Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 20. október 1980.
vísm
Flestir þeir, sem
komnir eru yfir miðjan
aldur, muna vel
mannabústaði, sem
gerðir voru úr torfi. Nú
eru torfbæir orðnir að
sögulegum minjum,
þrir eða fjórir i land-
inu, og allir hinir reisu-
legustu, eins og
Glaumbær i Skagafirði,
Burstafell i Vopnafirði
og Grenjaðarstaður í
Suður-Þ ingey j ar sýslu.
Eflaust eru þeir fleiri,
þótt ég muni þá ekki i
svipinn. Alveg hefur
gleymst að geyma
húsakynni almennings
frá fyrri tima, eins og
fjósbaðstofuna. Við
höfum einfaldlega tek-
ið það besta úr bygg-
ingum nitjándu aldar.
Lengra nær nú varla
geymdin nema þá á
Keldum. Og liðin er sú
tið, þegar ungmenni, er
siðar byggðu landið
góðum húsum, lágu
undir torfstöfum með
sauðskinn á sænginni
vegna þaklega, og
hlustuðu á járnsmiðina
detta með smellum á
skinnið úr torfstafnin-
um.
Bernhöftstorfu, vegna þess að
rikið á lóðir undir Bernhöfts-
torfu, og eins og öllum er kunn-
ugt leyfist fólki að halda eignum
fyrir rlkinu I það óendanlega,
enda ekki aðrir sem þurfa að
borga en vesæll skattgreiðandinn.
Grjótaþorpið er aftur á móti I
eigu margra einstaklinga, sem
lengi hafa greitt há lóöagjöld af
tekjulitlum eignum. NU eru uppi
tillögur um aö frysta Grjóta-
þorpið aö mestu sem sögiiega
geymd, án þess að séð verði
hvernig eigendum lóða á svæö-
inu verði bættur skaðinn. Sam-
kvæmt tillögunum, eins og þær
liggja nii fyrir, verður ekki ann-
að séð en ætlast sé til þess, að
lóöaeigendur eigi að halda
áfram aö greiða gjöld sln af
eignum I Grjótaþorpi, þótt rdð-
stöfun á eignunum sé að komast
I annarra hendur. Þetta heitir
eignaupptaka, og þykir engum
merkilegt nú á siðustu tugum
tuttugustu aldar. Við erum
nefnilega á kafi I „félagslegum
framförum”, og viö ætlum okk-
ur að varðveita samsafn af
bárujárni, sem kemur engum
Islendingi við, og heyrir helzt til
berklaöldinni á Islandi.
Undirstöðu leitað i
bárujárni
Þrlr torfbæir standa uppi I
landinu til minja um góöa inn-
lenda byggingarlist. Miöað við
ferkilómetra byggðar I landinu
er þetta ekki ofrausn. En
geymsla Grjótaþorpsins er
kannski heldur mikil rausn við
ekki stærri staö en Reykjavlk,
sem auk þess bjó ekki að stór-
felldri og einkennandi bygging-
arlist fyrir fátæktar sakir fyrr
en upp úr nltján hundruö og
þrjátlu, þegar undan eru skilin
einstök hús, sem engum dettur I
hug að hrófla viö. Bárujárns-
byggingar frá þvl fyrir aldamót
og frá fyrstu tugum tuttugustu
En það er ekki liöinn manns-
aldurfrá tlmum torfbæja, þegar
upprls ný kynslóö, sem ákveður
aðeiga nokkuð til geymdar sér.
Þessi nýja kynslóö, sem virðist
ekki gera sér grein fyrir þvl, að
enn er margt óbyggt af húsum I
landinu, vill bjarga Bernhöfts-
torfu og Grjótaþorpi i miðri
Reykjavik, sem erlangt frá þvi
að vera fullvaxin borg. Nokkrir
næturgestir úr Skandinaviu
hafa eflt þetta unga fólk til dáða
með því aö lýsa undrun og aðdá-
un á þeim „kolonjal” skúra-
byggingum Ur bárujárni, sem
hér hafa varöveitzt næstum þvl
frá selstöðutima. Þessir sömu
menn mundu ekki fá þvi ráðið
að hafa Bernhöftstorfu hálf-
brunna og að niðurlotum komna
I miðri Kaupmannahöfn, Stokk-
hólmi eða Osló. Að visu hefur
Stokkhólmur „Gamla Stan”,
sem að líklndum er grunnurinn
aö islenzkri hugmyndafræði um
varöveizlu bakaraskúra i
Reykjavik, en þar er allt öðru til
að jafna. Slikur litill blettur I
miöri stórborg er næstum einn
samfelldur veitingastaöur fyrir
fólk, sem virðist ekki einu sinni
þvo á sér hárið, og gefur tekjur
til viðhalds sér og þeim, sem
þar vinna.
Framfarir í bárujárni
Siöasta aðför nýrrar kynslóö-
ar aö minningunni er krafa um
varöveizlu Grjótaþorps. Það er
sýnu snúnara mál en varöveizla
neöanmals
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar um varðveislu
gamalla byggingaminja í
höfuðborginni og segir
meðalannars: //Viðerum
i raun sem borgarsam-
félag að smíða hin sögu-
legu efni framtíðarinnar
núna og þurfum á frjáls-
lyndi að halda við þá gerð
og nokkru olnbogarými",
en Indriði telur hvorki
Bernhöf tstorf u né
Grjótaþorp þess virði né
nógu gamalt til þess að
það verði varðveitt sem
sögulegar minjar.
