Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 13
býsna sérstætt. Jagger fræddi spyrjandann á þvi að ljósmynd- arinn væri læknir og sjúkra húsin noti þessa ljósmynda- tækni. Hann lét einnig fljóta með að hugmyndin væri sin. „dampinum” i hljómsveit- inni?” I raun og veru ekki. Þaö er auðvelt”. „En voruð þiö þurrausnir með lög?” Letilíf Þessu næst spurði frændi hvers vegna liðið hefði svo langur timi frá „Some Girls” þar til nýja platan kom, — eða tvö ár. „Ég veit satt best að segja ekki hvernig á þvi stendur”, svaraði Jagger. „Við vorum bara latir, nenntum ekkert aö gera. Við slæptumst bara á árinu 1979 og höfðum ekki að neinu sérstöku að keppa”. „Er ekki erfitt aö halda „Þvert á móti. Við sömdum og hljóörituöum glás. Of mikiö. Ég einn samdi um fjörutiu lög og fullgeröi um tuttugu og fimm þeirra. Það var erfitt aö velja. Við hljóðrituöum af kappi án þess að gera okkur ljóst að það var lika plata með i spil inu, sem skyldi út til fólks. Á hitt er svo aö líta, — mér finnst tvö ár ekki vera langur timi. En kannski er þaö? ... Næsta plata kemur fyrr út”. Frændi vildi nú segja Jagger vtsm að sér virtist Rollingarnir ámóta kröftugir nú og á sjöunda áratugnum. Ekki keypti Jagger þá gullhamra. „Mér finnst það alténd vera á annan hátt”. „En þú hefur ekki samiö lag eins og „Emotional Rescue” lengi. Hvernig varö það til?” „Það var ögn undarlegt. Ég samdi það á rafmagnspianó og söng það i falsettu frá byrjun. Það var samið á Bahamaeyjum og hljóðritað i Paris. Upp- tökurnar hófust þannig að ég lék á pfanóiö, Ronnie á bassann og Charlie á trommurnar. Siðan bættum við saxófóninum við. Þetta er þvi ekki hljómsveitin Stones sem slik og heldur ekki i mörgum öðrum lögum”. Jagger kveðst hlusta mikið á útvarp, hann steli aldrei ákveðnum lögum frá neinum, en fullvissar frænda um aö erfitt sé að komast hjá þvi að verða fyrir áhrifum. En frændi vill vita á hvaða tónlist Jagger vill sjálfur helst hlýða.....klassik?” „Já, á morgnana. Ég get ómögulega hlustað á rokk fyrr en eftir klukkan ellefu. En eftir Anne Murray's Greatest Hits Capitol SOO-12110 Aldrei skal ég neita þvi að Anne Murray hafi yndislega þokkafulla rödd, en jafnoft verð ég lika minntur á að frumleikinn er úti hafsauga. Allar útsetningar eru svo skrambi látlausar og flatar að gamla upptökutilkenningin fer jafnvel á kreik. Rödd Anne stendur hins vegar einlægt uppúr og henni fyrirgefst býsna margt hennar vegna. A þessari „Greatest Hits” plötu kennir margra grasa, fæst eru verulega sölnuð þó nokkuð séu til ára sinna komin, og nokkur heilsa manni jafnhress og fyrr. „Snowbird” lætur t.d. ekki á sjá þrátt fyrir árin tiu og „I Just Fall In Love Again” er sterkt, einfalt og verulega vel gert lag. Hin lögin átta eru öll kunn, þau eru úr ýmsum áttum og ástæðulaust að tiunda þau hér. Framsæknir rokkarar munu ekki leita huggunar i tónlist Anne Murray. En ég minnkast min ekki fyrir aö dá þessa rödd. 8,0 7,5 Kenny Loggins — Alive CBS 88500 Af bandariskum tónlistar- mönnum er mér Kenny Loggins einkar kær. Ég vandist fyrst viö tónlist