Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 9
/»aí’i iOiU íÁ i .c,* Laugardagur 25. október 1980. vtsm Biskupskjör mun fara fram hér á landi á næsta ári. Undanfari þess verður prófkjör eða skoð- anakönnun meðal presta og annarra guðfræðinga, sem búist er við að muni eiga sér stað á þeim vetri, sem gengur í garð í dag. Herra Sigurbjörn Ein- arsson mun á næsta ári láta af embætti biskups fyrir aldurs sakir eftir farsælt og giftudrjúgt starf. Mikill sjónarsviptir mun verða að þessum merka kennimanni, sem hefur tekist vel að laga sig að breyttum timum, ekki síst með tilkomu sjónvarpsins, þar sem hann hefur með ræðu- snilld sinni náð beint til þjóðar sinnar á hátíða- stundum og notið álits og vinsælda sem biskup hennar. Forsetakosningar settu meginsvip á það ár, sem nú er að liða og varla hafa kosningar i annan tima verið umfangsmeiri eða snarari þáttur i þjóölifinu. Þótt að forminu til hafi þær far- ið fram með heföbundnum hætti, var allur umbúnaður mun meiri en áður hefur tiðkast og kosningabarátta liflegri og svipmeiri. Biskupskjör hér á landi hefur fram til þessa verið ólikt for- setakjöri og aö mestu farið fram i kyrrþey. Þar hafa klerkar og kennimenn valið einn úr sinum hópi til þess að gegna þessu em- bætti æðsta yfirmanns þjóð- kirkjunnar og ekki látið al- menning i landinu hafa nein á- hrif i þvi sambandi. Gamlar reglur um fyrirkomu- lag biskupskjörs kveða á um hverjir hafi atkvæðisrétt við biskupskjör og hvernig staðiö skuli að atkvæðagreiðslunni, og er augsýnilega orðið ástæða til þess að endurskoða þær með til- liti til aukinnar þátttöku leik- manna i starfi kirkjunnar. Forseti tslands frú Vigdis Finnbogadóttir og biskupinn yfir tsiandi, herra Sigurbjörn Einarsson,ganga til dómkirkjunnar er setning alþingis fór fram á dögunum. Visismynd: GVA. biskupskjörs. Hefði ekki verið nær að lesa það sem blaðamenn VIsis hafa ritaö um þetta mál með kristilegu hugarfari og gefa sér þá grundvallarfor- sendu, að þeir væru að rækja upplýsingaskyldu sina viö al- menning I landinu? Ritstjórn Visis telur, aö blaöið eigi að flytja lesendum sinum fréttir og fróðleik af þessum vettvangi eins og öðrum sviðum þjóðlifsins, vegna þess að al- menningi komi það við hverja klerkar landsins hyggist styðja til kjörs biskups yfir Islandi. Áróöur fyrir ákveðnum manni? Það er aftur á móti grundvall- armisskilningur séra Guð- mundar, aö Visir hafi haldið fram eða hyggist halda fram einhverjum ákveðnum manni I þetta embætti. Getsakir um þaö eru út i hött og koma mönnum reyndar allspánskt fyrir sjónir i grein þar sem rekinn er meiri áróður fyrir einu biskupsefni en dæmi eru til áður opinberlega. Visir mun ekki taka afstöðu til persóna viö fyrirhugað biskups- kjör, og ekki styðja neinn á- kveðinn mann til þessa háa embættis, I þeim efnum mun blaöið fylgja sömu stefnu og það gerði i forsetakosningunum I sumar, Þá kom ekki fram i leiö- urum VIsis stuðningur við neinn þeirra fjögurra frambjóðenda, sem þá voru i kjöri. Aftur á móti var umræöuvett- vangur á siðum blaðsins opinn öllum sjónarmiöum varðandi þær kosningar og sama gildir um biskupskjörið. Úr þvi aö stuðningsmaður eins þeirra, sem væntanlega koma til greina (það má vist ekki tala um fram- bjóðanda i þessu sambandi) hefur riðið á vaðið, er eðlilegt að aðrir séu hvattir til þess að láta frá sér heyra um biskupskjörið á siðum blaðsins. óhlutdræg upplýsinga- miðlun , Sjálfstæöur fjölmiöill eins og Visir reynir að birta sem við- tækastar upplýsingar og fréttir af hverju þvi máli, sem um er fjallað, þannig að lesendur hans Biskup prestanna eda þjódarinnar? Biskupskjör og safnaðarfólk 1 þessu sambandi má minna á, að i gær kom saman Kirkju- þing tslands, æðsta samkunda þjóökirkjunnar og þar eru prestar og leikmenn jafnrétthá- ir. Þeir kjósa i sameiningu raunverulega rikisstjórn kirkj- unnar, sem ber heitið kirkjuráð. Það væri þvi i sjálfu sér eðli- legt aö sami háttur yrði hafður á við biskupskjör, það er að segja, að leikmönnum innan kirkjunn- ar, fulltrúum safnaðanna yrði leyft að hafa áhrif á kjör biskupsins, oddvita kirkjunnar, nefna mætti forsætisráðherra rikisstjórnar hennar, en kenni- menn réðu þvi kjöri ekki einir eins og nú háttar. Þannig er þetta til dæmis i Noregi. Þar hafa safnaðar- stjórnirnar sitt að segja um val biskups. En það eru greinilega til i röð- um klerka menn, sem telja, að almenningi i landinu komi hreinlega