Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 22
22__ ____ VlSUl Laugardagur 25. október 1980. „HÆTTU, PABBI, Atvagl, BUMBA OG FREKJA!” v ■V Kafli úr 99Sögunni af Ara Fróðasyni” eftir Gudberg Bergsson, sem kemur út hjá Máli og menningu á næstunni Ari FróBason hemlaöi fyrir framan Kartöflukjörbar- inn i miöbænum. Iskriö I hemlunum nlsti bæöi merg og bein, og eyrun fuku af fjölda fólks. Um leiö og feögarn- ir þustu út úr bilnum féllu eyrun eins og laufdrifa á göt- una. 1 þessum bæ viröist ailtaf vera haust og laufregn, sagöi Ari Fróöason. Hér er aldreí sumar. Þetta er skitabær. Hann er góöur til aö græöa i, sagöi Ari litli. 0, maöur græöir ekkert! fussaöi faöir hans. Halda mætti aö af himni rigndi nú manna. Nei, Ari minn, engiarnir eru bara aö hrækja á borgina. Og þegar Ari Fróöason skellti huröinni, skellti hann henni af þvilikum krafti aö rúöur nötruöu I gluggum en hattar skekktust á höföi karla og kvenna. Ýmsir héldu aðorrustuflugvélar ameriska varnarliðsins heföu rofiö hljóömúrinn og lofuöu guö. Hins vegar reis háriö á hundum og berhöfuöuö fólki. ÞaÖ fór ekki fram hjá heildsölunum hver var á ferö- inni i miöbænum. Auöheyrt var á hurðarskellinum aö Ari Fróöason ók að Kartöflukjörbarnum til aö fá sér pylsu meö öllu. Lögreglan sem átti leiö framhjá, heils- aöi Ara Fróöasyni meö þvi aö bregöa fingurgómunum aö húfuderi en þumalfingri aö eyra. " Feögarnir hrööuöu sér glorsoltnir inn á Kartöflu- kjörbarinn. Ég vil fá fullan kassa af frönskum kartöflum meö tómatsósu, sagöi Arapabbi viö konu. Konan stóö fyrir innan glerborö og sleikti sósu af putta. A boröinu voru nokkrar jólakökur undir gler- hjálmi, viö hliöina á skorpnum kleinum og pönnukök- um. Þærgöptuoggubbuðu rjómaog jaröarberjamauki á undirskál. Þær eru pakksaddar pönnukökurnar hjá þér, sagöi Ari Fróöason. Ja, f innst þér eöa hitt þó heldur, sagöi konan. Naumast þær eru bústnar, pönnsurnar. Ha, ha, ha! hló Ari Fróöason. Ari Fróðason hló magahlátri, þannig aö helst leit út fyrir aö bumban á honum væri i hádegisleikfimi til aö auka matarlystina. Hún hossaöist upp og niöur, en einnig til hliöar og hristi grindina sem hann dró bakk- ann sinn eftir. Þaö skrölti meira aö segja i diskahlaö- anum á boröinu. Þá brá konan kræktum visifingri undir glerhjálminn og sleikti rjóma-og jaröarberjagubbiö úr pönnukökun- um.Hún bar afar litiö skynbragö á fyndni Ara Fróöa- sonar. En pönnukökurnar héldu áfram aö gubba, og þaö fannst henni skiljanlegt, þvi hún haföi sjalf bakaö þær og vissi nákvæmlega hvaöa efni var i þeim. En Ara Fróöason haföi hún aldrei séö. Þetta var fyrsti dagurinn hennar á barnum. ,Nú haföi konan steingleymt þvi sem Arapabbi haföi pantaö. Þess vegna þurfti hann aö endurtaka orö sin. Hann geröi þaö tvisvar, i gamni. Þá spuröi konan undrandi: Voru þaö fimm heilir skammtar? Já, og mikiö af tómatsósu, bætti hann viö og nú var kóminn völlur á hann. Var þaö nokkuö fleira? spuröi konan og kom I veg fyrir, meö krók á liprum putta, aö pönnukökurnar gubbuöu rjóma yfir frönsku kartöflurnar. ■ Oskapar gubbustand er þetta I dag, sagöi konan. Og svo niu pylsur meö Öllu, sagöi Ari Fróöason. Viltu taka þær meö þér? spuröi konan. Já. Og bættu þremur viö. Höfum pylsurnar tólf. Tal- an er skemmtilegri þannig. Nú brosti konan breiöu brosi beint framan i fööur Ara. Hún skildi. Og henni féll betur fyndnin, eftir þvi sem hann keypti meira. 