Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 14
ERLENT
14 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
TETRA
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
Öll fljónusta fyrir
TETRA símkerfi›
á einum sta›
Fjarskipti
framtí›arinnar
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
BANDARÍKJAHER rannsakaði í
gær hvort skotárás af jörðu hefði
orðið til þess að tvær herþyrlur
fórust í norðanverðu Írak á laug-
ardag. Sautján bandarískir her-
menn létu lífið og er það mesta
mannfall í hernámsliði Bandaríkj-
anna frá því að stríðið í Írak hófst í
mars. Bandarísk yfirvöld kynntu
um helgina áætlun um að flýta því
að Írakar taki við völdunum í land-
inu en sögðu ekkert um hvenær
bandarísku hersveitirnar yrðu kall-
aðar heim.
Fimm hermenn slösuðust þegar
þyrlurnar tvær, sem voru af gerð-
inni Black Hawk, hröpuðu niður í
íbúðarhverfi í Mosul, þriðju
stærstu borg Íraks. Eldar kvikn-
uðu í nokkrum húsum en yfirvöld
sögðu að enginn íbúanna hefði látið
lífið.
Sjónarvottar sögðu að þyrlurnar
hefðu lent í árekstri og nokkrir
þeirra sögðu að a.m.k. önnur þeirra
hefði orðið fyrir árás. Að sögn
CNN-sjónvarpsins telja yfirmenn
hersins hugsanlegt að hleypt hafi
verið af byssum á aðra þyrluna.
Hún hafi þá hækkað flugið og rek-
ist á hina þyrluna, þannig að þær
hefðu báðar hrapað.
Alls hafa nú 422 bandarískir her-
menn beðið bana í Írak, þar af 283
frá því að George W. Bush Banda-
ríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí að
meiri háttar átökum væri lokið í
landinu.
Hernáminu ljúki
formlega í júní
Íraska framkvæmdaráðið í Bagd-
ad samþykkti á laugardag áætlun
Bandaríkjastjórnar um að mynduð
yrði írösk bráðabirgðastjórn fyrir
lok júní. Samkvæmt áætluninni á
íraskt bráðabirgðaþing að koma
saman ekki síðar en í maí til að
semja um myndun stjórnarinnar og
stefnt er að því að efnt verði til
þingkosninga fyrir lok ársins 2005.
Donald Rumsfeld, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
að þótt hernáminu lyki formlega í
júní þegar íraska bráðabirgða-
stjórnin tæki við völdunum yrðu
bandarísku hersveitirnar ekki kall-
aðar heim strax. Gert er ráð fyrir
því að íraska framkvæmdaráðið og
bandaríska hernámsstjórnin semji
fyrir mars á næsta ári um hlutverk
bandarísku hersveitanna í landinu.
Hugsanlegt er að niðurstaða samn-
ingaviðræðnanna verði sú að
bandaríska herliðið verði í ár til
viðbótar í Írak og að þeim tíma
liðnum verði metið hvort ástæða sé
til að framlengja hersetuna.
Sautján Bandaríkjamenn létu lífið er herþyrlur hröpuðu í Írak
Herinn rannsakar hvort
skotið var á þyrlurnar
Reuters
Flaki bandarískrar herþyrlu lyft eftir að hún og önnur þyrla hröpuðu í
írösku borginni Mosul á laugardag. Sautján hermenn létu lífið.
Bandaríkin kynna áætlun um að flýta
því að Írakar taki við völdunum
Mosul. AP, AFP.
! $
%
! "#
$# %#&' ()*+,* -.*./0 ' '*.1
- . / 0
* 1
1 * 2
'*.1
34%$ +'$"$ % ," 5"+6 &
! " %% %
/
# &23
)( +" 7 %(&%$8
.9
452 6 754 34 78
:% 4
)( $" 7 8 92
5
"#
9
#
ARABÍSKA dagblaðið al-Qods al-
Arabi kvaðst í gærkvöld hafa fengið
yfirlýsingu frá hryðjuverkasamtök-
unum al-Qaeda þar sem því væri lýst
yfir að þau hefðu staðið fyrir tveimur
tilræðum í Istanbúl sem kostuðu að
minnsta kosti 23 menn lífið á laug-
ardag. Ísraelskir sérfræðingar að-
stoðuðu í gær tyrknesk yfirvöld við
rannsókn á tilræðunum og að sögn
tyrkneskra fjölmiðla bendir flest til
þess að þetta hafi verið þaulskipu-
lagðar sjálfsmorðsárásir á vegum al-
þjóðlegra hryðjuverkasamtaka.
Miklar skemmdir urðu á tveimur
samkunduhúsum gyðinga þegar
sendibílum, hlöðnum sprengiefni,
var ekið að byggingunum og þeir síð-
an sprengdir í loft upp. Fjölmenni
var við bænahald í samkunduhúsun-
um, Neve Shalom og Beth Israel,
þegar sprengingarnar urðu.
Yfir 300 manns særðust og um 70
þeirra voru enn á sjúkrahúsi í gær.
Að minnsta kosti sex gyðingar létu
lífið í árásunum, en flest hinna fórn-
arlambanna voru múslímar sem voru
staddir fyrir utan samkunduhúsin.
Fjórir menn voru yfirheyrðir í
tengslum við rannsóknina í gær en
látnir lausir þar sem ekkert kom
fram sem benti til þess að þeir væru
viðriðnir árásirnar.
