Morgunblaðið - 17.11.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 17.11.2003, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG vil taka fram strax að ég hef aldr- ei og mun aldrei líta á íbúðalán sem félagslega ívilnun, eins og margir virðast gera, ríkið tryggir lánin til að auðvelda fólki að koma sér upp hús- næði, annað ekki. Þjóðin virðist halda að verð- trygging sé eitthvað nýtt í þjóðfélag- inu, ég veit ekki betur en verðtrygg- ing hafi viðgengist hér öldum saman. Flest lánastarfsemi gegnum aldirnar hefur verið bundin við kýrverð eða kindur, loðnar og lembdar, en ekki krónutölu. Ég trúi ekki að afnám verðtrygg- ingar á íbúðalánum leysi vanda þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum. Ef verðmæti húseignar lækkar um- talsvert umfram upphæð lánsins vegna staðsetningar eða annars slíks, þá viðurkenni ég ekki að það eigi að lækka lánin hjá öllum, einnig þeim sem ekki hafa orðið fyrir verðfalli húsnæðis, og þeir eru sem betur fer í miklum meirihluta. Hér þarf sér- hæfðar aðgerðir eftir öðrum leiðum, hvort það er tryggingakerfi eða ein- hvers konar styrkur frá ríkinu er ekki á mínu færi að dæma um, ég hef kosið menn til að leysa úr slíku. En ég get ekki sætt mig við þá hugsun að maður sem lánar mér fyrir íbúðar- kaupum (eða einhverju öðru) eigi að tapa fé á því að ég, eða einhver maður úti í bæ eða úti á landi, verði fyrir fjárhagslegum skaða (né heldur að hann græði á því að fjárfesting mín verði arðbærari en sem nemur lán- inu). En nú vil ég ræða um annað sem ég tæpti á í fyrra bréfi mínu til blaðsins. Það er munurinn á 25 og 40 ára íbúða- lánum. Ég fór inn á reikniverk Íbúða- lánasjóðs og lét það reikna fyrir mig, svo ég tel að ég sé að fara með rétt mál. Til að einfalda dæmið og setja það ekki upp á stofnanamáli reikna ég með 6 milljóna láni, 5,1% vöxtum og 3% verðbólgu. Stofnkostnaði sleppi ég, hann er sá sami. Fyrir 25 ára lán þarf að greiða samtals: 15.774.850 kr. Fyrir 40 ára lán þarf að greiða samtals: 26.978.808 kr. Mismunurinn er 11.203.958 kr. Til að greiða þennan mismun þarf maður að vinna sér inn 18.217.818 kr. Þetta eru óhugnanlegar tölur, „en það er dýrt að vera fátækur“. Ekki er sanngjarnt að reikna dæmið með verðbólgu, því hún hækk- ar sjálfsagt laun og verðmæti hús- eignar til samræmis við lánið. Án verðbólgu lítur dæmið svona út: 25 ára lán samt. 10.645.014 kr. 40 ára lán samt. 14.085.830 kr. Lántaki greiðir 3.440.816 kr. eða meira en helming lánsupphæðarinn- ar fyrir að „spara sér“ 6.135 kr. greiðslu á mánuði, samtals 1.840.500 kr. Nú veit ég að í einstöku tilfelli get- ur þetta verið réttlætanlegt, en fjöldi 40 ára lána hjá Íbúðalánasjóði sýnir að fólk gerir sér ekki grein fyrir kostnaðinum. Eitt enn; ég hef ástæðu til að ætla að Íbúðalánasjóður sé að undirbúa það að fólk geti breytt 40 ára láni í 25 ára lán með litlum tilkostnaði. Ég hvet fólk til að skoða það vel þegar að því kemur. TRYGGVI HJÖRVAR eldri, Austurbrún 35, 104 Reykjavík. Meira um íbúðalán Frá Tryggva Hjörvar UMRÆÐUR um Sundabrautina halda áfram enda lætur niðurstaðan á sér standa. Margir fylgja Vega- gerðinni að málum sem mun vilja fara syðri leiðina, enda er hún mun ódýrari. Aðrir stefna á hábrúna norðar, sem sumir segja að liggi heldur betur við gatnakerfinu. Hins vegar gæti hún stundum lokast vegna hálku og hvassviðris. Bæði sjónarmiðin gætu þó í reynd náð fram að ganga. Vegna minni kostnaðar myndi syðri leiðin fyrr geta bætt aðstöðu fjölmargra Grafarvogsbúa, en um leið aukið líkurnar á því að haldið yrði áfram með vegagerðina norður úr án verulegra tafa. Þegar komið væri að Álfsnesi gæti uppbygging hafist á svæði sem er eitt besta byggingarland höfuðborgarsvæðis- ins. Hugmyndum um að taka gjald af umferðinni þegar væntanlegir íbúar þarna þyrftu að sinna erindum eða daglegum störfum í öðrum hverfum yrði efalaust þunglega tekið, en þar með er ekki sagt að ekki sé hægt að koma við hóflegri gjaldtöku á þess- um vegi, en leiðin um Mosfellsbæ setur upphæðinni auðvitað skorður. Til þess að beina umferðinni þaðan þyrfti reyndar að ljúka framkvæmd- inni að fullu með þverun Kollafjarð- ar. Ef gjaldtakan yrði sunnarlega á Álfsnesi ættu íbúar þar og á Kjal- arnesi að fá merki í bíla sína sem hleypti þeim ókeypis í gegn. Samt gæti safnast drjúgt þrátt fyrir lágt gjald þar sem búast má við mikilli umferð. Gæti það stytt heildar fram- kvæmdatímann verulega ef tekið yrði lán fyrir hluta kostnaðar sem greitt yrði niður með gjaldinu. Þá er komið að nyrðri leiðinni. Auk hábrúar, sem stór skip gætu siglt undir, hafa verið nefnd jarð- göng, en þau yrðu enn dýrari. Þó er ekki öll nótt úti enn þar sem stungið hefur verið upp á göngum er lægju frá gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Sæbrautar og þaðan nið- ur undir Gufunes, nær 4 km leið. Þessari vegagerð yrði væntanlega lokið í síðasta lagi áður en öldin er hálfnuð og hugsanlega löngu fyrr. Aðeins þarf að gæta þess við upp- byggingu á „Strætóreitnum“ að ekki verði spillt fyrir framkvæmdinni. Með þessu móti yrði mun betur séð fyrir umferð framtíðarinnar. Þeir sem sáu hábrúna fyrir sér sem stöðutákn á heimsvísu verða bara að bæta sér upp brúarmissinn með því að skreppa til Sydney eða San Francisco. VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Sundabraut – förum báðar leiðirnar Frá Valdimar Kristinssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.