Morgunblaðið - 27.11.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 27.11.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3 EIN ástæðan fyrir því að Halldór Kiljan Laxness gekk á sínum tíma í klaustur var tvímælalaust ástar- sorg, vegna þess að ekkert hafði orðið úr hjónabandi hans og Helgu Jóhannsdóttur frá Brautarholti en þau voru trúlofuð í tvö ár snemma á þriðja áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í nýrri bók um nóbelsskáldið, Halldór eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, sem kemur úr hjá Almenna bókafélaginu í dag. Unga parið var erlendis veturinn 1921–1922, Helga í Kaupmanna- höfn, Halldór á flakki um Þýska- land. Í bókinni segir: „Halldór sneri aftur til Kaupmannahafnar í byrjun mars 1922. Hann ætlaði að hitta unnustu sína, Helgu Jóhannsdóttur, og fara með henni suður til Þýska- lands í því skyni að ganga í hjóna- band. En Helga var á báðum áttum. Hún var hrifin af Halldóri, en for- eldrar hennar voru andvígir hugs- anlegum ráðahag, sérstaklega Ingi- björg, móðir hennar, sem fannst Halldór vera „fígúra“, umkomulítill spjátrungur. Hjónunum, sem Helga bjó hjá í Kaupmannahöfn, var af þeim ástæðum ekki vel við Halldór og reyndu að stía hjónaleysunum sundur. Þau Halldór ætluðu að hitt- ast á aðalbrautarstöðinni í Kaup- mannahöfn á tilteknum degi í mars- byrjun 1922, taka lest til Þýskalands og eigast. En danski húsbóndinn sagði Helgu, að hún myndi ekki eiga afturkvæmt til þeirra, ef hún giftist Halldóri gegn vilja foreldra sinna. Hætti hún þá við að fara á braut- arstöðina, en sá sig um hönd, þegar lestin var farin, og hljóp niður á stöð í von um, að Halldór hefði hætt við að taka lestina suður. En lestin var farin hálftíma áður og Halldór með henni.“ Síðan gerðist það, að sögn Hann- esar Hólmsteins, að Halldór var á flakki um sumarið, fór meðal ann- ars misheppnaða ferð vestur um haf og var ekki hleypt inn í Bandaríkin. Um haustið ákvað hann að ganga í klaustur. Halldór og Þórbergur Nokkuð er fjallað um samskipti Halldórs og Þórbergs Þórðarsonar í bókinni. Hannes segir að Þórbergur hafi meðal annars ætlað að svara Kaþólskum viðhorfum eftir Halldór, sem komu út vorið 1925 og voru svar við Bréfi til Láru, og skrifaði bandaríska rithöfundinum Upton Sinclair út til Kaliforníu eftir gögn- um. Hannes fann við vinnslu bók- arinnar bréf frá Þórbergi í gögnum Uptons Sinclairs, einnig drög að svari. En einhverra hluta vegna ákvað Þórbergur að svara Halldóri ekki. Í bókinni segir: „Þórbergur hugð- ist bregðast við Kaþólskum við- horfum. Í júní 1925 skrifaði hann hinum fræga bandaríska rithöfundi Upton Sinclair og sagðist nýlega hafa birt bók á íslensku, þar sem hann hefði stuðst við bók Sinclairs, Profits of Religion (Gróðavegur trúarbragðanna). Þetta hefði orðið til þess, að kaþólskur maður að nafni Halldór Kiljan Laxness hefði gefið út „a very exaggerative [svo] book to defend the crimes of „The Holy Church““ (mjög öfgafulla vörn fyrir ódáðum „hinnar heilögu kirkju“). Nú hefði Þórbergur í smíð- um svar við ritgerð Halldórs, en sig vantaði fróðleik um afstöðu kaþ- ólsku kirkjunnar til menningar- mála, þjóðmála og uppeldismála. Hann yrði Sinclair mjög þakklátur, gæti hann útvegað sér slíkan fróð- leik. Þórbergur skrifaði líka hjá sér, en birti aldrei, að rit Halldórs væri „samansafn af sannleiksneistum, uppspuna, rang- færslu, grunnhyggni og barnalegum hroka“. Hann sagðist oft hafa leitað fræðslu hjá Halldóri um kaþ- ólskan sið, en aldrei fengið neinar upplýsingar, sem heitið gætu. En Þórbergur hætti við að svara Hall- dóri, hvað sem því olli.“ Hannes kynnti sér ekki aðeins gögn Sinclairs í Bandaríkjunum, heldur líka alls konar skjöl í Dan- mörku og Þýskalandi. „Ég hafði enn fremur aðgang að nýlega birtum skjölum Erlendar í Unuhúsi og hef undir höndum gögn Kristjáns Al- bertssonar, sem voru mjög nota- drjúg til að skrifa bókina,“ segir hann. Vonbrigðin í Hollywood Í bók Hannesar er kafli um von- brigðin sem Halldór varð fyrir í Hollywood 1928. Notar hann meðal annars orðið „óþverri“ um kvik- myndafélögin sem hann glímdi við vestra. „Í þriðju viku septembermánaðar hafði Halldór orðið fyrir sárum von- brigðum,“ segir í bókinni. „Það rann upp fyrir honum, að í Holly- wood var kvikmyndagerð iðnaður fremur en listgrein. Þar var tekið mark á áhorfendum, ekki stórlátum og hörundsárum ungum skáldum, sem vildu finna sköpunarþörf sinni nýjan farveg. Hann skrifaði Krist- jáni Albertssyni, að bandarískar kvikmyndir væru vægast sagt „disease“ (sjúkdómur): „Sjálfur er ég gáttaður á að eiga við kvikmynda- félögin, – seinast vildu þeir snúa kvikmyndarefni mínu upp í „talkie“ (talandi mynd) frá Kentucky!! – því mið- ur (!) hef ég ekki hæfileika til að gera mig að fífli fyrir amr- iska dollara.