ekkert við, hver sé kjörinn biskup hér á landi á hverjum tima. Það sé einkamál presta. Hversu fjölmennur sá afturhaldshópur er veit ég ekki, en einn talsmanna hans lét til sin heyra á siöum Visis á dögun- um. Það var séra Guömundur Óli ólafsson, staðarprestur i Skálholti. Grein hans, sem bar yfir- skriftina ,,Opið bréf til ritstjóra VIsis: Um biskupskjör og blaða- menn”, var hin undarlegasta i ýmsum efnum. Sumt af þvi, sem þar var dylgjað um er alls ekki svaravert, en ekki verður hjá þvi komist að ympra á nokkrum atriðum, sem þar komu fram. Sálusorgari prestanna Guðmundur óli leggur mikið upp úr valdi prestanna i landinu og segir, að biskupinn sé ein- ungis biskup klerkanna en ekki . þjóðarinnar allrar „prestur prestanna” eins og hann orðar það og prestarnir séu söfnuður hans. „Hann skal fyrst og fremst vera sálusorgari þeirra, vera þeim tii trausts og halds i öllu starfi þeirra” segir hann. Hvað um þjóðina? Hvað um almenning i landinu? Er biskupinn ekki trúarlegur leið- togi þjóðarinnar? Er ekki em- bættistitill hans „biskupinn yfir íslandi”? Hræddur er ég um að sllk sjónarmið sem Guömundur Óli afhjúpar með skrifum sinum eigi ekki upp á pallboröið hjá öllum almenningi i landinu nú á ofanverðri tuttugustu öld. Hvaö um prestskosningar? Rökvissa klerksins fer dálitið á skjön, þegar hann segir ann- ars vegar, aö á embætti prests og biskups sé ekki neinn eðlis- munur i vorri kirkjudeild og hins vegar að óeðlilegt sé, að i menn gefi kost á sér i embætti mundar Óla i nefndri Visis- grein. Hvernig gat hann verið þekktur fyrir að gefa kost á sér sem prestur i Skálholti og berj- ast þar fyrir kjöri sinu? Ég bara spyr. Formleg framboö hjá Dönum t nágrannalöndum okkar hafa reglur um kjör biskups verið færðar til nútimahorfs og til dæmis i Danmörku eru menn látnir bjóða sig formlega fram til biskupsembættisins og þeim gert skylt að leggja jafnframt fram ákveðinn meðmælenda- lista. Með þessu eru frændur okkar Danir, samkvæmt kenn- ingum Guðmundar óla að brjóta gersamlega i bága við kristna siðfræði og skilning kirkjunnar á embætti biskups með likum hætti og gerðist varðandi embættasölur á mið- öldum, svo vitnað sé til orða klerksins, þar sem hann talar um hversu óviðeigandi sé að prestar eða guðfræöingar sækist eftir biskupsdómi. Samsæri eða kristið hugarfar Það er forvitnilegt aö kynnast þvi hugarfari þessa kirkjunnar þjóns, sem birtist I skrifum hans. Grófar samsæriskenning- ar eru það fyrsta sem honum kemur I hug, þegar hann les frá- sagnir Visis af þvi sem er að gerast varöandi undirbúning hafi tækifæri til að mynda sér eigin skoðun á málinu. Hann leggur einnig áherslu á að fá menn til þess að lýsa afstöðu sinni til mála i viðtölum eða neðanmálsgreinum. t fréttum er gætt fyllstu óhlut- drægni og blaðamenn, sem fréttirnar skrifa gæta þess vandlega að láta ekki skoðanir sinar eöa afstöðu til þeirra mála, sem um er fjallað, koma fram i frásögninni. Það gefur aftur á móti auga leið, að ábyrgur fjölmiðill veröur aö taka afstöðu til þeirra meginmála, sem athygli lands- manna beinist að á hverjum tima. Þær skoðanir blaðsins á þjóðmálum og öðrum málefnum koma einungis fram i forystu- greinum blaðsins. Visir er elsta dagblað lands-/ ins, verður sjötugur i lok þessa árs. Hann hefur á hverjum tima kappkostaö að fylgjast með tim- anum og veita þá þjónustu, sem lesendur hafa gert kröfur til: Með þvi að laga sig að breyttum aöstæðum er hann siungur, þótt sjötugur sé. Fréttaþjónustan hefur alltaf verið þungamiðja i upplýsinga- miðlun blaðsins og svo mun verða áfram. Visir mun þvi halda áfram að upplýsa lesend- ur sina i fréttum og frásögnum um það, sem telst til tiðinda á hinum ýmsu sviðum þjóölifsins, — þar á meðal á vettvangi kirkju þjóðarinnar. Ólafur Ragnarsson. biskups. Mætti þá ekki spyrja: Hvað um prestskosningar? Er þá ekkí fyrir neðan allar hellur, að fyrirkomulag þeirra sé þann- ig, að prestar gefi kost á sér til embættisins og stundi kosninga- baráttu til þess aö ná kjöri? Hvernig lita prestskosningar út i augum manns, sem segir um biskupskjörið: „Færi svo, að einhver prestur eða guðfræð- ingur tæki að sækja mjög fast eftir biskupsdómi og berjast fyrir eigin kjöri, væri jafnframt ljóst orðið, að hann væri manna sist fallinn til þess að verða biskup”. Þetta eru orð Guð- ritstjórnar pistill Ólafur Ragnarsson rit- stjóri skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.