Vísir - 08.11.1980, Qupperneq 20
beint aö skipshliö, svo ekkert
tækifæri gæfist til aö detta i þaö.
Svo fórum viö út og þetta var al-
veg dýrlegur túr!”
Hann hlær aö endurminning-
unni, dillandi hlátri.
„Viö vorum á saltfiski og vor-
um úti i 80 daga, sem er einhver
lengsti túr islensks togara. Og
þarna vorum viö^heil áhöfn af af-
glöpum! Sem betur fór var dauft
fiskeri til aö byrja meö svo þaö
var hægt aö halda námskeiö I aö
rimpa i net og þess háttar... Þetta
var reifaraleg áhöfn! Hvaö viö
geröum um borö? Viö vorum vel
birgir af bókum og lásum mikiö
sjálfur las ég einkanlega Shake-
speare og i messanum var mest
rætt um Nietzsche og Schopen-
hauer...”
— Tóku sjóararnir sex mikinn
þátt i þeim umræðum?
„Ég held þaö nú! Þeir voru sko
ekki sistir,maður kom aldrei aö
tómum kofunum hjá þeim!
En i alvöru, þá var þaö Hebbi
bátsmaður sem bjargaöi okkur.
Hann var fimm manna maki og
haföi algjör völd yfir þessu kraö-
aki um borö. Þaö var viö hæfi að
hann haföi nýlega lent i slysi og
var meö sjóræningjaleppa yfir
vinstro auganu, þaö hæföi honum
svo sannarlega! Þaö var skritiö
meö Hebba aö á þurru landi var
hann feiminn og vandræðalegur
en á sjónum var hann konungur i
riki sínu. Hann er núna trillukarl
fyrir austan”.
— Ekki hafiö þiö veriö úti
Ballarhafi alla þessa 80 daga?
„Neinei, þó nú ekki. Einu sinni
komum við inn I St. Johns á Ný-
fundnalandi og vorum þá fyrstu
Islendingarnir sem þangaö komu
siöan Björgvin Bjarnason, bróöir
Matta, stakk þangaö af meö is-
firska bátaflotann og seldi hann.
Þarna var enginn islenskur kon-
súll og viö áttum enga peninga
fyrir brennivini. Þrautaráöiö var
aö selja utan af okkur fötin en þá
sviku helvltis Portúgalarnir okk-
ur, létu okkur hafa vatnsblandaö
rauövin!”
Honum er mjög skemmt^ær sér
sopa af hvitvininu og heldur svo
áfram meö ævintýriö.
„Eitthvað uröum viö aö gera,
ekki gátum viö setiö þarna
brennivinslausir. Þaö varö okkur
til bjargar aö Island var þá mikiö
I fréttum vegna 12 milna út-
færslunnar en um þaö leyti komst
Lúövik Jósepsson næstum þvi á
forsiðuna hjá Time sem einn af
höfuöpaurum vanþróuöu land-
anna. Viö settumst niöur og skrif-
uöum læröa grein á ensku um út-
færsluna frá hafréttarlegu og al-
þjóðalagalegu sjónarmiöi og
hvöttum i henni Nýfundnalands-
menn til aö i fyrsta lagi endur-
heimta sjálfstæöi sitt og I öðru
lagi færa út landhelgina. Viö
höföum nefnilega veriö aö skrapa
innan þriggja milnanna þeirra!
Þessa grein seldum viö tveimur
blööum og einni útvarpsstöö, án
þess aö nokkur vissi af hinum,
söfnuðum siöan saman áhöfninni
eöa þvl af henni sem til náðist og
fórum á eitt mikiö skrall á eina
jassstaö Heilags Jóhannesar sem
j hét Bella Vista. Reikningurinn
varö aö visu ögn hærri”—
Alveg gæti ég trúaö þvi eftir
i svipnum á Jóni aö dæma aö
reikningurinn hafi veriö meira en
„ögn” hærri...
„...en viö höföum gert ráö fyrir
svo ég, sem var næturkokkur i
höfn, seldi hluta af kostinum fyrir
afganginum. Þetta get ég upplýst
núna vegna þess aö þessi útgerö
Lúöviks Jósepssonar á Neskaup-
staö er löngu farin á hausinn — og
máliö fyrnt”.
,,30 pels-
klæddar frúr og
30 svartklæddir
herrar”
Þaö verða kaflaskipti i viötal-
inu og mér déttur ekki annaö i
hug til aö spyrja um en hvort þeir
sem voru vinir i menntaskóla, séu
ennþá vinir þrátt fyrir pólitiskan
ágreining.
„Já, þaö held ég ég megi segja.
