Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 21

Morgunblaðið - 17.11.2003, Side 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 21 ✝ Guðrún Péturs-dóttir fæddist á Sauðárkróki 10. jan- úar 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 5. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson á Sauðár- króki, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1951 og Ólafía Sig- urðardóttir, f. 30. apríl 1898, d. 5. maí 1983. Pétur var son- ur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum í Skagafirði og konu hans Guðrúnar Eggertsdótt- ur frá Skefilsstöðum. Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar á Ket- ilseyri í Dýrafirði og konu hans Dagbjartar Helgu Jónsdóttur frá Læk í Dýrafirði. Systkini Guðrún- ar: Rafn Alexander, f. 1918, d. 1997, maki Karólína Júlíusdóttir, látin; Sigrún Dagbjört, f. 1921, maki Jóhann Kristjánsson, látinn; Björg, f. 1923, d. 2000, maki Jón Sigurðsson; Elínborg f. 1925, maki Harold Cassels, látinn; Guðný f. 1927, maki Ragnar Ágústsson; Olga f. 1928, d. 1999, maki Bjarni Páll Thorarensen; Ingibjörg f. 1930, maki Jakob Sig- Dorothea Grätz, f. 5. nóvember 1953, börn þeirra a) Edda, f. 4. apríl 1979, b) Kristófer Páll Horst, f. 29. apríl 1984, d. 17. júní s.á. og c) Alexander Kristófer, f. 13. janúar 1986. Síðari maki Ólafs er Gisela Wendlowski, f. 24. sept- ember 1961. 3) Edda, f. 25. apríl 1953, maki Guðjón St. Marteins- son, f. 10. júlí 1953, börn þeirra a) Hrund Guðrún, f. 1. ágúst 1975, maki Sævar Dór Halldórsson, f. 17. apríl 1974, b) Ólafur Valur, f. 2. ágúst 1984 og c) Katrín Heiða, f. 27. febrúar 1992. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki að undanteknu hálfu öðru ári í bernsku er foreldrar hennar bjuggu í Reykjavík. Hún hélt ung úr heimahúsum til Reykjavíkur og var þar m.a. í kvöldskóla KFUM og við ýmis störf. Lengst starfaði hún við verslunarstörf; fyrir hjónaband lengi í vefnaðar- vörudeild Verslunarinnar Edin- borgar í Hafnarstræti og er hún hélt út á vinnumarkaðinn á ný, þá tæplega sextug, í Seymu hf til starfslokaaldurs. Guðrún lagði stund á fimleika á sínum yngri ár- um, var m.a. í úrvalsflokki Ár- manns undir stjórn Jóns Þor- steinssonar. Hún var jógakennari um nokkurra ára skeið á fyrstu árum jógakennslu hér á landi og var mikil göngu- og útivistar- kona. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. urðsson; Ingigerður f. 1931, d. 1998, maki Sigmundur Magnús- son; Edda, f. 1933, maki Raymond LeMay; Hrafnhildur, f. 1936, d. 1937; Hrafnhildur Ester, f. 1939, maki Pétur Pálmason, látinn; Brynja f. 1942, d. 1995, maki Guðmund- ur Ólafsson. Guðrún giftist 27. maí 1945 Guðgeiri Ólafssyni, f. 27. maí 1920. Foreldrar Guð- geirs voru Ólafur G. Einarsson á Bræðraparti í Laugardal í Rvík. f. 1. september 1887, d. 19. júní 1974 og kona hans Magdalena Margrét Benediktsdóttir, f. 13. maí 1891, d. 7. júní 1930. Síðari kona Ólafs var Guðrún Magda- lena Halldórsdóttir, f. 14. júlí 1908, d. 29. apríl 1993. Börn Guð- rúnar og Guðgeirs eru: 1) Pétur, f. 17. mars 1946, maki Sigrún V. Ásgeirsdóttir, f. 19. október 1944, börn þeirra a) Ásgeir Ólafur, f. 8. mars 1970, sonur hans Mikael, f. 9. desember 1999, b) Kjartan Brjánn, f. 10. apríl 1978, og c) Gunnar Geir, f. 18. apríl 1981. 