Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 5
Mánudagur 20. október 1980. 5 VÍSIR Vilja ekki log- gilda óháðu verka- lýðssamtökín Leiötogar „Solidarity”, hinna óháðu verkalýðssamtaka Pól- lands, koma saman til fundar i kolanámubænum Jastrzebie i Sil- esiu til ihugunar um verkfallsað- gerðir, eftir að dómstóil i Varsjá hafnaði stofnskrá og regiugerð samtakanna. 1 úrskurði réttarins kom ljóst fram, að það voru fyrst og fremst pólitiskar ástæður fyrir þvi, að reglur hinna nýstofnuðu samtaka fengust ekki samþykktar. Þar sagði, að ekki væri unnt að sam- þykkja reglugerð samtakanna, þar sem i þær vantaði ákvæði um leiðandi hlutverk pólska komm- únistaflokksins. Lech Walesa, leiðtogi verka- lýöshreyfingarinnar, sem er á ferðalagi um S-Pólland að hitta vierkalýðsforustuna að máli, segist ekki meðmæltur nýjum Lech Walesa andvigur nýjum verkföllum, en fær kannski ekki haldið aftur af áköfum verkalýðs- sinnum. verkföllum. En tilkynningin um niðurstöðu dómstólsins i Varsjá i gær þykir likleg til þess að vekja úlfúð verkalýðsins, sem kann að knýja á forystumennina að gripa enn til verkfalla. Úrskurður réttarins dró einnig i efa hugmyndir hinna óháðu samtaka um verkfallsréttinn, og taldi að fyrst þyrftu að koma til breytingar á landslögum. A ferð sinni um Krakow i gær lýsti Walesa þvi yfir, að Solidarity-samtök hans mundu halda sinu striki, eins og væru þau fyllilega lögleg, hvað sem liði niðurstöðu réttarins. Kvaðst hann leiöur orðinn á kerfisstiflunni og bákninu, og sex milljóna manna samtök væru of stór til þess að verða fótumtroðin. Aður en dómstóllin komst að niðurstöðu, hafði hann þæft málið i fjórar vikur. Varsjarbandaiagiö fundar í Varsjá Utanrikisráðherrar austan- tjaldsrikjanna komu saman i Varsjá i gærkvöldi til fundar um alþjóðamál, og búist við þvi, aö þeir muni lýsa yfir áhyggjum vegna versnandi sambúðar aust- urs og vesturs og hvetja til kjarn- orkuafvopnunar. Eins er búist við þvi að ráð- herrarnir undirstriki skyldur Pól- lands við Varsjárbandalagið til áréttingar eftir „meintar til- raunir afturhaldsafla á vestur- löndum til þess að færa sér i nyt verkfallaólguna i Póllandi”. Er þetta fyrsta tækifæri ráða- menna hinna sex Varsjárbanda- lagsrikja til þess að hitta að máli ráðamenn i Póllandi eftir verk- föllin i sumar, en stjórnir þeirra hafa viðrað áhyggjur vegna þró- unar i verkalýðshreyfingu Pól- lands, þar sem upp hafa risið samtök óháð pólska kommúnista- flokknum. Fundinum lýkur strax i dag og er helsta dagskrárefni hans undirbúningur fyrir Madrid-fund- inn, þar sem endurskoðuð verða mannréttindaákvæði Helsinki- sáttmálans. FRflSER HELT VELLI I KOSNINGUM ASTRALIU Stjórn Malcolms Frasers i Astraliu hélt velli i kosningunum um helgina, þvert ofan I allar niðurstöður skoðanakannana og kosningaspár, sem gerðu ráð fyrir sigri verkamannaflokksins. 48 þingsæta meirihluti stjórnar- flokkanna minnkaði þó, en hann verður samt milli 17 og 27 þing- sæti, eftir þvi hverjar niðurstöður verða að lokinni talningu utan- kjörstaðaatkvæða sumra kjör- dæmanna. Mest eftirvænting rikir vegna lokatalningar i Nýja Suður-Wales og Vestur-Astraliu, þar sem stjórnarflokkarinir þurfa að vinna bæði þingsætin til þess að halda meirihluta i öldungadeild- inni. Ella gæti stjórnarandstaðan fellt i öldungadeildinni stjórnar- frumvörp afgreidd af neðri mál- stofunni, eða fulltrúadeildinni. transkir hermenn sigurreifir með sovésk vopn sin á lofti, en tranar hafa reynst þyngri fyrir i vörnum, en búist var við. Nvjar vopnahlés- tllraunir I slríð- inu vlð Persaflða Habib Chatti, framkvæmda- stjóri samtaka múhammeðs- rikja, kom til tran i gær i viðleitni tilþess aö koma á friði milli írans og traks. Hann var fluttur fram i vfglin- una I Khuzestan til aö hitta að máli Bani-Sadr, forsætis- ráðherra, sem þar hefur siðustu dagana