Hafin var rannsókn á líkamsleif-
um tveggja manna, sem talið er að
hafi framið hryðjuverkin og óstað-
festar fregnir hermdu að svo virtist
sem þeir væru arabar.
Voru varaðir við hugsanlegum
tilræðum al-Qaeda
Tyrkneskir embættismenn sögðu
að tilræðin hefðu verið skipulögð
með það að markmiði að valda sem
mestu manntjóni. Róttæk hreyfing
tyrkneskra íslamista, IBDA-C, var
sögð hafa lýst tilræðunum á hendur
sér en tyrknesk yfirvöld voru efins
um að hún gæti framið svo þaul-
skipulögð hryðjuverk. Þau sögðu að
svo virtist sem árásarmennirnir
tengdust al-Qaeda eða öðrum alþjóð-
legum hryðjuverkasamtökum.
Tyrkneskir embættismenn sögðu
að fyrir árásirnar hefðu borist upp-
lýsingar um að al-Qaeda kynni að
vera að undirbúa hryðjuverk í Tyrk-
landi. Hermt er að ísraelska leyni-
þjónustan hafi tvisvar varað Tyrki
við hættu á árásum al-Qaeda.
Al-Qaeda lýs-
ir árásunum
á hendur sér
Istanbul. AFP, AP.
Sprengjutilræðin í Istanbúl
KATHLEEN Blanco var á
laugardag kjörin ríkisstjóri
Louisiana í Bandaríkjunum.
Er það í fyrsta
skipti sem
kona gegnir
þessu emb-
ætti.
Blanco, sem
er demókrati,
sigraði rík-
isstjóraefni
Repúblik-
anaflokksins,
Bobby Jindal.
Hann er af indverskum ættum,
sonur innflytjenda frá Punjab
á Norður-Indlandi.
Kosningarnar í Louisiana
vöktu verulega athygli að
þessu sinni. Íbúar þar eru jafn-
an taldir til hinna íhaldssam-
ari í Bandaríkjunum og þótti
því tíðindum sæta að kona og
litaður maður af erlendum
uppruna tækjust á um þetta
valdamikla embætti.
Kona kjörin
ríkisstjóri
New Orleans. AP.
Kathleen Blanco
smíðastöðinni sem hafði verið gefið
leyfi til að skoða skipið. Ekki liggur
fyrir hvers vegna landgangurinn
hrundi.
Talsmaður á sjúkrahúsi í Saint-
Nazaire segir að fórnarlömbin hafi
fallið úr mikilli hæð.
Búist er við að smíði skipsins verði
haldið áfram á þriðjudag en verið var
að leggja lokahönd á smíðina þar sem
skipið var í þurrkví er slysið varð á
laugardag. Afhenda á skipið Cunard,
fyrirtæki sem sér um rekstur
skemmtiferðaskipa, í næsta mánuði.
FRANSKUR saksóknari hefur hafið
dómsrannsókn á því hvort um hafi
verið að ræða manndráp og líkams-
tjón af gáleysi þegar 15 manns biðu
bana á laugardag í skipasmíðastöð í
Frakklandi.
Fólkið fórst þegar landgangur
milli stærsta skemmtiferðaskips
heims, Queen Mary II, og bryggju
hrundi í skipasmíðastöðinni í Saint-
Nazaire. Tíu ára barn var í hópi
þeirra sem féllu 15-20 m til jarðar og
létu lífið.
„Það er enn of snemmt að koma
fram með getgátur um orsakir þessa
harmleiks,“ sagði Pierre-Marie
Block saksóknari við blaðamenn í
gær.
Tíu liggja þungt
haldnir á sjúkrahúsi
Dómsrannsóknir af þessu tagi eru
ætíð gerðar í Frakklandi þegar um
vinnuslys sem valda manntjóni er að
ræða. Franskir embættismenn segja
að um þrjátíu manns hafi verið á upp-
hækkuðum landganginum, þar á
meðal börn sem voru í heimsókn í
skipasmíðastöðinni.
Tíu hinna slösuðu liggja þungt
haldnir á sjúkrahúsi. Fórnarlömbin
voru fjölskyldur verkamanna í skipa-
Skipið er 345 metra langt og 72
metra hátt eða á stærð við 21 hæðar
hús. Það vegur 150 þúsund lestir eða
tvöfalt meira en Queen Elizabeth II
en stærstu farþegaskip sem nú eru í
siglingum eru um 138 þúsund tonn.
Alls verður rúm fyrir 2.600 farþega
um borð.
Skipið kostar um 696 milljónir
evra eða rúma 62 milljarða króna.
Fargjaldið verður frá 1.000 evrum,
um 90 þúsund krónum, til allt að 30
þúsund evrum eða 2,7 milljónum
króna.
Manndráp af gáleysi?
Saint Nazaire. AFP.
Reuters
Jacques Chirac, forseti Frakklands (annar frá vinstri), og Jean-Pierre Raff-
arin forsætisráðherra (t.h.) skoðuðu í gær skipasmíðastöðina þar sem 15
manns létu lífið á laugardag þegar landgangur skemmtiferðaskips hrundi.
Rannsókn á slysi
sem kostaði
fimmtán manns
lífið í franskri
skipasmíðastöð