2) Ólafur, f. 2. maí 1948, fyrri maki Æskuárin á Sauðárkróki voru umvafin dýrðarljóma í minning- unni. Heimilið þar sem mikil reglu- semi ríkti, foreldrarnir sem voru samtaka í að annast um stóra barnahópinn sinn og amman góða, hún Dagbjört, sem var traust þeirra og skjól. Og ekki síst bróð- irinn og systurnar allar. Þau systkinin fóru snemma að taka til hendinni, eldri systurnar gættu þeirra yngri, allir urðu að hjálpast að. Gunna litla var mikil veiðikló og átti alltaf snæri og öngul í vasa og renndi fyrir fiski á bryggjunni þegar tækifæri gafst. Barnapöss- unin og sú ábyrgð sem henni fylgdi gerði hana snemma sjálf- stæða og sjálfbjarga og fylgdi henni alltaf síðan að hún gafst ekki upp fyrir vandamálum heldur fann lausn á hverju máli. Ekki verður munað að hún hafi sagt að eitthvað væri ekki hægt heldur var við- kvæðið: við finnum ráð við því. Hún kærði sig ekki um að apa eftir öðrum heldur tók sjálfstæðar ákvarðanir og fór sínu fram. Hún var lítið fyrir að trana sér fram eða láta á sér bera. En hún lét ekki vaða yfir sig, hún hélt stolti sínu og sjálfstæði til síðasta dags. Hún var reglusöm og skipulögð í öllu sínu, hver hlutur á sínum stað. Sextán ára gömul fer Guðrún að heiman. Nú varð hún að standa á eigin fótum. Hún þráði að leita sér mennta en til þess voru lítil ráð. Þennan fyrsta vetur fyrir sunnan var hún í vist hjá Guðnýju föð- ursystur sinni í Sogahlíð í Soga- mýri. Sumarið eftir er hún heima á Króknum en það sumar dó litla systir hennar, Hrafnhildur, efni- legt og fallegt barn. Sat Guðrún hjá litla rúminu og hélt í hönd telpunnar er hún gaf upp andann. Litla systir var með meðfæddan hjartagalla sem læknavísindi þess tíma réðu ekki við. Haustið eftir fer Guðrún aftur suður og Dadda systir með henni og þær njóta áfram stuðnings hvor af annarri eins og þær höfðu gert í barnapössuninni fyrir norðan, systur og bestu vinkonur. Þennan vetur er hún í skjóli frænda síns að vestan á Eiríksgötunni og kemst í kvöldskóla KFUM en Dadda fer í vist. Veturinn eftir ræðst Guðrún í vinnu hjá Edin- borgarversluninni í Hafnarstræti og er brátt orðin afgreiðsludama í vefnaðarvörudeild. Þar vann hún þar til hún gifti sig og líkaði afar vel. Þær Dadda fengu í stríðs- byrjun leigða litla íbúð við Vífils- götu og undu hag sínum hið besta. Gerðust þær mjög hagsýnar hús- mæður, tóku alltaf frá ákveðinn hluta af kaupinu sínu sem skyldi fara til heimilishaldsins. Þær voru sparsamar og héldu vel á, keyptu sín kol og ræktuðu meira að segja sínar eigin kartöflur. Á Vífilsgöt- unni varð, eins og seinna á Miklu- brautinni, miðstöð og móttaka fyr- ir systurnar að norðan, bæði þegar þær áttu erindi suður og eins flutti Ella systir alveg til þeirra. Þær systurnar fóru mjög oft í Sundhöllina. Þar sáu þær stundum ungan, ljóshærðan og myndarleg- an pilt sem gaf eldri systurinni hýrt auga. Var þar kominn Guð- geir Ólafsson til sögunnar, ungur prentnemi í Ísafoldarprentsmiðju. Þau Guðrún giftu sig á 25 ára af- mælisdegi Guðgeirs, 27. maí 1945 og fluttu í nýju íbúðina sína á Miklubraut 16. Þar fæddust börnin þrjú. Á Miklubraut bjuggu þau í 25 ár, lengi í sambýli við fimm bræður og eina systur Guðgeirs en þau