Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 15

Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 15 Spurning: Fyrir 5–6 árum var fót- ur tekinn af konunni minni. Hún er alltaf kvalin af svokölluðum „draugaverkjum“, er alveg ómögu- leg, á bágt með svefn og er ónóg sjálfri sér. Verkjalyf virðast ekk- ert duga. Hvaða ráð er við þessu? Svar: Allir sem gangast undir af- limun, hvort sem það er gert vegna slysfara eða sjúkdóms, geta fengið draugaverki eða stúfverki. Draugaverkir (phant- om pain) koma fyrir eftir allt að 70% af- limana. Þetta eru óþægindi eða verkir í limnum sem búið er að fjarlægja og þess vegna eru þetta kallaðir draugaverkir. Orsakir draugaverkja eru óþekkt- ar en flest bendir til að verkirnir séu upprunnir í mænu eða heila. Þeir sem höfðu verki í viðkomandi útlim áður en hann var fjarlægður eru í meiri hættu en aðrir að fá draugaverki. Hjá flestum, en ekki öllum, hverfa þessir verkir smám saman með tímanum. Meðferð draugaverkja er erfið og mjög ein- staklingsbundið hvað hentar hverj- um og einum. Þannig þarf að prófa sig áfram og það getur tekið lang- an tíma. Oftast er byrjað með lyfjameðferð en venjuleg verkjalyf gera yfirleitt ekkert gagn. Þung- lyndislyf hjálpa sumum og floga- veikilyf öðrum en þessi lyf þarf að taka reglulega í nokkrar vikur áð- ur en fullreynt er með árangur. Róandi og kvíðastillandi lyf geta stundum gert gagn og einnig má reyna sterk geðlyf eins og þau sem notuð eru við geðrofi og geð- klofa. Nokkur önnur lyf hafa verið reynd. Ýmsar útfærslur á rafert- ingu tauga hafa verið reyndar og gefa stundum góða raun. Stundum getur verið þess virði að reyna dá- leiðslu eða hugræna þjálfun eins og slökun eða íhugun en árangur af slíku við draugaverkjum er óviss. Stúfverkir (stump pain) sem eru verkir í stúfnum eftir aflimunina, eru því verkir í vefjum sem hafa ekki verið fjarlægðir og þess vegna nokkuð annars eðlis en draugaverkir. Stundum eru draugaverkir og stúfverkir til staðar sam- tímis. Taug sem er skorin í sundur hefur tilhneigingu til að vaxa fram aftur og eftir aflimun getur tauga- vefur hrúgast upp í hnúð í enda stúfsins. Þetta er oftast ástæðan fyrir stúfverkjum vegna þess að taugarnar í þessum hnúð verða mjög viðkvæmar. Stundum er þessi taugahnúður fjarlægður með skurðaðgerð en hann hefur til- hneigingu til að myndast aftur. Hér gildir svipað og með drauga- verki að meðferð er oft erfið og getur þurft að prófa sig áfram. Ef gervilimur er notaður getur þurft að laga tenginguna við stúfinn. Reyna má meðferð með lyfjum og rafertingu svipað og lýst var fyrir draugaverki. Engin ástæða er til að vera illa haldinn af draugaverkjum eða stúfverkjum án þess að reyna ein- hverja meðferð vegna þess að oft finnst eitthvað sem bætir ástandið. Þeir sem eru með slíka verki ættu því að fara til læknis og ræða möguleg meðferðarúrræði.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Hjá flestum hverfa þessir verkir smám saman með tímanum.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Hvað eru draugaverkir? Aukin sjónvarps- og tölvu-notkun á stóran þátt í auk-inni ofbeldishneigð ung-menna og sérstaklega pilta. Þetta segir dr. Christian Pfeiff- er, lögfræðingur og forstöðumaður KFN-rannsóknastofnunarinnar í af- brotafræðum, sem staðsett er í Hannover. Pfeiffer, sem er staddur hér á landi í boði Þýsk-íslenska fé- lagsins Germaniu, heldur tvo fyrir- lestra í dag þar sem hann mun m.a. ræða þá þróun sem orðið hefur á fjöl- miðlanotkun barna og unglinga í Þýskalandi. Fjórða hvert sex ára barn með eigið sjónvarp „Því miður verður það æ algengara að foreldrar leyfi ungum börnum að hafa eigið sjónvarpstæki í her- bergjum sínum,“ segir Pfeiffer. „Strax við sex ára aldur er fjórðungur barna í Þýskalandi með sjónvarps- tæki í herberginu sínu og helmingur unglinga á aldrinum 13-15 er með eigið tæki. Sömu- leiðis hefur helmingur ung- linga á þessum aldri yfirráð yfir eigin tölvu.