Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 25. október 1980. Le Capucin Gourmand Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Davið Scheving sér um Sæl- kerakvöldið Iðnaður- innstyður íand- búnaðinn Ekki er Sælkerasiðunni cunnugt um hug Félags slenskra iðnrekenda tii slensks landbúnaðar en sennilega er hugarfarið gott. Davið Scheving Thorsteinsson ormaður félagsins mun alla- vega leggja sitt af mörkum i jessum efnum á fimmtudag- nn n.k. 30. október en þá verður „Sælkerakvöld” á Hó- tel Loftleiðum og „Chef” verður DaviöSch. Thorsteins- son. Aðalrétturinn veröur nefnilega lambakjöt. Auðvitað verður lambakjötið með- íöndlað á sérstakan hátt eða eftir fyrirskipun sælkera kvöldsins. Uppskrift Daviðs er athyglisverð. Hann notar ambahrygg sem búinn er að hanga dágóðan tima. Hryggurinn er þvi næst sneiddur í vænar sneiðar og marineraður i ólivuoliu sem krydduðer með timjan. Kjötiö er þá grillaö eftir kúnstarinn- ar reglum. Þvi miður er ambakjötið okkar ágæta yfir- eitt ekki látið hanga nóg áður en það er matreitt, en kjötið verður miklu betra af að hanga, bæði meyrara og aragðmeira. bað er vel til 'undið hjá Davið að marinera kjötið i ólivuoliu sem krydduð er með timjan. Kjötbragðinu er ekki eytt með of miklu cryddi. Ýmislegt fleira áhugavert verður á matseðli Daviðs. Sælkerakvöldin á Hótel Loftleiðum hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn. A pessum kvöldum gefst þeim sem yndi hafa af góöum mat tostur á að kynnast réttum sem ekki eru algengir á mat- seðlum veitingahúsanna. Tilkynning frá sælkera- klúbbnum Nú eru á leiðinni bréf til klúbbfélaga með dagskrá klúbbsins fram að áramótum. En helstu liðir i starfinu er kynning á frönskum rauðvín- um i Naustinu laugardaginn 1. nóvember kl. 15:30. 7. nóvember verður farin Sælkeraferö til London og 1. desember verður sýnikennsla i matreiöslu á rjúpu. Auk þessa er ýmislegt annað á dagskrá sem verður getiö um i fréttabréfinu. Nefnist frábær matsölustaður i borginni Nancy i Frakklandi. Hér kemur uppskrift af svinakjöts- rétti sem þessi staður er þekktur fyrir. Rétturinn kallast á mat- seðlinum, „Grillades De Porc a La Dijonnaise. Þessi réttur er bragðmikill enda er Dijonsinnep notað i sósuna. Nú orðið er þetta frábæra sinnep til i nokkrum verslunum hér á höfuðborgar- svæðinu. Ef þið hafið hug á að laga þennan rétt þá verðið þið að byrja á þvi að útvega ykkur Dijonsinnep. En ágætt er að eiga þetta góða sinnep i búrinu. Nóg um sinnep að sinni en i máltið fyrir fjóra þarf: 4 svlnalundir (hver á 150 gr). 2 matsk. smjör 1 matsk. matarolia. Sósa: 1/4 1 rjómi 2 matsk. dijonsinnep 1 finsaxaður Carlottulaukur (fæst nú viða) 4 matsk. finsöxuð sýrð gúrka (pikles gúrkur) 1 matsk. vinedik sait/pipar Steikið lundirnar i smjörinu og oliunni, i ca. 4 minútur á hvorri hlið. Blandið i skál rjóma, sinn- epi, lauk, gúrkunum og vinedik- inu. Þegar búið er að steikja lundirnar eru þær teknar af pönnunni og þeim haldið heitum. Fjarlægið alla fitu af pönnunni og hellið sósunni i pönnuna og látið sósuna sjóða i u.