Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 15
Mánudagur 20. október 1980. vtsm 19 Er erfitt aö fá lán í banka? Vfsismenn litu vlð á Diðstofu eins bankans Hvernig skyldi islenskum al- menningi ganga að krækja sér i bankalán þessa dagana? Þessi spurning kom á varir margra um daginn, þegar höfð voru snör handtök við aö útvega nokkrum starfsmönnum Flug- leiða 200 milljönir króna til þess að kaupa hlutabréf i fyrirtæk- inu, án sérstakra sköyrða að þvi er virðist. Blaðamaöur og ljósmyndari VIsis heimsóttu þrjá banka I höfuðborginni og hugðust spjalla við fólk, sem beiö I bið- stofunum, um þessi mál. Það kom á óvart hversu fáir virtust eiga erindi við bankastjórana þennan morgun, — tvo við- skiptavini hittum við fyrir I Landsbankanum, engan I tlt- vegsbankanum og þrjá I Bún- aðarbankanum. Þeir slðast- töldu vildu reyndar ekkert við blaöamann tala. Viö svifum fyrst á Stefaníu Lóu Valentlnusdóttur þar sem Stefanfa Lóa Valentinusdóttir fékk 600 þúsund króna vfxil til fjögurra mánaöa. Arna Maria Gunnarsdóttir sagðist hafa fengiö heldur dæmar undirtekir við sinni beiöni um 350 þúsund króna lán i. hún var á leið út af skrifstofu eins bankastjórans I Lands- bankanum og spurðum hvort hún hefði haft erindi sem erfiði. „Mér vartekiðágætlega og ég geri ráö fyrir þvl að ít ’paö sem ég baö um”, sagöi Stefanla. Hvin sagðist hafa þurft 600 þúsund krónur af ýmsum ástæð- um og hafa beöið um vlxil til fjögurra mánaða. „Mér finnst að bankarnir ættu frekar að aðstoða það fólk, sem hefur litið handa á milli, heldur en að lána stórar peningaupp- hæðir til fólks sem er vel stætt fyrir”, sagði Stefania þegar hún var spurð hvaö henni fyndist um lánið til starfsfólks Flugleiöa. Næsta fórnarlamb var Arna María Gunnarsdóttir, sem var nýkominn út frá einum banka- stjóranum. „Ég baö um 350 þúsund krónur til þriggja eða fjögurra mánaöa, en ég býst ekki við að fá lánið. Ég fæ endanlegt svar seinna i' dag”, sagði Arna Maria. Hún sagðist vera i skóla og þyrfti peningana einfaldlega til þess aö geta lifaö. „Égbýst við aö ástæðan fyrir þvl að ég fékk svona dræmar undirtektir sé sú, að ég er ekki meö viðskipti viö bankann”, sagöi Arna María. Hún sagöi að erfitt væri að segja nokkuð um lánið til Flug- leiðastarfsfólksins. ,,Ef fyrirtækið er alveg við það aö fara á hausinn verður að gera eitthvaö til aö bjarga þvl”. Sex af átta lánbeiðendum fengu einhverja úrlausn” sagði Jó- hann Agústsson, aðstoðar- bankastjóri í Landsbankanum. (Visismyndir G.V.A.) Við litum inn til Jóhanns Agústssonar, bankastjóra, og spurðum hann fyrst hversu margir hefðu leitaö til hans þennan morgun og hvort allir hefðu fengið úrlausn sinna mála. „Þaö hafa komið átta manns til min í morgun og sex af þeim fengu einhverja úrlausn. Menn fá kannski ekki allt sem þeir biðja um, en það er reynt aö koma eitthvaö til móts viö flesta”. Jóhann sagöi að stórlega heföi dregiðúrsóknfólks I lán eftiraö tilkynnt var, aö útlánin yrðu dregin stórlega saman fram aö áramótum. Þeim tilfellum hefur fjölgað, að viö þurfum að neita beiönum um lán, og gildir þaö sérstaklega þegar um stærri upphæðirer að ræða. Fólk tekur þessu meö skilningi og það er sárasjaldan, sem það bregst reitt viö”, sagöi Jóhann. Hann sagöi þó að erfitt væri aö neita einstaklingum, sem ættu viðskipti við bankann, um fyrirgreiðslu sem sjaldnast væri stór I sniðum. „Það eru jú þeir sem halda bankanum uppi”, sagöi Jóhann. — P.M. j °V # # r v Cr / V Toyota.. Glæslleg fjölskylda sem fer sigurför um heiminn á gæðum og litlu bensíni . v*V cf JS'J vtí Gæöin eru hjá Toyota TOYOTA konungur japanskra bíla. Skoðið og kynnist hjá Toyota öllum þessum eftirsóttu gæóabílum. ^TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090 Umboðssimar, 16520 ó daginn 84766 á kvöldin 72250

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.