“ Hann segir algengt að drengir spili ofbeldisfulla tölvuleiki. „Eftir því sem þeir spila meiri tölvuleiki og horfa meira á sjónvarp því verri verður náms- árangur þeirra. Stúlkurnar eru ekki eins áhugasamar um sjónvarp og tölvur og þetta leiðir til þess að bilið á milli námsárangurs drengja og stúlkna verður sífellt breiðara.“ Pfeiffer stjórnaði m.a. viðamikilli rannsókn þar sem rætt var við 26 þúsund unglinga á aldrinum 14-16 ára um aðstæður þeirra. „Rann- sóknin sýndi að sjónvarps- og tölvu- notkun drengja var að meðaltali tveir og hálfur tími á virkum dögum og fjórir tímar um helgar,“ segir hann. „Þriðjungur drengj- anna eyddi meira en fjórum tímum fyrir framan skjáinn alla daga.“ Hann segir þann hóp drengja, sem stundar ekki skólann, sömuleið- is fara vaxandi. „Þá vantar hvatningu til þess þar sem einkunnir þeirra fara lækkandi. Í dag eru piltar tveir þriðju hlutar þeirra sem hætta í skóla án þess að ljúka nokkru prófi en fyrir 10 árum var hlutfallið jafnt milli drengja og stúlkna.“ Í framhaldinu fái þeir síður vinnu og leiðist frekar út á glæpabrautina. Það er þó fleira sem hefur áhrif á ofbeldishneigð unglinga og nefnir Pfeiffer sérstaklega þá staðreynd að bilið milli ríkra og fátækra fari vax- andi. „Hlutfall þeirra sem lifa á fé- lagslegum bótum hefur fjórfaldast á síðustu tuttugu árum þannig að stór hluti barna og ung- linga býr við fátækt, sérstaklega í stórum borgum. Á hinn bóginn hefur hlutfall þeirra barna sem búa við ríki- dæmi tífaldast á sama tíma.“ Þetta skapi aftur gremju og spennu meðal ungs fólks. Loks segir Pfeiffer þessi vandamál tengjast innflytjendum, sérstaklega frá Tyrklandi og Austur-Evrópu, og þeirri menningu að karlmennirnir ráði og stjórni innan fjölskyldunnar. Heimilisofbeldi sé mun algengara meðal þeirra en innfæddra Þjóðverja. „Rannsóknin sýndi að um 24% ungra Tyrkja höfðu verið barðir í æsku svo illilega að óska varð eftir aðstoð lækn- is. Til samanburðar var sambærileg tala fyrir þýsk ungmenni 8%. Sömuleiðis spurðum við krakkana hvort þeir höfðu orðið vitni að því að faðirinn legði hendur á móðurina síðastliðna tólf mánuðu. 32% ungra Tyrkja svöruðu því ját- andi en sambærileg tala fyrir þýsku börnin var 8-12%.“ Þetta leiðir svo aftur af sér aukið ofbeldi í skólum og á götum úti, að sögn Pfeiffers, sér- staklega meðal drengja. Glæpatíðni þrefaldaðist á 15 árum Pfeiffer bendir þó á að heimilis- ofbeldi hafi farið minnkandi meðal innfæddra Þjóðverja og því hafi of- beldis- og glæpatíðni ungmenna ekki aukist í Þýskalandi síðan 1998. Fimmtán árin þar á undan hafi glæpatíðni í þessum hópi hins vegar þrefaldast. Pfeiffer segir mikilvægt að for- eldrar takmarki aðgang barna að sjónvarpi og tölvum en hins vegar sé ekki heppilegt að banna þeim að nota slíkt. Þegar það væri gert færu börn- in heim til vina sinna og foreldrarnir missa alfarið stjórn á sjónvarps- og tölvunotkun barna sinna. „Best er þegar foreldrar sýna börnum sínum áhuga með því að leika mikið við þau, sýna þeim ástúð og ganga á undan með góðu fordæmi. Aðeins þessum foreldrum tekst að hafa jákvæð áhrif á börn sín í þessu sambandi.“ Fyrri fyrirlestur Pfeiffers er milli kl. 12 og 13.30 á Grand Hóteli í dag. Sá síðari, sem haldinn er í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands og Félagsfræðingafélag Ís- lands, hefst kl. 16 í aðalbyggingu HÍ. Aukin skjánotkun eykur ofbeldi ben@mbl.is Christian Pfeiffer  UNGLINGAR Eftir því sem þeir spila meiri tölvuleiki og horfa meira á sjónvarp því verri verður námsárangur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.