1 raun fannst henni Ari Fróöa- son vera fram úr hófi fyndinn og skemmtilegur, þegar hann baö um tvær aukapylsur handa sér og syni slnum meðan hann beið eftir afgreiösiu. Þannig áttu sannir viöskiptavinir að vera: sællegir og svangir en i sól- skinsskapi. Konan haföi aldrei heyrt hressilegar mælt en þegar Ari Fróöason haföi rekiö visifingur milli talna á skyrt- unni inn á naflann og sagöi: „Bættu viö þremur og höf- um þær tólf. Þaö er skemmtilegri tala”. Konan hristi höfuöiö og velti vöngum af ánægju. En starfsstúlkur i eldhúsinu gægöust út um lúkugatiö til aö horfa á hinn meinfyndna mann. Þærveltu uppií sér gervitönniinum dolfallnar, meöan þærgátu sér til aö Ari Fróöason hlyti aö vera menntaöur fræöimaöur á sviöi tslenskrar fyndni. Hann var eitthvað svo átvaglslegur! Pabbi, ég vil boröa hérna einn heilan skammt, ha? og ekkert röfl, sagöi Ari litli. Þá þaö, matgoggur minn, samsinnti faöir hans og vildi ekki aö þaö færi fram hjá aðdáendum hans I lúku- • gatinu, hvaö hann var fram úr hófi hæfur faöir, eöa hvaö sonurinn lofaöi góöu, sifellt að rifna út. Svo mat- lystugur var hann aö þaö brakaöi f bjórnum. Ari litli haföi þegar fengiö tvær undirhökur og hraustlega spé- koppa. En fingur hans iöuöu eiröarlausir I megrunar- leikfimi á glerboröinu. Konunni fannst Ari iitli vera svo hraustlegt krútt, aö hún rak ósjálfrátt fram hinn langa pylsugaffal og ætl- aöi aö kitla drenginn undir neöri undirhökunni. A öör- um tindinum var þá óvart pylsa, og Ari gleypti hana óöar I sig. Það gladdi Ara Fróöason aö sonur hans ætlaöi aö veröa jafn vinsæll og hann. Og til þess aö auka vinsæld- ir sinar ákvaö hann aö kaupa kartöfluskammt á disk og tvær pylsur meö öllu. Feögarnir settust til borös. A meöan þeir hámuöu i sig skammtinn brá afgreiöslustúlkan sér fram i eld- hús. Hún gat ekkk stillt sig um aö segja hinum konun- um og kokkinum frá fyndna manpinum. Konurnar og kokkurinn veltust um af hlátri. Einhver kona afar frábrugöin hinum sagöi tvisvar alvarleg og meö þungri áherslu: Þessi maöur heföi áreiöanlega átt aö vera leikari. Hann er fæddur leikari. Eflaust er maöurinn á rangri hillu, þaö gefur auga leiö, sagöi önnur kona. En samt er hann auösæilega sannur pabbi. Ó, hann er fæddur pabþi, sögöu konurnar I kór og stundu af ánægju. Alveg dásamlegur maöur. Sú kona hlýtur aö vera hjartanlega hamingjusöm sem gift er svona síórum og sniöugum f jörkálfi, sagöi afgreiöslukonan. Mér finnst beint bió aö sjá hann. Nú haföi Ari litli hámað i sig skammtinn og vildi ólmur bæta á sig. Pabbi hans vildi þaö lika. Pylsurnar og kartöflurnar æröu upp I honum sultinn. Meiri pylsur meö öllu! hrópaöi faðirinn. Pylsurnar yöar biöja mann aö éta sig, og kartöflurnar eru sammála. Ja, nú byrjar hann aftur, flaustraöi afgreiöslukonan framan i kokkinn og brá sér fram og bætti viö: Pylsur og franskar kartöflur eru svo fjarska vinsæll réttur hjá krökkum. Þá er ég krakki