Það hefur náttúrlega ýmislegt
gerst siöan og kunningsskapurinn
hefur eitthvaö þynnst vegna fjar-
vista og þess háttar. Vinátta okk-
ar Styrmis hefur þó til dæmis allt-
af haldist enda vorum viö
nánastir. Ég get reyndar/'segir
hann og brosir, „hér meö gefiö út
persónulegt siöferöisvottorö um
aö Styrmir er einhver vandaöasti
maöur sem ég hef kynnst á lifs-
leiðinni.
Ég hef heyrt utan aö mér aö
ihaldiö eigi I einhverju foringja-
basli. Þar eiga þeir einn góöan,
þar sem Styrmir er. Ég held þaö
sé alveg óhætt aö upplýsa þetta,
þvi aö ihaldiö er svo vitlaust
oröiö, aö þeir hafa áreiöanlega
ekki vit á þvi aö fara aö minum
ráöum!”
— Eftir menntaskóla, þá fórstu
til Edinborgar?
„Já, ég var i Edinborg I fjögur
ár aö læra eitthvaö sem ég hélt aö
væri hagfræöi. Ég var þá læröur
marxisti og veröandi sósial-
demókrati .haföi pælt gegnum
Kapitaliö og lagt mig sem sagt
mikiö eftir fræöunum. Sá sem þaö
hefur á sig lagt, hann veröur
aldrei alveg laus viö Marx gamla.
Ég hélt aö hagfræöin fjallaöi um
þaö hvernig ætti aö stjórna landi
en á þvi haföi ég áhuga. En hag-
fræöin fjallaöi bara alls ekki um
þaö. A þriöja ári var spurningin
hins vegar: Hvaö gerist ef tekjur
manns á neösta jaöri launastig-
ans hækka svo og svo mikiö?
Kaupir hann sér smjör eða dreg-
ur hann úr vinnu sinni: Þetta
fannst mér mjög asnalegt viö-
fangsefni.
Ég tók annars eftir þvi aö viö
sem vorum frá litlum og nýfrjáls-
um löndum, viö vorum allir aö
læra til forsætisráöherra! Ég
kynntistþarna dável mönnum frá
löndum einsog Ghana, Tansaniu,
Pakistan, Indlandi auövitaö,
Kenya, Jamaica... Einn kunningi
minn sem var brilliant I
ekomometriu var frá Malawi og
þegar hann kom heim til sin var
honum ekiö beint af flugvellinum
I tugthúsiö og hefur ekkert til
hans spurst siöan. Þar fór einn
VtSIR
— En svo komstu alkominn
heim.
: bráöefnilegur forsætisráöherra
| fyrir litið. Viö vorum allir i
Labour and Socialist Club sem
var aðildarfélag I Verkamanna-
flokknum og þess vegna var ég
meölimur i þeim flokki þar til
félagiö var rekiö úr flokknum i
heilu lagi fyrir aö vera á móti
Bretum, ævinlega og alls staöar.
Hitt er svo annaö mál aö mér
leiö ákaflega vel i Edinborg.
Þarna var andrúmsloft hnignandi
heimsveldis, mjög sólid og nota-
legt. Þetta var lifsstill sem spyr
ekki um lifskjör. Ég bjó lengst af
á hanabjálka i slömmi hjá góö-
hjörtuöum, próletariskum
kellingum. Þeir hafa pubbana og
á þeim lókölum myndast mjög
elskulegur andi, andi bræðralags
og vinsemdar. Bræöralag manna
hef ég annars hvergi fundið nema
um borö I togara. Trúlega dafnar
þaö lika vel i skotgröfum. Skólinn
var svipaöur, mjög sólid og nota-
legur og geröi sér ekki rellu út af
þvi sem geröist utan múranna —
frekaren gamli góöi MR. — Nám-
iövarlika tiltölulega frjálslynt og
maöur haföi sérstakan sálusorg-
ara sem sá um aö manni liöi ekki
illa.
En ég varö sem sagt fyrir von-
brigöum meö hagfræöina”, segir
hann og hefur dottið eitthvaö i
hug. „A ýmsu haföi ég tak-
markaðan áhuga, statistik og
matematik alls konar, en ég var
svo vel upp alinn I MR aö mér
fannst ég þurfa aö leggja þetta á
mig og lét þetta þvi gott heita. Ég
hélt ég þyrfti aö læra stjórnmála-
fræöi en skólinn var bara ekki
meö neitt svoleiöis ameriskt
húmbúkk á sinni stefnuskrá! 1
staöinn var mér uppálagt aö læra
Social Anthropology, villimanna-
fræöi, og þess vegna er ég sér-
fræöingur i mataræöi og hjú-
skaparsiöum — auövitaö má ég
ekki segja kynlifi — ættbálksins
Nuer i Sierra Leone... Eöa var
hann i Súdan?
