systir góð, sérðu það sem ég sé,“ voru upphafsorð þakkarræðu Karls Ágústs er hann flutti fyrir hönd þeirra félaga. „Á þessum orð- um hóf afmælisbarn dagsins eitt af sínum þekktari verkum, Grasaferð. Þessi orð höfum við Spaugstofumenn gert að okkar leiðarljósi öll þau ár sem við höfum starfað að því að létta fólki lund. Við höfum reynt að benda á hluti í umhverfi okkar, samfélagi okkar og sögu okkar, benda og spyrja um leið: sérðu það sem ég sé? Við erum semsagt á grasafjalli flesta daga. Að leita grasa til að sjóða úr þau seyði og þá grauta sem við teljum að geti orðið fólki gott. Okkar grasafjall er íslenskt sam- félag og íslensk tunga. Við erum kannski mis- heppnir, það eru ekki eintóm kosta- og kjarnagrös sem við finnum. Það kemur fyrir að við stöndum með í höndunum fulla tínu af illgresi og brenninetlum sem sumum getur sviðið undan. Það sem einum manni er illgresi getur öðrum verið fagurt blóm eða gómsæt- asta krás. Þetta eru orðnir hartnær tveir ára- tugir sem við höfum starfað saman við það að reyna að varpa nýju og vonandi skemmtilegu ljósi á atburði líðandi stundar. Kannski erum við ekki lengur unglingarnir í Grasaferðinni heldur minnum meira núorðið á Grasa-Guddu, sem vel að merkja er ævinlega leikin af karl- manni. Tengingar okkar við íslenskan menn- ingararf eru því býsna fjölbreyttar og marg- þættar. Spaugstofan þakkar fyrir sig.“ „Á meðan tungan gerir okkur orðlaus“ „Ég trúi að áhugi landsmanna á Morgun- blaðinu sé almennt nátengdur þeirri rækt- arsemi við íslenskt mál sem blaðið hefur alla tíð stundað,“ sagði Tómas Ingi Olrich er hann afhenti Þresti Helgasyni, umsjónarmanni Lesbókar Morgunblaðsins, viðurkenningu fyr- ir framlag Lesbókarinnar til íslenskrar menn- ingar og íslenskrar tungu á undanförnum ár- um. „Ef Morgunblaðið hefði ekki notið öruggrar stefnumörkunar í málrækt gæti það ekki stát- að af því upplagi sem það býr nú við. Morg- unblaðið er ekki létt lesefni, að ekki sé minnst á Lesbókina. Velgengni blaðsins, sem í mínum huga er nátengd þeim kröfum sem þjóðin ger- ir til ritaðs máls, segir því merkilega sögu, ekki aðeins um Morgunblaðið, heldur kannski fyrst og fremst um þjóðina. Þótt umfjöllun Morgunblaðsins um menningarmál sé um- fangsmikil, nýtur Lesbókin sérstöðu. Í nið- urstöðu ráðgjafarnefndarinnar segir: Lesbók Morgunblaðsins er í senn þáttakandi í og vett- vangur fyrir umfjöllun um íslenska og erlenda menningu og gerir grein fyrir hugmynda- straumum og menningarástandi samtímans. Þessu hlutverki gegnir Lesbókin af miklum metnaði.“ Í þakkarávarpi sínu sagði Þröstur Helgason að það gleddi hann mjög að fá að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd Lesbókar Morgunblaðsins og fólksins sem kemur að út- gáfu þess blaðs. Og það á degi tungunnar og Jónasar. „Tungan og Jónas eru auðvitað tengd órjúf- andi böndum, en Jónas var einnig frumkvöðull í íslenskri blaðaútgáfu. Hann stóð að útgáfu Fjölnis ásamt félögum sínum, Brynjólfi, Kon- ráði og Tómasi, og markaði djúp spor í sögu íslenskrar blaða- og tímaritaútgáfu með hon- um. Ein hugmynd lá þó öðrum til grundvallar við útgáfu Fjölnis og hún var sú að Íslend- ingar og íslensk menning þyrfti að eiga í sam- ræðu við umheiminn, við hið merkasta sem væri gert og hugsað í veröldinni. Og með þeirri samræðu átti að „vekja lífið í þjóðinni og halda því vakandi,“ eins og sagt er í inn- gangi fyrsta heftis tímaritsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta því um lesarann eða um samband milli fólks, um samræðu, þetta snýst um að við höfum eitthvað að segja við heiminn og að við segjum það á þann hátt að einhver vilji heyra. Þetta snýst um það að við getum hugsað á þessari tungu okkar, að við getum hugsað nýjar hugs- anir, að við getum sagt eitthvað nýtt á hverj- um degi og þannig lagt okkar skerf til sam- ræðunnar, hér sem annarsstaðar. Líkt og Fjölnismenn bentu á þá snýst þetta um að forðast doðann, að orða nýja hluti og gamla hluti á nýjan hátt. Á meðan tungan hugsar nýjar hugsanir, á meðan hún kemur okkur á óvart, á meðan hún orðar hlutina á óvæntan hátt; á meðan tungan gerir okkur orðlaus – þá lifir hún,“ sagði Þröstur Helgason. „Sérðu það sem ég sé?“ Morgunblaðið/Þorkell Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Jón S. Guðmundsson og Þröstur Helgason, hand- hafar viðurkenninga fyrir framlag til íslenskrar tungu og menningar og verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.