þ.b. 2 minútur, en hrærið kröftuglega með tré- sleif allan timann meðan sósan sýður. Sósunni er svo hellt yfir kjötið og þar með er rétturinn til- búinn. A Le Capucin Gourmand eru franskar kartöflur bornar fram með þessum rétti — en það skal enn tekið fram að þessi réttur er bragðmikill en bragð- góður. Beaujolais vin passar vel með þessum rétti. Sælkerasiðan getur mælt með Piat De Deuaujolais. Bragðmikill franskur svinakjötsréttur , Hin vid- kvæmu vín Unnendur góðra vina hafa ef- laust orðið fyrir þvi aö fá slæmt vm, annaðhvort á veitingastað eða úr Afengisversluninni. Við þessu er litið að gera, það er sama hvað vinið er af þekktri teg- und, það getur ávallt verið ein og ein „slæm” flaska og fyrir þvi liggja ýmsar ástæður, t.d. geta óhreinindi hafa komist i vinið, tappinn i flöskunni ekki nógu þéttur, einnig skemmist vinið ef það lendir i miklum hitabreyting- . um eða óvarlega er farið með það i flutningum. Nú og svo eru hinir ýmsu árgangar auðvitað misjafn- lega góðir. Við svona óhöppum er i flestum tilvikum litið hægt að gera en það er verra ef það vin sem hingaö er komiö skemmist i vöruskemmum Afengiseinkasöl- unnar eða i verslunum fyrirtækis- ins. Sælkerasiöan er alls ekki að fullyrða aö svo sé en það er stað- reynd að það kemur nokkuð oft fyrir aö við hér á landi lendum á „slæmum” vinum. Mörg portú- gölsku vinin eru t.d. ódrekkandi, þó eru nokkrar undantekningar i þeim efnum. Birgöageymslur Afengisverslunarinnar eru hvergi nógu góðar. Vin á ekki að geyma I vöruskemmum heldur i vin- kjöilurum eða sérstökum vin- geymslum þar sem nákvæmt eftirlit er haft með mikilvægum atriðum, svo sem hitastigi og birtu. Einnig þarf að fara vel um vin- in i verslununum. Má vera að i þessum efnum sé ekki við yfir- menn Áfengis- og tóbakseinka- sölu rikisins að sakast heldur fjármálaráðuneytið. Stjórnvöid verða að skilja að þó þau liti á Alengis- og tóbakseinkasölu rikisins sem mjólkurkú, þá eiga þeir neytendur sem skipta við þetta fyrirtæki rétt á sömu þjón- ustu og annars staðar. Létt vin eru viðkvæm vara sem verður að fara sérlega vel með og auðvelt er að skemma. Það er þvi sanngjörn krafa að eitthvað af þeim gróöa sem rikið fær fyrir sölu á áfengi fari i aö koma upp viðunandi vlngeymslum. Einnig að þaö starfsfólk sem fer með með- höndlun vinanna fái leiðbeiningar imeðferð vinanna. Einnig skorar Sælkerasiöan á alla þá sem kaupa ódrekkandi létt vin að skila þeim aftur og fá þau endurgreidd. Margir úrvals veitingastaöir i London Einstök sadkeraferð Sælkerasiða Visis og Sælkera- klúbburinn mun gangast fyrir stuttri „Sælkeraferð” til London 7.—11. nóv. nk. Eins og velflestum sælkerum er kunnugt eru fjölmargir úrvals veitingastaðir i London. Oþarfi er hér og nú að nefna nokkur nöfn en London er alþjóðleg borg og þar er hægt að finna nokkra ljómandi italska, franska, kinverska og japanska veitingastaði. t sumar heimsótti Sælkerasiðan stórgóðan ungverskan veitingastað, sömu- leiðis danskan og arabiskan og ekki má gleyma indversku veit- ingastööunum — nógu er af að taka. Þó þessi „Sælkeraferð” sé ekki löng, aöeins þrir dagar, þá gefst þátttakendum kostur á að heimsækja nokkra úrvals veit- ingastaði og auðvitað ýmislegt annað, skoða borgina, fara i leik- hús og á ýmsa skemmtistaði. Hinn þekkti breski sælkeri „Peter Ffrench-Hodges mun aðstoða Sælkerasiðuna við val á veitinga- stöðum en Peter sem er blaða- maður hefur skrifað nokkrar matreiðslubækur og gjörþekkir veitingastaði Lundúnaborgar. Fyrsta kvöldið verður einn besti italski veitingastaðurinn i London heimsóttur. Dvalist verður á Royal Scott Hotel við King Cross stöðina. öll herbergi eru með baði, sjónvarpi, útvarpi og sima. Þátttakendur i „Sælkeraferð- inni” verða aðeins 20. Allar nánari upplýsingar gefur Kristin Aradóttir hjá Samvinnuferð- um-Landsýn i sima 27077. Unn- endur góðra vma íá upplýsingar um verslanir og veitingastaði sem hafa góðlétt vin á boðstólum. Fá veitingahús i heiminum hafa sennilega eins góð vin og á A L’ecu De Frans og Au Jardin Des Gourmets i London.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.