höfðu byggt húsið í samein- ingu. Í byrjun árs 1971 fluttu þau í Bjarmaland 14. Á þessum tíma var elsti sonurinn giftur og fluttur að heiman og sé næstelsti flutti til Þýskalands til náms í læknisfræði skömmu síðar. Dóttirin bjó heima enn um sinn. Þau gerðust nú ákaf- ir garðræktarmenn og var garð- urinn þeirra stolt og yndi. Sér- staklega þótti Guðrúnu vænt um rósirnar sínar. Hún tók líka fljót- lega að iðka göngur miklar um Fossvogsdalinn og dásamaði þá möguleika sem þar voru til slíks. Hún vildi helst ganga ein, þá gat hún sjálf ráðið gönguhraðanum. Um svipað leyti og þau fluttu í Fossvoginn hófst nýr kafli með til- komu barnabarnanna. Guðrún var Amma með stórum staf. Ásgeir var elstur og naut óskiptrar at- hygli og umhyggju fyrstu 5 árin. Þá kom Hrund til sögunnar og voru þau Ásgeir saman hjá ömm- unni eftir það. Þau sem síðar fæddust áttu líka öll sinn stað í stóra ömmuhjartanu. Þegar eitt- hvað stóð til hjá barnabörnunum voru amma og afi alltaf fremst í flokki að koma og hvetja sitt lið. Eins fylgdist amma nákvæmlega með öllum einkunnum á prófum og skrifaði hjá sér og hrósaði óspart. Sem tengdamóðir var hún í einu orði sagt frábær, hún var alla tíð bakhjarl í lífi fjölskyldunnar. Svo fór Guðrún út á vinnumark- aðinn og réðst í vefnaðarvöruversl- unina Seymu í Aðalstræti sem síð- ar flutti í Hafnarstræti. Það var gaman að vera álengdar og fylgj- ast með meðfæddum snilldar-sölu- mannstöktunum. Enda sögðu margir viðskiptavinirnir: „Ég ætla að bíða eftir þessari“. Hún lærði postulínsmálun og seinna að gera listaverk úr gleri og komu þá glögglega fram listrænir hæfileik- ar hennar. Börn hennar öll eiga eftir hana listavel gerða spegla og fleiri glerlistaverk. Á sínum yngri árum í Reykjavík lagði Guðrún stund á fimleika og var í úrvalsflokki Ármanns sem sýndi víða um land undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Hún synti líka mikið og á vetrum vorum skíð- in notuð af kappi. Þessu hvoru tveggja héldu þau hjónin áfram saman og seinna með börnum sín- um. Hún var afar liðug alla tíð og vel á sig komin líkamlega. Hún lærði jóga og var jógakennari hjá Jóhönnu Tryggvadóttur um nokk- urra ára skeið á 8. áratugnum. Á árunum um og eftir sjötugt fór að bera á hjartasjúkdómi og gekkst hún undir stóra aðgerð skömmu fyrir 75 ára afmælið. Sú aðgerð gekk mjög nærri henni og mátti heita ótrúlegt hve vel hún náði sér á strik aftur. En eftir þetta tók að bera meira á öðrum illvígum sjúkdómi og við tóku nokkur erfið ár. Nutu þau hjónin þá mikils stuðnings frá félagsþjón- ustunni í Hæðargarði og heima- hjúkrun sem veittur var af kær- leika og ber að þakka hér. Nú í þrjú ár hafa þau átt sitt heimili á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Þar hefur þeim liðið vel og fundið öryggi og skjól. Seint verður full- þökkuð sú alúð og elskusemi sem starfsfólkið hefur sýnt þeim hjón- um. Síðasta árið hefur hallað hratt undan fæti hjá Guðrúnu. Þótt hún væri kvalin síðustu vikuna eftir að hún datt og brotnaði, var þó eins og hún tæki á síðustu kröftunum að standa sig og var afar þakklát fyrir alla aðstoð. Lokið er ævi góðrar og grandvarrar konu. Hún var hjartahlý og hjartahrein. Vertu sæl, vina mín, Guð blessi þig. Þín tengdadóttir