Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16. Roger Ebert The Rolling Stone KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL SG DV Frumsýning Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“ með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon Stone og Juliette Lewis. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45. Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. EPÓ Kvikmyndir.com “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ “Frumlegasta og ein besta spennumynd ársins. Sýnd kl. 5.30, 8.10 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 5.30. Íslenskt tal Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY Roger Ebert The Rolling Stone  The Guardian SV. Mbl  AE. Dv Jólapakkinn í ár. Forsýningar um helgina Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Frumsýning NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL Frumsýning Hrikalega mögnuð mynd sem hefur farið mikla sigurför um heiminn. Sannkölluð adrenalínsprengja, rafmögnuð, töfrandi og ógleymanleg. Ekki fyrir viðkvæma. LAUGALÆKJARSKÓLI fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og ÍTR, en úrslitakvöldið fór fram í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld. Atriði Laugalækjarskóla hét „Úps!“ en í öðru sæti var „Dominus tecum“ frá Réttarholtsskóla en „Gei Langó“ frá Langholtsskóla varð í þriðja sæti. Atriði Árbæjarskóla, „Í apaleit“, var valið at- hyglisverðasta atriðið í símakosningu Símans og PoppTíví, sem var með beina útsendingu frá Skrekki. Aðrir skólar sem komust í úrslit voru Engja- skóli með atriðið „Einelti“ og „Ölduselsskóli“ með Dreifbýlisást en alls tóku 22 skólar þátt í ár og voru þáttakendur á sjöunda hundrað. Atriði Laugalækjarskóla, „Úps!“, fjallaði um hrakfarir Chaplins árið 1924 og var sögð saga af því er hann flækist inn í rán með dansi og lát- bragðsleik. Laugalækjarskóli er 300 manna skóli með nemendur 7.–10. bekkjar, segir Björn M. Björgvinsson aðstoðarskólastjóri. Þetta er í fyrsta skipti sem Laugalækjarskóli vinnur í þessari keppni en skólinn hefur einu sinni hreppt annað sætið og tvisvar þriðja sætið, seg- ir hann og er mjög stoltur af nemendunum. Nemendur leikstýrðu Sigurrós Jónsdóttir, 15 ára nemandi í 10. bekk, er ein af þeim 25 nemendum sem tóku þátt í vinningsatriðinu. „Þetta var rosalega gaman og það er búið að vera æðislegur mórall í hópnum,“ segir Sigurrós um þáttökuna og und- irbúning. Það sem var óvenjulegt við þetta at- riði var að tveir nemendur leikstýrðu því, Sigur- rós og Hrafnhildur Ágústsdóttir. „En kennararnir voru samt rosalega jákvæðir í kringum þetta og hjálpsamir,“ segir hún og bætir við að nú ríki mikil sigurstemning í skól- anum og í bígerð sé að halda sérstaklega upp á þetta. – Hvernig kom þessi hugmynd upp? „Okkur langaði að vera með eitthvað öðruvísi, sem hefur ekki verið gert áður. Okkur langaði að vera með eitthvað gamalt og finnst Chaplin skemmtileg persóna.“ – Hvernig gekk að fá búninga og sviðsmynd? „Það var bara gaman að þessu. Við fengum jakkaföt lánuð hjá strákunum og bjuggum sjálf til sviðsmyndina og notuðum endurskinsmerki sem glugga þannig að það virkaði eins og það væri kveikt inni í húsunum,“ segir hún. – Hefur svona keppni hvetjandi áhrif? „Já, ég hvet alla til að taka þátt. Þetta er al- veg frábært,“ segir hún en allir í atriðinu voru að taka þátt í fyrsta sinn. Sigurrós var Chaplin og píanóleikari í atrið- inu en hún leggur bæði stund á píanónám og fimleika. Mikil stemning Stemningin var mikil í Borgarleikhúsinu og hvöttu krakkarnir sín lið óspart áfram og kynn- arnir Sveppi og Auddi af Popptíví stjórnuðu samkomunni eins og þeim einum er lagið. Réttarholtsskóli sýndi leikatriði sem bar nafnið „Dominus tecum“ og hafði trúarlegt þema en fjallaði öðrum þræði um fordóma. Frá Langholtsskóla kom leik-, dans- og söngatriðið „Gei Langó“ þar sem gert var lauflétt grín að hinum hefðbundnu sjónvarpsspjallþáttum með uppákomum. Keppendum var vel fagnað og einnig öðrum skemmti kröftum sem tróðu upp milli atriða en þeir voru Í svörtum fötum, 200.000 naglbítar og Einar Ágúst og Gunni Óla úr Skítamóral. Sér- stakur leynigestur var Eyjólfur Kristjánsson sem tók lagið „Draum um Nínu“ með kepp- endum og áhorfendum, rúmlega sjö hundruð manna kór. Laugalækjarskóli kom, sá og sigraði í Skrekk Charlie Chaplin skemmtileg persóna ingarun@mbl.is Sveppi og Auddi voru kynnar á keppninni en þeir eru þekktir fyrir ýmis uppátæki. Atriði Árbæjarskóla, „Í apaleit“, var valið at- hyglisverðasta atriðið í símakosningu. Ölduselsskóli var með atriðið „Dreifbýlisást“, sem var eitt af sex atriðum í úrslitakeppninni. Laugalækjarskóli flytur vinningsatriðið „Úps!“ en 25 krakkar tóku þátt í því. Frá Langholtsskóla kom leik-, dans- og söng- atriðið „Gei Langó“ sem hlaut þriðja sætið. Áhorfendur hvöttu sitt lið óspart áfram en hér má sjá klapplið Langholtsskóla. Morgunblaðið/Þorkell Spenningurinn var mikill hjá áhorfendum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.