Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 16
Mánudagur 20. október 1980. vism 20
lesendui hafa oröið
Enn um Sjálfstæðisflokkinn:
Gremjan átti aðbrotna
á bingliðinu
L.F. skrifar:
Finnur Torfi Stefánsson ritar
neðanmálsgrein i Visi um
málefni Sjálfstæöisflokksins og
segir þar m.a. að nokkrir
örlagavaldar i' sögu flokksins
séu ekki af mannavöldum.
Þetta er rangt. Fyrir kosningar
1978 var vitað um ömælda
gremjuSjálfstæðismanna i garð
forystunnar og þvi var talið
heppilegt frá flokkslegu
sjónarmiöi að láta alþingiskosn-
ingarnar fara fram á undan
bæjar- og sveitastjórnarkosn-
ingunum. Þannig hefði átt að
láta gremju flokksmanna fá
útrás og brotna á þingliöinu sem
frekar mátti viö skakkaföllum,
en meirihlutinn i borgarstjórn
Reykjavfkur. Þessi ráö voru
ekki virt og afleiðingarnar urðu
þær að borgin féll i hendur
vinstri mönnum með aðeins
nokkurra atkvæða mun. Heföi
þessum ráöum verið hlýtt heföi
leikurinn snúist við þvi svo
mjótt var á munum.
1 annan staö hafði Sjálfstæöis-
flokkurinn i höndum sér aö
milda deiluna á ritstjórn Visis
sem leiddi til stofnunar Dag-
blaðsins. Þá hefði blaðakostur
landsinsekki veriðeins opinnog
nú er og þar með hefðu áhrif
Morgunblaösins haldist, en
Finnur Torfi telur áhrifaleysi
blaðsins i dag einn af örlaga-
völdunum.
1 þriöja lagi stóö flokks-
forystan fyrir Leiftursókninni
frægu en með henni staðfesti
hún einangrun sina frá almenn-
um kjósendum. Afram mætti
telja en hér skal staöar numiö
að sinni. Helstu örlagavaldar
Sjálfstæðisflokksins hafa þvi
miöur veriö af mannavöldum en
þó er ekki útséð, meö að bjarga
flokknum ef flokksmönnum ber
gæfa til að endurnýja sin mál á
næsta landsfundi.
i
Finnur Torfi Stefánv j
sort ræðir « grein sinni um :
Sjálfstðsðisf lokkinn og ( J
telur erfitt að sjá annað *
en að kiofningur flokks- [
ins sé alger. [
Kyrkislangan í Sædýrasafninu hefur ekki viljað éta rotturnar sinar til
þessa.Visismynd EG
Kettir og drestir á
matseðli slöngunnar
Dýravinur skrifar.
Það er til kattavinafélag hér i
borginni og einnig þrastavina-
félag. En það er alveg öruggt að
það er ekkert rottuvinafélag til
þvi þá hefði það látið frá sér
heyra er Visir birti fréttina um
kyrkislönguna i Sædýrasafninu.
Það er varla að maður trúi þvi
sem þar stendur þvi þar er sagt
aö fæöan sem kyrkislönguófétið á
að fá séu lifandi rottur sem
slangan væntanlega dáleiöir og
étur siðan lifandi.
Ég er alls ekki neinn rottuaðdá-
andi, en þó er mér ekki verr við
þær en aðrar skepnur. Þetta eru
jú lifandi dýr. En ætli þrastavinir
og kattavinir hefðu ekki rokið upp
til handa og fóta ef „skjólstæð-
ingar” þeirra hefðu verið settir á
matseöil slöngunnar i Sædýra-
safninu.
Mér létti óskaplega er ég sá að
enn hefði slangan ekki étið neina
af rottunum suður i Sædýrasafni.
Ef til vill hefur hún ekki lyst á
rottum, og hvernig væri þá að
bjóða henni ketti og þresti sem
fæðu.
Hversvegna?
- að aia á mlsskilnlngnum
um hyrndu hjálmana
J.B. Kópavogi hringdi:
Aldeilis finnst mér þaö furöu-
legt, að Flugleiðir skuli nú taka
upp á þvi, að endurvekja þá
gömlu og rugluöu þjóösögu, aö
vikingar skuli hafa haft horn á
hjálmum sinum.
Fornleifafræðingar og aörir
sérfræðingar um vikingatima-
bilið hafa undanfarin ár keppst
viö að vinna gegn þessum út-
breidda misskilningi og hafa
fært sönnur á, aö vikingar voru
alls ekki meö horn á hjálmum
sinum. Við, sem sifellt erum aö
reyna að minna á, aö við séum
af vikingum komnir megum
ekki falla I sömu gryfjuna og
ýmsir aöilar á hinum Norður-
löndunum að endurvekja eða
viðhalda þessum hornamis-
skilningi.
Hótel Loftleiöir eru nú meö
svokölluð vikingakvöld sem eru
skemmtileg i flesta staöi.
