Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 20.10.1980, Blaðsíða 27
Mánudagur 20. október 1980. VÍSIR 31 Mikiil kraftur var í gosinu á nyrsta svæðinu fyrir norðan um helgina, þegar þessi mynd var tekin. Visismynd: Gísli Sigurgeirsson, Akureyri. LUKKUHUSIÐ HEIMILISINNRÉTTINGAR Smiöjuvegi 44, 200 Kópavogi. sími 71100 Opnan: Bjartsýni ríkjandi á Reykja- lundi Neöanmáls: Eru velferðar- kerfin að sliga- velferðar ríkin? Viðtai dagsins: Vestmann eylngur stlórnar innheimtu- afnota- gjaidanna VÍSIR Í MORGUN - Stærra og betra biað Framsðkn snýr heim úr útlegðinni Horfur eru á þvi þessa dagana aö Framsóknarflokkurinn hafi lokiö fullnaöarprófi i kommún- isma. Forustugreinar Timans á laugardag og sunnudag hafa veriö nokkur upprifjun á löngu daðri framsóknar viö Alþýöu- bandalagiö, en niöurstööurnar eru þær, aö kommúnistar og Morgunblaöiö séu nú á góöri leiö með aö eyöilggja Geir Hall- grimsson og þá væntanlega samstööuna innan Sjálfstæöis- flokksins um leiö, og Alþýöu- flokkurinn hafi nýlega tekiö upp á því aö lesa stefnuskrá og fundiö framsókn til nokkurrar furöu, að þvi er viröist, ákvæöi þar sem segir aö nái kommún- istar ekki varanlegum vöidum meö aöferöum lýöræöis, beri þeim aö ná þeim meö ofbeldi. Draga má þær ályktanir af þessu sannleiksandartaki fram- sóknar, aö flokksbroddum hennar sé i fyrsta lagi annt um Sjálfstæöisflokkinn, og i ööru lagi, aö þeim falli ekki allskost- ar viö þau stefnumiö kommún- ista aö ná landinu undir sig með ofbeldi, væntanlega þegar langvinn aöstoð framsóknar viö aö koma landinu undir þá á lýö- ræðislegan hátt, hefur ekki boriö árangur. Þaö er Þórarinn Þórarinsson, sem skrifar þessar tvær for- ustugreinar i Timann, ein- hverjar þær merkilegustu sem hafa komiö frá framsókn á langri svefngöngu hennar meö kommúnistum. Þórarinn hefur hingaö til veriö þekktur aö ööru en þvi aö hallmæla kommúnist- um, enda sinnir hann boösferö- um til Austur-Þýskalands og hefur látiö blað sitt birta ótæpi- legar fréttir og skrif frá APN, fréttastofu KGB á lslandi. Þaö hafa því væntanlega veriö lang- ar og órólegar nætur, sem rit- stjórinn hefur átt, áöur en hann kaus aö veröa viö óskum og fyrirmælum ákveöins hluta flokksforustunnar um aö segja sannleikann um sambúöar- málin við kommúnista. Og auð- vitaö eiga allir leiöréttingu skoöanna sinna, ogberaöfagna þvi, aö Þórarinn skuli kominn úr tröllahöndum, til þess aö gera litiö teygöur, litiö blár og litið marinn. En skoðanabreyting fram- sóknar kemur heldur seint. Samvinnuhreyfingin liggur nú undir stóráföllum enda aöför kommúnista aö henni þegar hafin. En um stærri málin og þau sem eru fjarlægari fram- sókn má segja, aö Vestur- Evrópa eigi svona fimm ár eftir i „finlandiseringu”. Aöur en þaö gerist veröa margir fram- sóknarmenn um alla Evrópu kallaöir til samstarfs meö likum hætti og i Búlgariu, en þangaö sóttu islenskir framsóknarmenn fyrirmyndina um samstarfiö á vinstri vængnum. Nú virðist hafa orðið hastarleg stefnu- breyting og næsta skyndileg, þannig aö þess er varla aö vænta, aö framsókn kjósi úr þessu aö deyja I faömi kommúnista. Jafnvel þótt þeir temji sér að lesa stefnuskrá kommúnista um ofbeldi i gegn- um kjördæmasamþykktir Al- þýöuflokksins, komst hún loks til skila. Þaö skaðar auðvitaö ekkki aö geta þess aö stefnu- skráin um ofbeldiö hefur veriö til á prenti i langan tima. Varla skilur maöur til hlitar þau rök, sem hafa legiö til hinn- ar nánu samvinnu framsóknar og kommúnista fram aö þessu, og það er vafamál aö fram- sóknarmenn skilji þau sjálfir. En sé þeim alvara i hug, og vilji þeir taka mark á stefnuskrá um ofbeldi, ætti framsókn sem lýðræöisflokkur aö axla sina ábyrgö á fyrri verkum án stór- yröa, og hefja meö öllum mætti nýtt endurreisnarstarf innan borgarastéttarinnar islensku I samvinnu viö þá tvo flokka, sem hafa ekki ofbeldi i huga. Þetta er raunar hægt aö gera mjög fljótlega. Vel má vera aö „lýöræöis- starf" kommúnista innan núverandi rikisstjórnar hafi fært framsókn heim sanninn um, aö „lýöræöi” I augum kommúnista er aöeins áfangi á leið til ofbeldis. 1 stjórnarsam- starfi hafa þeir kallaö Ólaf Jó- hannesson „litla Stalin”, af þvi hann er ekki reiöubúinn aö af- henda embætti utanrikisráö- herra undir geöþótta ráöherra Alþýöubandalagsins. Og Stein- grim Hermannssor formann flokksins, hafa þc.r kallaö „blaörara”, þegar hann hefur ekki viljaö láta ráösmennsku og frekju kommúnista i rikisstjórn veröa aö þagnarmáli. Þeir laun- uöu honum jafnvel lambiö grátt i Flugleiöamálinu, þar sem þeir freista þess aö gera Steingrim ómerkan oröa sinna, og hefur slikt ekki sést i stjórnarsam- starfi, hvorki fyrr né siöar. Kannski lýöræöinu hafi lokiö f þvi máli og ofbeldiö tekiö viö. A.m.k. hefur Timiiin allt i einu tekiö viö sér um ofbeldisklaus- una i stefnuskrá Alþýöubanda- lagsins. Framsókn á nú aöeins eina leiö, sem lýöræöisflokkur, og þaö er aö segja skilið viö núver- andi stjórnarsamstarf. Þaö er i hans valdi, hvort hér veröur mynduö stjórn lýöræöisflokka á næstunni, sem meö einum og öörum hætti visar þjóöinni fram á veg bjargálna á næstu ára- tugum. Linan frá 1923 mundi þá aftur taka gildi, og sem fyrr yröi hún til farsældar landi og þjóö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.