Sigrún. Í dag er tengdamóðir mín, Guð- rún Pétursdóttir, jarðsungin en hún lést 5. þ.m. Gunnu kynntist ég fyrir rúmum 32 árum er ég kynnt- ist Eddu, dóttur hennar og konu minni, sem þá bjó enn í foreldra- húsum. Með þessum fáu orðum ætla ég ekki að rekja lífshlaup Gunnu heldur minnast á fátt eitt í þakklætis- og kveðjuskyni. Gunna var einstök og hjartahlý mann- eskja sem hafði góða nærveru. Börn hændust að henni enda las hún fyrir þau, sagði þeim sögur og umgekkst þau af væntumþykju og hlýju. Um þetta geta barnabörn hennar o.fl. borið vitni, ekki síst Ásgeir og Hrund, sem nutu lengst og mest umgengninnar við ömmu sína. Umhyggja og ást hennar á barnabörnunum var einstök. Hún fylgdist lengst af, og alltaf meðan heilsan leyfði, með skólagöngu þeirra en hún lagði alla tíð mikla áherslu á menntun barnanna, bæði sinna eigin og barnabarnanna. Gunna var mjög listræn eins og munir eftir hana, unnir í gler eða postulín, bera glöggt vitni um. Segja má að einu hafi gilt hvaða efni hún meðhöndlaði. Allt lék í höndunum á henni. Margir, ekki síst börnin og barnabörnin, muna flíkurnar sem hún saumaði, oft upp úr gömlum fötum en alkunna er að efni í sparifötum á árum áður voru oft mjög góð, þykk og góð ullarefni eins og hún sagði. Því hélt hún gömlum flíkum til haga og nýtti á þennan hátt. Einnig geymdi hún ýmiss konar efnisafganga í kössum og pokum og galdraði oft úr þeim föt á barnabörnin. Þær voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði á Hrund, dóttur mína, litla, jafnvel mokkapels. Gunna leit alltaf á björtu og spaugilegu hliðar lífsins, jafnt í blíðu sem í stríðu og allaf var stutt í húmorinn. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd og kom eins fram við alla, af virðingu. Hún tal- aði ekki illa um fólk. Ég get ekki látið hjá líða að nefna að þetta eru kostir sem hún hefur kennt börn- um sínum sem öll hafa þessa mannkosti til að bera. Margt fleira gott væri hægt að nefna í fari Gunnu, en svo vel þekkti ég hana að ég veit að hún hefði ekki kosið að henni væru slegnir gullhamrar á þann hátt. Ég hugsa að Gunna hefði helst kosið sér þau eftirmæli að börnin og barnabörnin minntust hennar af hlýju. Aldrei bar skugga á neitt í sam- skiptum okkar Gunnu. Hún var svo góð og hlý og svo gott að þekkja hana og umgangast að ekki var annað hægt en að þykja vænt um hana. Ég votta Geira, eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum, systrum og öðrum sem syrgja hana samúð mína, en í hjörtum okkar eigum við öll minningu um góða konu. Guðjón Marteinsson. Látin er systir okkar Guðrún Jónína Pétursdóttir, eins og hún hét fullu nafni, og eru þá fallin frá sjö af þrettán börnum þeirra Pét- urs Jónssonar og Ólafíu Sigurð- ardóttur frá Sauðárkróki. Á tímamótum sem þessum er okkur ljúft að minnast margra ánægjulegra stunda í starfi og leik. Það var siður hjá þeim systk- inum okkar sem farin voru að heiman, að taka sín sumarfrí öll á sama tíma og koma heim á Sauð- árkrók, og mikil var tilhlökkunin hjá þeim sem yngri voru þegar von var á þeim eldri. Oft hefur verið um það talað í fjölskyldunni þegar Guðrún og Guðgeir hjóluðu frá Reykjavík til Sauðárkróks, á malarvegum þess tíma, og var þá Guðrún komin til að kynna tilvonandi