Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 30
30 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L angt er síðan uppselt var í þær tvær jólaferðir, sem Ferðaskrifstofa Íslands – Úr- val-Útsýn býður upp á í ár til Kanaríeyja, en svo virðist sem þeim fari fjölgandi ár frá ári sem vilja eyða jólunum við sólaryl er- lendis, að sögn Stein- unnar Tryggvadótt- ur, sölu- og þjón- ustustjóra Ferðaskrif- stofu Íslands. Fjögur hundr- uð manns halda á vegum ferða- skrifstofunnar til Kanaríeyja í tveimur vélum rétt fyrir jólin og ráðgerð er ein áramótaferð rétt fyrir áramótin. Auk Kan- aríeyja, býður ferðaskrifstofan upp á ferðir til Alicante á Spáni í jólamánuðinum enda eru fjölmarg- ir Íslendingar sem nú skipa sér í flokk sumarhúsaeigenda á Spáni. Þegar Steinunn er spurð hvað fyr- irtækið geri skemmtilegt fyrir starfs- fólk sitt í jólamánuðinum, svarar hún því til að af ýmsu sé að taka, en hjá fyrirtækinu starfa nú 122 manns. „Við vekjum hjá okkur jólastemmninguna með því að fara í svokallaða jólaferð til útlanda sem starfsmannafélagið niðurgreiðir fyrir starfsmenn og maka þeirra. Að þessu sinni varð bandaríska borgin Boston fyrir val- inu. Ferðin var farin um síðustu helgi og tókst í alla staði mjög vel.“ Þá er sérstök jólanefnd starfandi innanhúss sem sér m.a. um skipu- lagningu jólakvöldverðar, sem hald- inn er í jólamánuðinum fyrir starfs- fólk. „Í fyrra leigðum við til dæmis Rafveitusalinn í Elliðaárdal, sem sett- ur var í jólabúning og ráðskonan okk- ar sá um matinn með öllu tilheyrandi. Við höldum svo jólaball í janúar- byrjun sem hugsað er sem fjölskyldu- skemmtun og þá mætir starfsfólkið okkar gjarnan með börnin sín og barnabörn. Svo má auðvitað ekki gleyma jólagjöfunum, sem fyrirtækið hefur ávallt kappkostað að hafa í veg- legu pakkaformi,“ segir Steinunn. Nokkrar starfskonur ferðaskrifstof- unnar brugðust vel við beiðni Morg- unblaðsins um smákökubakstur og má hér sjá afraksturinn á fallegu jóla- borði í matsal fyrirtækisins. Koníakskökur 150 g smjör 60 g sykur 1 eggjarauða 300 g hveiti 1 dl koníak Skraut: kirsuber og val- hnetukjarnar Smjör og sykur hrært saman. Eggjarauðu, koníaki og þurrefnum blandað saman við og hnoðað. Deig- inu rúllað í lengjur og þær skornar í hæfilega stóra bita. Skreytt með kirsuberjum og valhnetukjörnum. Bakað við 200°C í 10–15 mínútur. Sælgætiskökur 4 dl sætar möndlur 4 dl flórsykur 2 eggjahvítur Smjörkrem: 100 g smjör 1 dl flórsykur 1 eggjarauða 2 msk kakó ½ tsk sterkt kaffi eða örlítið romm 150 g suðusúkkulaði Möndlurnar afhýddar og malaðar. Eggjahvíturnar og flórsykurinn stíf- þeytt og möndlurnar settar varlega út í. Deigið sett í litlum toppum á bök- unarplötu og þeir bakaðir við 200°C uns kökurnar eru ljósbrúnar eða í um það bil 10 mínútur. Kökurnar losaðar varlega af plötunni áður en þær kólna alveg og kældar á bökunarrist. Smjörkrem: Smjör, flórsykur, eggjarauða, kakó og kaffi þeytt sam- an. Kremið sett á kökurnar og þær kældar vel. Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Kökunum dýft smjördeigs- megin ofan í súkkulaðið og þær kæld- ar. Hrærðar mömmukökur 250 g smjörlíki 250 g sykur 250 g hveiti 250 g kartöflumjöl 2 egg 2 tsk lyftiduft Sykur og smjörlíki hrært í hræri- vélarskál, eggin sett út í og síðan þurrefnin. Deigið sett með teskeið á bökunarplötu, klædda bökunarpapp- ír, og bakað við 200°C í 10–15 mín- útur. Súkkulaðikökur 200 g hveiti 125 g sykur 100 g kókosmjöl 200 g smjörlíki ¼ tsk hjartasalt 4–5 tsk kakó 1 egg vanilludropar Smjörlíki og sykur hrært saman og öllu hinu blandað saman við. Því næst er deiginu hnoðað saman. Búnar til litlar kúlur úr deiginu sem settar eru á bökunarplötu. Hakkaðar möndlur eða hnetur settar ofan á hverja súkkulaðiköku til skrauts. Kökurnar eru bakaðar í ofni við 180°C í 12–15 mínútur. Kólumbískt kakó. Mömmur. Sörur. KAKÓ OG KRUÐE Súkkulaðibitakökur. Þ rá t t f y r i r ann i r v ið só la rsö lu að undanfö rnu e ru s ta r fss tú lkur Ferðaskr i fs to fu Ís lands aðe ins fa rnar að huga að jó laund i rbún - ingnum he ima f y r i r. Jóhanna Ingvarsdótt i r l en t i í j ó la legu smákökusmakk i í skammdeg inu og y l jað i sér v ið kó lumbískan kakósopa í mötuney t i f y r i r tæk is ins . Kransakökutoppar. Starfsstúlkur hjá Ferðaskrifstofu Íslands bökuðu og buðu upp á jólasmákökur og k freðsdóttir, Marta Hilmarsdóttir, Ásdís Pétursdóttir, Sigríður María Sigurðardóttir, J dórsdóttir og Hulda Fríða Berndsen. Súkkulaðikókosbitakökur Koníakskökur Alla Sælgætiskökur Svanfríðar. Bylgjukökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.