hans á árunum meö Messina og varö þá brátt ljóst að þar var næmur tónlistarmaður á ferð- inni. Siðan hef ég fylgt honum eftir á sólóbrautinni þó að- dáunin hafi á köflum orðið dulitið blandin, — einkum voru kaflar á síöustu sólóplötu hans sem ég átti bágt með að sætta mig við. „Alive” er tvöfalt hljóm- leikaalbúm sem sýnir ákaf- lega vel hversu fjöihæfur Loggins er þegar allar hliöar eru sýndar. Ég hef áöur sagt að mér leiðast oftast hljóm- leikaplötur, þessi er auðvitað brennd merki hljómleikaöskr- anna, en hún hefur það amk. fram yfir margar aörar, að þar eru áður óbirt lög. Eins er ég ákaflega sáttur við niður röðun og „rólega” hliðin (hlið 3) sækir fast á fóninn þessa dagana, en á þvi sviði standa fáir Loggins á sporði. ellefu hlusta ég á, — ja ég breytti oft um stfl, eina viku hlusta ég á þetta, aöra viku á eitthvað annaö. Siðla kvölds gæti mér svo dottiö i hug aö hlusta á Smokey Robinson og „Warm Thoughts”. Góð plata. Police „Hlustarðu á eitthvaö frá svo- kallaöri nýbylgju?” Jagger hneykslaðist. „Nýtt? Þriggja ára gamalt?” „Eg var svona aö leita eftir skoðunum þinum, segjum til dæmis á Police”, sagöi frændi afsakandi. Er hún ný? The Police? 1 minum augum er hún ekki ný. Hún er örugglega ekki einu sinni ný I augum Indverja”. Svo ræddu þeir um nokkrar hljómáveitir nýbylgjunnar. Jagger fannst litiö til um þær flestar. Siöar I viðtalinu var Jagger inntur álits á þeim yfirlýsingum Bill Wymans bassaleikara aö hann myndi brátt yfirgefa hljómsveitina. „Var þetta vit- leysa?” „Ég held ekki”, sagði Jagger. „Ég er þess fullviss að hann meinar þetta i raun og veru. Og það er i lagi min vegna. Mér er nákvæmlega sama”. „Bill sagði líka eitthvað á þá leið, að hann væri orðinn 42ja ára og gæti ekki fellt sig við það aö vera rokkari öllu lengur. Auk þess taldi hann Stones verða að hætta áður en þeir yrðu að einum stórum brandara. Eitthvað hlýtur þú að hafa um þetta aðsegja? „Þetta eru ekki hnefaleikar, er þaö? Hann er átta árum eldri en ég og sér þvi þetta með öðrum augum en ég. Ef til vill verð ég sömu skoöunar og hann að átta árum liðnum. En þannig er mér örugglega ekki innan- brjósts nú. Allt mitt lif Að lokum var Jagger að þvi spurður hversu lengi hann yrði i rokkinu. „Það veit ég ekki”, sagði hann. „Ég hef verið i rokkinu allt mitt lif og það er ekki svo auðvelt að hætta. Ég veit ekki hve lengi. Ef til vill alltaf. „Og Stones?” „Svo lengi sem okkur finnst hljómsveitin geisla!” —Gsai ISIENSK FRAMLEIOSIA Syrou skapar styttri afgreiðslutími5 lægra verð Einn skápur, tveir skápar eða tíu skápar. Þú getur alltaf bœtt við eftir eigin hentisemi. Staðlaðar einingar lækka verð og stytta afgreiðslutíma I—im—immi—m—i—i ddir- fjöldi viðartegunda éttingar - hagkvæm nýting 1/3 iðvar á 6 mánuðum AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIOJUVEGI 9 KOTOVOGI SIMI 43577 Sterkar innanáfelldar lamir Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um Syrpuskápa. Nain ________________________________________ Heimili. Sendum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.