lika, sagöi faöir Ara og ruglaöi hár- inu á syni sinum. Ég er meö garnagaul! Þaö hef ég ekki fengiö á fulloröins aldri! Léttbros likt og feimiö fiörildi flögraöi um munnviki konunnar og fór meö vængjablaki um gagnaugu og vanga. En örskömmu sföar varö hún alvarleg á svip, likt og fiörildiö heföi misst flugiö, af þvi þaö saknaöi allt i einu sölnaös blóms. Orö AraFróöasonar höföu svo hlý áhrif á konuna aö hún virist ávarpa móðurlif sitt yfir kartöflufeitinni og segja: „Sumir karlmenn verða alltaf krútt”. Konan dirföist varla aö lita framan i hinn stóra, myndarlega mann, sem var eflaust jafn ágætur eiginmaöur og hann var prýöilegur pabbi. Þess vegna hrúgaöi hún skammtinum á diskinn og leyndi gleöitár- um, meö þvi aö vera svo niöurlút aö nefbroddurinn nam næstum viö pylsurnar meö öllu. Þvi var eins og tómatsósan heföi runniö sem rauöur hor úr nefinu á henni. Viö erum öll, bæöi ungir og gamlir, ósköp mikil börn á stundum, ef annars vegar eru franskar kartöflur en hins vegar litaöar pylsur meö öllu, hvislaöi konan undirleit og strauk visifingri um nefbroddinn, likt og hún stöðvaöi sósurennsliö úr nösunum. Og börnin heimta allt og ráöa öllu, svaraöi Arapabbi. Þannig er tiöarandinn. I þokkabót eru sjálfar Samein- uöu þjóöirnar farnar aö heimta barnaveldi, meö barnaárinu i ár. Æ-já, samsinnti afgreiöslukonan.Mérfinnst sjálfri, i einlægni sagt, vera oröiö heldur litiö gaman aö vera kona eöa barn eftir þessi óskaplegu kvenna- og barna- ár. Þaö er hreinlega ekkert sniöugt. Núoröið þarf aö auglýsa allt: fisk, bækur, konur og börn, sagöi Ari Fróöason. Ef viö auglýsum okkur ekki sjálf, meö ráöum og dáöum, blöndnum fáránlegasta fiflahætti, þá förum viö hreinlega ekki aðeins fram hjá samferöamönnum okkar, heldurlika fram hjá lifsföru- nauti okkar og jafnvel sjálfum okkur. Æ, ég held þetta hljóti allt aö ganga yfir, sagöi kon- an. Mest er gaman aö fá aö uppgötva sjálfan sig og aöra I ró og næöi. Fólk nennir ekki aö hugsa nema þaö fái fyrirskipun um þaö frá einhverju miðstjórnarvaldi, sagöi Ari Fróöason spekingslega. Þaö er ekkert nýtt i sögunni. Þetta kom með kristninni. Fyrst var þaö páfinn I Róm. Svo kom skipunin frá Kreml. Nú sjá Sameinuöu þjóö- irnar okkur fyrir umhugsunarefni. Næsta ár veröur yfirlýst hiö alþjóölega kjúklingaár, og ekki verður um annað rætt á Islandi en kjúklinga. Þetta er hræöi- legt! Við höfum nú stundum reynt að vera meö kjúklinga hérna á Kartöflukjörbarnum sagBi konan. En þeir uröu aldrei jafn vinsælir og pylsur meö öllu, hvernig sem á þvi stendur. Ég held aö kjúklingar séu ekki nógu fal- legir i lögun til aö falla I smekk okkar íslendinga. Viö erum einhvern veginn öll aðeins fyrir þetta sivaia. Nú ræskti Ari Fróðason sig vandlega og góndi spyrj- andi á konuna. Hann ræskti sig á ný, iikt og tómatsósan hefði limst i hálsinn en sagði svo: Láttu samt yfirkokkinn birgja sig vandlega upp fyrir hiö alþjóölega kjúklingaár. Mér sárnar svo aö vera vitni aö sifelldu fyrirhyggjuleysi landans. Viö eigum ekki, held ég, nógu góða geymslu, en ef Sameinuöu þjóöirnar fyrirskipa kjúkling á hvern mat- seðil, þá hlýöum viö umhugsunarlaust, sagöi konan á leiö