lífsförunaut sinn Guðgeir Ólafsson fyrir fjöl- skyldunni, og hreif hann alla þegar í stað með sínum glæsileik. Margt var sér til gamans gert í fríinu: gengið á Tindastól, róið til fiskjar, stangaveiði niður í Ós, og fyrir smáfólkið var farin hópferð í sundlaugina í Varmahlíð, svo fátt eitt sé talið, og óskuðum við þess heitast að þau færu ekki svo fljótt til baka, því tíminn leið svo hratt. Það var ekki lítið öryggi fyrir foreldra okkar að eiga Guðrúnu búsetta í Reykjavík, því heimili hennar og Guðgeirs stóð okkur systrum ávallt opið þegar við leit- uðum suður til náms eða starfa, og verður það aldrei fullþakkað; en það var fleirum en okkur sem þótti notalegt að koma við á Miklu- brautinni hjá Gunnu og Geira og njóta hinnar einlægu hjartahlýju og gestrisni þeirra hjóna, og var því oft þröngt setið, í léttu spjalli yfir kaffisopa. Guðrún var á yngri árum mikil íþrótta- og útivistarkona, var um tíma í úrvalsflokki hjá fimleika- deild Ármanns, og þau hjón iðkuðu bæði sund og skíðaferðir af kappi. Hagleik og listfengi átti Guðrún í ríkum mæli, og eru þeir ófáir hlut- irnir sem bera því fagurt vitni, og ekki kom það síður fram í Bjarma- landinu, í hinum fallega garði sem þau hjón ræktuðu við hús sitt, en hann var þeirra stolt og yndi. Elskuleg systir okkar hafði nú um nokkurra ára skeið þjáðst af hinum illvíga Alzheimer sjúkdómi, en aðdáunarvert hefur verið að sjá hina einstöku umhyggju sem Guð- geir hefur sýnt í veikindum henn- ar. Nú að leiðarlokum viljum við þakka þér elsku systir fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert, og samfylgdina í gegnum lífið. Og börn þín og frændur, sem fjær eru og nær, við fögnum því öll, að þín hvíld er nú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuð í bólinu því sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný og segja’, að þinn blundur sé sætur. (Þorsteinn Erlingsson.) Við sendum þér elsku Geiri, börnum ykkar og þeirra fjölskyld- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Systurnar. GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Mig langar til að minnast ömmu minnar með fáum orðum. Það var svo gott að koma til hennar, hún var alltaf svo hress og kát. Hún var alltaf fín og flott því hún hafði svo mikla ánægju af að punta sig, sama hversu lasin hún var. Elsku amma mín, mikið er ég glöð að hafa náð að eiga smástund með þér og geta kvatt þig og þú brostir til mín þegar þú sást blómin, því brosi gleymi ég ekki. Elsku amma, nú ert þú komin til hans afa, ég bið að heilsa honum. Minningarnar um þig eru margar en STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Stefanía Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1916. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 30. október síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 7. nóvember. flestar vil ég geyma í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín sonardóttir, Guðrún K. Jónsdóttir. Elsku langamma, takk fyrir þær stundir sem við höfum átt sam- an. Okkur þótti svo undurvænt um þig. Bless elsku langamma. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín langömmubörn, Karen, Telma Lind, Ingimar og Andri Jón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.