stappað stálinu i verj- endur. — Attu þeir klukkustundar fund, sem Chatti sagöi eftir á vera mjög gagnlegan. Chatti, sem heimsótti Bagdaö i siðustu viku, er nú öðru sinni á ferðinni til þess að reyna aö koma á vopnahlé i fjögurra vikna löngu striði traks og trans, en tran hafnaðifyrri tillögum hans og Zia Ul-Haqs, forseti Pakistans. Hefur transstjórn itrekað lýst þvi yfir, aö vopnahlé komi ekki til greina, meðan nokkur óvinahermaður er á iranskri grund. Bardagar voru áfram hinir hörðustu við Khorramshahr i gær, og samkvæmt irönskum frá- sögnum er nú barist I návigi þar á strætum og mannfall mikið. Teheran-útvarpiö segir, að sókn traka i átt til Abadan hafi verið stöðvuð. trakar eru sagðir halda uppi öflugri stórskotahrið á Aba- dan og Khorramshahr. Khomeini æöstiprestur flutti ræðu i útvarpi i gærkvöld og bað irönsku þjoðina vera viðbúna kalli „jihad” (heilags striös) gegn traks, sem kalla mundi hvern vopnfæran mann. Gríski herlnn aftur í NATO Grikkland hefur samþykkt nýj- ustu tillögur NATO um hlut griska hersins I sameiginlegum vörnum bandalagsins, en sex ár eru liðin, slðan Grikkir tóku her sinn undan sameiginlegri her- stjórn NATOi mótmælaskyni við innrás Tyrkja á Kýpur. George Rallis forsætisráðherra sagöi að Grikkland tæki nú aftur þátt i hemaðarsamstarfinu með þeim hætti, sem efla mundi varn- ir Grikklands og tryggja réttindi þess. Dregist hefur aö Grikkir sneru aftur til hernaöarsamstarfs Natos, vegna andstöðu Tyrk- lands. Milli Grikkja og Tyrkja hafa staðið deilur um, hvor skuli hafa yfirstjórn varna á Eyjahaf- inu, en Tyrkir vildu sinn hlut meiri þar. Segjasamtök dýraverndara, að störtækir veiðiþjófar hafi fært sig sifellt meír upp á skaftið siðustu mánuöi i Tansaniu, og sé nas- hyrningum og filum mikil hætta búin. Þau vilja leggja fram fé til þess að koma upp bilaflota og fjar- skiptatækjum fyrir veiöiverði i þjóðgörðum á þessu slóöum. Samskonar aðgerðir eru I upp- siglingu I Uganda, Súdan og Kenya. Verst mun átandið vera f Uganda, þar sem veiöi- þjófar óöu uppi i stjórnartið Idi Amius (8 ár) og hafa færst enn i aukana i stjórnleysinu eftir striöiö þar. Nátlfatagoii Bandariski golflcikarinn, Lee Trevino, var eins og aörir á Lancomc-golfmótinu I Frakk- landi fyrir helgi aö krökna úr kuida. Hann greip til þess ráös aö vera f náttfötunum innan undir. Reuterfréttastofan sagöi, aö þaö heföi þó ekki veriö neitt syfjulegt viðhandtök Trevinos á golfkylf- unum fyrir þaö, þvi aö hann fór fyrstu umferðina á fjórum högg- um undir pari og tók þar forystu I mótinu. Fióttamanna- mergð I Sómalfu Sómaiia treystist ekki lengur til að hjálpa vaxandi fjölda flötta- manna þar i landi, en sú fram- færsla gengur ört oröiö á landsins gæöi, sem þar aö auki hafa oröiö illa fyrir baröinu á þurrkum og ótiö. Sómaiir hafa þar fyrir utan æriö nóg á sinni könnu vegna efnahagsþrenginga f kjölfar oifu- kreppunnar. 1 Sómaiiu eru um þessar mund- ir 848 þúsund flóttamenn i þrjátiu ogtveim flóttamannabúöum. Enn fleiri flóttamenn tvfstrast þar til viöbótar meöal ættmenna og vina i Sómaliu. — Daglega bætast svona þúsund flóttamenn viö. Flestir á flótta undan átökunum I Eþiópiu. Snýp ekkl heim tll Tíbet f bráð Dalai Lama, hinn útlægi trúar- leiðtogi Tíbets, sagöi viö frétta- menn I Montreal, aö hann eygöl litilarvonir—eins og horföi—til þess aö snúa heim til ættjarðar- innar á næstunni. Hann er I tiu daga heimsókn I Kanada, þar sem búsettir eru um 400 Tibctar, en sjálfur hefur Dalai Lama búiö i Indiandi siö- an hann flúöi Tibet undan Kin- verjum 1959. Dalai Lama sagöist hafa þrivegis sent fulltrúa til Kina á siöustu þrem árum til aö kanna möguleika á þvl, aö hann snéri heim. Hann segir, aö hínir kinversku ráöamenn reyni um þessar mundir aö taka upp frjálslyndari stefnu i Tlbet. 1 I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.