inn i eldhús. Konan hugöist segja yfirkokknum frá skoöun fram- sýna mannsins. Hún sá ekki betur en Ari Fróðason hlyti aö vera spikfeitur spámaöur, þótt hún hefði áöur imyndaö sér aö spámannlegur vöxtur væri fremur þráðbeinir spóafætur en feitar rokklappir. Sjálf geröi hún sér nú far um aö vera gáfuleg I fasi og göngulagi, og geröi hún sig þrælstifa i mjöömunum. Þá sendi Ari litli bossanum á henni langt nef. Konan var svo merkileg meö sig og bjánaleg á bakiö. Hiö langa nef fór alveg fram hjá Ara Fróðasyni. Hann sótti fyrst disk sonar sins til konunnar. Svo sótti hann sinn, og hámaöi i sig næstum allan skammtinn á leiöinni. Ari Fróöason heföi betur hamiö lystina, þvi eftir aö hann var búinn meö skammtinn vissi hann ekki hvaö hann ættiaögera viö fingurna. Til að hafa ofan af fyrir eiröarlausum höndunum nældi hann sér I kartöfl- ur af diski Ara. Hættu, agalegt átvagl ertu, pabbi! umlaöi Ari litli undir eins meB munninn fullan af mat. Uss! sussaöi pabbi hans lágt. Ari Fróöason kæröi sig ekki um aö konan heyröi ákúrur sonarins. Þá mundi hann lækka I áliti hjá henni, kokknum og konunum I eldhúsinu, Síst langaöi Ara Fróöason aö lækka i áiiti hann sárlangaöi hins vegar til aö lækka kartöfluhauginn hjá syni sinum. Ari litli var enn þá með munnfylli og faðirinn greip tækifæriö og rak gaffal ihrúguna og tróö kartöfluglás upp i giniö, enda hélt hann aö Ari litli gæti ekkert sagt, meö úttroö- inn munn. Þar skjátlaöist honum. Ari frussaöi út nokkrum kartöflum, svo hann gæti fært fimm orð yfir varnirnar og sagt: Hættu, pabbi, átvagl, bumba, frekja! Viö lá aö vesalings drengurinn færi aö orga. Pabbi hans hætti þess vegna aö pota gaffli sinum I glásina. I staðinn tindi hann af borðinu þaö sem frussaöist úr munni Ara og haföi hrunið af diskinum. Nú veröur þú aö kaupa nýjan skammt, kjötfjalliö þitt! argaöi Ari frekjulega. Þú hefur stolið stórri gommu frá mér, og ég er enn glorhungraöur. Hvaö er þetta, drengur! andmælti faöir hans. Ertu meö botnlausan maga? A eftir minnti Ari Fróöason son sinn á, að fimm kart- öfluskammtar biöu þeirra i kassanum á kafi I tómat- sósu, og auk þess tólf pylsur meö öllu I öörum kassa. Þannig hugöist Ari Fróðason færast undan frekari fjáraustri, enda mundi hann nú vel eftir veskinu, sem var ekki eins vel úttroðiö og maginn á honum eftir matinn. „Þessisonur minn er ekki þaö vitlaus I reikn- ingi aö hann viti ekki aö leðurveskiö herpist saman eftir þvihvaöeigandinn treöurmiklu i sig á opinberum stööum, og þaö á jafnt viö um fasta og fljótandi fæöu”, hugsaöi Ari Fróðason og sagöi viö son sinn: Nú er ég kominn i megrun, og byrjum báöir aö spara. Þú þykist alltaf vera kominn i megrun eftir aö þú ert saddur, en viö mamma erum svöng, svaraöi Ari litli ögrandi. Ég fer ekkert aö spara. Kauptu nýjan skammt, annars fer ég aö orga svo hátt aö þaö heyrist út á götu. Ari litli leit luntalegur framan I Ara Fróöason. Þá færöist stolt i svip og aödáun i augu fööurins. Og hann hugsaöi meb sjálfum sér: „Nú þekki ég ættarskapiö okkar. Aldrei er Hugborg svona ákveðin og einörð á svip, nema ef hún verður óö”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.