Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 28
Mánudagur 20. október 1980 síminnerðóóll Veöurspá dagsins Kl. 6 i morgun var 1024 millibara hæö yfir landinu, en 987 millibara lægö 1000 km s- vestur af landinu á hreyfingu n-austur. Frost veröur viöa 5—10 stig til landsins, en frost- laust á miöum og annesjum. Veöur fer hlýnandi sunn- anlands. Suöurland til Breiöafjaröar, austan 2—3 og léttskýjaö fyrst en austan 3—4 og skýjaö i kvöld. Vestfiröir til Austuriands, hægviöri og léttskýjaö. Suöausturland, norö-austan 1—3 og léttskýjaö fyrst austan 3—5 og skýjaö siödegis, rign- ing vestan tili nótt. VeOrið hér ogpar Veöriö kl. 6 i morgun: Akurevri, heiöskirt -f9, Bergen skilr 2, Helsinki léttskýjaö 6, Kaupmannahöfn skýjaö 5, Osló skýjaö 5, Reykjavik heiöskirt 4, Stokkhdlmur léttskýjaö 5, Þórshöfn skýjaö 1, Aþena skýjaö 24, Berlin léttskýjaö 7, Frankfurt léttskýjaö 5, Nuuk léttskýjaö 2, Chicagoléttskýj- aö 7, London skúr 2, Luxemborg léttskýjaö 3, Las Palmas léttskýjaö 22, Róm skýjaö 13, Vin skýjaö 9 og Winnipef'. skýjaö * Mikið tjón í húsbruna í Stykkishólmi: „ER 0RBIÐ EINS 0G FOKHELT HÚS NÚNA’ - seglr eigandi hðssins. sem kom frá fleykjavfk að húsinu brunnu „Það er eins og fok- helt hjá okkur húsið núna”, sagði Guðrún Gunnlaugsdóttir, en á laugardaginn brann hús hennar og manns hennar, Jónasar Stein- þórssonar, að Sunda- bakka 7 á Stykkis- hólmi, nýlegt steinhús. „Viö erum ekki enn búin aö átta okkur á þessu. Viö vorum aö koma frá Reykjavik og aö- koman var hreint út sagt hroöa- leg. Þaö var veriö aö moka út vatni og leifum af húsbúnaöi. Innanstokksmunir eru allir meira og minna ónýtir af eldi, reyk og vatni og veggir sviön- ir og svartir. Þaö þýöir ekkert aö örvænta, viö veröum bara aö byrja upp á nýtt og á meöan búum viö sjálf- sagt hjá ættingjum”, sagöi Guörún. Þaö eru rúm fjögur ár frá þvi Guörún og Jónas fluttu inn i húsiö og aö sögn Guörúnar höföu þau ekki tryggt nægilega vel, sérstaklega var húsbúnaöur illa tryggöur. Aö sögn Jóhannesar Björg- vinssonar, lögreglustjóra i Stykkisólmi, varö eldsins fyrst vart um fjögur leytið á laugar- dag. Var þá eldur laus i einu herbergi, en mikinn reyk lagði um allt húsið. Húsgögn voru borin út úr húsinu og eldurinn slökktur og gekk slökkvistarfið eftir atvikum vel. Ekki er vitaö um eldsupptök. -ATA. 1 ■■■ii MM. mSmm fwj m . 1 ■ «r"lf 1 '** | 1 1 r af' * r> a r •" :ví! «*_*« M 1 Nokkrir Reykvikingar æföu sig i ishokkíi á Tjörninni um helgina, en Ishokkimenn hafa engan isvöil til aö spila á. Vísismynd:Ella. Átökin í Sjáifstæðis- flokknum: STJÓRNAR- RYLTING í HVERFIS- FÉLAGI A laugardaginn voru haldnir aöalfundiri'tveim hverfafélögum sjálfstæðismanna i Breiðholti, og bar það til tiöinda i Fella- og Hólahverfi, aö fráfarandi stjórn var öll felld i stjórnarkjöri. Þau átök munu vera angi af þeim klofningi sem myndast hefur milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga i Sjálf- stæöisflokknum. Til formennsku tefldu stuöningsmenn Gunnars Thoroddsen fram Kristjáni Guö- bjartssyni gegn Gunnlaugi Danielssyni fráfarandi formanni og varaformanni fulltrúaráðsins i Reykjavik. Kristján var kosinn meö 34 at- kvæöum gegn 31. Þegar þessi úr- slit lágu fyrir, drógu tveir fyrr- verandi stjórnarmenn framboð sin til baka en þeir aðrir, sem gáfu kost á sér, féllu með sömu atkvæöatölu fyrir nýju fólki. 1 Bakka- og Seljahverfi var einnig gerð tilraun til „stjórnar- byltíngar”, en frambjóðandi frá- farandistjórnar, Hreiöar Jónsson klæðskeri, hiaut kosningu, sem og aörir þeir, sem fráfarandi stjórn bauð fram. —SG Meirihluti bankamanna felldi kjarasantningínn: Samninganefndin veröur að breyta um stefnu” seglr vilhelm g. Hristinsson iramRvæmdastiAri sli L0KI Ríkisfjölmiölarnir skýröu loks um helgina frá formanns- slagnum i Alþýðuflokknum, sem Visir birti fréttir um i miöri síöustu viku. Einna helst var aö skilja á viðtölum i sjón- varpinu, aö Kjartan færi fram gegn Benedikt vegna þess aö honum þætti svo vænt um hann! Meö slika vini er vist litil þörf á óvinum! ,,Það veröur stjórnarfundur i hádeginu f dag og siöan fundur i kvöld meö formönnum allra aöildarfélaganna. Málin veröa rædd frá grunni en þaö liggur fyrir aö stefna samninganefndar- innarhefur ekki fengiö samþykki og þá veröur aö breyta henni” sagöi Vilhelm G. Kristinsson framkvæmdastjóri Sambands fs- lenskra bankamanna f samtali við Visi. Úrslit allsherjaratkvæöa- greiöslu félagsmanna SIB um nýjan kjarasamning uröu þau aö samningurinn var felldur og greiddu um 60% félagsmanna at- kvæöi gegn samningnum. At- kvæöagreiöslan fór fram um land alltá þriöjudag og miövikudag og tóku 2.043 þátt i henni, af 2.299 sem voru á kjörskrá. Atkvæöi voru talin á laugardaginn. „Eflaust sýna þessi úrslit óánægju meö inngrip stjórnvalda i frjálsa kjarasamningagerö. Bankamenn áttu aö fá 3% hækkun i júli 1979 samkvæmt samningun- um frá 1977. Þau voru afnumin meö ölafslögum, þó þannig aö þaö mátti semja um þau upp á nýtt, en þau komu aldrei til skila”, sagöi Vilhelm er hann var inntur álits á hvers vegna samningurinn var felldur. „Þá hefur kaupmátturinn farið mjögrýrnandi og meöþessum 3% sem ég gat um áöan vantar ef- laust hátt i 30% upp á þaö að bankamenn standi eins og þeir stóöu eftir samningana 1977. Þaö er þvi kannski álit meirihlutans að þaö hiætti reyna betur, en samninganefndin lagöi áherslu á þá skoöun sína aö lengra heföi ekki orðiö komist aö sinni nema þá meö breyttum vinnubrögö- um”, sagði Vilhelm G. Kristins- son ennfremur. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.