Kunningi minn, sem fór á eitt
þeirra á sunnudagskvöldið átti
þó ekki orð til yfir þessari
hornavitleysu. Hann var aftur á
móti eitthvaöragur við aö þrasa
um þetta i blööunum og þess
vegna hringi ég nú. Mér finnst
alveg ófært aö aðilar, sem
standa að feröamálum hér á
landi skuli vera að endurvekja
hyrndu vilóngahjálmana.
Þaö væri forvitnilegt að heyra
frá forráöamönnum Hótels
Loftleiða um þetta mál.
Miiijónum auslð úl fyrlr landsteinana
„MflÐUR. LITTU
ÞÉR NÆR”
5051-5516 skrifar:
Ég hef aö undanförnu heyrt
marga undrast yfir þeirri miklu
fjársöfnun, sem nú stendur yfir á
vegum Rauða krossins. Ekki það
aö fólk sé á móti þvi aö hjálpa
jjeim sem bágstaddir eru, nema
siður sé. Þarna er vafalaust
góöur hugur að baki og full þörf
fyrir slika aðstoð.
En maöur littu þér nær. Hér á
landi eru einnig margir sem
þurfa sárlega á hjálp aö halda.
Má sem dæmi nefna þroskahefta
og fatlaða. Þaö þyrfti aö gera
óteljandi hluti fyrir þetta fólk, —
þetta er jú lika fólk, — og á sum-
um sviöum rikir algert ófremdar-
ástand. Nægir aö nefna húsnæðis-
mál, menntunar- og atvinnumál
og I mörgum tilfellum almenna
aðstoö viðþá og þeirra nánustu.
Þegar þessi mál eru rædd,
hljómar alltaf sama viölagið:
,,Þaö vantar peninga.” Og það á
meðan tugir milljóna eru sendir
úrlandi. Heitir þetta ekki á gdöri
islensku að fara yfir lækinn til að
sækja vatnið?
Hins vegar má ekki gleymast
þáttur hinna ýmsu sérsamtaka I
þessu máli. Þau hafa meö starfi
sinu lagt fram ómældan skerf til
þessara umræddu
mannréttindamála hér á landi og
i þeim tilfellum getum við horft á,
hvernig þeir fjármunir hafa nýst
og eiga eftir að nýtast um ókomin
ár.
En kjarni málsins er sá, aö við
eigum að lita i kringum okkur
áöur en viö förum aö ausa fjár-
munum út fyrir landssteinana.
Hjálpum okkar fólki, þeim sem
litils mega sin, og tökum þá inn i
samfélagiö. Hitt getur komið á
eftir.
Milljónum er ausiöút fyrir landssteinana meðan mörg brýn verkefni
veröa að biða hér heima vegna fjárskorts, segir bréfritari.
Nú skil ég
ekki...?
Kona á miðjum aldri
skrifar:
Ég var ekki hissa, þegar ég las
greinina I Visi 7. október
siðastliðinn um að unga fólkfö
væri illa uppaliö og dónalegt.
Það er ekki von, að unga fólkiö
sébetra, þvi viö sem eldri erum,
erum litið betri sjálf I umgengni
okkar við annað fólk.
Islendingar eru yfirleitt
ókurteisir og kunna litla sem
enga mannasiöi.
Ég fór á námskeið i haust hjá
einkastofnun, þar sem var
leiðbeint um kurteisisvenjur,
framkomu og ýmislegt fleira.
Margt af þvi, sem þar kom fram,
hafði ég aldrei heyrt og þó er ég
komin á miöjan aldur og hélt mig
sæmilega uppalda.
Nú skil ég ekki af hverju eru
ekki kenndar I skólum landsins
almennar kurteisis venjur,
framkoma og annaö slikt, svo
islenska þjóöin geti upplýst börn
sin um lágmarkskröfur i
umgengni við annaö fólk og aðrar
þjóðir.
„tslendingar eru yfirieitt
ókurteisir og kunna litla sem
enga mannasiði,” segir konan úr
Vesturbænum ibréfi sfr.u.
Levfum
Gervasoni að
vera hérna
Auður hringdi.
Ég skil alls ekki hvað fólk er
mikið á móti þvi að franski
flóttamaöurinn Gervasoni fái
að vera hérna i friði.
Okkur vantar alltaf vinnuafl
oghérermaðursem nennir að
vinna. Mér finnst engin
ástæða til þess að meina
honum um landvistarleyfi
hérlendis þótt hann sé flótta-
maður. Fyrst við gátum tekiö
á móti flóttafólki frá Vietnam
þá getum viö alveg eins tekið
viö þessum manni.
Er ekki Island besta land i
heimi? Það held ég og hvers
vegna má þá ekki franski
flóttamaðurinn fá aö vera hér.
Ég vil endilega að hann fái
hofl
Franski f lóttam a ðurinn
Gervasoni.