Vísir - 08.11.1980, Side 8

Vísir - 08.11.1980, Side 8
8 Laugardagur 8. nóvember 1980 vism Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavfA GuAmundsson. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: GuðmundurG. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Gúðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. BlaAamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Elln Ell .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: SigurAur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, simi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 8óóll og 82260. AfgreiAsla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Askriftargjaider kr. 5.500.- á mánuði innanlandsog verð I lausasölu 300 krónur ein- takiA. Vlsirer prentaður i Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Fjölskyldan og kynfræöslan A sama tima og opinská umræða er hafin um kynfræ&slu i skólum, vaknar áhugi stjórnmáiaflokkanna um vernd fjölskvIdunnar og heimilanna. Hér er fjallaö um hiut- verk skóianna I uppeidi barna og þau tengsl sem veröa aö vera milii skóia og heimlla. Að undanförnu hafa spunnist allmiklar umræður um kyn- f ræðslú og skyld mál. Ástæðan er einkum sú, að Alþýðuleikhúsið hefur sett á svið leikrit, sem ætlað er til sýningar í efstu bekkjum grunnskóla, en leikritið fjallar um kynferðismál. Samkvæmt lögum skal slík fræðsla fara fram í grunn- skólum, en allur gangur hefur verið á framkvæmd þeirrar fræðslu. Á Islandi hafa sltk mál verið flokkuð undir feimnismál, og höfð í hvíslingum. Er mál að linni þeirri hræsni og pukri. Að því leyti er tilraun Alþýðuleik- hússins góðra gjalda verð. Hitt er annað, að ýmislegt kann að orka tvímælis sem þar er sviðsett og engin ástæða til að gleypa það hrátt, undir yfirskini fræðslu og náms. Vakin hefur verið athygli á því, að kaflar í leikritinu fjalli um kynvillu, en uppi eru sterkar efasemdir um hvort þeir eigi er- indi til barna og unglinga. Mótmæli þar um, hafa leitt til þess að ungur maður hefur ritað ítarlegar greinar í Vísi um stöðu kynvillinga og í samfé- laginu. Tölur þær sem hann nefnir um fjölda slíks fólks eru hreint ótrúlegar, án þess að þær verði véfengdar. Þær sýna að- eins, ef réttar eru, að það er mikil heimska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum lífs- ins. Mörgum mun sjálfsagt mis- boðið með slíkri umræðu, en ein- mitt með því að draga hana upp x yfirborðið, eru líkur til þess að heilbrigð viðhorf nái fótfestu, þegar kemur að kynlífsmálum almennt. Hinsvegar vaknar sú spurn- ing hvert sé hlutverk skólanna og þáttur heimila og foreldra. Skólarnir þjóna að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki í uppeldi barna. En uppeldi felst ekki ein- vörðungu í f ræðslu, heldur einnig í almennum þroska. Samvistir við börn, umgengni og afstaða foreldra og ríkjandi viðhorf þeirra, sem barnið er í nánustum tengslum við, móta huga og framkomu þeirra. Þeim for- eldrum, sem annt eru um börn sín og vilja hafa áhrif á þroska- feril þeirra, stendur auðvitað ekki á sama, hverju að þeim er haldið í skólunum Þetta tvennt þarf að fara saman, í það minnsta þarf hvor aðili um sig að vita hvað hinn aðhefst. Kynfræðslumát eru viðkvæm viðfangs. Mörgum foreldrum reynist erfitt að leiða börn sín í allan sannleik í þeim efnum. En þau vilja engu að siður vita hvað er á seyði, þegar opinská kyn- f ræðsla er tekin upp, þó ekki væri til annars en að fá sjálf fræðslu um sín eigin viðbrögð. Þetta mættu fræðsluyf irvöld hafa í huga, þegar farið er af stað með sýningu á leikriti Al- þýðuleikhússins. Vernd fjölskyldunnar er ofarlega á blaði um þessar mundir. Stjórnmálaf lokkarnir hafa allir áhuga á því að stuðla að lögum, aðgerðum og hugar- fari sem styrkir fjölskylduna og heimilin. Því ber að fagna. Fjöl- skyldan er sú stofnun í þjóðfé- laginu, sem flestir sækja lífs- hamingju sína til. Vinnuþrælkun, sjónvarpsglápog útivinna beggja foreldra og alemnn streita nú- tímaþjóðfélags hefur verið á kostnað farsæls fjölskyldulífs. Slíkt líf byggir ekki aðeins á auknu samneyti við fjölskyldu- meðlimi, heldur einlægari tengslum og tjáskiptum. Kyn- slóðirnar þurfa að kynnast á nýjan leik, börnin þurfa að þekkja