Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 20. október 1980, 245. tbl. 70. árg. Eining á Akureyri reynir sérsamninga! Bjóða sérviðræður ágrundvelli sáttatillögunnar ,,Við vorum með fund um helgina og höfum ákveðið að bjóða atvinnurekendum hér viðræður á grundvelli sáttatillögunnar", sagði Jón Helga- son formaður Einingar er Visir spurði hann i morgun hvort félagið hygðist reyna sér- samninga. Sagði Jón, að nú þegar væri vinnuveitenda þennan vilja búið að tilkynna nokkrum félagsins, en formleg tilkynning yröi send út i dag, og hæfust við- ræður bráðlega, ef vilji beggja aðila væri fyrir hendi. Aðspurður um, hvort verka- lýðsfélagið Eining myndi þá ekki taka þátt i aðgerðum Al- þýðusambandsins 29. október n.k. sagði Jón að svo yrði ekki tækistaðsemja fyrir þann ti'ma. Ef viðræður stæðu þá enn, yrði tekin ákvöiðun um hvort félagið tæki þátt i eins dags allsherjar- Jón HelgasoniBjóða sérviðræöur. verkfallinu. — JSS Mikill kraftur varígosinu á nyrsta svæðinu þegar Gisli Sigurgeirsson, blaðamaður Visis á Akureyri, flaug yfir gosstöðvarnar um helgina. W3M í MEIRI HÁTTAR AÐGERÐIR? Ákvöröun tekin á fundi bókagerðar- manna í dag Tvær tiliógur verða væntanlega lagðar fyrir almennan félagsfund bókagerðarmanna, sem haldinn verður i dag. Annars vegar að taka þátt i eins dags allsherjar- verkfalli Alþýðusambandsins og híns vegar að fara út i meiri hátt- ar aðgerðir. Um helgina var haldinn stjórnaríundur hjá bókagerðar- mönnum, þar sem þessi stefna var mörkuð. Verður hún lögð fyrir félagsfund i dag, til að gef'a félagsmönaum kost á að koma fram sinum skoðunum. Að fund- inum loknum veröur tekin ákvörðun um aðgerðir til að knýja á um samninga um sér- kröfur bókagerðarmanna. —JSS Skipverji á Náttfara drukknaði Ungur Reykvikingur féll fyrir borð á Náttfara RE 75, sem var á loönu N-A af Halamiðum. Slysið átti sér stað um kl. 21.40 á fóstudagskvöldið. Verið var að kasta, búið að setja út skott og bauju þegar ljóst varð að einn skipverjanna hafði fallið út- byrðis. Þegar var ljóskösturum beint að svæðinu og skömmu siðar voru 7-8skipkomin, að.slógu hring um svæðið og lýstu það upp. Leit bar ekki árangur. Sjórinn á svæði þessu mun vera mjög kaldur og mönnum vart hugaú lif i honum nema i um 15 minútur. Leit var haldiö áfram til kl. 02 um nóttina. Náttfari kom inn i Akureyrar- höfn um klukkan 19 á laugardag- inn, til sjóprófa. Ungi maðurinn var 33 ára gam- all.búsettur i Reykjavik. Ekki þykir rétt að birta nafn hans að svo stöddu. -AS. „Allir salla- róleglr" í Kröfluvlrklun „Það er engin skjálftavirkni á mælunum, sem þýðir aö svipað magn fer upp úr kvikuhólfunum og það sem rennur að þeim," sagði Páll Einarsson jarðfræð- ingur i morgun, þegar Visir trufl- aði hann við morgunkaffið i Hótel Reynihlið. Páll hafði ekki farið að gosstöðvununum i morgun, en ENN GYS I 700 METRA SPRUNGU FYRIR N0RÐAN sagði að sér sýndist allt vera við það sama og þegar hann fór það- an seint i gærkvödi. Þá var gosið svipað og það hafði verið i allan gærdag, gaus á um 700 m löngum kafla.ogá stuttum bútaf þvi gaus mjög ákaft. „Gosið er nú i samskonar ástandi og það var eftir fyrsta daginn i júligosinu, þá gaus mjög ákaft eirin dagpart og náði siðan jafnvægisstöðu. Það sama hefur gerst núna. Páll sagði, að hraunmagnið, sem nú hefur runnið sé á bilinu 5-10 milljón rúmmetrar, en hann sagði að útilokað væri að segja það nákvæmar fyrr en það hefði veriö mælt, en það yrði ekki fyrr en gosinu lýkur og hægt verður að taka loftmyndir. ,,Það voru allir hér sallarólegir, okkur finnst öryggið svo mikið, aðenginástæðaertilaö vera með neina taugaveiklun," sagði Stefán Þórhallsson, vélstjóri i Kröfluvirkjun, þegar Visir talaði við hann i morgun. Hann sagði, að allur öryggis- búnaöur væri i besta lagi og Al- mannavarnir væru alltaf i viöbragðsstööu, sem skapaði fólkinu á staðnum slika öryggis- kennd að það héldi rósemi sinni hvað sem & gengi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.