Hálfan vetur var ég svo I Stokk-
hólmi. Þangaö fór ég til aö læra
vinnumarkaöshagfræöi, faktiskt
hvernig eigi að reka verkalýös-
hreyfingar. Mér, sem var hag-
vanur I Edinborg, blöskraöi hvaö
Stokkhólmur var leiöinleg borg! I
fyrsta sinn sem ég stökk upp i
sporvagn mættu mér þar 30 pels-
klæddar frýr og 30 svartklæddir
herrar og ég fékk ekki betur séö
en þau væru öll á leiö til jarðar-
farar. Mér fannst ég hafa gert
þeim eitthvab”.
— Svo komstu heim?
„Já. Ég haföi reyndar tekið
mér fri frá skólanum i Edinborg
eitt ár, notaöi þaö sem átyllu aö
ég væri svo fátækur aö ég ætti
ekki bót fyrir rassinn á mér. Þaö
var ekki rétt, ég var bara oröinn
dálitiö einmana — ég var Bryn-
disarlaus og allslaus lengst af
ytra. Svo — ég lét skrá mig I lög-
fræöina I Háskólanum og sótti
þrjá tima hjá Ólafi Jóhannessyni.
Eftir þessa þrjá tima sór ég aö
stiga aldrei framar fæti I þá
kölkuðu gröf. Þarna mættu laga-
nemarnir i svörtum fötum og
hvitum skyrtum meö stripótt
bindi, svo gekk Olafur Jóhannes-
son i salinn og hóf aö lesa úr
Stjórnlagarétti Ólafs Jóhannes-
sonar. Það haföi ég lesið i
menntaskóla af þvi ég taldi mig
geta haft gagn af þvi. Hann
byrjaöi á blaðsiðu 17...”
— Blaðsiöa 17 skýtur oft upp
kollinum hjá þér?
„Ha? Já, þaö er rétt”. Hann
brosir. „Altént byrjaði Ólafur á
blaösiöu 17. Mennirnir i svörtu
fötunum tóku upp blýantana sina
og þegar Ólafur, sem hefur
reyndar mjög mónótóniska rödd,
lagöi áherslu á eitthvaö, þá strik-
uöu þeir undir. Svona fór þaö nám
fram! Mér þótti þessi háskóli ekki
vera intelektúel stofnun eftir
þessum kynnum aö dæma. Von-
andi hefur þaö lagast”.
,,This town aint
big enough for
the both of us..”
WSft* •'Ovmnn .3 ?
Laugardagur 8. nóvember 1980
„Já. Ég kom heim I ársbyrjun
64 og vissi þá ekki hvaö ég ætti af
mér aö gera, með þessa óhagnýtu
menntun. Ég gekk milli Heródes-
ar og Pflatusar, þaö er aö segja
Jónasar Haralz og Jóhannesar
Nordals, og athugaöi hvernig
þeim leist á gripinn. Þeir ráö-
lögöu mér báöir aö leita til Hanni-
bals hjá ASl út á mina vinnu-
markaðshagfræði. Ekki get ég
sagt mér hafi þótt þeir ráöhollir.
Ég geröi það þá sem menn gera ef
þeir geta ekkert annað, fór að
kenna i gagnfræöaskóla. Um leiö
tók ég aö mér með ólafi bróður
minum aö ritstýra Frjálsri þjóö
sem Þjóövarnarflokkurinn gamli
hélt ennþá úti, fremur af vilja en
mætti.
Ég setti mér eitt mark: aö
vinna að stofnun stórs og öflugs
sósial-demókratisks flokks. Ég
vildi ekki ganga i Alþýðuflokkinn
en ákvaö aö revna aö ná saman
ákveönum öflum I Alþýöuflokkn-
um og Alþýöubandalaginu. Al-
þýöubandalagið var þá aöeins
kosningabandalag og ég, ásamt
fleiri ungum mönnum, vildum fá
þvi framgengt að þaö yröi gert aö
flokki og siöan láta á þaö reyna
hvorir næöu yfirhöndinni,gamli
kommakjarninn eöa ungu reiðu
mennirnir.
Um þetta leyti var allt for-
ystuliöiö á heilsuhæli fyrir aust-
maöur aö rifa kjaft. En ég komst
fljótlega aö þvi aö það var nú eitt-
hvað annað: Ég var sonur föður
mins. Mikilli samsæriskenningu
var haldið á lofti um Hannibal og
syni hans, sem hann átti að troöa
fram hvar sem færi gafst. Ég
komst aö þeirri niðurstöðu aö
pólitikin rúmaöi ekki okkur
Hannibal báöa og fór þvi sjálf-
viljugur i pólitiska útlegö til Isa-
fjaröar. Þaðan kom ég ekki fyrr
en ég þóttist nokkurn veginn viss
um að Hannibal væri aö draga sig
I hlé!!