KhV:-'---
„Nokkrir næturgestir úr Skandinavlu hafa eflt þetta unga fólk til dáða með þvf að lýsa undrun og
aðdáun á þeim „kolonial” skúrabyggingum úr bárujárni sem hér hafa varðveist næstum þvl frá sel-
stöðutlma”.
aldar geta meö engu móti talizt
menningarsöguleg geymd, um-
fram þau sýnishorn, sem þegar
hafa verið flutt að Arbæ, og
hægt er aö flytja þangað með
góðu móti. Hin nýja kynslóð,
sem alin er upp við siðgæði ný-
rikrar þjóðar, þótt hún geri það
sem hún getur til að vera á stigi
bárujárnsins I útliti, leitar að
undirstööu. Þaö er skammgóður
vermir að leita þessarar undir-
stööu I bárujámi. Bárujárnið
var á slnum tlma byggingarefni
fátæklinga og hefur aðeins
harmsögulega þýöingu. En
kannski er þaö einmitt hið
harmsögulega sem nýja kyn-
slóöin vill geyma. Þá verður að
finna lausn á þvi aö losa lóða-
eigendur undan oki fasteigna-
gjalda, áður en endanlega er
gengiðfrá þvi aðmeina þeim að
rlfa kumbaldana og byggja þau
hús, sem sæma vaxandi stór-
borg.
Tilíinningalif i lagi
Eins og segir I upphafi þessa
máls, þekkist hvergi á Noröur-
löndum, sem eru fyrirmynd alls
hér á landi, neitt i likingu viö
verndun Grjótaþorps, þótt
benda megi á „Gamla Stan” I
Stokkhólmi sem óljósa fyrir-
mynd. A mælikvaröa miöbæjar-
svæða höfuðborga Norðurlanda
er Austurstræti I Reykjavik til
þess aö gera nýr miðbær.
Reykjavik er enn það ung borg,
að þeir sem eru að leita aö minj-
um I miðbænum, verða I raun-
inni aðbúa þær tál. Það eru eng-
arminjarí miðbænum.sem eru
eldri en hundrað ára eöa svo,
nema Ingólfsbrunnur. Þess
vegna eru tilraunir sögulitillar
nýrrar borgarkynslóöar til að
skapa hér fornminjar, sem vert
er að geyma, næstum út I hött.
Þaö er þó ekki þar með sagt, að
viöleitni þeirra sé ekki viröing-
arverð hugarfarslega séð.
Svona hugarfar er elskulegt og
hlýlegt og bendir til, að tilfinn-
ingalífið sé i lagi. En elskusem-
in umfaöömar hús, sem skipta
engu máli sögulega séö fyrir
borg, sem er I raun aö verða til.
Það má t.d. meö sanni segja, að
Hallgrimskirkja eigi eftir aö
verða umtalsverö söguleg
geymd fyrir kynslóðir I Reykja-
vik áriö 2400, og af þvl getum viö
veriö stolt. Hún er byggð á okk-
ar tima. Og þannig er um flest I
Reykjavik. Borgin hefur byggzt
I núverandi mynd á siöustu
fjörutiuárum nema Vesturbær-
inn og Þingholtin. Þaö verður
bara að gefa húsunum ákveöinn
tima til að eignast sögulegt
gildi. Sllkt sögulegt gildi veröur
ekki búið til meö ræöuhöldum.
Byggt fyrir borgar-
minjar firamtiðar
Annars er sérkennilegt að
fylgjast með þvl hvernig viö,
sem komum inn I nútimann á
allt öðrum forsendum og meö
öörum hætti en Norðurlanda-
menn aörir, ætlum okkur I einu
vetfangi að eignast jafngildi
þeirra I sögulegum efnum I
borgarsmlð. Viö erum I raun,
sem borgarsamfélag, að
smlða hin sögulegu efni fram-
tiöarinnar núna, og þurfum á
frjálslyndi aö halda við þá gerö
og nokkru olnbogarými. Hin
nýja kynslóö, sem þekkir ekki
til þeirrar frumvistar I húsum,
sem var almenn i landinu fyrir
og um siðustu aldamót, getur
með engu móti áttað sig á þvi,
að hún stendur I nýsmíðinni
miðri, og henni ber fyrst og
fremst að sjá til þess að öll sé
smiöin okkur til fyllsta sóma,
jafnvel eftir að hún er orðin aö
sögulegri geymd að fimm
hundruö árum liðnum eða svo.
Þess vegna hafa risið hér bygg-
ingar og eru aö risa, sem veita
okkur fullvissu um, aö hin nýja
kynslóð kann vel til verka I
byggingarlist. Hún þarft að
beita skáldskap sinum og til-
finningum við gerö nýrra húsa
og koma hér upp timabilum,
sem verða kennd viö hana með
sama hætti og ákveöið timabil
hlýtur að veröa kennt við Guð-
jón Samúelsson. Slíkur vinnu-
máti er að hafa hið rétta við-
horf, bæöi til samtlðar og fram-
tlðar. Hitt höfum við vonandi
kvatt fyrir fullt og allt, nema
þau eintök, sem hægt er að finna
geymd úti um land eða á ágætu
safni eins og Arbæ. Og þótt
Grjótaþorpiö og Bernhöftstorf-
an hafi staöið með líkum um-
merkjum örskotsstund í Ufi
þjóðar, og hafi veriö reist úr lltt
varanlegum efnum, ættu nýir
hugsuðir að vara sig á þvi að
binda þessa skúra og þetta
bárujárn um hálsa okkar um ar
og ævi.
IGÞ
1