Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 19 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum OROBLU vetrartískuna í dag kl 14-18 í Hringbrautarapóteki. 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum Leikföng Púðar, rúmteppi, dúkar, handmálaðar styttur, ljós 20-50% afsláttur. Ekta pelsar, mokkajakkar og rúskinnsúlpur á ótrúlegu verði Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Jóla bomban Opið til kl. 9 í kvöld „Í HEIMINUM öllum eru nú 100 milljón börn sem ekki hafa fengið barnaskólamenntun,“ segir Karin Sham Poo, aðstoðarframkvæmda- stjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF). „Tveir þriðju eru stúlkur. Menn hafa rannsakað vel og vandlega hvaða áhrif það hefur þegar stúlkur fá að minnsta kosti grunn- menntun og staðreyndin er sú að ekki aðeins nýtur einstaklingurinn sjálfur góðs af skólagöngunni heldur hefur það einnig áhrif á afkomendur viðkomandi.“ Sham Poo hélt í gær fréttamanna- fund í híbýlum Miðstöðvar SÞ á Ís- landi í Skaftahlíð en Miðstöðin verð- ur opnuð formlega í febrúar. Hún hafði fyrr um daginn átt stuttan fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra og snæddi síðar hádegis- verð með Árna Magnússyni félags- málaráðherra. Var Sham Poo hingað komin til að kynna starf UNICEF í þróunarlöndunum og tilraunir til að bæta hag barna í heiminum. „Tölfræðin sýnir að ef stúlka geng- ur í skóla þá er hún líklegri til að eignast börn seinna á ævinni, hún er líklegri til að njóta betri heilsu og börn hennar sömuleiðis,“ sagði Sham Poo m.a. á fréttamannafundinum í gær. „Vitur manneskja í Afríku sagði eitt sinn að ef drengur gengi í skóla þá væri það mjög jákvætt og stuðlaði að auknum þroska hans. Ef stúlka gengi hins vegar í skóla hefði það áhrif á alla heimabyggð hennar.“ Næringarskortur í Írak UNICEF rekur starfsemi í 158 löndum og starfsmenn stofnunarinn- ar á heimsvísu eru um 7.000. Meiri- hlutinn vinnur í þróunarlöndunum og eru flestir ráðnir úr hópi heima- manna í hverju landi. Alþjóðlegt starfslið telur þó um 1.600 einstak- linga. Samtökin eru fjármögnuð með frjálsum framlögum og námu fram- lögin 1,4 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra en þriðjungur þess fjár kom frá einkaaðilum, að sögn Sham Poo. Sham Poo var spurð að því hvort það væri rétt að fleiri börn þjáðust nú af næringarskorti í Írak heldur en fyrir stríð. Svaraði hún því fyrst til að aðstæður barna í Írak hefðu í heild- ina litið farið mjög versnandi síðustu 10–13 árin. „Mun fleiri börn þjást nú af nær- ingarskorti og aðgangur að heil- brigðisþjónustu er ekki eins góður og hann var. Þá skortir upp á það í nokkrum hlutum landsins að fólk hafi aðgang að hreinu vatni. Það hefur reynst mikil áskorun einnig að bæta aðgang barna að menntun.“ Sagði Sham Poo að starf UNICEF í Írak núna miðaðist að því að þjálfa heilbrigðisstarfsmenn m.a. með það í huga að þeir geti sérstaklega beint sjónum sínum að aðstæðum og þörf- um barna. „Við höfum einnig komið að dreifingu á próteinríku kexi sem gefið er börnum sem þjást af næring- arskorti. Þá reynum við að stuðla að því að foreldrar átti sig á hvað veldur því að barn þjáist af næringarskorti. Það er ekki alltaf um það að ræða að fæðisskortur þjaki fólk heldur eru börn hugsanlega ekki að fá rétt fæði eða nægilega margar máltíðir á dag.“ Þá er unnið að því að bólusetja börn fyrir mislingum. „Í heildina eru aðstæður í Írak auðvitað afar erfið- ar,“ segir Sham Poo. „Það mun taka langan tíma að stuðla að varanlegum umbótum á aðstæðum barna í Írak. Við vinnum hins vegar að því verk- efni ásamt öðrum alþjóðastofnunum og heimamönnum í Írak.“ Kvartað hefur verið yfir því að öll aðstoð við þróunarlöndin mæti litlum skilningi í íslensku þjóðlífi. Finnið þið fyrir slíku víðar í hinum ríkari sam- félögum? „Þar getið þið í fjölmiðlunum skipt miklu máli,“ svarar Sham Poo. „Fjöl- miðlar spila stóra rullu að því er varðar að tryggja að almenningur skilji og átti sig á þörfinni fyrir þró- unaraðstoð og síðan að menn viti hvað samtök eins og UNICEF eru að sýsla. Hvað Ísland varðar hefur hér ekki til þessa verið starfandi lands- deild fyrir UNICEF. Ef til vill skýrir það hvers vegna Íslendingar hafa ekki mikla vitneskju um störf stofn- unarinnar.“ Stór verkefni blasa við Undir sjónarmið Sham Poo tekur Einar Benediktsson, stjórnarfor- maður UNICEF Ísland og segir að framlag Íslands til þróunarmála hafi og geti skipt miklu máli þó lítið sé. „Þess vegna er ég sannfærður um að samstarf við UNICEF er mikilvægt, bæði vegna þess að UNICEF er að vinna að verkefnum sem við ættum að koma að og líka vegna þess hversu öflug starfsemi UNICEF er á þeim svæðum sem um er að ræða,“ segir Einar. Sham Poo leggur einnig áherslu á að framlag lítilla þjóða geti sannar- lega skipt miklu máli. Þrátt fyrir allt gangi fleiri börn nú í skóla en fyrir tíu árum og lífslíkurnar séu betri. „En það blasa samt sem áður við stór verkefni í heiminum, óstöðugleiki og hernaðarátök hafa ekki hjálpað þar uppá né þau hörmulegu áhrif sem al- næmisveiran hefur haft hjá sumum þjóðum,“ sagði Karin Sham Poo. Framlag lítilla þjóða skiptir líka máli Karin Sham Poo, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF. david@mbl.is ’ Það mun takalangan tíma að stuðla að varanleg- um umbótum á að- stæðum barna í Írak ‘ Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á að stuðla að bættri menntun stúlkubarna í heiminum. Davíð Logi Sigurðsson heyrði Kar- in Sham Poo útskýra hvers vegna. ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.