Mér dettur i hug saga sem sögð
var af Adenauer þegar hann var
um nirætt en ennþá kanslari
Vestur-Þýskalands. Hann var úti
aö spásséra með sonarsyni sinum
ungum og spuröi strákinn hvaö
hann ætlaöi aö verða þegar hann
yrði stór. „Ég vil veröa kanslari
eins og þú”, sagöi strákurinn. Þá
hreytti karlinn út úr sér önugur:
„Þýskaland hefur ekkert að gera
með tvo kanslara!”
— Þaö mætti ætla ab samband
ykkar feöganna væri ekki sérlega
gott.
„Ja, þaö er nú þaö. Sko, ef viö
rekjum þetta á freudiskan máta
og til bernskunnar þá veröur aö
athuga það aö pólitikus er eins
konar samurai, vigamaður.
Hann fer viöa til vigaferla en er
„Ég var orðinn dálitiö einmana úti i Edinborg — Bryndlsarlaus og allslaus...”
an, Lúövik, Guömundur Jaki,
Einar Olgeirsson og meira aö
segja Adda Bára aö mig minnir,
svo viö ungu mennirnir höföum
fritt spil til aö keyra i gegn
stefnuskrá aö okkar skapi. Viö
fengum Sigfús Daðason til þess aö
skrifa formála að stefnuskránni
þar sem hann f jallaöi um
menningarmál og alþjóöleg sam-
skipti, hvatti meöal annars til
þess aö Islendingar einangruöu
sig ekki menningarlega. Þetta
var ekkert herstöövarand-
sta^öingakjaftæöi um að Islensk
menning sé safn sem þarf aö
passa. Nú, svo kom pakkið aö
austan og þaö var haldinn fundur
i þingflokksherbergi Lúlla þar
sem ég las upp formálann aö
stefnuskránni, án þess aö geta
höfundar. Þegar ég er búinn meö
lesturinn er Lúövik oröinn sót-
rauður af illsku, hann springur I
loft upp og hrópar: „Þetta er nú
svo vitlaust aö þaö gæti veriö
samiö af Eyjólfi Konráö Jóns-
syni!” Svo rýkur hann á dyr og
skellir á eftir sér. Þannig dæmdi
hann pappir sem einhver
gáfaöasti sósialisti landsins hafði
samiö! Lúövik>hann er þraut-
þjálfur pólitikus en hann er llka
einhver sá voðalegasti fram-
sóknarmaöur i andanum sem ég
hef komist i færi við.
Þaö var svo á frægum Tóna-
biósfundi sem viö ungu mennirnir
töpuðum slagnum um Alþýðu-
bandalagiö.
Nú, ég var svo litiö brellóttur á
þessum árum og svo hrekklaus aö
ég hélt aö ég væri bara ungur
litið heima hjá sér. Þetta er
reyndar i vestfirskum stil. Viö
Vestfiröingar höfum aldrei veriö
bændur. Viö sækjum sjó — og
liggjum svo I landlegum. Konur
hafa ævinlega séö um allan bú-
skap á .Vestfjöröum. Hannibal
var þvi mikið fjarri þegar viö
systkinin vorum aö alast upp og
viö vorum þvi alin upp af móöur
okkar”.
Hann bætir við og þaö vottar
fyrir brosi: „Aö svo miklu leyti
sem við vorum alin upp...”
Alla vega, ég met þaö okkur til
skynsemi aö1 á unglingsárum
minum ræddum viö Hannibal
aldrei pólitik. Viö vorum i
fræöunum og hann var i praxis.
Reyndar minnist ég þess ekki aö
hafa nokkurn tima á ævinni talað
um stjórnmál við Hannibal,þaö er
hlálegt miöaö viö allt taliö um
ættarveldið og þar fram eftir göt-
unum. Hins vegar ræddi ég mikiö
við Finnboga Rút, föðurbróður
minn sem er ljóngáfaður andskoti
og hættulega ráðrikur á bak viö
tjöldin.
Úr þvi að þú spyrð get ég svo
sem játaö það, aö það var fremur
fátt með okkur feögum um sinn.
En nú erum viö sáttir heilum
sáttum. Auövitaö met ég kallinn
mikils einhvers staöar innst inni
— þótt viö förum ekki meö gælur
hver um annan, hversdagslega.
Þetta er mikilúölegur kall. Og
ekki heföi ég viljað standa i vegi
fyrir honum, þegar á hann rann
vigamóður...