Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 23
Laugardagur 25. október 1980. VÍSIR 23 ,,í þessari sögu hef ég leitast við að lýsa hinum dæmigerða tslending”, sagði Guðbergur Bergs- son, rithöfundur, þegar Helgarblaðið spurði hann um nýju bókina. ..Upphafið var það að fyrir mörgum árum heyrði ég . Ragnar i Smára lýsa kunningja sinum sem hann áleit vera mjög dæmigerðan íslending. Ég fór siðar að hugsa um þetta og þessi frásögn varð til út frá þvi sem hann hafði Guðbergur Bergsson. ,, Dæmiger ður íslendlngur — segir Gudbergur Bergsson um Ara Fróðason sagt mér og svo eigin at- hugunum”. — Og hvernig maður er svo Ari Fróftason? „Ari Fróðason er fyrst og fremst athafnamaður. Það er at- höfnin sjálf sem honum er hug- leikin, niðurstaðan skiptir hann ákaflega litlu máli. Bókin er að ýmsu leyti i stil skálkabók- mennta, það er lýst ferð hans gegnum þjóðféiagið sem hefst á leikvelli og lýkur i laxveiðiferð. Lif Ara Fróðasonar er eins konar leikur, leikur framkvæmdanna. I skálkabókmenntunum er yfir- leitt aðeins sýnd ein hlið persón- anna en ég hef reynt að sýna margar hliðar Ara Fróðasonar. Hann er ekki týpa, ekki sálarlaus týpa”. . — Og hvernig finnst þér hafa tekist til, er Ari Fróðason dæmi- gerður Islendingur? ,,Ég heid að á margan hátt sé hann það en það er eríitt að segja. Persónur breytast, bæði i skáld- verkum og i lifinu, eftir þvi i hvaða umhverfi þær eru. Ef ég hitti þig fyndist mér þú ef til vill vera dæmigerður blaðamaður, einhverjum öðrum fyndist svo eitthvað annað. Engir tveir les- endur skynja sögupersónu á sama hátt. Þetta er allt á hreyf- ingu og þessi persóna, Ari Fróða- son, er mikið á hreyfingu”. IJ. ^Amerísldr* Síðasti bærinn i dainum 1950 - 30 ÁR - 1980 I tilefni af því að á þessu ári eru liðin 30 ár f rá þvi kvikmyndin var frumsýnd, verður hún sýnd í Regnboganum i dag laugardag kl. 3, og einnig á morgun sunnudag 26. á sama tíma. Verð aðgöngumiða kr. 1500. Mynd fyrir a//a fjölskylduna Oskar Gíslason AUGLÝSIIMG um lán og styrki til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður auglýsir eftir umsóknum um lán og styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknum fylgi kvikmyndahandrit og/ efta greinargerð um verkefniö og lýsing á þvi, áætlun um kostnað og fjármögnun, svo og tlmaáætlun. Athygli er vakin á þvi, aö nú verður I fyrsta skipti um lánveiting- ar úr sjóðnum að ræða. Umsóknir sendist: Kvikmyndasjóði, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, Reykjavik. Umsóknarfrestur cr til 1. desember 1980. Reykjavik, 22. október 1980 Stjórn Kvikmyndasjóðs. Aðalfundur Aða/fundur Stúdentafé/ags Reykjavikur verður ha/dinn /augardaginn 25. október k/. 18 i stofu 102 Lögbergi DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Raforkuverkfræðingur eða tækni- fræðingur óskast nú þegar ti/ starfa hjá rafmagnsdei/d tæknideildar. Umsóknir sendist til starfsmanna- deildar er veitir nánari upplýsingar. RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 142., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta I Brautarholti 18, þingl. eign Vilhjálms Ósvaldssonat o.fl. fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eign- inni sjálfri miðvikudag 29. október 1980 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 54. 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Sléttahraun 24, 2.h.t.v., Hafnarfirði, Þingl. eign Ásmundar E. Einarssonar fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar, hrl„ Hafnarfjaröarbæjar og Veðdeildar Landsbanka íslends á eigninni sjálfri þriðju- daginn 28. október 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.