Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 10
10 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A lgengt er að ekki megi hrófla við hefðbundnum jólamatseðli á heimilum. Einar Geirsson á Tveimur fiskum, matreiðslumaður ársins 2003, mælir með því að fólk geri tilraunir með nýja forrétti jóla- dagana og prófi nýja aðalrétti á gamlárskvöld. Hann segir hvaða for- rétt sem er henta á undan jólamatn- um, að hangikjötinu undanskildu, en á undan því mælir hann með reykt- um laxi. „Hjá mér er allt fiskmeti í uppá- haldi, enda rek ég fiskréttastað. Möguleikarnir eru orðnir miklu fleiri og breidd og ferskleiki hráefn- isins að aukast,“ segir hann. Jólamaturinn var til umræðu á heimili Einars á dögunum og býst hann við að hamborgarhryggur verði fyrir valinu, þótt það sé ekki afráðið að hans sögn. „Það er fínt að halda í hefðir og jólamaturinn er svolítið heilagur. Ég er hrifinn af Ora-baunum með hangikjötinu, svo dæmi sé tekið. Neysla á hreindýrakjöti hefur aukist mikið undanfarið og búast má við því að margir sækist eftir því eða ann- arri villibráð um þessi jól í staðinn fyrir rjúpuna.“ Hvað eftirrétti varðar kveðst Ein- ar hrifinn af súkkulaði í hvaða mynd sem er. „Og ekki má gleyma ömmu- búðingi með sérríi,“ segir hann. Einar gefur lesendum jólablaðsins eftirfarandi uppskriftir fyrir hátíð- irnar. Fyrst kemur þorskur og reyktur áll í parmaskinku með volgu epla- og steinseljurótarsalati og bas- il-eggjasósu. Þá bláskeljasúpa, kryddsíld með kavíar og loks hrefnukjötsþynnur með sætri soja- sósu. Þorskur og reyktur áll í parmaskinku 400 g þorskur, hnakki kryddjurtaolía salt og pipar 150 g reyktur áll 1–2 msk brauðraspur 1 msk hunang 4–5 sneiðar parmaskinka hvítlauksolía Þorskhnakkinn er kryddaður með salti og pipar og penslaður með jurtaolíu. Állinn er maukaður ásamt brauðraspinum og hunangi og síðan smurt á parmaskinkuna, sem er rúll- að utan um þorskinn. Eldað í ofni við 140° í 5–6 mínútur. Volgt epla- og steinseljurótarsalat 2 stk steinseljurót 1 grænt epli 1 sítróna 1 msk hunang 2–3 skalottulaukar 1–2 hvítlaukslauf salt og pipar ólífuolía Steinseljurótin og eplið eru skræld og eplið kjarnhreinsað og hvort tveggja skorið í fína strimla. Steinseljurótin er forsoðin. Börkurinn er tekinn af sítrónunni og soðið upp af honum þrisvar sinn- um í köldu vatni. Hann er síðan sax- aður fínt niður. Laukarnir eru sax- aðir fínt og svissaðir í potti, steinseljurótinni og sítrónuberk- inum bætt út í ásamt eplinu og hun- anginu. Kryddað til með salti, pipar og sí- trónusafa. Kryddsíld og kavíar með stökkum laxatartar. Hrefnukjöt í sætri sojasósu. Þorskur og reyktur áll í parmaskinku. Allt fiskmeti í uppáhaldi Morgunblaðið/Kristinn Einar Geirsson, yfirmatreiðslumaður og matreiðslumaður ársins 2003. Þ að eru margir sem tengja epli við jólahaldið og þótt þessi góði ávöxtur sé ekki eins vinsæll og á ár- um áður þegar fólki fannst ómissandi að bjóða upp á epli á jólunum útbúa margir rétti um jólin þar sem eplin leika stórt hlut- verk. Ein þeirra er Lilja Valsdóttir sem ávallt fyrir jólin gerir rétti úr epl- um. Réttirnir sem Lilja útbýr er epla- fléttubrauð og kryddbökuð epli, hvort tveggja réttir sem fljótlegt er að útbúa og eru ákaflega jólalegir. „Þessar uppskriftir fékk ég í Sví- þjóð þegar fjölskyldan bjó þar og ég hef þær alltaf með á jólahlaðborð- inu,“ segir Lilja. „Eplin henta mjög vel með svína- kjöti og kalkún og fyrir utan bakst- urinn eru báðir réttirnir mikið augnayndi og fara ákaflega vel á jólaborðinu.“ Lilja segir að í Svíþjóð hafi fjöl- skyldan getað tínt eplin sjálf á haustin og geymt þau til jólanna. „Mér hefur alltaf fundist það stór hluti af stemningunni að afla þess sjálf sem boðið er upp á um jólin hvort heldur það er matur eða skraut. Maðurinn minn veiðir hreindýr, gæsir og fram að þessu rjúpur sem við eldum og eða gröfum. Ég hef farið með honum á veiðar en ég áttaði mig fljótt á að mér læt- ur betur að vera niðri á flatlendinu og tína þar ber eða sveppi sem með- læti eða í sósurnar. Greinar, köngla og annað skraut tíni ég hér og þar,“ segir Lilja. Hér koma svo uppskriftirnar að epla- réttunum sem Lilja gerir ávallt fyr- ir jólin og eru alltaf jafnvinsælir meðal fjölskyldunnar. Eplafléttubrauð – 2 stykki 50 g ger 5 dl volgt vatn ¼ dl olía 2 tsk salt 2 msk hunang eða sýróp 2 ½ dl rjómaskyr 14–15 dl hveiti 2 rauð epli (stór) Gerið er leyst upp í vatninu.Olíu, salti, hunangi og skyri bætt í. Hveit- inu bætt í smátt og smátt og hnoð- að vel saman. Ágætt er að hafa um 3 dl af heilhveiti í stað hveitis til að fá líflegri lit á brauðið. Látið hefast í 30–45 mín. Ofninn hitaður í 225°. Deigið hnoðað vel aftur og því skipt í tvo hluta, hvorum hluta skipt síð- an í þrennt. Rúllið út í langar mjóar lengjur, gerið tvær fléttur og form- ið þær í hring. Leggið á bökunarpappír og stingið hvoru eplinu í miðju brauðs- ins. Látið hefast í u.þ.b. 20 mín. Bakið í neðri hluta ofnsins í 30– 35 mín. Látið kólna á grind undir klút. Algengt er að notað sé „kvarg“ í uppskriftir að brauði og öðrum ger- bakstri og hef ég áttað mig á að best er að nota rjómaskyr í stað þess. Kryddbökuð epli 6–8 lítil epli 1 rauðlaukur 50 g smjör/smjörlíki ½ tsk engifer 1 tsk kanill 2 ½ msk púðursykur 2 msk edik Ofninn hitaður í 225°. Eplin eru hol- uð að innan með þar til gerðu járni eða hníf, gott er þó að hola þau ekki alveg í gegn. Laukurinn er saxaður smátt og steiktur í smjörinu í potti. Bætið rest- inni út í og hrærið þar til sykurinn er bráðnaður. Raðið eplunum í eldfast mót og fyllið hvert þeirra með krydd- hrærunni. Bakið þar til eplin eru orðin mjúk eða um 20–30 mín. Lilja Valsdóttir ásamt dætrum sínum, Þórunni og Birnu. Eplafléttubrauðið tekur sig vel út. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kryddbökuð epli eftir uppskrift frá Svíþjóð. TVEIR GÓÐIR EPLARÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.