foreldra áina sem vini, foreldrarnir þurfa aðleiða börnin til þroska. Kynfræðsla, skólar og f jölskyldupólitík eru nátengd að þessu leyti. helgarþankar Vertu spar á hólið Ég man eftir oröum sem gamall maöur sagöi viö mig ungan dreng: Gættu þess að vera spar á hólið um þann sem þér er hlýtt til. Undarleg orö I ungum eyrum, og i hug mér læddist sá grunur, aö annaö tveggja hafi gamlinginn veriö að gera: Segja gátu eða leika sér að öfugmæli. Siðan þetta var eru árin mörg. Fjöldinn allur af ráöleggingum hinna eldri, sem ég bar meö mér út á lífsvanginn, hurfu sem reykur I reynslueldi göngunnar, en Vertu spar á hóliö um þann sem þér er hlýtt til, reyndist eldinum sterkara. Þaö sem hann átti viö, gamli maöurinn, viröist þetta: A sömu stundu sem þú sendir hóliö frá þér, taka vanmátta nagdýrin að hvessa tennur, og lognist hól þitt ekki útaf, þá ráöast þau á þann sem vakti aödáun þina, og skilja ekki viö hann, fyrr en hann er flak- andi I sárum. Þroskaþrá mannsins er einum þræöi ofan úr metnaði hans, t.þ.a standa sig á viö þá, sem kringum hann eru. Þetta er staðreynd, en þaö er lika staö- reynd, aö viö erum flest svo smá, að við líðum engum að risa yfir meöalmennskuna, sjáum við slíkt, þá bjóöum viö okkur óðar fram undir hnakk öfund- arinnar og spörum skeiðið hvergi. Nærtækt dæmi þessi dægrin: Hjónum haföi tekist þaö, sem viö erum öll aö reyna, aö spara saman, þéna meira en viö eyöum. Aö leiöarlokum gáfu þau þetta aftur og sögöu: Kærar þakkir fyrir leikinn. Það stóö ekki á svörum: Oj, barasta, þau hafa veriö rummungs þjófar, — annars heföi þeim aldrei tekist þetta, — sjáiö bara í mina buddu. Og svo tökum við aö grafa og grafa, troðum hjón- unum þar niður I og hrópum til fjöldans: Sjáið, sjáið, mæliö okkur nú. Ég er sko miklu, miklu stærri. Setjiröu lítiö barn uppá borö ogsegir: Oskaplega ertu orðinn stór, jafnhár og pabbi, þá gleðst barnið, meöan þaö hefir ekki þroska til aö skilja, aö boröiö er ekki hluti hæbar þess. Við hin eldri hoppum aö visu ekki uppá borö, viö aöeins gröfum holu og setjum þann sem viö mælum okkur viö niður i hana. Vertu spar á hóliö um þann sem þér er hlýtt til. skrifar Annaö dæmi: Ar eftir ár hafa söngvinir rætt aö þaö hljóti aö vera erfitt hlutskipti ungum söngvara aö koma hingað heim og setjast hér aö námi loknu. Skuldabagginn eftir erfitt nám erhonum á heröum, en sleppum þvi. Söngvarann unga langar t.þ.a. leiöa okkur inni töfra- heima tónanna, kemur þvi til okkar og segir: Leyföu mér aö syngja fyrir þig. Þá færumst viö undan. Þú hlýtur aö skilja, aö viö höfum ekki efni á að gera staö þar sem þú berö fram gjafir. Þaö er ekki hægt aö vigta þær, ekki mæla þær, og alls ekki selja þær aftur. Hvernig á aö greiða fyrir svona gjafir? En ég skal vera góöur viö þig, muna eftir þér, þegar Jóna gamla frænka deyr, — hún er orðin mesta skar, þú skilur, og það væri nú fallegt aö fá söngvara t.þ.a. hressa uppá útförina hennar. Hún á það skilið bless- unin. Annað hvort hafa ungir söngvarar þurft að hrökklast úr landi aftur, eða þá gefizt upp, og naga nú blýanta á skrifstofum. Svo allt i einu, kemur fram ungt fólk sem hefir kjark og getu, t.þ.a. gera það, sem allir hafa verið að tala um. Lyftir vægast sagt Grettistökum. Þá stendur heldur ekki á öfundinni: Uss, svona spjátrungar. Ef ég fæ ekki að ganga fremst, þá er ég sko ekki með, og heldur ekki þeir sem ég þekki. Þaö skal ég sko sjá um. Vist vildi ég söng skóla, vist vildi ég óperuhús, en ekki svona kumbalda. Og, og hugsaðu þér staðsetninguna maður! Heldur þú aö þaö væri munur aö hafa þetta þar sem ég vil? Þaö væri sko munur. Hvar? Ja, hvar spyrðu... ja...ja... eitt er þó alveg vist, mér kæmi aldrei til hugar aö hafa þetta eins og þau vilja. Heyrðu, hefir þú ekki heyrt, hvernig hann er þarna aöalgæjinn? Ekki? Ja, þú fylgist ekki meö maður . en haföu mig ekki fyrir þvi. Og svo er tekið að grafa og grafa meö tungunni, i staö þess aöláta hana fagna á sigurgöngu upp brattann. Vertu spar á hólið um þann sem þér er hlýtt til, sagði gamli maðurinn. Eftir ark um mold- vörpuslóðir mannlifsins held ég mér fari að skiljast, hvaö hann átti viö. Sig. Haukur ■■■■■■■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.