“ Hann samdi sömu dagana at- hugasemd við fréttir í íslenskum og vestur-íslenskum blöðum um það, að hann væri að skrifa undir samn- ing um myndleik. „Hugmyndin um sölu á kvikmynda-réttindum að sögu eftir mig er hins vegar bygð á ókunnugleik þar eð kvikmynda- félögin láta sína föstu starfsmenn (svokallaða scenario editors) útbúa „sögur“ þær er þeir kvikmynda – og þá síst rithöfunda, enda á slíkt verk ekkert skylt við rithöfund- arstarfsemi.“ Í árslok skrifaði Hall- dór: „Viðureign mín við kvikmynda- félögin hefur fylt mig slíkri andstygð, að ég á bágt með að koma nærri þeim óþverra framar.““ Ástarsorg ástæða fyrir klausturdvölinni Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, kemur út hjá Almenna bóka- félaginu í dag. Þar er fjallað um fyrstu þrjá áratugina í ævi nóbelsskáldsins. Halldór Laxness árið 1928.Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Helga Jóhannsdóttir. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 17 ára stúlku í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjög- ur þjófnaðarbrot, nytjastuld, skjalafals og akstur án ökuréttinda. Ákærða var rétt tæplega 17 ára gömul þegar hún framdi brot sín og þar sem hún hafði ekki áður sætt refsingu þótti hæfileg refsing fjög- urra mánaða fangelsi á skilorði. Ákærða var sakfelld fyrir að hafa í sumar, í félagi við aðra, farið inn í íbúðarhús á Flúðum og stolið þaðan 7 áfengisflöskum og 38 vindlingapökk- um. Einnig fyrir að hafa í apríl sl. stol- ið úr kennslustofu í Austurbæjar- skóla í Reykjavík tösku með ýmsum hlutum að verðmæti um 114 þús. kr. Einnig var ákærða sakfelld fyrir skjalafals með því að hafa framvísað greiðslukorti og falsað nafnritun eig- anda kortsins vegna 3 þúsund króna úttektar, fyrir að hafa stolið farsíma í mars úr íbúð í Reykjavík, geislaspil- ara, geisladisk og peningaveski úr íbúð í Kópavogi og fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa í stolið bíl og ekið honum án ökurétt- inda úr Kópavogi til Reykjavíkur. Málið dæmdi Þorgeir Ingi Njáls- son héraðsdómari. Verjandi ákærðu var Lára V. Júlíusdóttir hrl. Sækjandi var Karl Ingi Vilbergsson fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi. 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og skjalafals FJÁRHAGSÁÆTLUN Akranes- kaupstaðar og stofnana var lögð fram í fyrri umræðu bæjarstjórnar á fundi hennar í fyrradag. Í ræðu sinni á þeim fundi sagði Gísli Gísla- son bæjarstjóri m.a. að helstu verk- efni ársins yrðu að ljúka fram- kvæmdum við byggingu þriggja deilda leikskóla við Vallarsel í byrj- un næsta árs, en til þess verkefnis er varið 40 millj. kr. Eiga þá öll tveggja ára börn að fá dagvistun á leikskólunum. Er þá liðlega ein deild til viðbótar til reiðu þegar bæjar- stjórn ákveður að taka hana í notk- un. Bundið slitlag verður lagt á götur í nýjasta hverfi bæjarins við Smára- flöt og einnig verður sett bundið slit- lag við heimkeyrsluna að Byggða- safninu. Gestum hefur fjölgað mikið á safnasvæðinu undanfarin ár og heimsækja um 25 þúsund gestir söfnin á ári en það er ekki langt síð- an að gestirnir voru aðeins um 3 þúsund á ári hverju. Aðalskipulag endurskoðað Gísli sagði að áhersla yrði lögð á að leggja slitlag á nokkra göngu- stíga svo sem göngustíga í Flata- hverfi, göngustíg milli Þjóðbrautar og Dalbrautar og Esjuvalla og Kal- mansbrautar, en nýr göngustígur með slitlagi verður lagður með Vík- urbraut milli Innnesvegar og Garða- grundar. Þá er lögð áhersla á skipu- lagsmál m.a. endurskoðun aðalskipulags og gerð deiliskipulaga m.a. endurskoðun deiliskipulags á Akratorgsreit og Arnardalsreit í samræmi við úttekt Gylfa og félaga, sem kynnt var á opnum fundi ný- lega. Áætlað er að skatttekjur bæjarins hækki um 3,5% á milli ára og verði samtals rúmlega 1,4 milljarðar kr. á árinu 2004. Gert er ráð fyrir að af- borganir lána aðalsjóðs verði 130,9 millj. kr. og nýjar lántökur aðalsjóðs þær sömu þannig að jafnvægi er haldið milli nýrrar lántöku og af- borgana lána. Í ræðu bæjarstjóra kom m.a. fram að tekjuþróun ársins 2003 hefði ekki verið eins hagstæð og búist var við en á næsta ári sé gert ráð fyrir hóf- legri aukningu tekna bæjarins. Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2004 Öll tveggja ára börn fá aðgang að leikskóla Akranes. Morgunblaðið Morgunblaðið/Sigurður Elvar Nemendur úr 7. bekk Brekkubæjarskóla spókuðu sig um á smábátabryggj- unni við Akraneshöfn á dögunum og að sjálfsögðu var boltinn með í för.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.